Ástarsögur

Anna Marsý leitar uppi ástarsögur fyrir hlustendur Rásar 1 og hlaðvarpsins: þessar rómantísku, þessar sorglegu, þessar hversdagslegu og allt þar á milli. Umsjón: Anna Marsbil Clausen

Anna og tilraunastarfsemin

Anna var yfir sig ástfangin af fyrsta kærastanum sínum en hún var eiginlega of hamingjusöm of snemma. Gæti hún verið að missa af einhverju? Kannski... stelpum? Umsjón: Anna Marsibil Clausen.

06-25
16:15

Valgeir og húsið sem myglaði

Hvað ef Valgeir hefði ekki flutt heim til foreldra sinna? Hvað ef hann hefði verið sofnaður? Hvað ef hann hefði ekki staðist álagið? Og hvað ef hann hefði verið hjá bróður sínum hina nóttina? Umsjón: Anna Marsibil Clausen.

06-29
14:11

Gunnar Hörður og skátamótið

Það tók Gunnar Hörð ófá MSN samtöl, innbrot í sundlaug og fleiri skátamót en hægt er að telja að sjá það sem var fyrir framan nefið á honum allan tímann.

07-04
16:35

Ísold og líkaminn sem má vera til

Ísold er ekki „bara“ Ísold. Ísold er listaverk. Og eftir að Ísold hitti Kendall Jenner tók hún ákvörðun um að verða atvinnufyrirsæta.

07-04
15:31

Anna Lísa og Örlygur

Viku eftir 20 vikna sónar fékk Anna Lísa verki. Svona eins og slæma túrverki. En hún er samt enn þá mamma Örlygs.

07-11
16:18

Atli, Ásrún og „kynlífsmyndbandið“

Listamaðurinn Ragnar Kjartansson bauð Atla og Ásrúnu í mat á Snaps. Þau komust ekki í aðalréttinn en mættu samt í desert. Þegar þau gengu út seinna um kvöldið voru þau búin að ákveða að leika ástarleik í myndbands-innsetningunni Scenes from Western Culture.

07-11
14:47

Birna Hrönn og eltingaleikurinn

Birna horfði mikið á Law and Order þegar hún var ung og elskaði leikkonuna Marisku Hargitay. Þegar hún eygði tækifæri á að hitta átrúnaðargoðið sitt, mörgum árum síðar, lagði hún allt í sölurnar.

07-18
18:17

Pétur og ítalska ástarjátningin

Þegar Pétur sneri aftur heim til Íslands eftir nám á Ítalíu uppgötvaði hann að eitthvað vantaði. Hann sneri aftur til að finna hana.

07-18
13:17

Árni Grétar og vinahólfið

Árni Grétar og Leifur höfðu alið mannin á sitthvorum enda sama vinahópsins í meira en áratug. Svo fóru þeir í brúðkaup.

07-25
15:08

Guðrún og ráðhúsmótmælin

Ráðhúsið sem fyrirhugað var að reisa við tjörnina í Reykjavík yrði algjörlega úr takti við nærumhverfi sitt og byggingu þess varð að stöðva. Svo mikið vissi Guðrún. Það sem hún vissi ekki, var að ráðhúsið og mótmælin gegn því myndu leiða til hennar lífsförunaut.

07-25
14:26

Aukasaga: Brúðkaup í kófi

Hildur og Elliot voru að undirbúa draumabrúðkaupið. Svo kom heimsfararaldur. Þessi saga er upprunalega úr sérútgáfu Lestarinnar: Fordæmalausir tímar um lífið á tímum Covid-19 heimsfaraldursins.

07-25
15:36

Aukasaga: Bréf til Láru

Páll hefur elskað Láru í meira en 60 ár en nú fær hann ekki að hitta hana lengur. Þess vegna, sendir hann henni bréf. Þessi saga er upprunalega úr sérútgáfu Lestarinnar, Fordæmalausir tímar, um lífið á tímum Covid-19 faraldursins.

07-25
14:45

Aukasaga: Búum til börn

Við eyðum mörg hver mikilli orku í að koma í veg fyrir barneignir á fyrri hluta fullorðinsáranna. Þegar upp er staðið þarf oft enn meiri orku í að láta af þeim verða. Þessi saga er upprunalega úr þáttunum Grár köttur á Rás 1.

08-01
27:04

Aukasaga: Tvær miðaldra konur

Það hefur sína kosti að vera kona, sérstaklega þegar sænska lögreglan er annars vegar. Þessi saga er upprunalega úr þáttunum Grár köttur á Rás 1.

08-01
05:46

Stikla: Ástarsögur 2

Viltu heyra fleiri Ástarsögur? Hjúfraðu þig að hljómtækinu, þú átt gott í vændum.

12-20
02:13

Glódís, Steinþór og jólakæró

Þeim fannst hugmyndin um „jólakæró“ fáránleg en svo römbuðu þau á hvort annað á Tinder. Umsjón: Anna Marsibil Clausen.

12-23
15:05

Una og hlaupaskórnir

Hún stóð á tímamótum í lífi sínu. Þá er gott að eiga góða skó. Umsjón: Anna Marsibil Clausen.

12-23
18:46

Grétar og hafið

Sjómennskan er ekkert grín. Það veit Grétar sem hefur ýmsa fjöruna sopið á sinni sjómannsævi. Umsjón: Anna Marsibil Clausen.

12-23
30:13

Bergþóra og bannaði kötturinn

Þegar eiginmaður Bergþóru veiktist af krabbameini sá hún bara einn kost í stöðunni. Þau skyldu eignast kött. Umsjón: Anna Marsibil Clausen.

12-23
18:05

Andrea og ástareyjan

Hin norsk/íslenska Andrea var algjör tossi í ástum þar til hún skráði sig í raunveruleikaþáttinn Love Island. Umsjón: Anna Marsibil Clausen.

12-23
16:36

Recommend Channels