Ólafssynir í Undralandi

Í Undralandi Ólafssona er allt morandi í kanínuholum. Aron og Arnar reyna að tipla á tánum í kringum þær en eiga það til annað slagið að falla ofan í þær með tilheyrandi pælingum og vitleysu. Í Undralandi eru þó ekki einungis kanínuholur heldur líka fullt af glensi og meðþví!

Fellibylurinn Milton (ft. Patrik)

Þáttur vikunnar er snemma á ferðinni en í ljósi þess að fellibylurinn Milton á að skella á strendur Florida núna í kvöld þá kom ekkert annað til greina en að birta þáttinn strax. Við heyrum í söngvaranum Patrik sem er staddu á Florida og kynnum okkur staðhætti þar ytra.

10-09
53:59

How to get rich (quick)

Líkt og nafn þáttarins gefur í ljós snýr umfjöllunarefnið að því hvernig á að verða ríkur. Hvort það gerist fljótt er hins vegar spurning sem við getum ekki svarað, en það er þó alltaf möguleiki!

10-06
01:10:39

Meðvitund til leigu

Samræður þeirra Ólafssona fóru um ansi víðan völl í þætti dagsins. Allt frá P. Diddy til eðlisfræðilögmála. Sem fyrr er þetta þó þáttur sem þú ættir ekki að missa af, kæri hlustandi!

09-29
01:00:36

Besti þáttur sem Wöhler á

Hann kíkti til okkar fjöllistamaðurinn Eyþór Aron Wöhler og ræðir við okkur um lífið og tilveruna, manninn sjálfann og Tímaflakk. Fótbolti, Ritlist, Söngur og TikTok eru örfá dæmi um það sem drengurinn leggur stund á og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, náð eftirtektarverðum árangri á öllum þessum sviðum. Missið ekki af þessum besta þætti sem Wöhler á, kæru hlustendur!

09-22
01:20:58

Nýlendan Mars

Kæru hlustendur. Hér er einn heilavíkkandi fyrir ykkur. Elon Musk ætlar með mannkynið á mars og það er lítið sem mun koma í veg fyrir það. Það eru allar líkur á því að við munum sjá siðmenntað samfélag mannfólks á plánetunni Mars í okkar lífstíð. Það er gjörsamlega fráleit hugmynd í sjálfu sér, en hér erum við!

09-15
01:03:40

Disney klám

Gleðilegan sunnudag kæru Undralendingar. Í þætti dagsins ræðum við um samsæriskenningar Disney og klám. Fleira var það ekki. Bestu kveðjur, Arnar og Aron

09-08
01:01:31

Skemmtistaðaveröld sem var

Sorry hvað við erum seinir í dag. Í guðanna bænum njótiði!

09-01
55:16

Við erum ekki byggð fyrir öryggi nútímans

Þáttur dagsins tekur okkur á kunnar slóðir en þar ræða Ólafssynir um testósterón, föstur, og frumbyggjaeðlið sem blundar í okkur öllum. Við erum ekki byggð fyrir nútímann!

08-25
59:11

Dellur & íslenskt rapp

Þáttur dagsins þekur ansi vítt svið eins og titillinn gefur til kynna en þó er hann skemmtilegur - við lofum ykkur því!

08-18
59:47

Eftirköst þjóðhátíðar & gamlar blaðagreinar

Já það var ýmislegt sem bar á góma í þessum þætti kæru hlustendur, allt frá framhjáhaldi til sökkvandi skipa. Svo leit nýr liður dagsins ljós sem gæti orðið skemmtilegur. Eigið dásamlegan sunnudag kæru Undralendingar!

08-11
59:13

ÓLAFSSYNIR Í DALNUM 2024

Ólafssynir verða í dalnum árið 2024 gott fólk. 4 gigg á eyjunni fögru yfir helgina - Komið og kíkið á okkur!Fös:17:00 - Ólafssynir í dalnum (frír bjór og frí stemming)02:00 - Stóra sviðið (ásamt gamla 12:00)Lau:12:00 - Ólafssynir á FM95715:00 - Nova Fest (ásamt gamla 12:00)

08-02
52:48

Faðir Arnar

Já þáttur dagsins er stórmerkilegur enda er það orðið ljóst að Arnar þarf formlega að fara að bera ábyrgð á einhverjum öðrum en sjálfum sér. Já krakka mínir, lífið! Verið góð við hvort annað.

07-28
56:32

Tilraunir & lífsvenjur

Gleðilegan sunnudag kæru Undralendingar. Ólafssynir ræða allskonar í þætti dagsins, allt frá Þjóðhátíð til dáleiðslu og svo að sjálfsögðu það sem titill þáttarins segir til um.

07-21
01:07:05

Mótorhjól (ó)

Já, kæru hlustendur það var hann Óli Gull faðir Arons sem fékk að velja umræðuefni í þætti dagsins. Dæmi hver fyrir sig um þekkingu okkar á mótorhjólum en við getum því miður ekki stjórnað öllu sem fer hérna inn. Keyrið varlega um landið gott fólk.

07-14
59:17

Gói Sportrönd í Undralandi: Nuclear Fallout

Það var löngu kominn tími á að fá hinn eina sanna Góa sportrönd í settið til okkar. Í þættinum ræðum við "Nuclear Fallout", en umræðan byggist á tölvuleikja- og þáttaseríunni vinsælu Fallout. Góðar, fyndnar og heilavíkkandi pælingar þennan sunnudaginn. Eigið yndislega helgi!

07-07
01:18:36

Aron Kristinn í Undralandi

ClubDub-arinn og athafnamaðurinn Aron Kristinn mætti til okkar í kærkomið spjall, stútfullt af pælingum og vísdómsorðum. Hann er upplýstur, hann horfist í augu við óttann, hann tekur ákvarðanir og stendur við þær. Eitthvað fyrir alla í þessu eyrnakonfekti úr smiðju Undralandsins. Verið góð hvert við annað.

06-30
01:19:28

Börn náttúrunnar

Já það eru ekki allir jafn heppnir og við að alast upp inni á steyptum og hlýjum heimilum. Sumir eru neflinlega það óheppnir að þurfa að alast upp með dýrum en við minnumst eitthvað á það ágæta fólk í þessum þætti. Njótið dagsins!

06-23
49:12

Loftsteinn að verðmæti $26.990.000.000.000.000.000

Þá eru Ólafssynir mættir bakvið hljóðnemana 117. vikuna í röð. Það er ákveðið afrek að menn sem eru svo ólíkir í skapgerð skuli halda svona lengi út saman en það er eitthvað fallegt við það. Í þættinum förum við yfir tilkynningu sem er yfir meðallagi stór, ráðningu í beinni og space mining svo eitthvað sé nefnt. Verið góð hvort við annað.

06-16
58:07

"Ég finn smjörþefinn út um gluggan hjá mér af heimsstyrjöld"

Aron var svartsýnn í þætti dagsins og mælti þessu fleygu orð sem standa í titli þáttarinns. Setningin er þó kannski ekki beint lýsandi fyrir umræður dagsins en það er samt eitthvað furðulegt að eiga sér stað í alheiminum um þessar mundir...

06-09
54:01

Shots fired

Það er óhætt að segja að Ólafssynir hafi farið öfugu megin fram úr rúminu á tökudegi. Rifrildi einkennir þátt dagsins en þreytan einnig. Batnandi mönnum er best að lifa sagði einhvern en við lofum betrun í næsta þætti.

06-02
50:25

Bergþór Smári Pálmason

https://www.popularmechanics.com/science/environment/a44269425/where-did-earths-water-come-from/ mæli með að þið spyrjið, hvernig kom vatnið?

10-23 Reply

Recommend Channels