Ólafssynir í Undralandi

Í Undralandi Ólafssona er allt morandi í kanínuholum. Aron og Arnar reyna að tipla á tánum í kringum þær en eiga það til annað slagið að falla ofan í þær með tilheyrandi pælingum og vitleysu. Í Undralandi eru þó ekki einungis kanínuholur heldur líka fullt af glensi og meðþví!

Ólafssynir kveðja (í bili)

Þá er komið að kveðjustund í bili kæru vinir. Ólafssynir þakka fyrir sig. Verið góð við hvort annað og munið að við elskum ykkur öll.

08-31
01:01:25

Ólafssynir í næstsíðasta sinn (í bili)

Já kæru vinir. Þið lásuð rétt. Ólafssynir eru á leið í smá frí. Í þessum þætti hleypum við ykkur inn á filterslausan fund um framhaldið þar sem Ólafsdóttir úr Teboðinu kemur einnig við sögu. Segið ykkar skoðun í textaboxi á Instagram því við gætum þurft á ykkar hjálp að halda. Við elskum ykkur öll með tölu.

08-24
56:28

Margt leynist í loftinu

Hér fáiði sunnudagsþáttinn sem þið hafið svo lengi beðið eftir. Þemað liggur í loftinu, hvort sem það er tengt hræðslu eða geimskipi. Verið góð hvort við annað og munið; Við elskum ykkur öll.

08-17
57:14

Augnablik í svartholi

Kæru vinir. Enn einn mánudagsþáttuinn. Við afsökum þetta auðvitað og færum ykkur rosalegan þátt að launum. Ekki fara í fýlu út í okkur <3.

08-11
01:04:35

Þjóðhátíðarfarsi

Það er komið að verslunarmannahelgi kæru vinir! Að sjálfsögðu verða Ólafssynir á sínum stað í Vestmannaeyjum og við vonumst til að hitta þig!

08-01
52:12

Djúpríki

Ólafssynir mæta í stúdíó þriðja mánudaginn í röð. Við lofum að gefa út næsta þátt fyrr. Elskum ykkur öll.

07-28
52:08

Móðuharðindi & Butterfly effect

Gleðilegan mánudag kæru Undralendingar. Hér fáiði einn af gamla skólanum. Takk fyrir að hlusta á okkur.

07-21
01:05:35

Bakveikir Ólafssynir

Kæru vinir, sorry hvað við erum seinir á ferðinni þessa vikuna. Við erum bakveikir.

07-14
57:06

Er erfitt að vera Aronmola? (ft. Ploder, Joey Christ & Teboðið)

Þessi þáttur er eiginlega eintóm sýra frá a-ö. Meiri föstudagsþáttur en sunnudags, svo afhverju þá ekki að gefa hann út á föstudegi? Vonum að þið hlustið til enda. Elskum ykkur öll.

07-04
01:04:07

Er þriðja heimsstyrjöld handan við hornið?

Án þess að hljóma eitthvað sérstaklega svartsýnir þá er óneitanlega uppi sú staða að heimurinn er að sturlast. Ólafssynir velta vöngum yfir þessu og stöðu Íslands í allri þessari ringulreið eins og þeim einum er lagið. Athugið að þátturinn er tekinn upp fyrir viku síðan svo margt gæti hafa breyst. Elskum ykkur öll.

06-29
48:11

Er hægt að vera þynnri?

Þynnka er eitthvað sem mannkynið hefur glímt við frá örófi alda. Ólafssynir líka. Eigið yndislegan sunnudag.

06-22
52:51

Við erum ekkert nema hormón

Hormón er eitthvað merkilegasta fyrirbærið þarna úti og býður upp á fjöldan allan af kanínuholum. Ólafssynir féllu ofan í eina þeirra en eftir hlustun á þáttinn ættuð þið að vera sannfærð um að við lifum í sýndarveruleika.

06-15
01:01:37

Takið vítamínin ykkar

Gleðilegan sunnudag kæru Undralendingar. Í þætti dagsins förum við um víðan völl, allt frá vítamínum yfir í kynlíf. Ekki missa af Undralestinni þennan sunnudaginn kæru vinir.

06-08
59:38

Fan theories

Hér fáiði nokkrar kanínuholur kæru hlustendur. Gleðilegan sunnudag!

06-01
55:30

Ye, gyðingar & einangrun mannskepnunnar

Það var nóg á prjónunum hjá þeim Ólafssonum í þætti dagsins eins og venjulega. Verið góð hvort við annað.

05-25
57:48

San Fran Eurovision

Hér fáiði þátt á laugardegi í tilefni af Eurovision kæru vinir. Njótið kvöldsins og munið að vera góð við hvort annað.

05-17
55:39

Kvíðacastið

Já kæru vinir. Kvíðinn kemur og kvíðinn fer. Kvíðinn kemur aftan að manni þegar síst skyldi og hlífir engum. Þessi þáttur fjallar þó um alls konar og er mjög skemmtilegur. Fleira var það ekki.

05-11
01:02:53

Hugsanalestur

Nýverið kom upp sú hugmynd hvort einhverfir byggju yfir þeim hæfileikum að geta lesið hugsanir. Að sjálfsögðu er þetta kenning á þessu stigi en hvað vitum við? Getur verið að því einhverfari sem manneskja er því líklegri sé hún til að geta lesið hugsanir? Sjáum hvað setur.

05-04
01:00:29

Djúpar spurningar

Í þætti dagsins förum við á dýpið og spyrjum okkur spurninga sem fæstir spyrja sig. Munið það þó, gott fólk, að við eigum öll okkar sannleik. Eigiði yndislega viku.

04-27
58:37

Krýsuvík vaknar (Fall íslenskrar siðmenningar)

Hélduði að við værum hættir með dómsdagsspár? Aldeilis ekki. Það vill svo til að Krýsuvíkureldstöðin hefur legið í dvala í um 900 ár og gárungar tala nú um að hún sé komin á tíma. Hvað það mun þýða fyrir borgarbúa er erfitt að segja en í þættinum gera Ólafssynir sitt besta í sviðsmyndagreiningu á þessum ógnvænlega atburði.

04-20
01:02:11

Bergþór Smári Pálmason

https://www.popularmechanics.com/science/environment/a44269425/where-did-earths-water-come-from/ mæli með að þið spyrjið, hvernig kom vatnið?

10-23 Reply

Recommend Channels