Útvarp KR

Upptökur frá viðtölum Útvarps KR í tengslum við leiki Knattspyrnufélags Reykjavíkur.

Bestu og "verstu" útlensku leikmenn KR

KR Hlaðvarpið (Hjörvar, Jói og Kristján) mættir aftur í settið. Byrjum á því að ræða leikinn gegn Blikum. Í seinni hlutanum er leitar til fortíðar þar sem bestu og verstu útlendingar sem spiluðu fyrir KR eru settir saman í lið. Endum þetta svo á léttri getrun "Hver er KR-ingurinn"

05-07
01:13:00

Óskar Hrafn sér engin skip út um gluggann sinn

Óskar Hrafn mætir í KR Hlaðvarpið eftir svakalegan leik í Kópavogi sem endar 3-3.Hallgrímur Indriðason ræðir við Óskar Hrafn Þorvaldsson.

05-05
12:47

Fyrsti sigurinn kominn, bara geggjað, fulla ferð!

KR Hlaðvarpið mættir eftir sigurinn gegn Skagamönnum.Smá spjall milli okkar og fáum svo þá Júlíus Már, Halldór Snær og Óskar Hrafn í viðtöl eftir sigurinn.

04-29
31:13

Stærsti sigur í sögu KR - Óskar Hrafn og Aron fyrirliði eftir leik

KR-ingar vinna stærsta sigur sinn frá upphafi og bæta metið frá '66 þegar Óli Óla og fleiri góðir unnu Skagann 10-0Óskar Hrafn og Aron Sig mæta í hlaðvarpið og ræða leikinn og framhaldið.

04-19
14:45

KR - Valur - Óskar Hrafn ljúfasta jafnteflið

Óskar Hrafn gerir upp leikinn gegn Völsurum, ljúfasta jafnteflið á þjálfaraferlinum.

04-15
17:20

KR - Valur - Viðtal við Jóa Bjarna og umfjöllun

Jói Bjarna mætir í settið og ræðir leikinn, mörkin og æfingatækni.

04-15
17:22

Emmi í viðtali fyrir leikinn gegn Val

Emmi aðstoðarþjálfari mætir í settið og ræðir liðið og leikinn sem er framundan gegn Val

04-14
04:11

Óskar Hrafn hringir í KR hlaðvarpið og gerir upp leikinn fyrir norðan

KR Hlaðvarpið eru mættir með annan þátt tímabilsins og núna er hljóðið 27 sinnum betra . Óskar Hrafn hringir inn í þáttinn og ræðir leikinn fyrir norðan gegn KA og næsta leik gegn Völsurum.Hjörvar, Hallgrímur, Kristján og Denni á tökkunum ræða svo sín á milli spilamennskuna og margt fleira KR tengt.

04-07
34:37

KR Hlaðvarpið - Sumarið er að byrja

Hjörvar, Kristján og Jóhann eru mættir í KR hlaðvarpið. Meðal annars er fjallað um undirbúningstímabilið, nýja leikmenn, spilamennsku, væntingar, klúbb kvöldið á föstudaginn og laufléttur spurningaleikur í lokin.Vorum í smá veseni með hljóðið á köflum. Nýjar græjur sem við vorum að vinna með en þetta verður betra næst.

04-02
44:53

Axel Óskar - Mættur "heim" í KR

Hallgrímur og Hjörvar ræða við varnarjaxlinn Axel Óskar Andrésson. Margt áhugavert kemur í ljós í samtalinu og því hvet ég fólk eindregið til að hlusta!

04-17
20:40

Markaveisla í Árbænum

Hjörvar og Kristján fara yfir leikinn gegn Fylkismönnum, taka stöðuna á liðinu og velta fyrir sér næsta leik gegn særðum Stjörnumönnum

04-10
15:25

Pálmi og veislan að hefjast

Pálmi Rafn nýr aðstoðarþjálfari mætir í spjallið til Hjörvars og talar um liðið og leikinn við Fylki á sunnudaginn. Hjörvar, Kristján og Denni taka svo spjall sín á milli. Hvernig fer leikurinn? Hver kemur mest á óvart í sumar? Hvernig bolta er KR að fara spila og margt meira. Sjáumst í Árbænum klukkan 19:15 á sunnudaginn. Áfram KR!

04-06
32:48

KR Útvarpið - Gregg Ryder

Viðtal tekið fyrir mót við Gregg Ryder þjálfara meistaraflokks karla. Hallgrímur Indriðason og Bogi Ágústsson sáu um viðtalið og Denni Kristjáns og Kristján Guðmunds voru á tökkunum.

04-01
28:46

Óskar Hrafn í viðtali eftir sigurinn

KR - Afturelding. Óskar Hrafn í viðtali eftir leik.

08-11
19:36

Recommend Channels