Þjóðmál

Hér er rætt hispurslaust um stjórnmál, efnahagsmál, menningu og annað tengt þjóðmálum.

#256 – Kosninga-Bjórkvöld Þjóðmála

Upptaka frá Kosninga-Bjórkvöldi Þjóðmála sem fram fór á Kringlukránni 16. október. Örn Arnarson, Þórður Gunnarsson, Björn Ingi Hrafnsson og Stefán Einar Stefánsson fara yfir stöðuna, hvort og þá hvaða áhrif komandi kosningar hafa á efnahagsmálin og mögulegt vaxtalækkunarferli, umræðu um skattamál, hvaða mál verða helst á dagskrá í kosningabaráttunni, stjórnarslitin og atburði síðustu daga, hvaða nýju nöfn við munum mögulega sjá á framboðslistum næstu daga og margt fleira.

10-17
01:56:30

#255 – Bjarni tekur af skarið – Ríkisstjórnin sprungin

Ríkisstjórnin er sprungin aðeins viku eftir að Svandís Svavarsdóttir tekur við formennsku í VG. Andrés Magnússon og Björn Ingi Hrafnsson fara yfir atburði dagsins, kosningabaráttuna sem er framundan, stöðu flokkanna, þau hjaðningavíg sem kunna að eiga sér stað innan einstakra flokka og margt annað sem snýr að stjórnarslitum og komandi kosningum.

10-14
01:05:52

#254 – Er ekki bara best að… flauta þetta af? – Ríkisstjórn á endastöð

Björn Ingi Hrafnsson og Stefán Einar Stefánsson fara yfir stöðu ríkisstjórnarinnar sem virðist komin á endastöð. Við veltum vöngum yfir því sem kann að eiga sér stað næstu daga, af hverju staðan er orðin með þessum hætti, hvort og þá hvaða flokkar eru tilbúnir í kosningar, þingmenn sem virðast á útleið og margt annað sem snýr að stjórnmálunum.

10-12
01:24:00

#253 – Albert Jónsson fer yfir stöðuna í alþjóðamálunum

Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og fv. sendiherra, fer yfir stöðuna fyrir botni Miðjarahafs nú þegar ár er liðið frá árás hryðjuverkasamtakanna Hamas á Ísrael, hvernig mál hafa þróast á árinu sem liðið er, hvað kunni að vera framundan og hvaða áhrif þetta hefur á alþjóðakerfin. Þá er einnig farið yfir stöðuna á innrás Rússa inn í Úkraínu, veika stöðu Úkraínumanna, hvernig stuðningur vesturlanda á eftir að þróast, komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum og fleira. Loks er rætt skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum sem Albert hefur fjallað nokkuð um á liðnum mánuðum.

10-07
01:13:09

#252 – Allt bannað nema það sem er sérstaklega leyft – Vaxtalækkun gefur von

Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða um stýrivaxtalækkun Seðlabankans, hvaða áhrif hún hefur og hvernig næstu skref gætu litið út, um ágreining innan peningastefnunefndar, undarlegan upplýsingafund og margt fleira. Þá er rætt um hegðun lífeyrissjóða vegna netverslunar með áfengi, nýtt frumvarp sem hefur verið lagt fram í þeim efnum, ráðgjafa sem maka krókinn vegna nýrra reglna um sjálfbærniskýrslur, fréttir Rúv um látna menn sem eru ríkismiðlinum ekki þóknanlegir, hugmyndir um bann við auglýsingum og margt fleira.

10-04
01:20:14

#251 – Flugskeytaárás og Þjóðarpúls, þó ekki á sama stað

Andrés Magnússon og Björn Ingi Hrafnsson ræða um stöðuna í stjórnmálunum, ný andlit sem hafa litið dagsins ljós í vettvangi stjórnmálanna, nýjasta Þjóðarpúlsinn og hvaða áhrif breytingar á fylgi flokkanna geta haft, hvernig ríkisstjórnarsamstarfið mun þróast, hvers vænta megi næstu vikur og fleira. Þá er rætt um flugskeytaárás Írana á Ísrael sem átti sér stað á meðan upptöku þáttarins stóð.

10-01
54:42

#250 – Helgistund á Blönduósi

Við heimsækjum gagnver Borealis á Blönduósi og tökum stöðuna á fyrirhugaðri stækkun þar á bæ. Hörður Ægisson og Þórður Gunnarsson ræða um uppbyggingu gagnavera hér á landi, hvaða þýðingu þessi starfsemi hefur í hagkerfinu og þar fram eftir götunum. Í því samhengi ræðum við um orkumál og nauðsyn þess að framleiða meiri orku hér á landi, þær orkuskerðingar sem eru yfirvofandi og hvaða áhrif þær hafa. Þá er einnig fjallað um samkeppni á bankamarkaði, ákvörðun bankanna um að hækka vexti, stöðuna í stjórnmálunum og margt fleira.

09-26
01:04:22

#249 – Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd – Farið yfir stöðu ferðaþjónustunnar

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, ræðir um stöðu þessarar mikilvægu atvinnugreinar, ummæli stjórnmálamanna sem vilja leggja aukna skatta á greinina eða koma böndum á hana, vöxt hennar og vaxtaverki, það hvort að menn hafi lært eitthvað af örum vexti hennar fyrir faraldur, hvernig greinin mun þróast til lengri tíma, hvort að framþróunin verði til á skrifborði stjórnvalda eða hjá fólkinu sem starfar í greininni, hvort að greinin sé í vörn eða sókn, efnahagslegu áhrifin og margt fleira.

09-23
01:18:37

#248 – Aukin lífsgæði byggja á öflugu atvinnulífi – Sigríður Margrét í viðtali

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fer yfir sviðið í ítarlegu viðtali. Rætt er um ársfund atvinnulífsins og þau skilaboð sem þar koma fram, nauðsyn þess að ná samstöðu um græna orkuframleiðslu – og aukna orkuframleiðslu, svonefnda grænþreytu og óraunhæf markmið í loftslagsmálum, stöðuna í hagkerfinu, hvort að aðilar vinnumarkaðarins hafi reynt að hafa áhrif á ákvarðanir Seðlabankans, um gallað vinnumarkaðsmódel hér á landi og sinnuleysi stjórnvalda gagnvart því, samskiptin við verkalýðshreyfinguna, umræðu um atvinnulífið og margt fleira.

09-19
01:12:07

#247 – Ráðherrar á krísufundi í náttfötunum

Andrés Magnússon og Björn Ingi Hrafnsson ræða um deilur innan ríkisstjórnarinnar, atburðarrásina síðustu daga og hvaða afleiðingar hún kann að hafa, hvaða möguleikar eru fyrir hendir ef ríkisstjórnin springur, hvort að hlutabréfin í dómsmálaráðherranum hafi hækkað eða lækkað, hvort að flokkarnir séu tilbúnir í kosningar og margt fleira.

09-17
52:15

#246 – Bjórkvöld Þjóðmála á Akureyri

Við settum Þjóðmálastofuna upp á á Akureyri fyrir vel sótt bjórkvöld Þjóðmála. Stefán Einar Stefánsson og Þórður Gunnarsson ræða um það helsta í stjórnmálunum, þingsetningu, fjárlögin, fjölgun ríkisstarfsmanna, vangaveltur um formannsefni VG, mikla fjármagnsþörf ríkisins og fleira. Þá er rætt um kostnað við forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, fólk sem þykist hafa gaman að því að borga skatta, ríkisstyrki til stjórnmálaflokka og margt fleira.

09-13
01:32:00

#245 – Tæknin og framtíðin – Hvað er með þessa gervigreind?

Ólafur Andri Ragnarsson, sérfræðingur í tæknimálum, kemur í Þjóðmálastofuna og ræðir um þá miklu tækniþróun sem hefur átt sér stað á liðnum árum. Fjallað er um gervigreind og hvort að ástæða sé að óttast þær breytingar sem hún hefur í för með sér, notkun dróna og róbóta, af hverju nær öll framþróun í tæknimálum á sér stað utan Evrópu, hvernig iðnbyltingar fara af stað, hvað verður um störfin sem síðar verða unnin af tölvum og margt fleira.

09-09
01:34:35

#244 – Fjármagnstekjur á Ljósanótt – Skrýtnar hugmyndir um sjálfærni

Þjóðmálastofan færir sig suður með sjó og kemur sér fyrir í húsgagnaversluninni Bústoð í Keflavík. Örn Arnarson og Þórður Gunnarsson fjalla um umfjöllun um fjármagnstekjur og hvaða hlutverki þær gegna í samfélaginu, hvernig umræða um þær hafa þróast með einkennilegum hætti og fleira. Þá er rætt um delluhugmyndir um það hvernig sjálfbærni fyrirtækja er mæld, ummæli um ungar þingkonur og margt fleira. Að sjálfsögðu er einnig fjallað um Ljósanótt sem verður haldin í Keflavík um helgina.

09-05
51:12

#243 – Laufin falla snemma í ár

Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða um flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins og stöðuna í pólitíkinni, um ný húsaleigulög, úttekt um eftirlitsiðnaðinn og viðbrögð þeirra sem alltaf vilja verja kerfið, slakt uppgjör sjávarútvegsfyrirtækja, hvort líkur séu á vaxtalækkunum, tilraun Gildis til að hemja kaupréttarkerfi skráðra fyrirtækja og margt fleira.

09-02
01:17:48

#242 – Ungu mennirnir láta í sér heyra – Þörf á fleiri leiðinlegum stjórnmálamönnum

Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason ræða um fylgi Sjálfstæðisflokksins, hvað kunni að skýra lækkandi fylgi flokksins, um það hvort og þá hvaða skilaboð flokkurinn er að gefa frá sér, hvort að flokkurinn hafi sinnt kjósendum sínum nægilega vel og þar fram eftir götunum. Þá er fjallað almennt um stöðuna í stjórnmálum, um fylgi annarra flokka, ríkisstjórnarsamstarfið og fleira.

08-29
01:54:17

#241 – Hægri stefnan á alltaf við – Áslaug Arna í viðtali

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ræðir um hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins, hvort og þá hvaða erindi flokkurinn eigi við fólk, hvað kunni að skýra minna fylgi flokksins, hvort möguleiki sé á því að auka fylgið og þar mætti áfram telja. Þá er rætt um „fría“ hluti í boði stjórnmálamanna, baráttuna um hugmyndafræði flokka, hvort að líklegt sé að stjórnmálamenn vindi ofan af vaxandi hlutverki ríkisins, hvaða möguleika hún sér á næsta stjórnarsamstarfi og margt fleira.

08-26
01:01:20

#240 – Gjöf til þjóðarinnar – Annar maraþonþáttur Þjóðmála á Uppi bar

Annað árið í röð hlaða Þjóðmál í um fjögurra klukkustunda þátt fyrir þá sem hlaupa maraþon – og alla aðra sem vilja alvöru umræðu og upplýsingar um stöðu mála. Það færðum Þjóðmálastofuna á Uppi bar af þessu tilefni, þar sem margir gestir litu við. Gestir þáttarins eru; Sigurjón Ernir Sturluson, ofurhlaupari og framkvæmdastjóri Ultraform, Bjarney Anna Bjarnadóttir, fjárfestatengill hjá Íslandsbanka, Þórður Pálsson, yfirmaður fjárfestinga hjá Sjóvá, Heiðar Guðjónsson fjárfestir, Andrea Sigurðardóttir, viðskiptablaðamaður á Morgunblaðsins, Hermann Guðmundsson, forstjóri og eigandi Kemi, María Björk Einarsdóttir, fjármálastjóri Eimskips og brátt forstjóri Símans, Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, og Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi. Auk þeirra kíktu nokkrir af helstu sonum Þjóðmála, þeir Hörður Ægisson, Stefán Einar Stefánsson og Þórður Gunnarsson.

08-23
03:51:12

#239 – Viðtal – Sigurður Ingi Jóhannsson fer yfir stöðuna

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, ræðir um stöðuna í hagkerfinu, ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum, gagnrýni á fjármálastjórn ríkisstjórnarinnar, fjármögnunarþörf ríkisins, hvort að breytinga sé að vænta á skattamálum eða tollamálum og fleira. Þá er jafnframt rætt um stöðuna á stjórnarheimilinu, stöðu Framsóknarflokksins bæði á landsvísu og í borginni, hvað hafi breyst í stjórnmálunum frá því að hann settist á þing fyrir 15 árum, leiðtoga stjórnarflokkanna og margt fleira.

08-21
01:00:52

#238 – Góðverk á kostnað annarra – Munið að telja orlofsdagana

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og Stefán Einar Stefánsson ræða um lækkun tolla sem gætu bætt hag heimilanna til muna, námsmat í grunnskólum og umræðu um menntamál, hvort að þörf sé á því að skólamáltíðir og námsgögn séu ókeypis, vindorku og það hver á rétt á því að virkja vindinn, allt of stórt framkvæmdavald og þann gífurlega fjölda sem starfar hjá stofnunum með eftirlitshlutverk, nýja opinbera verðlagsnefnd um leigumarkað, óeirðir í Bretlandi og fangelsisdóma þar sem tjáningarfrelsið er skert til muna og margt fleira.

08-15
01:26:59

#237 – Mjúk lending með Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, fer yfir stöðu félagsins, það bakland sem liggur í hluthöfum þess, aðlögun á leiðarkerfinu í ljósi breyttra aðstæðna á markaði, samkeppnisumhverfið, fyrri ummæli sín um að það sé erfitt að reka tvö flugfélög með heimahöfn á Íslandi, af hverju lögð var áhersla á að bjarga félaginu í kórónuveiru-faraldrinum, samninga við stéttarfélög, mýtuna um ríkisstyrki og margt fleira.

08-12
01:30:30

Recommend Channels