DiscoverFotbolti.net
Fotbolti.net
Claim Ownership

Fotbolti.net

Author: Fotbolti.net

Subscribed: 3,447Played: 308,051
Share

Description

Hlustaðu á podcastþættina vinsælu af Fótbolta.net. Fjölbreyttir þættir um allar hliðar fótboltans.
2167 Episodes
Reverse
Útvarpsþátturinn á kosningadegi. Umsjón: Elvar Geir og Benedikt Bóas. Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby, er með þeim í þættinum. Þeir þrír fara yfir helstu fótboltafréttir vikunnar, leiki Bestu deildarinnar og Lengjudeildarinnar og ýmislegt fleira. Í seinni hlutanum kemur Þórir Hákonarson, sérfræðingur þáttarins í fótboltapólitíkinni. Hann hefur skoðað samantektarskýrslu Deloitte og KSÍ um fjármál íslenskrar knattspyrnu og fer yfir það sem honum finnst áhugaverðast.
Bræðurnir Hallgrímur Mar og Hrannar Björn fóru yfir bikarúrslitaleikinn og tímabilið hjá Manchester United með Sæbirni Steinke. Man Utd varð bíkarmeistari eftir sigur á Man City um síðustu helgi, úrslit sem komu mörgum á óvart. Einstakir leikmenn í liðinu voru til umræðu og rætt vel um framtíð stjórans. Þá voru vangaveltur um hvaða leikmenn þyrfti að selja og hvaða stöður þyrfti að styrkja
Innkastið eftir 8. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Baldvin Borgars og með þeim er Örn Þór Karlsson fótboltaþjálfari. KR tapaði niður tveggja marka forskoti gegn nýliðunum, umdeild vítaspyrna réði úrslitum á Akranesi, stór dómaramistök á Hlíðarenda og sex stiga fallbaráttuslagur í Árbæ.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er frumfluttur í hlaðvarpsformi þessa vikuna. Elvar Geir, Valur Gunnars og Guðmundur Aðalsteinn í hljóðveri. Í fyrri hluta þáttarins er fjallað um íslenska boltann. Þarfagreining fyrir toppliðin í Bestu deildinni, landsliðsval Age Hareide, Lengjudeildina og fleira. Í seinni hlutanum er uppgjör Kristjáns Atla á tímabilinu í enska boltanum.
Innkastið eftir 7. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Valur Gunnars og Skagamaðurinn Sverrir Mar Smárason skoða alla leikina. Blikar elta Víkinga, Jónatan Ingi hetja Vals í Kórnum, vondur vítadómur í Krikanum og KA vann botnslaginn. Lengjudeildarhornið er á sínum stað.
Man City vann deildina fjórða tímabilið í röð. Einstakt afrek. Pep er klárlega besti knattspyrnustjóri sögunar. Arsenal sitja eftir í öðru sæti með 89 stig. Chelsea fer inn í Evrópudeildina. Aston Villa í fyrsta sinn í meistaradeildinni á næsta tímabili. Rauða spjaldið og kóngurinn og hirðfíflið á sínum stað. Tímabilið gert upp.
Enska úrvalsdeildin kláraðist núna um helgina en Manchester City varð Englandsmeistari fjórða árið í röð. Jurgen Klopp stýrði sínum síðasta leik hjá Liverpool og Manchester United tryggði sér áttunda sætið. Magnús Haukur Harðarson og Jón Kaldal mættu í heimsókn í dag og fóru yfir lokaumferðina, sem og tímabilið í heild sinni. Þeir völdu lið ársins, leikmann ársins og stjóra ársins. Og líka mestu vonbrigðin. Núna er partýið búið en það er stutt í það næsta.
Elvar Geir stýrir hringborðsumræðum í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Við hringborðið er farið yfir fréttir vikunnar en meðal annarra umræðuefna er: Þeir bestu og mestu vonbrigðin í Bestu deildinni, leikir vikunnar í Mjólkurbikarnum, komandi umferð í Bestu, Lengjudeildin og lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni. Með Elvari við hringborðið eru Baldvin Borgarsson þjálfari og sérfræðingur og Sæbjörn Steinke og Sverrir Örn Einarsson fréttamenn Fótbolta.net.
Úrslitin um titilinn ráðast á sunnudag. Man City er með þetta í sínum höndum. Tottenham gáfu City hörku leik í vikunni en nýttu ekki færin. Chelsea mögulega að ná inn í Evrópudeildina með mjög góðum endaspretti. Foden eða Rice leikmaður tímabilsins? Rauða spjaldið og kóngurinn og hirðfíflið á sínum stað.
Það er mjög svo spennandi lokaumferð framundan í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag og svo gríðarlega áhugaverður leikur í kvöld sem gæti haft mikil áhrif á það hvaða lið verður meistari. Ingimar Helgi Finnsson, stuðningsmaður Tottenham, og Magnús Valur Böðvarsson, stuðningsmaður Crystal Palace, mættu í heimsókn í dag til að taka stöðuna. Hvort verður Arsenal eða Manchester City enskur meistari?
Innkastið eftir 6. umferð Bestu deildarinnar. Það er sportbarinn Ölver sem býður upp á Innkastið. Elvar Geir, Valur Gunnars og Sæbjörn Steinke skoða alla leiki umferðarinnar. Víkingur vann toppslaginn, pressan eykst á Gregg Ryder, HK í fantastuði, gæði Breiðabliks gerðu gæfumun, Valur vann KA og ÍA vann Vestra. Dómararnir áttu góða umferð!
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 11. maí. Umsjón Elvar Geir og Tómas Þór. Böðvar Böðvarsson leikmaður FH er gestur en hann kom aftur heim fyrir tímabilið eftir atvinnumennsku. FH-ingar hafa farið vel af stað á tímabilinu og leika toppslag gegn Víkingum. Rætt er um stórtíðindin í gær en Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði óvænt upp hjá Haugesund. Þruma úr heiðskíru. Í hvaða starf fer hann næst? Í þættinum er 1-1 jafntefli Stjörnunnar og Fram gert upp ásamt því að aðrir leikir umferðarinnar í Bestu deildinni eru skoðaðir. Þá er lið umferðarinnar í Lengjudeildinni opinberað og fleira.
Haaland í stuði á Etihad. 6 mörk á Anfield. Arsenal heldur titildraumunum lifandi. Crystal Palace burstuðu Man Utd. Lánleysi Burnley heldur áfram. Rauða spjaldið og kóngurinn og hirðfíflið á sínum stað.
Áhugaverð helgi að baki í ensku úrvalsdeildinni, en umferðin kláraðist með ótrúlegum leik Crystal Palace og Manchester United í gær. United fékk þar vænan skell. Þeir Chelsea félagar Jón Aðalsteinn Kristjánsson og Stefán Marteinn Ólafsson mættu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net í dag og fóru yfir umferðina. Spennan er heldur betur farin að magnast. Hvaða lið vinnur deildina og hvaða lið fer eiginlega í Sambandsdeildina?
Innkastið eftir 5. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Tómas Þór og Valur Gunnars. Gylfi var magnaður í sigri Vals í stórleik umferðarinnar, HK með stórkostlega frammistöðu og vann Víking, dómararnir byrja mótið illa og það er óvæntur toppslagur á dagskrá í næstu umferð.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 4. maí. Umsjón: Elvar Geir og Tómas Þór. Farið yfir komandi umferð í Bestu deildinni og skoðað hvernig Lengjudeildin fer af stað. Sölvi Haraldsson ÍR-ingur er á línunni eftir óvæntan sigur Breiðhyltinga í Keflavík. Kristján Atli Ragnarsson, sérfræðingur um Liverpool, kemur og fer yfir hverju megi búast frá Arne Slot sem tekur að öllum líkindum við stjórnartaumunum á Anfield í sumar. Einnig er rætt um titilbaráttuna sem er í fullum gangi. Orri á X-inu er í beinni frá Kaplakrika og opinberar val á úrvalsliði FH.
King Kai Havertz var kóngurinn í Norður Lundúna slagnum á meðan Michael Oliver var hirðfíflið. Man City marði þrjú sterk stig í Nottingham. Liverpool stimplaði sig alveg út úr baráttunni um titilinn. Burnley er enn á lífi í botnbaráttunni. Rauða spjaldið og kóngurinn og hirðfíflið á sínum stað.
Innkastið gerir upp 4. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Valur Gunn og Sæbjörn Steinke. Víkingar fá óþarfa hjálp frá dómurunum, Valsmenn eru oftar ólíkir sjálfum sér en líkir, Blikar hættu að vera andlausir og leikmaður sem fæddist ári eftir að Fernando Torres tryggði Spáni Evrópumeistaratitilinn skoraði fyrir Fram. Hvað eru eiginlega komin mörg gul spjöld í þessari deild?
Það var nóg af atriðum til að ræða eftir helgina í ensku úrvalsdeildinni. Það fer að styttast í annan endann á þessu stórskemmtilega tímabili. El Jóhann mætti í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net í dag til að fara yfir helgina með þeim Gumma og Steinke. El Jóhann hefur að sjálfsögðu enn bullandi trú á því að Arsenal geti tekið Englandsmeistaratitilinn í næsta mánuði.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net 27. apríl. Umsjón: Elvar Geir og Benedikt Bóas. Lengjudeildin er aðalmálið í þættinum. Baldvin Már Borgarsson, sérfræðingur velur úrvalslið deildarinnar og afhjúpað er hvernig spá þjálfara og fyrirliða lítur út. Einnig verður farið yfir bikarleikina, tíðindi gluggadagsins og hitað upp fyrir fjórðu umferð Bestu deildarinnar.
loading
Comments (2)

Grímur Kristinsson

3 þættir frá 2019 rugla timaröðinni

Jan 25th
Reply (1)
Download from Google Play
Download from App Store