2020 Leiðir

Ég tek viðtöl við bestu og áhugaverðustu gítarleikara landsins svo þetta er gítarnördapodcast þó allir ættu að hafa geta haft gaman af viðtölunum. Endilega vertu í bandi ef þig langar að heyra í uppáhalds gÍtarleikaranum þínum. Nýir þættir koma á föstudögum.

Jóhann Ingi

Jóhann hefur kynnt sér námskrá tónlistarskólana manna best og er að skrifa um hana ritgerð. Námsskráin hefur verið rædd mikið á kaffistofum tónlistarskólana síðan hún kom út og allir sem kenna tónlist hafa skoðun á henni. Jóhnann er einnig í hljómsveitinni Brek og hefur samið tónlist frá unga aldri. Við kynnum einnig gítarkennarahitting sem við erum að plana næsta haust.

03-03
55:06

8 hlutir sem ég lærði.

Ég tók saman punkta fra þeim viðtölum sem komin eru í seríu 2. Takk fyrir að hlusta og fylgjast með.

07-02
16:54

Oddrún Lilja

Oddrún Lilja er íslenskur gítarleikari búsett í Noregi. Hún leikur á Jazzhátíð Reykjavíkur í haust og er að vinna að spennandi verkefnum víða um heim.

06-25
38:30

Rubin Pollock gítarleikari Kaleo

Gítarleikari Kaleo kom í heimsókn og við áttum frábært spjall um óöryggi,græjur,stúdio og hvernig 2020 Leiðir byrjuðu.

06-18
59:47

Ásgeir Ásgeirsson

Skemmtilegt og fræðandi spjall við þennan fjölhæfa tónlistarmann. Ásgeir hefur gert ótal margt á sínum ferli og spilað með heimsþekktu tónlistarfólki.

06-11
01:05:20

Andri Ívars

Gítarleikari og grínisti, forritari og frumkvöðull. Það eru fáir tæknilega betri rokk gítarleikarar hér á landi en Andri Ívars.

05-28
50:27

Óskar Logi

Óskar Logi er ótrúlega kraftmikill gítarleikari og hafa The Vintage Caravan verið að gera geggjaða hluti.

03-26
38:45

Guðmundur Jónsson

Guðmundur Jónsson er einn af okkar allra bestu lagahöfunum og við ræddum um upphafið, hljómsveitir og lagasmíðar meðal annars. Gummi er gítarleikari sem byggir gítarleik sinn á rythma frekar en nokkru öðru og gefur okkur innsýn í hvernig það er að semja fyrir vinsælustu popphljómsveit landsins.

03-19
01:01:02

Gunnar Hilmarsson

Gunnar er kennari við tónlistarskóla FÍH meðal annars og er einn af þeim sem hafa haldið uppi merkjum Djangó jazzins. Við ræddum um allt frá tónstigum í hvernig hægt er að díla við erfiðar hugsanir.

03-05
01:10:00

Kbald - Kjartan Baldursson

Kjartan er ekki bara frábær gítarleikari heldur er hann að gera ótrúlega spennandi hluti á Instagram, Youtube og Patrion.

02-18
01:06:13

Spjall við Friðrik Karlsson

Friðrik hefur átt ótrúlegan feril og t.d spilað með Kate Bush, Madonnu, Tom Jones og auðvitað Mezzoforte ásamt miklu fleirum.

06-12
56:05

Það sem ég lærði af Andrési Þór.

Nokkrir mikilvægir hlutir úr viðtalinu við Andrés.

06-05
09:45

Spjall við Andrés Þór

Andrés er einn okkar fremsti jazzgítarleikari og fræðir okkur um ÿmislegt tengt kennslu og gítarleik.

05-29
01:03:13

Nokkrir hlutir sem ég lærði af Kidda Grétars.

Hér eru nokkrir hlutir sem ég tòk úr viðtalinu við Kidda Grétar.

05-27
08:37

Spjall við Kristjàn Grétarsson

Kiddi Grétars er einn mest áberandi gítarleikari landsins og það er frábært að heyra hans sýn á gítarleik og bransann.

05-23
01:04:51

Nokkrir hlutir sem ég lærði af Bjössa Thor

Hér koma punktarnir sem ég tók úr spjalli mínu við Bjössa Thor

05-20
09:05

Spjall við Björn Thoroddsen

Bjössi hefur spilað með mörgum þekktustu gítarleikurum allra tíma eins og Robben Ford og Tommy Emmanuel. Bjössi fer yfir ferilinn og gefur frábær ráð

05-15
01:23:35

Nokkrir hlutir sem ég lærði af Gumma P.

Hlustaðu fyrst á viðtalið því það er frábært. Mikill fróðleikur þar og hér eru nokkur atriði sem ég tók úr því

05-14
10:11

Spjall við Guðmund Pétursson.

Gummi P er frábært tónlistarmaður og gítarleikari. Að mínu viti ein af þeim betri á heimsvísu. Taktu frá klukkutíma og hlustaðu vel.

05-08
59:27

Það sem ég lærði af Davíð Sigurgeirs

Eftir frábært spjall við Davíð koma nokkrur hlutir sem ég lærði af honum.

05-06
07:36

Recommend Channels