DiscoverRauða borðið
Rauða borðið
Claim Ownership

Rauða borðið

Author: Gunnar Smári Egilsson

Subscribed: 57Played: 12,664
Share

Description

Róttæk samfélagsumræða.
Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.
1127 Episodes
Reverse
Miðvikudagur 1. október FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Miðvikudagur 1. október Trumptíminn, hampur, heimsmálin, Alþingi, ónæmiskerfið og söngur Við ræðum ástandið í Bandaríkjunum á miðvikudögum við Rauða borðið. Þá er Trumptíminn. Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi, Þorsteinn Þorgeirsson hagfræðingur og Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur ræða nýjustu tíðindi úr landi Trump og hvaða áhrif þau munu hafa. Athafnakonan Tóta Jónsdóttir er frumkvöðull í hamprækt á Íslandi. Hún leiðir Maríu Lilju í allan sannleika um þessa mögnuðu, forboðnu jurt sem er til svo margra hluta nytsamleg. Við ræðum við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor um heimsmálin, ekki síst nýjustu vendingar Trump gagnvart Gaza og Úkraínu. Málþóf fékk falleinkunn á málþingi um starfshætti Alþingis. Að kalla úrræði til að stöðva eilífðarvél í ræðuflutningi kjarnorkuákvæði vekur aulahroll hjá lagaprófessor. Mörður Árnason fyrrum þingmaður og Indriði H Þorláksson, fyrrum skattstjóri ræða þingið í samtali við Björn Þorláks. Guðlaug María Bjarnadóttir, Súsanna Antonsdóttir halda fyrirlestur fyrir áhugasama um vanvirkni í ónæmiskerfi, sjúkdóm sem hrjáir fjölda fólks en fáir þekkja. Þær ræða við Maríu Lilju um heilsuna. Jóhann Helgason og Edda Borg koma að Rauða borðinu spjalla, spila og syngja í tilefni af nýrri sólóplötu Jóhanns og tónleikum með honum, Eddu og Gömmunum í Bæjarbíói.
Þriðjudagur 30. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Þriðjudagur 30. september Tilboð Trumps, Húsavík, loftlagsmál, dauðinn og sjóari sem málar Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur fer yfir tilboð Trump og Netanjahú um framtíð Gaza, forsögu þessa tilboðs sem byggt er á kröfum Ísraelsstjórnar, möguleika þess að það nái fram að ganga og viðbrögð stjórnvalda í Evrópu og í arabaríkjunum. Alvarlegt ástand gæti skapast á Húsavík eftir fall kísilvers PCC á Bakka. Einkennilegt andvaraleysi einkennir samtímann gagnvart dreifðum byggðum í landinu, segir Aðalsteinn Árni Baldursson, verkalýðsforingi á Húsavík í samtali við Björn Þorláks. Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar hjá HÍ og Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofunni ræða stöðu loftslagsmála, hvernig Ísland gæti bætt sig, losun og áhrif orðræðu í BNA þar sem Trump bannar viðurkennd hugtök tengd loftslagsmálum. Björn Þorláks ræðir við þau. Kristján Hreinsson, skerjafjarðarskáld ræðir nýja bók við Maríu Lilju. Bókin sem heitir: Einfaldar útfarir - allir velkomnir, Deyjandi hefðir fyrir lifandi fólk. Ingi Þór Hafdísarson stýrimaður, hárgeiðslumaður og listmálari ræðir við Gunnar Smára og sjómennsku, karlmennsku, uppreisnir og margt annað.
Mánudagur 29. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Mánudagur 29. september Ritlaun, sýklasótt, stöðugleikaregla, MÍR, sniðganga og veðurfræði Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og formaður Rithöfundasambandsins ræðir við Maríu Lilju um ritlaun en úthlutun þeirra hefur verið hávær í umræðu dagsins. Kristján Ingólfsson, eftirlaunamaður og fyrrum ráðgjafi segir Gunnari Smára frá fráfalli Eyglóar Svövu dóttur sinnar sem send var heim af bráðamóttöku þrátt fyrir að vera helsjúk af sýklasótt. Og Anna María Ingveldur Larsen mannfræðinemi segir jafnframt frá sambærilegri reynslu. Saga Guðmundsdóttir, aðalhagfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga, útskýrir stöðugleikaregluna fyrir Gunnar Smára auk ýmissa annarra reglna. Sigurður Þórðarson, fyrrum stýrimaður, verslunarmaður og félagi MíR til 50 ára. Boðar í samtali við Maríu Lilju aðalfund fyrir hönd gamalla félaga. Staðið hefur styr um félagið en nú er von á sáttum. Ingólfur Gíslason, rektor á menntavísindasviði HÍ skipuleggur ný skref í sniðgöngu vegna þjóðarmorðsins á Gaza. Björn Þorláks ræðir við Ingólf. Mun gervigreindin úrtrýma stétt veðurfræðinga í framtíðinni? Björn Þorláks ræðir við Sigga storm.
Sunnudagurinn 28. september Synir Egils: Upplausn í alþjóðamálum, stríð og þjóðarmorð, fjárlög, húsnæðismál og pólitíkin innanlands Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Svandís Svavarsdóttir formaður VG og ræða fréttir innanlands og utan og stöðu mála. Síðan ræðum við veikingu lýðræðis í Bandaríkjunum. Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi og Sveinn Máni Jóhannesson sagnfræðingur fjalla um aðför ríkisstjórnar Trump að valddreifðu lýðræði. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.
Laugardagur 27. september Helgi-spjall: Rúnar Guðbrands Rúnar Guðbrandsson leikari, leikstjóri og sviðslistamaður ræðir spennandi leikhús og minna spennandi, pólitíska list, trúnna á að við getum breytt heiminum, öryggi æskunnar og óróa unglingsáranna, föðurmissi og annað sem hefur mótað hann sem manneskju og listamann.
Föstudagur 26. september Vikuskammtur: Vika 39 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Árni Sveinsson kvikmyndaleikstjóri, Bjarki Þór Grönfeldt stjórnmálasálfræðingur, Saga Kjartansdóttir sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum hjá ASÍ og Þóra Elísabet Kjeld kennari og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af dularfullum drónum, tárum á hvarmi, afsökunarbeiðni, vinnumansali, skoðanaskiptum og hótunum.
Fimmtudagur 25. september FRÉTTATÍMINN María Lilja, Sigurjón Magnús og Björn Leví Gunnarsson segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Fimmtudagur 25. september Réttur er settur, rauði þráðurinn, Taóismi og klassíkin rokkar Gísli Tryggvason lögmaður fer yfir mannréttindi, Bókun 35, kynþáttamisrétti og fleira í samtali við Björn Þorláksson. Kolbeinn H. Stefánsson dósent í félagsráðgjöf ræðir við Gunnar Smára um vanda vinstrisins á Vesturlöndum og hér heima. Ragnar Baldursson Kínasérfræðingur heldur áfram að skýra fyrir Gunnari Smára hvernig taóisminn hefur mótað Kína, menningu og stjórnmál, og hugmyndir Kínverja um stöðu Kína í heiminum. Kristinn Sigmundsson bassi, Kolbeinn Ketilsson tenór og Matthildur Anna Gísladóttir píanóleikari ræða um ljóðasöng við Gunnar Smára og tónlistarnemana Sóleyju Lóu Smáradóttur og Sól Björnsdóttur, um óperu, töfra tónlistar, kvíða fyrir tónleika, íslenska einsöngslagið og margt fleira.
Þriðjudagur 23. september Húsnæði, brottvikning, börn með geðraskanir, óþekkti þingmaðurinn og bönnuð list Á sama tíma og ungt fólk er í vanda að fjárfesta í húsnæði eru heldur fleiri íbúðir að koma á markað en verið hefur. Jónas Atli Gunnarsson hjá HMS ræðir við Björn Þorláksson. Matthías James Spencer Heimisson og Adrimir Selene Melo Fria eru hjón. Samt ætlar Útlendingastofnun að vísa Adrimir úr landi, en hún er ein þeirra fjölmörgu frá Venesúela sem hingað komu í boði stjórnvalda en nú er verið að vísa úr landi þegar dvalarleyfið rennur út. Gunnar Smári ræðir við hjónin. María Lilja ræðir þjónustu við börn með geðraskanir við þær Láru Ómarsdóttur, almannatengil og aðstandanda fíkils í bata, Diljá Ámundadóttur, varaþingmann, guðfræðinema og sálgæslukonu og Sigurþóru Bergsdóttir, varaþingmann, bæjarfulltrúa og stofnanda Bergsins Headspace. Kristján Þórður Snæbjarnarson segir Birni Þorláks frá persónulegum hliðum en Kristján er einn fjölmargra nýrra þingmanna. Óþekkti þingmaðurinn leitast við að kynna manneskjuna að baki þingmannsins. María Lilja fær til sín þau Snærós Sindradóttur, listfræðing og gallerista og Þránd Þórarinsson, myndlistarmann sem þekktur er fyrir hápólitísk málverk sín. Þau ræða saman um list og pólitík.
Miðvikudagur 24. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Miðvikudagur 24. september Palestína, húsnæðiskrísa, Trump, taoismi og heyskapur Þórdís Ingadóttir lagaprófessor ræðir við Gunnar Smára um gildi þess að fleiri lönd viðurkenna nú Palestínu, um hvort alþjóðalög og alþjóðakerfið sé að veikjast vegna stefnu Bandaríkjanna og hvaða skyldur íslensk stjórnvöld bera frammi fyrir þjóðarmorði á Gaza og öðrum glæpum Ísraelsstjórnar. Alvarleg staða er uppi í húsnæðismálum fjölmargra einstaklinga án þess að það fari hátt í samfélaginu. Fordómar eru miklir og harka í samfélaginu. María Pétursdóttir öryrki og myndlistarkona og Styrmir Hallsson, háskólanemi og ungur maður í leit að öruggu framtíðarhúsnæði, ræða ástandið með Birni Þorláks. Vorstjarnan heldur fund um málið annað kvöld. Gunnar Smári ræðir við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor um stefnubreytingu Trump gagnvart Úkraínu, sem hann segir nú að geti unnið stríð. Þeir fara líka yfir ræðu Trump í alsherjarþinginu, elta hana um víðan völl. Ragnar Baldursson Kínafræðingur ræðir við Gunnar Smára um Taoisma og áhrif hans á kínverska menningu, stefnu kínverska ríkisins og einnig um áhrif Taó á vestræna menningu. Þetta er fyrri hluti spjalls þeirra um Taóisma. Til marks um sprettusumarið sem nú er að baki eru dæmi um bændur á Norðurlandi sem slógu tún sín fjórum sinnum, sem er einsdæmi að sögn Trausta Þórissonar, bónda á Hofsá. Björn Þorláks slær á þráðinn norður.
Þriðjudagur 23. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Mánudagur 22. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Rauða borðið 22. sept. Húsnæðiskrísa, ungmennadrykkja, deilur í vinstrinu og fiðluæði Þingeyinga Kristín Heba Gísladóttir hjá Vörðu segir suma hópa í samfélaginu eiga afar erfitt með að koma sér upp öruggu þaki yfir fjölskyldur. Horfur ungs fólks til að eignast húsnæði virðast velta mjög á efnahag foreldra að óbreyttu. Björn Þorláksson ræðir við Kristínu Hebu. Guðmundur Auðunsson hagfræðingur í London fer yfir deilur innan nýja vinstri flokksins í Bretlandi. Hvað gengur þingmönnum til sem vilja lækka áfengiskaupaaldur niður í 18 ár hér á landi? Er óöld í uppsiglingu? Árni Guðmundsson forvarnarfulltrúi ræðir við Björn Þorláks og reynir að svara áleitnum spurningum. Algjör sérstaða var meðal Þingeyinga til forna er kom að fiðlueign og fiðluspili. Tónlistin skipaði svo veigamikinn sess að fá dæmi eru um annað eins í dreifðum byggðum landsins. Herdís Anna Jónsdóttir, víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, ræðir málin við Björn Þorláks.
Sunnudagurinn 21. september Synir Egils: Stjórnmálaátök, fjármál, menningarstríð og Sjálfstæðisflokkurinn Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingkona, Arna Magnea Danks leikkona og Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi og ræða fréttir vikunnar og stöðuna í stjórnmálunum hér heima og erlendis. Þá kemur Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins og svarar spurningum um stöðu flokksins og stefnu hans. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.
Laugardagur 20. september Helgi-spjall: Anna Rún Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarkona segir okkur frá hugmyndum sínum og lífi, leit sinni að röddinni og haldi í lífinu, kyrrðinni hjá ömmu, rótinu við skilnað og átökunum í listinni.
Fimmtudagur 18. september FRÉTTATÍMINN Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
loading
Comments (1)

K Hulda Guðmundsdóttir

"vímuefnaraskanir" ? ...

May 13th
Reply