Discover
Þjóðmál
380 Episodes
Reverse
Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson koma saman á ný eftir alltof langa fjarveru. Við ræðum það sem hæst bar í vikunni í bland við annað. Förum yfir það sem helst bar á góma við þingsetningu og stefnuræðu forsætisráðherra, nýkynnt fjárlög, þær skattahækkanir sem í vændum eru, tillögu um að selja Landsbankann, hvort atvinnustefna ríkisstjórnarinnar skili einhverjum árangri og margt fleira. Loks ræðum við um morðið á Charlie Kirk og þá umræðu sem hefur skapast í kjölfarið.
Björn Bjarnason fer yfir stöðuna í aðdraganda jóla og ræðir um ársafmæli ríkisstjórnarinnar, hverju hún hefur áorkað og hverju ekki, almennt um stöðuna í stjórnmálum, tilraunir til þess að festa Rúv í sessi á kostnað annarra fjölmiðla, hvort og þá hvaða hagsmuna verið sé að gæta í Evrópumálum, óskir Bandaríkjaforseta um að taka yfir Grænland og áhrif þess á Íslands, og margt fleira.
Andrés Magnússon og Stefán Pálsson ræða um síðustu metrana á haustþinginu, villandi upplýsingaáróður stjórnarmeirihlutans, hvort Samfylkingin hafi gengið of langt með skipulagðri árás á aðila utan stjórnmálanna, um leikþátt fjármálaráðherra með áhrifavaldi, klúður við makrílsamninga, vendingar í borgarmálum og hvort von sé á sameinuðu vinstri framboði og það mikilvægasta af öllu – hvort að Die Hard sé jólamynd eða ekki.
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og rithöfundur, ræðir um nýútkomna bók sína, Síðasta formanninn. Titill bókarinnar vísar til afa Ásgeirs, Bjarna Jónsson, sem var síðasti hákarlaformaðurinn sem sótti út á Húnaflóa. Inn í þessa sögu ratar þó líka saga forfeðra og formæðra Ásgeirs, þættir í sjálfstæðisbaráttu Íslands, konunglegar heimsóknir og áhrif þeirra, tilraunir til að byggja upp þjóðmenningu, pólitískar atlögur og það hvernig Strandasýsla var í þungamiðju stjórnmála á millistríðsárunum, lífsskilyrði á svæðinu og margt fleira.
Bræðurnir Þórður og Hermann Nökkvi Gunnarssynir fara yfir stóru málin, stöðuna í þinginu, bandorm sem gæti orðið að njálg fyrir skattgreiðendur, meinta afsökunarbeiðni forseta Alþingis sem missti stjórn á skapi sínu við upphaf þingfundar, stöðu dómsmálaráðherra sem skipar í fjölda stórra embætta á næstu misserum, mögulega bresti í stjórnarmeirihlutanum, sex hluti sem ríkisstjórnin segist vera búin að gera á einu ári en eru enn bara hugmyndir á blaði, leikþátt í Efstaleiti vegna Eurovision og gyðingahatur Páls Óskars, væntanleg framboð vegna sveitastjórnarkosninga, fréttir úr viðskiptalífinu og margt fleira. Stútfullur þáttur sem hentar vel með mömmukökubakstri.
Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fv. bæjarstjóri í Hafnarfirði, mæti í kaffispjall. Við ræðum um samskiptin milli stjórnarmeirihlutans og stjórnarandstöðunnar, hvort og þá hvernig reynslan úr bæjarstjórn nýtist í landsmálunum, hvernig það kom til að hún ákvað að reyna fyrir sér í stjórnmálum á sínum tíma, um reynslu hennar af móttöku hælisleitenda í Hafnarfirði, fylgislækkun Sjálfstæðisflokksins og margt fleira.
Kristín Gunnarsdóttir og Stefán Einar Stefánsson fara yfir allt það helsta á helgarvaktinni. Við ræðum um allt milli himins og jarðar, í orðsins fyllstu – meðal annars um pólitík, tilraunir Þjóðkirkjunnar til að bæta ásýnd sína, breytingar hjá Sjálfstæðisflokknum, hreinsanir ríkisstjórnarinnar í skólakerfinu, ríkisfyrirtæki í Viðskiptaráði, sjálfsmat ríkisstjórnarinnar og margt fleira.
Gunnar Úlfarsson og Ingvi Þór Georgsson kíkja í aðventukaffi. Við ræðum meðal annars um jólaverslun, hverjir það eru sem standa uppi sem sigurvegarar og hverjum bregst bogalistin, um kaup á afþreyingu og öðrum jólatengdum vörum, tilboðsdaga sem hafa breytt mynstrinu og margt fleira í þeim dúr. Þá er rætt um yfirvofandi skattahækkanir og hvaða áhrif þær kunna að hafa, óvissu sem ríkir um upphæð veiðigjalda, stöðu Sýnar og margt fleira.
Sigríður Á. Andersen og Örn Arnarson fara yfir vikuna, stöðuna í þinginu, viðvaningshátt við fjárlagagerð og skattahækkanir, ummæli forsætisráðherra um kólnandi hagkerfi, gjafirnar sem Inga Sæland vill gefa en láta aðra borga fyrir, oddvitamál í borginni, yfirlæti í garð stuðningsmanna Miðflokksins, hvort það sé áhugavert að fjárfesta í sjávarútvegi og margt fleira.
Pálmi Guðmundsson er líklega einn reynslumesti fjölmiðla- og markaðsmaður landsins, með um 35 ár í bransaum eins og sagt er, og hefur komið að framleiðslu á mörgum af þekktustu sjónvarpsþáttum sem framleiddar hafa verið hér á landi. Í þætti dagsins ræðum við um afþreyingarbransann, hvernig þróunin hefur verið og hvernig má ætla að hún verði á næstu árum, samkeppnina á milli sjónvarpsins og kvikmyndahúsa, hvernig streymisveitur breyttu markaðnum, hverjir eru líklegir til að standa uppi á þessum markaði og margt fleira.
Stefán Einar Stefánsson og Þórður Gunnarsson fara yfir það helsta frá Hátíðarkvöldi Þjóðmála. Einnig er rætt um stýrivaxtalækkun Seðlabankans og kólnun hagkerfisins, slök viðbrögð ríkisstjórnarinnar við tollum Evrópusambandsins, uppstillta mynd af forsætisráðherra tala í símann, nýtt slagorð Viðreisnar, nýja könnun sem sýnir Miðflokkinn stærri en Sjálfstæðisflokkinn, hátt setta ríkisstarfsmenn sem klúðra málum en fá bara nýtt starf á sömu launum, möguleg kaup Símans á fjölmiðlahluta Sýnar, og sitthvað fleira.
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fjallar um stöðuna í hagkerfinu og á vinnumarkaði, þörfina á lægri vöxtum, skattastefnu stjórnvalda og viðhorf til verðmætasköpunar, hættuna sem skapast með öryrkjagildru og tengingu almannatrygginga við launavísitölu, samskiptin við samtök launþegar, meinta óeiningu innan SA og margt fleira.
Andrea Sigurðardóttir og Tómas Þór Þórðarson fara yfir það helsta sem þótti markvert í vikunni. Við ræðum um stöðuna í pólitíkinni, „góð“ lagafrumvörp sem eru ófjármögnuð, klaufaskapinn við flutning ríkislögreglustjóra í starfi, kísiltolla og slaka hagsmunagæslu íslenskra stjórnvalda, hvort að horfur séu á vaxtalækkun í næstu viku, vörn Rúv á fréttafölsun BBC, umhverfisskatta sem vega þungt hjá íslenskum flutningafyrirtækjum og margt fleira.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, ræðir um stöðu félagsins, flókna stöðu í alþjóðakerfinu sem hefur áhrif á reksturinn, hvort og þá hvernig hægt sé að bæta reksturinn, komandi kjarasamninga, framtíðarhorfur, flotamál og fyrirhugaða áfangastaði, erlenda samkeppni, skattastefnu stjórnvalda og margt fleira.
Daði Kristjánsson og Örn Arnarson mæta gallvaskir á helgarvaktina. Við ræðum um Brekakreppuna svonefndu, veruleikafirringu ríkisstjórnarinnar, vond skilaboð til atvinnulífsins, tækifærin sem við höfum til að gera betur, hagsmuni Íslands í alþjóðakerfinu, nýjan Þjóðarpúls, greiningu fjármálaráðherra á upphaf siðmenningarinnar, stöðu Alvotech, afhjúpun á fréttaflutningi BBC og margt fleira.
Garðar Gíslason lögmaður og Þorstein Víglundsson, forstjóra Hornsteins og fv. ráðherra, ræða ð hvort að regluverk og skattaframkvæmd íslenskra stjórnvalda sé til þess fallin að hindra eða liðka til fyrir erlendri fjárfestingu hér á landi, tilviljanakenndar og ófyrirsjáanlegar ákvarðanir Skattsins þegar kemur að erlendum fyrirtækjum og starfsemi þeirra á Íslandi, hvort að erlend fyrirtæki beri of mikið úr býtum eftir að hafa fjárfest hér á landi, gróflega aðför að Kalkþörungafélaginu og margt fleira.
Þórður Pálsson og Þórður Gunnarsson mæta á helgarvakt Þjóðmála. Í þættinum er fjallað um innihaldslausan húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar, líkurnar á vaxtalækkun í nóvember, vinstri menn sem halda að áföll einstakra atvinnugreina hafi engin áhrif á hagkerfið, ríkislögreglustjóra sem dælir peningum í vinkonu sína, viðhorf Viðreisnar til landsbyggðarinnar, aukna heimild Samkeppniseftirlitsins til að gera húsleit heima hjá stjórnendum fyrirtækja, hógværa embættismenn sem telja sig vera kjölfestu í hringiðu lýðræðisins og margt fleira.
Björt Ólafsdóttir, fv. ráðherra og nú framkvæmdastjóri Iðu fasteignaþróunarfélags, fjallar um viðbrigðin við því að fara úr stjórnmálum í einkarekstur og uppbygginu fyrirtækis. Við ræðum um viðhorf stjórnmálamanna til atvinnulífsins og verðmætasköpunar. gagnslausar aðgerðir ríkisvaldsins á húsnæðismarkaði, óraunhæf markmið í losunaráætlunum, hvort að bara loftslagsaktívistar geti orðið umhverfisráðherra, stjórnarslitin árið 2017 og eftirmála þeirra, hvort að Björt hafi áhuga á að því að snúa aftur í stjórnmál og margt fleira.
Heiðar Guðjónsson og Snorri Másson fara yfir stöðuna undir lok vikunnar. Við ræðum um verðmætasköpunarhaustið sem virðist ætla að breytast í (Kristrúnar) Frostavetur, hvaða áhrif það hefur þegar heilt álver er nálægt því að loka, hvort það sé ástæða til að hafa áhyggjur af störfum framtíðarinnar, hvort rétt sé að endurvekja loftslagskvíðann hjá fólki, kvennaverkfall og hið meinta bakslag, utanríkisstefnu sem mótast af tilfinningum frekar en hagsmunum og margt fleira.
Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri Kötlu DMI og fv. formaður SAF, og Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventure, ræða um stöðu og framtíðarþróun ferðaþjónustunnar, samkeppnina við önnur ríki og samkeppnishæfni Íslands, um vöxtinn sem hefur orðið í greininni og hvaða áhrif hann hefur haft á bæði efnahagslífið og samfélagið, hvað megi betur fara, aðkomu stjórnvalda sem virðist ekki alltaf vita hvað þau vilja gera við atvinnugreinina annað en að skattleggja hana og margt fleira.























