Discover
Hljóðbrot - Hljóðtímarit Blindrafélagsins
Hljóðbrot - Hljóðtímarit Blindrafélagsins
Author: Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi
Subscribed: 0Played: 0Subscribe
Share
© Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi
Description
Í þættinum er að finna ýmist efni, bæði fræðandi og skemmtilegt. Við tökum viðtöl við blint og sjónskert fólk og aðra sem standa okkur nærri, fjöllum um tækninýjungar og samfélagsþróun sem varðar blinda og sjónskerta og margt fleira. Þátturinn kemur að jafnaði út mánaðarlega og hann má nálgast á öllum helstu stöðum þar sem hlaðvörp er að finna og er hann einnig aðgengilegur í vefvarpi Blindrafélagsins og á heimasíðu þess, blind.is.
72 Episodes
Reverse
Í þessum þætti ræða Eyþór og Már um punktaletur og hlutverk þess á okkar tímum.
Í þessum jólaþætti Hljóðbrots heyrum við jólakveðju formanns Blindrafélagsins, Sigþórs U. Hallfreðssonar, lítum yfir farinn veg í því helsta sem við tókum fyrir á árinu og heyrum nokkur vel valin jólalög, leikin á píanó af Theodór Helga Kristinssyni, félaga í Blindrafélaginu. Gleðileg jól öll sömul!
Í þessum þætti heyrum við viðtal sem Hlynur Þór tók við Ólaf Þór Jónsson, félagsmann í Blindrafélaginu til margra ára.
Í þessum þætti ræðum við um Hljóðbókasafn Íslands, förum yfir sögu þess og stofnun, hlutverk og fyrirkomulag, núverandi stöðu og yfirvofandi innleiðingu safnsins inn í Landsbókasafn Íslands ásamt Kvikmyndasafni Íslands. Viðmælendur í þættinum eru Gísli Helgason, félagsmaður í Blindrafélaginu, tónlistamaður og hljóðbókaútgefandi, Marín Guðrún Hrafnsdóttir, forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands og Snævar Ívarsson, framkvæmdastjóri félags lesblindra.
Í þessum þætti tökum við Ívu Adrichem, félaga í Blindrafélaginu, í spjall og kynnumst henni nánar.
Í þessum þætti ræðir Már Gunnarsson við Sam Seavey, sem er best þekktur fyrir YouTuber rás sína, The Blind Life. Sam var nýlega á Íslandi, heimsótti meðal annars Blindrafélagið og hélt fróðlegan fyrirlestur fyrir félagsfólk og aðra áhugasama. Við kynnumst Sam nánar og ræðum meðal annars æsku hans og fáum góða innsýn inn í hans líf.
Í þessum þætti ræðum við um punktaletur á iPhone og tökum spjall við tvo hressa félagsmenn, þau Kjartan og Vöku.
Í þessum þætti fjöllum við um ferð leiðsöguhundadeildar Blindrafélagsins á Stykkishólm á sitt árlega leiðsöguhundanámskeið. Viðtöl við bæði þátttakendur og þjálfara.
Í þessum þætti fjöllum við um Bjartsýni, kór Blindrafélagsins. Við heyrum upptöku frá tónleikum þeirra í Hörpu á Menningarnótt 2025 og tökum spjall við nokkra meðlimi kórsins.
Í þessum þætti af Hljóðbroti er kveðja frá formanni Blindrafélagsins til félagsmanna í tilefni af 86 ára afmæli Blindrafélagsins þann 19. ágúst síðastliðinn.
Í þessum þætti ræðum við um gervigreind og ýmsa notkunarmöguleika hennar við Ólaf Kristjánsson, gjarnan þekktur sem Óli tölva. Hann rekur fyrirtækið Netkynning og er gervigreindarsérfræðingur og kennari.
Í þessum þætti ræðir Már Gunnarsson við Harald G. Hjálmarsson, félagsmann í Blindrafélaginu. Haraldur flytur einnig frumsamin lög á Hammond orgel.
Í þessum þætti fjöllum við um heimasóttkví leiðsöguhunda, nýt smáforrit Hljóðbókasafns Íslands og tónlistarvinnslu og tónlistarframleiðslu fyrir blinda og sjónskerta.
Í þessum þætti ræðir Hlynur Þór við Patrek Andrés Axelsson, félagsmann í Blindrafélaginu. Patrekur er einnig fyrsti íslenski blindi eða sjónskerti einstaklingurinn til að útskrifast sem sjúkraþjálfari.
Í þessum þætti fer Eyþór í göngutúr með Þorkeli Steindal og leiðsöguhundinum Gaur um Hlíðahverfið og Öskjuhliðina. Einnig fjöllum við um ýmis tól og tæki sem blindir og sjónskertir geta nýtt sér í umferli.
Í þessum þætti tók Hlynur Þór viðtal við Gunnar Má Óskarsson, félagsmann og starfsmann Blindrafélagsins.
Í þessum þætti heyrum við viðtal sem Már Gunnarsson tók við sjálfboðaliða Bresku Leiðsöguhundasamtakanna Guide Dogs UK. Þess ber að geta að viðtalið er á ensku.
Í þessum þætti ræðir Hlynur við Ásdísi Evlalíu Guðmundsdóttur, félagsmann í Blindrafélaginu og við skellum okkur í NaviLens ratleik með UngBlind.
Í þessum þætti tekur Eyþór Kamban Þrastarson viðtal við Inga Þór Einarsson, aðstoðarprófessor í íþróttafræðum við Háskólann í Reykjavík. Umfjöllunarefnið er rannsóknir sem Ingi hefur gert á fötluðum börnum og fötluðu íþróttafólki með áherslu á blint íþróttafólk.
Í þessum þætti tekur Hlynur Þór nærmyndarviðtal við Rósu Maríu Hjörvar og Már Gunnarsson ræðir við Theódór Helga Kristinsson um talgervla og snjalltæki.




