Discover
Handkastið
309 Episodes
Reverse
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Siggi Bond gerðu upp sigur íslenska landsliðsins á Pólverjum strax eftir leik í Kristianstad.
Ýmir Örn var stórkostlegur í vörninni.
Elliði svaraði fyrir lélegan leik a´ föstudaginn.
Haukur var með frábæra innkomu.
Var móment í síðari hálfleik kveikti í stúkunni.
Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Siggi Bond gerðu upp sigur Íslands á Ítalíu í opnunarleik liðsins á Evrópumótinu í kvöld.
Janus Daði var frábær og breytti gangi leiksins á 20 mínútu.
Snorri Steinn var vel undirbúinn og átti svör við öllu sem Bob Hanning kastaði að okkur.
Bjarki var með frábæra innkomu í síðari hálfleik og ætlar greinilega að njóta sín í botn á mótinu.
Pólverjar bíða á sunnudaginn.
Þetta og svo miklu miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins
Sérfræðingurinn og Stymmi Klippari fóru yfir lokaupphitun fyrir Evrópumótið í Rapyd stúdíóinu en mótið hjá Íslandi hefst á morgun þegar þeir mæta Ítölum í fyrsta leik.
Síminn var á lofti hjá strákunum og var slegið á þráðinn til Gaupa, Tedda, Hödda Magg og Mike.
Við eigum engar afsakanir eftir, leiðin hefur aldrei verið greiðari og hópurinn búinn að ganga í gegnum mikið saman undanfarin ár.
Handkastið heldur til Svíþjóð á morgun og verður með þátt strax annað kvöld eftir leikinn.
Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Einar Jónsson mættu í Rapyd stúdíó Handkastsins og gerðu upp leik Ísland gegn Frakklandi sem fram fór í París í dag.
Snorri Steinn var a´ línunni og sagðist heilt yfir vera ánægður með helgina í París en strákarnir fá frí á morgun til að spóka sig um í borg ástarinnar.
Einar segir að við getum alveg gert kröfu á að íslenska liðið fari alla leið í undanúrslit á Evrópumótinu miðað við mannskap og mótherja.
Heil umferð var í Olísdeild kvenna um helgina og eru Valur og ÍBV ennþá hnífjöfn á toppi deildarinnar en það dróg til tíðinda á botninum.
Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Einar Ingi mættu í Rapyd stúdíó Handkastsins og gerðu upp landsleik Ísland gegn Slóveníu.
Strákarnir voru frábærir í fyrri hálfleik en síðari hálfleikurinn byrjaði ekki nógu vel.
Snorri Steinn var á línunni frá París og gerði leikinn og framhaldið upp með Handkastinu.
Viktor Gísli frumsýndi nýtt vopn í vopnabúrinu
Hákon Daði er kominn heim til Eyja.
Heil umferð í Olís deild kvenna á morgun sem fer aftur af stað eftir jólafrí.
Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
Sérfræðingurinn og Klipparinn hófu upphitunina fyrir EM í Rapyd stúdíóinu með þeim Aðalsteini Eyjólfssyni og Einari Erni Jónssyni. Það eru ekki nema tólf dagar í fyrsta leik Íslands á EM.
Stymmi Klippari, Kiddi Bjé og Geiri Gunn mættu í stúdíó Handkastsins til að gera árið 2025 upp.
Arnar Daði var a´ línunni frá Spáni og ræddi brottreksturinn sem átti sér stað á Þorláksmessu.
Ættum við að klára bikarkeppnina í desember?
Farið var yfir allt árið og hin ýmsu verðlaun veitt.
Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
Gestur Aukakastsins í desember er silfurdrengurinn Sverre Andreas Jakobsson.
Sverre fer yfir uppvaxtar árin sín, afrekin á körfuboltavellinum og lífið fyrir norðan.
Hvernig var að vera í KA í pakkfullu húsi og þegar hann hætti í handboltanum.
Ævintýrið í Peking 2008 og lífið í atvinnumennskunni.
Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Aukakastsins.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Kiddi Bjé mættu í stúdíó Handkastsins og gerðu upp vikuna í handboltanum á Íslandi.
Landsliðshópurinn var tilkynntur í vikunni og margt áhugavert þar.
A´gúst Elí er orðinn leikmaður KA.
Final 4 er klárt og draumurinn um FH - Haukar í úrslitum lifir.
Stjarnan vann óvæntan sigur á Fram í Olís deild kvenna í síðasta leik fyrir jólafrí.
Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastins.
Sérfræðingurinn fékk þá Einar Inga Hrafnsson og Ásgeir Jónsson til að fara yfir það sem hefur gerst í handboltanum hér heima síðustu daga. Stelpurnar eru farnar aftur af stað í Olís-deild kvenna á meðan Olís-deild karla er komin í jólafrí. Snorri Steinn Guðjónsson velur lokahópinn fyrir EM í vikunni og þá var mikill hiti í toppslagnum í Grill66-deildinni.
Stymmi Klippari, Kiddi Bjé og Geiri Sly komu í stúdíó Handkastsins og gerðu upp vikuna í handboltanun hér heima og erlendis.
Landsliðshópurinn verður valinn eftir viku og Snorri liggur á bæn að allir haldist heilir.
Fær Donni kallið?
Olís deild kvenna fer aftur af stað um helgina.
Fram eru að vakna til lífsins meðan KA eru aðeins að missa flugið.
Hvað er að gerast í Garðabænum?
Þetta og miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastins.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Kiddi Bjé mættu og gerðu upp helgina í Handkast stúd´íóinu í morgun.
HM er lokið hjá Stelpunum Okkar og jákvæð teikn á lofti upp á framtíðina.
Erum við að verða á eftir öðrum þjóðum í kringum okkur í handboltanum?
Valsmenn rúlluðu eftir FH síðustu 10 mínútur leiksins og unnu í Kaplakrika.
Þórsarar mættu ekki til leiks gegn Fram fyrir norðan og stuðningsmenn gengu út.
Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Einar Ingi gerðu upp vikuna í handboltanum hér heima og erlendis.
Stelpurnar Okkar hafa sýnt góða takta í Þýskalandi en hafa ekki náð að klára leikina.
Lokaleikur mótsins er gegn Færeyjum á laugardaginn.
Það var netlaus í Mosfellsbænum á miðvikudaginn.
Eru ÍR-ingar fallnir úr deild þeirra bestu eftir tap gegn Selfoss?
Olísdeildin heldur áfram um helgina.
Þetta og miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Sigurjón Friðbjörn mættu í stúdíó Handkastsins gerðu upp helgina í handboltanum hér heima og erlendis.
Stelpurnar okkar eru komnar í milliriðil sem hefst á þriðjudaginn sem þeir eiga fínan séns á að sækja úrslit í.
Leikgleðin hjá hópnum skín í gegn og vill Sérfræðingurinn sjá Strákana Okkar taka þetta sér til fyrirmyndar á næsta stórmóti.
ÍR eru komnir með sinn fyrsta sigur í deildinni og framundan er stórleikur á Selfossi.
Fusche Berlin eru að setja saman eitthvað svakalegasta lið handboltasögunnar.
Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
Stymmi Klippari, Gunnar Valur og Benni Grétars kíktu í stúdíó Handkastins og gerðu upp vikuna í boltanum.
Stelpurnar Okkar sýndu jákvæða frammistöðu gegn sterku Þýsku liði í opnunarleiknum á Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Þýskalandi.
Afturelding lék sér að Haukum í Mosfellsbænum og Einar Baldvin var í landsliðsklassa.
Valur eru komnir á topp deildarinnar og virðist fátt geta stöðvað þá.
Stórleikur ÍR og Þórs á sunnudaginn þegar sem tímabilið gæti verið undir hjá ÍR-ingum.
Undraverður bati Janusar Daða.
Þetta og miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
Stymmi Klikkari, Davíð Már og Geiri Gunn mættu í stúdíó Handkastsins og gerðu upp helgina í handboltanum hér heima og erlendis.
Stelpurnar unnu Færeyjar á laugardaginn og hefja leik á HM á miðvikudaginn.
Gummi Gumm gæti vel hugsað sér að taka við landsliði.
Stjarnan og Valur rúlluðu yfir leikina sína um helgina.
Olís deildin er hálfnuð og lið fyrri hlustans var valið í þættinum.
Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Kiddi Bjé gerðu upp vikuna í Handkast stúdíóinu þennan föstudagsmorgun.
Þorsteinn Leó er í kappi við tímann og önnur meiðsli eru að hrjá landsliðsstrákana okkar.
Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn hjá HSÍ.
Uppselt var á nágrannaslaginn fyrir Norðan þar sem KA fór með sigur af hólmi.
Selfoss halda áfram að koma á óvart og unnu Aftureldingu í gær.
Kvennalandsliðið heldur til Færeyja í dag og var Arnar Pétursson á línunni.
Þetta og svo miklu miklu fleira í nýjasta þætti Handkastsins.
Gestur Aukakastsins í nóvember er landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir.
Díana Dögg fer yfir uppvaxtar árin í Vestmannaeyjum og hvernig hún fór í að læra flugvélaverkfræði í Þýskalandi.
Hún er núna ásamt landsliðinu að undirbúa sig fyrir HM sem hefst í næstu viku.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Geiri Sly komu í stúdíó Handkastsins og gerðu upp helgina í handboltanum hér heima og erlendis.
Ágúst Elí er án liðs og gæti verið á heimleið.
Úr íslenskir leikmenn að fá afslátt í gagnrýni?
Það er stórleikur fyrir norðan í vikunni og allar líkur á að það verði uppselt í KA heimilið.
Hverjar hafa verið fimm bestu í Olís deild kvenna í vetur.
Ættum við að fækka í 14 leikmenn á skýrslu á næsta ársþingi HSÍ?
Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Alli Eyjólfs kíktu í stúdíó Handkastsins og gerðu upp vikuna í handboltanum á Íslandi.
Kíkti einhver á 35 manna lista fyrir HM kvenna?
Þetta var slæm vika fyrir xG tölfræðina.
Er KA einum góðum markmanni frá því að geta keppt um titla?
Kvennadeildin aldrei verið jafnari og það gætu verið þrjú lið með jafn mörg stig fyrir HM pásu.
Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.



