DiscoverÍþróttavarp RÚV
Íþróttavarp RÚV
Claim Ownership

Íþróttavarp RÚV

Author: RÚV

Subscribed: 185Played: 4,055
Share

Description

Hlaðvarpsþættir um íþróttir.
57 Episodes
Reverse
Stikla

Stikla

2021-07-20--:--

Stikla fyrir Íþróttavarp Rúv - Ólympíuleikarnir í Tokyo
1. þáttur

1. þáttur

2021-07-2231:28

Týndir kettir í Tókýó skila sér nokkuð vel aftur til eigenda, slefpróf og trampólínhlaupabretti koma meðal annars fyrir Íþróttavarpi dagsins. Íþróttafréttamennirnir Einar Örn Jónsson og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson ásamt Sigurbirni Árna Arngrímssyni frjálsíþróttalýsanda og Maríu Björk Guðmundsdóttur myndatökumanni, klippara og framleiðanda ræða lífið á Ólympíuleikunum í Tókýó alla daga á meðan Ólympíuleikarnir í Tókýó standa yfir. Þættirnir eru aðgengilegir í helstu hlaðvarpsveitum alla daga, og virka daga er þáttur dagsins jafnframt fluttur á Rás 2 kl. 18:10.Rúv - Ólympíuleikarnir í Tokyo
Týndir kettir í Tókýó skila sér nokkuð vel aftur til eigenda, slefpróf og trampólínhlaupabretti koma meðal annars fyrir Íþróttavarpi dagsins. Íþróttafréttamennirnir Einar Örn Jónsson og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson ásamt Sigurbirni Árna Arngrímssyni frjálsíþróttalýsanda og Maríu Björk Guðmundsdóttur myndatökumanni, klippara og framleiðanda ræða lífið á Ólympíuleikunum í Tókýó alla daga á meðan Ólympíuleikarnir í Tókýó standa yfir. Þættirnir eru aðgengilegir í helstu hlaðvarpsveitum alla daga, og virka daga er þáttur dagsins jafnframt fluttur á Rás 2 kl. 18:10.Rúv - Ólympíuleikarnir í Tokyo
2. þáttur

2. þáttur

2021-07-23--:--

Okkar fólk í Tókýó ræðir setningarathöfnina, matarstopp Þorkels Gunnars, titla dr. Sigurbjörns Árna og sitthvað annað í þætti tvö af Íþróttavarpi RÚV.
Okkar fólk í Tókýó ræðir setningarathöfnina, matarstopp Þorkels Gunnars, titla dr. Sigurbjörns Árna og sitthvað annað í þætti tvö af Íþróttavarpi RÚV.
Tókýóteymi RÚV ræðir fyrsta keppnisdag leikanna í Japan. Íslendingar hófu keppni, handboltaþjálfararnir lentu í kröppum dansi og Sigurbjörn Árni týndi ljósastandinum. Fann hann reyndar aftur.
Í Íþróttavarpi kvöldsins er að venju farið um víðan völl. Heimsmet, gullverðlaun, sushi og löng þýsk nöfn koma við sögu.
5. þáttur - 26. júlí

5. þáttur - 26. júlí

2021-07-2630:001

Okkar fólk fer um víðan völl í Íþróttavarpi dagsins. Íslandsmet Snæfríðar Sólar, aldur sigurvegara götuhjólabrettakeppninnar, hestur dóttur Bruce Springsteen og Dr. Bjössi velur bestu karlkyns millivegalengdarhlaupara sögunnar.
Íþróttavarpið fór um furðulega víðan völl í Tókýó í dag. Rennt var yfir helstu atburði dagsins; sund Antons Sveins, meiðsli Simone Biles, sögulegan árangur Bermúda og fleira. Svo voru furðulegri umræðuefni á borð við Önnu prinsessu, snakk með hunangs- og smjörbragði og María sagði brandara.
Íþróttavarpið ræðir í þætti dagsins meðal annars sund Snæfríðar Sólar, ákvörðun Simone Biles að draga sig úr keppni, nammikaup í fjölmiðlahöllinni, bestu spænsku handboltamennina, kakkalakka og besta bandaríska frjálsíþróttafólk sögunnar.
Íþróttavarpið ræðir daginn og veginn frá Tókýó í dag. Við heyrðum í Guðna Val Guðnasyni, Antoni Sveini McKee, völdum bestu frönsku handboltamennina, besta breska frjálsíþróttafólkið og ræddum um aðlanir íþróttafólks og stefgjöld. Látið það berast.
Íþróttavarpið ræðir að þessu sinni árangur Guðna Vals Guðnasonar í kringlukastinu og annað frjálsíþróttatengt. Smá hand- og fótbolta áður en umræðan snýst að ritvel afa Þorkels Gunnars og þrekprófum Sigurbjörns Árna á Einari Erni við vafasamar aðstæður.
Íþróttavarpið kryfur kringlukast karla og 100 metra hlaup kvenna í þætti dagsins. Við heyrum í Vésteini Hafsteinssyni og viljum frá stytty af honum og Þóri Hergeirssyni á Selfossi. Skrítið nammi, Kim Basinger, bergmál, Asics og Þorkell villtur koma líka við sögu,
Íþróttavarpið ræðir að þessu sinni vafasama heilastarfsemi Einars Arnar, rosalegt kvöld Ítala í frjálsum, heimsmet í þrístökki og sundi og besta norska frjálsíþróttafólkið var valið.
Íþróttavarpið fékk gest! Ungur Íslendingur sem vinnur fyrir OBS á leikunum leit við og var settur í yfirheyrslu. Svo var farið yfir það helsta og tveir þjóðsöngvar endurblandaðir í einn. Dr. Sigurbjörn valdi svo stærstu stjörnur frjálsíþróttakeppninnar og við syrgðum örlög McDonalds á ÓL.
Íþróttavarpið ræðir ótrúlegt heimsmet Karsten Warholm og sögulegan árangur íþróttakvenna í frjálsum. Svo er gert víðreist um aðra viðburði leikanna áður en Einar velur bestu línumenn sögunnar, Sigurbjörn Árni velur besta þrautarfólkið og svo kemur 23. mars við sögu, amalgam og furðulega djúp umræða um Kyrgistan.
Íþróttavarp dagsins var heitt. Umsjónarfólki var heitt. Mjög heitt. Þess utan var farið yfir eitt og annað sem gerðist á leikunum, þættinum barst bréf frá stærðfræðikennara Einars Arnar, Sigurbjörn valdi besta sænska frjálsíþróttafólkið. Svo bar Kirgistan á góma, grísk-rómversk glíma og írskur prestur kom við sögu. Heilastarfsemi Einars og Sigurbjörns var svo rædd. Aftur.
Íþróttavarpið fór mikinn í dag. Við ræddum magnaðan árangur San Marínó á leikunum og fórum yfir verðlaunatöflu -stan landanna. Frjálsar voru krufnar, afrek Frakka í liðsíþróttum og við þökkuðum starfsmönnum aðalstjórnar RÚV fyrir þeirra þátt í öllu saman. Svo voru tækninýjungar reyndar og afrek þáttastjórnenda í að slefa í sýnatökuglas tíunduð.
Misklíð kom upp í Íþróttavarpinu. Einar Örn var hrekktur af samstarfsfólki sínu. Að öðru leyti voru ævintýri Þorkels á hótelinu í nótt rædd, veitingastaðaferð umsjónarfólks bar á góma, sem og huldumanninn David. Já, og svo var það helsta frá deginum í Tókýó krufið og tillögur að þjóðsögn fyrir Ólympíunefnd Rússlands kynntar.
17. þáttur - 7. ágúst

17. þáttur - 7. ágúst

2021-08-0701:07:00

Síðasta Íþróttavarpið frá Tókýó fór um víðan völl. Við völdum eitt og annað best, ræddum atburði dagsins og eitt og annað smálegt. Kertafleytingar á Laugarvatni, leikmaður Fálkanna frá Winnipeg, mismunandi upplifanir af hinum ýmsu leikum og margt annað bar á góma. Svo er áskorun. Ef Sigurbjörn fær 1000 læk á Twitter-færslu verður bónuspodcast á morgun líka.
loading
Comments 
loading