Discover
Samstöðin
Samstöðin
Author: Samstöðin
Subscribed: 77Played: 11,268Subscribe
Share
© 2024 Samstöðin
Description
Samstöðin er fréttamiðill og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar eru allt í senn fréttir, fundir, sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþættir og innlegg í gagnvirka umræðu á samfélagsmiðlum.
Samstöðin er opin fyrir allt fólk sem vill styðja við baráttuna fyrir réttlæti, jöfnuði og samkennd.
Samstöðin er opin fyrir allt fólk sem vill styðja við baráttuna fyrir réttlæti, jöfnuði og samkennd.
1202 Episodes
Reverse
Föstudagur 16. janúar
Vikuskammtur: Vika 3
Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Gunnar Hersvein heimspekingur, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Jovana Pavlović mannfræðingur og Sara Riel myndlistarkona og ræða fréttir vikunnar sem einkennast af hótunum, deilum, mislukkuðu spaugi, mótmælum, von og voðaverkum.
Laugardagur 17. janúar
Helgi-spjall: KK
Kristján Kristjánsson, KK, kemur að Rauða borðinu með gítarinn sinn og munnhörpu og segir og syngur sögu sína, heimspeki sína og skoðanir í helgi-spjalli við Gunnar Smára
Fimmtudagur 15. janúar
Jákvæðni, Grænland, handbolti, harmleiki, brennivín
Hjálmar Gíslason frumkvöðull bregst við gagnrýni á áherslur hans sem hann hefur lýst opinberlega um að heimurinn sé betri en við fáum veður af í gegnum fjölmiðla. Björn Þorláks ræðir við Hjálmar. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um sjáfstæði Grænlands og Úkraínu, nábúa stórvelda, fallandi Nató og hvert sé plan Donald Trump, ef það er þá til. Bekkurinn er nýr íþróttaþáttur á dagskrá Samstöðvarinnar. Sigurjón Magnús hefur umsjón með þættinum. Gestir fyrsta þáttarins eru Guðjón Guðmundsson, Gaupi, og Arnar Björnsson. Báðir margreyndir íþróttafréttamenn. Ísland leikur fyrsta leik sinn í Evrópumótinu í handbolta á morgun. Gaupi er faðir Snorra Steins landsliðsþjálfara. Leikurinn er aðalefni þáttarins. Leikararnir Atli Rafn Sigurðarson, Ásthildur Úa Sigurðardóttir og Ebba Katrín Finnsdóttir segja Gunnari Smára frá dótturmorði, makamorði, móðurmorði og öðrum átök í leikritunum Óreisteia og hvers vegna þetta á svona mikið erindi við okkur í dag. Þeir Árni Guðmundsson forvarnarfulltrúi sem vill hefta aðgengi að áfengi og Ólafur Stephensen, Félagi atvinnurekenda, sem er á öndverðum meiði, takast á um netsölu og lögmæti eða ólögmæti hennar í spjalli við Björn Þorláks. Mikill skaði fylgir áfengisneyslu.
Miðvikudagur 14. janúar
Oddvitaslagur, geðraskanir, Trump, lögfræði og pottormar
Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur H. Marteinsson vilja bæði leiða Samfylkinguna í komandi borgarstjórnarkosningum. Þau segja Gunnari Smára og Birni Þorláks hvers vegna, fyrir hvað þau standa og hvers vegna fólk ætti að kjósa annað frekar en hitt. Ólafur Ævarsson geðlæknir og Björn Þorláksson fjölmiðlamaður leggja spilin á borðið og ræða eigin persónulegar geðrænar áskoranir. Geðlæknirinn segir að opinská umræða um geðvandamál geti höggvið í fordóma og opnað dyr hjá þeim hluta almennings sem líður illa andlega. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Þórarinn Hjartarson hlaðvarpari og Helga Þórey Önnudóttir Jónsdóttir kennari koma í Trumptímann til Gunnars Smára, ræða orð og athafnir Trump og áhrif hans á samfélagið, heiminn og hugmyndir okkar. Gísli Tryggvason lögmaður ræðir lögfræðileg álitamál, tengd fréttum líðandi stundar. Sektardómur íslenska ríkisins hjá MDE, möguleg yfirtaka Grænlands, brunar og mál meints barnaníðings verða til umfjöllunar. Björn Þorláks ræðir við Gísla. Mikilvægt er að týna aldrei niður hæfileikanum að leika sér og fíflast stundum, burtséð frá aldri. Þetta segja nokkrir karlar sem hittast reglulega í Vesturbæjarlaug með körfubolta. Þá ræða þeir í samtali við Björn Þorláks umræðumenninguna í heita pottinum og fleira. Garðar Valur Jónsson, Kári Kaaber, Bjarni Thoroddsen og Trausti Már Ingason pottormar hafa orðið.
Þriðjudagur 13. janúar
Múslimar, leikskólar, Andalúsía, tónlistarnám
Árni Þór Þórsson prestur innflytjenda ræðir við Gunnar Smára um andúð gegn innflytjendum, kristin gildi og reynslu hans sem prest innflytjenda og áður prest í Vík í Mýrdal, sem er sú sókn í landinu sem hefur hlutfallslega flesta innflytjendur. Svava Björg Mörk, dósent á Menntavísindasviði HÍ, ræðir við Sigurjón Magnús um mikinn skort á leikskólakennurum og þörf á menntuðu fólki til að vinna í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Þórir Jónsson Hraundal lektor segir Gunnar Smára frá Al Andalus, múslimsku ríki á Íberíuskaganum, menningu þess og áhrif. Freyja Gunnlaugsdóttir, skólameistari Menntaskóla í tónlist, ræðir við Björn Þorláks um tímamót fram undan, öll starfsemi skólans færist í Skipholtið á árinu í stað þess að vera margskipt. Framlög einstaklinga til uppbyggingar tónlistarstarfs vega þungt.
Mánudagur 12. janúar
Fjölmiðlar, Svíþjóð, drykkja, klassík og skólamál
Logi Einarsson ráðherra ræðir fjölmiðla og fjölmiðlastyrki. Hvernig bregst hann við ásökunum um að styrkjafyrirkomulagið þjóni einkum auðugum eigendum fjölmiðla en litlir miðlar í almannaeigu eins og Samstöðin séu skildir eftir. Gunnar Smári Egilsson og Björn Þorláksson ræða við ráðherrann. Steingrímur Jónsson sveitarstjórnarmaður Vinstri flokksins í Lundi í Svíþjóð ræðir við Gunnar Smára um sænsk stjórnmál en kosið verður þar í haust til þings, lands- og sveitarstjórna. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir SÁÁ ræðir meðferðarúrræði fyrir börn með fíknisjúkdóma, aðgengi að áfengi og átak fram undan í samtali við Björn Þorláks. Geirþrúður Guðmundsdóttir selló og Rannveig Marta Sarc fiðla koma í heimsókn að Rauða borðinu og ræða við Gunnar Smára, Sól Björnsdóttur og Sóleyju Lóu Smáradóttur um það sem þær ætla að spila á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á sunnudaginn. Davíð Ólafsson sagnfræðingur ræðir við Gunnar Smára um sögu Myndlistar- og handíðaskólans sem hann ritaði ásamt Arndísi S. Árnadóttur.
Sunnudagurinn 11. janúar
Synir Egils: Oddvitar, hótanir, Evrópa, Grænland og Trump
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði, Vigdís Häsler lögfræðingur og Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður Samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun og ræðir fréttir vikunnar og ástand mála í samfélagi og pólitík. Síðan ræðum við heimsmálin á tímum Donald Trump, hvort heimsmynd sé að líða undir lok og hvernig sú verður sem kemur í staðinn. Sóley Kaldal áhættuöryggisverkfræðingur, Kristinn Hrafnsson blaðamaður og ritstjóri Wikileaks og Dagbjört Hákonardóttir þingkona Samfylkingarinnar og fulltrúi í utanríkismálanefnd ræða breyttan heim. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.
Föstudagur 9. janúar
Vikuskammtur: Vika 2
Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Arna Magnea Danks leikkona, Atli Bollason myndlistarmaður, Ingunn Fjóla Brynjólfsdóttir efnishönnuður og Margrét Helga Erlingsdóttir fréttakona og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af landvinningum og mannránum, ráðherrakapal og oddvitaslag, fínum veislum, verðbólgu og okri.
Fimmtudagur 8. janúar
Reynsluboltar, vonda ESB, Tourette og sönglög
Oddný Harðardóttir fyrrum þingmaður og ráðherra, Halldór Guðmundsson menningarfrömuður og Steingerður Steinarsdóttir blaðamaður taka púlsinn á fréttum líðandi stundar og tíðaranda. Alþjóðamálin, ESB, staða íslenskunnar, bókajólin að baki og prófkjör verða til umræðu. Björn Þorláks stýrir umræðunni. Ögmundur Jónasson fyrrverandi þingmaður, ráðherra og formaður BRSB segir Gunnar Smára hvers vegna hann vill ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið. Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir, uppistandari, segir Ragnheiði Davíðsdóttur frá lífinu með Tourette og hvernig hún sér og túlkar heiminn í gegnum húmor. Þorvaldur Gylfason tónskáld og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari ræða tónlistina og tónleika fram undan í Hörpu, sem verða kvikmyndaðir í bak og fyrir. Vængjasláttur fugla kemur við sögu. Björn Þorláks ræðir við þau.
Sjávarútvegsspjallið 8. jan.
Grétar Mar Jónsson ræðir við Björn Ólafsson og Jón Kristjánsson.
Miðvikudagur 7. janúar
Trump, fasteignir, innflytjendur og vandræðaskáld
Sveinn Máni Jóhannesson doktor í sagnfræði, Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi, Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði koma í Trumptímann og ræða við Gunnar Smára um Donald Trump og áhrif hans á heiminn og hugmyndir okkar. Hækkun fasteignaverðs hefur verið lygileg síðustu ár en árið í fyrra var þó undantekning. Árið 2026 gæti verð lækkað. Páll Pálsson ræðir við Björn Þorláks um stöðuna og horfurnar og hvernig fasteignakaup hafa breyst undanfarið. Jasmina Vajzovic ráðgjafi ræðir aukna útlendingaandúð og fyrirhugaðar breytingar sem henni eru ekki að skapi svo sem brottfararbúðir svokallaðar. Björn Þorláks ræðir við hana. Uppgjör vandræðaskáldanna á árinu 2025 hefur notið gríðarlegra vinsælda. Vilhjálmur Bragason húmoristi frá Akureyri ræðir við Björn Þorláks um kímnina, listina og lífið.
Þriðjudagur 6. janúar
Ógnin af Trump, sveitarstjórnarpólitík, skuggar í nýjum húsum og vistarbönd
Baldur Þórhallsson prófessor ræðir stöðu Íslands eftir aðgerðir Trumstjórnarinnar í Venesúela við Gunnar Smára. Hvað merkir það fyrir Ísland að vera á skilgreindu áhrifasvæði Bandaríkjanna. Sara Björg Sigurðardóttir, Samfylkingunni og Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki, takast á um stjórnmál í upptakti sveitarstjórnarkosninga í maí. Björn Þorláks stýrir umræðunni. Ásta Logadóttir, verkfræðingur og lýsingasérfræðingur, segir að hér ríki stefnuleysi hvað varðar byggingu húsa, sem mörg hver eru þannig úr garði gerð að þar njóti fólk lítillar birtu, sem er fólki óhollt. Sigurjón Magnús ræðir við Ástu. Vilhelm Vilhelmsson segir Gunnar Smára frá vistarböndunum, hvernig líf það var fyrir vinnuhjúin, frá réttindabaráttu þeirra og stöðu.
Mánudagur 5. janúar
Enginn fréttatími, Venesúela, maður ársins, Íran og Kína
Við byrjum á að ræða aðgerðir menntamálaráðherra sem hafa kippt fótunum undan fréttatíma Samstöðvarinnar. Helen Ólafsdóttir öryggissérfræðingur fer yfir aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela í samtali við Gunnar Smára, hverjar verða afleiðingarnar fyrir fólk í Venesúela. Eða á Grænlandi og okkur hér upp á Íslandi? Guðmundur Fylkisson er ekki bara maður ársins vegna lögreglustarfa og linnulausar leitar hans að týndum börnum. Hann er líka manneskja af holdi og blóði. Í samtali við Björn Þorláks ræðir Guðmundur hvað knýr hann áfram, úrræði og úrræðaleysi en haldið er fram að andvaraleysi gegn bágu andlegu ástandi margra íslenskra barna sé þjóðarskömm. Enn á ný eru Íranir komnir út á götu til að mótmæla stjórnvöldum. Gunnar Smári ræðir við Kjartan Orri Þórsson mið-austurlandafræðing um ástandi, forsögu þess og um hvort sú saga geti endað vel. Brynhildur Magnúsdóttir jarðfræðingur ættleiddi son frá Kína og vildi læra kínversku. Það ná vatt upp á sig og Brynhildur fór í skiptinám til Kína, bjó þar í eitt ár. Gunnar Smári ræðir við hana um daglegt líf í Kína.
Synir Egils 4. jan: Árásir, kjarakrísa, pólitík og menning
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar, Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB og Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði og ræða stríð og friður í upphafi árs, lífskjör, efnahagsmál og pólitíkina hér heima og erlendis. Síðan ræðum við íslenska menningu á viðsjárverðum tímum. Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri, Auður Jónsdóttir rithöfundur, Kristín Gunnlaugsdóttir málari og Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri ræða áhrif tímanna á menninguna og áhrif menningarinnar á tímann. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.
Fimmtudagur 18. desember
ESB eða ekki, Reynsluboltar, list, trú, Sjálfstæðisflokkurinn og íslenskan
Magnús Skjöld fyrir hönd Evrópuhreyfingarinnar sem vill inngöngu Íslands í ESB og Haraldur Ólafsson Heimssýn sem berst gegn inngöngu í ESB ræða kosti og galla aðildar Íslendinga að ESB. Björn Þorláks stýrir rökræðunni.Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og Björn Leví Gunnarsson fyrrum þingmaður eru reynsluboltar vikunnar og ræða fréttir vikunnar, þjóðmál, menningu, árið 2025 og jólin. Píratar verða ekki til eftir nokkur ár, segir Björn Leví. Björn Þorláks ræðir við þau. Byltingunni hefur verið frestað vegna skorts á ríkisfjármagni. Listamaðurinn Almar Steinn Atlason opnar sýningu í Gluggagallaríinu Stétt. Gunnar Smári ræðir við hann.Mikil umræða hefur verið á árinu 2025 um hvort stjórnmálahreyfingar hafa gengið til góðs. Vilhjálmur Bjarnason, fyrrum þingmaður, ste ig fram fyrir nokkrum mánuðum og ræddi pólitísk hrossakaup og menningarlausan Sjálfstæðisflokk nú orðið í samtali við Björn Þorláks. Við endurflytjun það. Muhammed Emin Kizilkaya, doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands og meðlimur í Félagi Horizon, sr. Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Vídalínskirkju og MA í trúarbragðafræði og sr. Sigurvin Lárus Jónsson prestur í Vídalínskirkju og doktor í nýjatestamentisfræðum ræða við Gunnar Smára um kristni og Islam á Íslandi, fordóma milli trúarbragða og hvernig skapa megi frið og sátt í samfélaginu. Viðtalið er endurflutt. Á árinu sem er að líða höfum við sinnt íslenskri tungu í nokkrum mæli. Þórarinn Eldjárn þjóðskáld gefur nokkur hollráð um það hvernig við komum í veg fyrir að missa íslenskuna úr huga og hjarta. Björn Þorláks ræddi við hann, við endurflytjum viðtalið.
Miðvikudagur 17. desember
Samfylkingin og innflytjendur, skáldkonur, Ástu Lóu-málið og íslenskan
Við byrjum Rauða borði á spjalli þeirra bræðra, Sigurjóns Magnúsar og Gunnars Smára. Síðan Sabine Leskopf borgarfulltrúi hættir senn störfum en hún er ekki sátt við hvernig flokkur hennar, Samfylkingin, heldur á spilunum í útlendingamálum. Björn Þorláks ræðir við hana. Skáldkonurnar Natasha S., Birgitta Björg Guðmarsdóttir, Alda Björk Valdimarsdóttir og Maó Alheimsdóttir koma að Rauða borðinu á aðventunni og ræða ljóðin og jólin. Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur ræddi við Oddnýju Eir Ævarsdóttur á árinu sem er að líða um viðkvæmt efni sem þótti pólitískt hneyksli. Hið svokallaða Ástu Lóu mál sem mörgum finnst í dag að hafi jafnveli verið stormur í vatnsglasi en um það eru þó skiptar skoðanir. Við endum svo á tveimur samtölum um íslensku og innflytjendur frá því fyrir þremur árum: Gunnar Smári ræddi um íslenskuna frá sjónarhóli innflytjenda með Linu Hallberg og Victoriu Bakshina og síðan við Agnieszku Sokolowska sem segir okkur hvernig íslenskan getur verið eins og svipa á innflytjendum.
Þriðjudagur 16. desember
Veður, hægribylgja, loftslag, áföll og cóvid
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur rekur hamfaraveðrið í snjóflóðunum í Súðavík og hvort veðurfræðingar hefðu getað gert betur. Þá spáir Einar ítarlega um jólaveður landsmanna, ekki síst með liti til færðar um vegi landsins og fer yfir árið 2025 veðurfarslega, innanlands sem utan. Björn Þorláks ræðir við hann. Eiríkur Bergmann prófessor ræðir við Gunnar Smára um sýn þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna á Evrópu, von Trump-stjórnarinnar um uppgang þjóðernisflokka og um góða siglingu Miðflokksins í könnunum. Ungir umhverfissinnar gera upp árið 2025. Þær Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Sigrún Perla Gísladóttir og Ragnhildur Katla Jónsdóttir lýsa bakslagi í málaflokknum en ræða einnig nýja möguleika til bjargar heiminum. Björn Þorláks ræðir við þær. Vigfús Bjarni Albertsson fyrrum sjúkrahúsprestur ræðir við Gunnar Smára um lífið, dauðann og lífsglímuna. „Þú verður reiður, þú grenjar út af engu. Þú ert annar Gunni í dag en í gær.” 24. febrúar síðastliðinn ræddi Björn Þorláks við Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfara sem lenti í langtímacovid og allt breyttist. Boðskapur viðtalsins lifir enn og við endurflytjum það nú á aðventu.
Mánudagur 15. desember
Týnd börn, stjórnmál, hávaði, sjálfsvíg og tónlist
Jón K. Jacobsen, faðir drengsins sem dó á Stuðlum, ræðir við Björn Þorláks um börnin sem kerfið virðist hunsa. Tilefni viðtalsins er sláandi viðtal við mæðgin í síðustu viku hér á Samstöðinni um fíkn, geð, úrræði og úrræðaleysi. Hann ræðir dapurleg örlög margra barna og ungmenna sem eru vistuð á Stuðlum og meðferðarúrræðið Yes We Can. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur ræðir stöðu stjórnar og minnihluta sem og framboð Sönnu og borgarmálin. Málþóf ber einnig á góma. Björn Þorláks ræðir við Ólaf. Vinnuaðstæður í leikskólum eru mjög mismunandi og hljóðvist barna eitt þeirra atriða sem virðast í misgóðu lagi. Fyrir skemmstu voru veitt íslensku hljóðvistarverðlaunin í flokki leikskóla. Leikskólinn Aldan á Hvolsvelli vann fyrstu verðlaun. Magnús Skúlason formaður dómnefndar og Kristín Ómarsdóttir formaður Íslenska hljóðvistarfélagsins, sem einnig var hljóðhönnuður Öldunnar ræða við Björn Þorláksson um hljóðið, fegurðina og fleira í skipulagsmálum. Endurflutningur tveggja viðtala verður í þættinum. Gunnar Smári ræðir við fjóra karla af mismunandi kynslóðum, Anton Ísak Óskarsson, Ármann Örn Bjarnason, Baldvin Frederiksen og Bjarna Karlsson, um sjálfsvíg og áhrif þeirra á aðstandendur. Hvernig glíma karlar við sorg og dauða? Og við spyrjum: Hvað var í gangi í Þingeyjarsýslunni til forna þegar hópur karla tók það upp hjá sér nánast upp úr engu að spila á fiðlu líkt og enginn væri morgundagurinn? Herdís Anna Jónsdóttir, víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands ræðir það dularfulla mál.
Sunnudagurinn 14. desember
Synir Egils: Samgöngur, fæðingarorlof, EES, Trump, Evrópa og þingið
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Andrea Sigurðardóttir blaðamaður á Mogganum, Benedikt Erlingsson leikstjóri og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og ræða fréttir vikunnar og ástand samfélagsins. Við förum síðan yfir stöðuna á Alþingi á aðventunni. Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknar, Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingar ræða góðu málin sem verða samþykkt, málin sem ætti ekki að samþykkja og mikilvægu málin sem ekki verða afgreidd. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi í síðasta þættinum fyrir hátíðirnar.























