Discover
Besta sætið
63 Episodes
Reverse
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Jóhann Gunnar Einarsson ræddu leik Króatíu og Ísland við Ágúst Orra Arnarson. Svekkjandi eins marks tap varð niðurstaðan eftir slæman fyrri hálfleik. Vörnin lak og markvarslan var lítil á meðan fjögur víti fóru forgörðum hinumegin. Strákarnir okkar eru með bakið upp við vegg.
Einar Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson mættu og gerðu upp frábæran eins marks sigur á Ungverjum í lokaleik riðilsins á EM. Tvö stig í milliriðlinn eru klár.
Þeir Stefán Árni Pálsson, Jóhann Gunnar Einarsson og Einar Jónsson gerðu upp frábæran sigur á Pólverjum 31-23 á EM í handbolta. Liðið hefur farið vel af stað á mótinu og er með fullt hús stiga í riðlinum eftir tvo leiki og komið í milliriðilinn.
Þeir Aron Guðmundsson, Rúnar Kárason og Einar Jónsson fóru yfir sannfærandi þrettán marka sigur Íslands á Ítalíu í fyrsta leik liðanna á Evrópumóti karla í handbolta. Sigurinn samkvæmt áætlun, nú er að halda sjó og missa ekki dampinn. Þátturinn er í boði Orkusölunnar og Verkfærasölunnar.
Þeir Máté Dalmay og Ágúst Orri Arnarson mættu í Besta sætið og gerðu upp Eurobasket árið 2025 og lokaleikinn í riðlinum gegn Frökkum sem tapaðist með fjörutíu stigum.
Teitur Örlygsson var á línunni og gerði upp leikinn gegn Slóvenum. En þeir Benedikt Guðmundsson og Ágúst Orri Arnarson íþróttafréttamaður mættu einnig og fóru yfir tapið gegn Slóvenum. En í þeim leik voru jákvæð teikn á lofti.
Póllverjar unnu Ísland 84-75 í þriðja leik liðsins á Eurobasket í körfubolta. Íslenska liðið stóð sig vel í leiknum en ótrúlegar ákvarðanir undir lok leiksins hjá dómurum leiks kostuði sitt. Þeir Benedikt Guðmundsson, Magnús Þór Gunnarsson og Halldór Örn Halldórsson mættu í Besta sætið og gerðu leikinn upp.
Ísland tapaði með grátlegum hætti gegn Belgíu í öðrum leik Evrópumótsins í körfubolta. 64-71 lokaniðurstaðan í leik sem Ísland leiddi nánast allan tímann. Ólafur Ólafsson og Benedikt Guðmundsson gerðu leikinn upp með Ágústi Orra Arnarsyni.
Ísland tapaði fyrir Ísrael í fyrsta leik á Eurobasket í körfubolta. Leikurinn fór 83-71 og má segja að sigur Ísraelsmanna hafi ekki mikið verið í hættu. Þeir Tómas Steindórsson og Máté Dalmay mættu í Besta sætis hljóðverið og gerðu upp leikinn.
Kristófer Acox fer ekki á Evrópumótið í körfubolta sem hefst í lok ágúst. Tíðindin koma mörgum á óvart en þó ekki honum sjálfum. Landsliðsþjálfarinn tjáði honum í febrúar að hann myndi aldrei velja hann aftur. Kristófer tjáði sig um málið við Besta sætið.
Leikur Íslands við Noreg, sem og Evrópumót kvennalandsliðsins í heild, framtíðarhorfur liðsins og staða kvennaknattspyrnu almennt var til umræðu í Besta sætinu. Ásta Eir Árnadóttir og Þóra B. Helgadóttir voru gestir Vals Páls Eiríkssonar.
Elísabet Gunnarsdóttir, landsliðsþjálfari Belgíu í fótbolta, er nú á þeim stað sem hana dreymdi um að vera á þegar að hún var yngri og á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari. Í þessu viðtali fer hún yfir áskoranirnar með Belgíu, yfirstandandi Evrópumót, íslenska landsliðið og margt fleira.
Ásta Eir Árnadóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttur ræddu málin með Ágústi Orra Arnarsyni eftir svekkjandi tap Íslands gegn Sviss.
Íslenska kvennalandsliðið tapaði 1-0 fyrir Finnum í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Liðið átti ekki sinn besta dag og léku 10 gegn 11 síðustu þrjátíu mínútur leiksins. Systurnar Þóra Björg og Ásthildur Helgadætur mætti í þáttinn og gerðu leikinn upp.
Orri Steinn Óskarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta og leikmaður spænska úrvalsdeildarfélagsins Real Sociedad, í opinskáu og ítarlegu viðtali um fyrsta tímabil sitt á Spáni sem er nú lokið, samkeppnina í liðinu, framtíðar markmið, aðlögun á Spáni, landsliðsfyrirliðahlutverkið, íslenska landsliðið, verðandi föðurhlutverk sem og föður sinn Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara Bestu deildar liðs KR. Viðtalið var tekið fimmtudaginn 5.júní.
Umsjón viðtals: Aron Guðmundsson
Ekki mátti miklu muna að knattspyrnuferill Kristófers Inga Kristinssonar, leikmanns Breiðabliks, yrði að engu eftir að hann fékk blóðsýkingu í ökkla í kjölfar aðgerðar. Lífsreynslan opnaði augu hans og nú er Kristófer mættur aftur inn á völlinn og það með miklu látum en hann skoraði dramatískt jöfnunarmark Breiðabliks í uppbótartíma í 3-3 jafntefli gegn KR í 5.umferð Bestu deildarinnar á dögunum. Í þessu viðtali fer Kristófer yfir erfiðleika síðustu mánaða, hvernig þeir breyttu lífssýn hans og hversu nálægt hann var því að sjá knattspyrnuferilinn hverfa fyrir augum sér.
Það virðist vera að birta til hjá Guðlaugi Victori Pálssyni og liðsfélögum hans í Plymouth í ensku B-deildinni. Það hefur gengið á ýmsu hjá félaginu í vetur.
Snorri Steinn Guðjónsson fer yfir farinn veg á HM í handbolta á hnitmiðaðan hátt eftir að Ísland féll úr leik á afar svekkjandi hátt með átta stig í milliriðli þar sem að þungt tap gegn Króötum reið baggamuninn. „Á einhverjum tímapunkti þarf maður að hætta vorkenna sjálfum sér og rífa sig í gang. Hætta að pulsast í drasl.“
Einar Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson mættu og gerðu upp frammistöðu íslenska landsliðsins á HM. Liðið hafnaði í 9. sæti á mótinu.
Það má með sanni segja að íslenska þjóðin hafi verið jarðtengd og það harkalega í Zagreb með sex marka tapi, 32-26 gegn Króötum Dags Sigurðssonar í milliriðlum HM í handbolta. Frá því að vera bjartsýnn á sæti í útsláttarkeppni mótsins eru örlögin nú úr höndum strákanna okkar fyrir lokaumferð riðilsins. Fyrrverandi landsliðsmennirnir Bjarni Fritzson og Ásgeir Örn Hallgrímsson gera upp slæmt kvöld í Zagreb.



