Discover
Video rekkinn
Video rekkinn
Author: Ragnar Aðalsteinn og Hildur Evlalía
Subscribed: 6Played: 69Subscribe
Share
© Copyright 2024 All rights reserved.
Description
Video Rekkinn er þáttur sem kemur út alla mánudaga í umsjón Hildar og Ragnars.
Þau gasa um lífið og tilveruna og gasa síðan ennþá meira – með talsvert litlu viti – um nýjustu myndina sem þau voru á í Laugarásbíó.
Fylgist endilega með á Facebook-síðu Video Rekkans:
https://www.facebook.com/videorekkinn
Þau gasa um lífið og tilveruna og gasa síðan ennþá meira – með talsvert litlu viti – um nýjustu myndina sem þau voru á í Laugarásbíó.
Fylgist endilega með á Facebook-síðu Video Rekkans:
https://www.facebook.com/videorekkinn
94 Episodes
Reverse
Í þætti vikunnar ræðum við um þorrablót, bílaauglýsingar og auðvitað Óskarinn.
Að lokum fjöllum við um kvikmyndina Marty Supreme með hjartaknúsaranum Timothée Chalamet.
Í þætti dagsins ræðum við pólitíkusa sem eru farnir að láta á sér kræla á TikTok aftur, eftir að hafa legið í dvala frá síðustu Alþingiskosningum. Við ræðum söngva og gamanmyndina One Battle After Another og vegferð hennar á Golden Globe. Ásamt því að þáttastjórnendur fara á dýptina í samanburði á Laugarásbíó og Smárabíó.
En fyrst og fremst ræðum við myndina 28 Years Later: The Bone Temple. Við bregðum aðeins út af vananum og hringjum í Kjartan Bíófíkill og ræðum við hann um þessa frábæru mynd.
Í þætti dagsins þótti þáttastjórnendum mikilvægt að koma nokkrum óskrifuðum reglum um ræktarferðir á framfæri.
Aðaláhersla þáttarins er þó á stórslysamyndina Greenland 2: Migration. Hér er nóg af hasar, sterkum tengingum við Ísland og almennt mikið af dramatík og spennu.
Í þætti dagsins ræðum við aðeins nýafstaðin áramót, áramótaheit og margt annað skemmtilegt.
En að lokum fjöllum við um erótíska spennumyndina The Housemaid.
Í þessum þætti tökum við aðeins árið fyrir, ræðum við völvu um framtíð og nútíð og spjöllum bara almennt á léttu nótunum, hvað var það besta og versta sem við sáum á árinu 2025.
Hvað getur maður sagt, jólinn nálgast, andinn kominn yfir þáttastjórnendur.
En í þætti vikunnar ræðum við um Þorláksmessuhefðir, heimsóknir í kirkjugarða, ljósabúðina og hvork við séum Coke Zero fjölskylda.
Að lokum fjöllum við um meistaraverkið sem var frumsýnt í síðustu viku Avatar: Fire and Ash
Í þætti dagsins fjöllum við meira um aðventuhátíðina, jólatónleika, gáfur stjórnenda þessa þáttar í barsvari og margt fleira.
En alveg í endan tölum við um slettarann (e. Slasher) Silent Night Deadly night, sem er sennilega ein jólalegasta hrollvekja sem þáttastjórnendur hafa séð lengi!
Í þætti dagsins ræðum við um aðventukransa, mannát og reglur sem væri gott að gestir kvikmyndahúsa fylgdu. Að lokum tökum við fyrir myndina Five Nights at Freddy’s 2. Hér er á ferðinni kvikmynd sem hefur skipt áhorfendum í tvær fylkingar: Annars vegar þá sem þekkja heiminn og virðast mjög hrifnir, og hins vegar okkur hin…
Í þætti dagsins ræðum við aðventuna, jólamyndir, skipulag göngustíga og margt fleira.
En mestan tíma verjum við í að fjalla um hina stórkostlegu finnsku hasarmynd Sisu: Road to Revenge.
Allt þetta og meira til í þessum þætti Video Rekkans.
Í þætti dagsins ræðum við um Landann, svæðisútvarp og klementínur. En fyrst og fremst ræðum við um Wicked for Good – og þar fáum við til okkar góðan gest sem álitsgjafa. Meira um það í þættinum!
Í þætti vikunnar hitum við upp fyrir aðventuna – hvenær er of snemmt að fara að föndra? Einnig rifjum upp gamla slagara með Ríó Tríó
En mestum tíma verjum við að fara yfir hina stjörnuprýddu mynd Now You See Me: Now you dont.
Í þætti dagsins ræðum við hvers vegna og hvort endurskinnsmerki séu töff, við förum á dýptina um okkar eigin Skoda sögu, aðalega útfrá auglýsingunni en fyrst og fremst ræðum við nýjustu Predator myndina, Predator: Badlands, en sitt sýnist hverjum um þá ágætu mynd.
Í þætti dagsins fjöllum við meðal annars um hvunndagshetjur þessarar viku: starfsmenn dekkjaverkstæða og snjómoksturverktaka. Við ræðum hvaða hátíðum er óhætt að fresta vegna veðurs - má til dæmis fresta jólunum eins og hrekkjavöku?
En að lokum fjöllum við um hina stórskrítnu, stjörnu, prýddu mynd Bugonia.
Í þætti dagsins ræðum við Spotify, Hrekkjavöku og voldugar skrifstofur. En mestum tíma eyðum við í Steina kallinn (e. Bruce Springsteen).
Eins og heimurinn allan veit kom myndin Deliver Me from Nowhere út í síðustu viku og við segjum hlustendum okkar allt frá myndinni - ekki síst hvað okkur fannst um hana 😀
Í þættinum í dag förum við á milli himins og jarðar – bókstaflega! Við ræðum sunnudagsmessur, tilfinningalíf karla og kvenna, kryfjum frægt lag með ljótum texta, og að lokum förum við yfir hina stórkostlegu Black Phone 2.
Við fáum greinilega aldrei nóg af gestum 🎙️ — að þessu sinni slóst í för með okkur Unnar Geir Unnarsson, leikari, leikstjóri, menningarstjóri og margt fleira.
Við ræddum við hann um ólíkar aðferðir leikara til að komast inn í hlutverk 🎭 og hvernig mismunandi nálganir geta haft áhrif á leik og túlkun.
Að lokum beinum við sjónum að nýjustu Disney-myndinni Tron: Ares ⚡️ með Jared Leto í aðalhlutverki. Myndin hefur fengið heldur dræma dóma frá gagnrýnendum 🍅 — við vorum ekki jafn ne ikvæð, en ákváðum engu að síður að verja minnstum hluta þáttarins þessari umdeildu mynd. 🎬
Í þætti dagsins ræðum við þrálátt kvef þáttastjórnenda 🤧, söknuðinn eftir að hafa engan gest í þetta sinn 😢, hrekkjavökubúninga 🎃 og margt fleira 💬.
Að lokum beinum við sjónum að nýjustu mynd Benny Safdie, The Smashing Machine 🎥, sem vakti vægast sagt blendnar tilfinningar meðal þáttastjórnenda 😬🍿.
Það kom að því að við fengum gest til okkar 🎙️, og það er engin önnur en Rebecca Scott Lord – uppistandari 😂, rithöfundur 📚, listamaður 🎨 og lífskúnstner 🌟.
Í þætti dagsins fórum við yfir listdans á súlu 💃 í samhengi við Magic Mike 🍿. Við ræddum einnig hvaða pissuskál 🚽 maður ætti að velja þegar margar eru í boði á karlaklósetti 🤔.
Mestum tíma verjum við þó í að tala um hina stórkostlegu One Battle After Another 🎬🔥. Óhætt að segja að hér verða lýsingarorðin ekki spöruð. 😎
Að þessu sinni brugðu þáttastjórnendur sér út fyrir landsteinana til að virða fyrir sér Breta utan náttúrulegra heimkynna.
Stutt og laggott allir ferskir!
Í þætti dagsins ræðum við almennt um dómsdagsundirbúning 🔦🥫 og hvernig ímynd tölvunarfræðingsins hefur þróast – frá tveggja lítra kóki 🥤 yfir í utanvegahlaup 🏃♂️⛰️.
Aðalfókusinn er þó á Eldarnir 🔥🎬, glænýja íslenska hamfaramynd eftir Uglu Hauksdóttur 🎥🇮🇸, sem við mælum eindregið með og enginn ætti að láta fram hjá sér fara 🌟👏.























