DiscoverLANGA - hlaðvarp
LANGA - hlaðvarp
Claim Ownership

LANGA - hlaðvarp

Author: Snorri Björns

Subscribed: 295Played: 4,148
Share

Description

Hlaðvarp um langanir og langar vegalengdir.
69 Episodes
Reverse
Sigurjón Ernir hefur átt brösótt ár sökum bílslyss en náð gríðar góðum árangri þrátt fyrir það. Hann ræðir landsliðsverkefnin sín síðasta áratuginn, hvernig hann breytti æfingum og fór að geta hlaupið meira/hraðar og bætingarárið sem hann átti fyrir tveimur árum. Hann deilir einnig með okkur litlum miða sem hann tekur með í hlaupið sitt á laugardaginn til þess að minna hann á fyrir hvern og af hverju hann er að gera þetta.
Andrea er kannski Strava og Instagram dark en það er engin ástæða til að óttast. Hún mætir á ráslínuna, hliðin á Katie Schide, í sínu besta formi til þessa.
Virkilega skemmtileg innsýn inn í haus eins besta hlaupara Íslendinga: Næringarplanið, brautin, vegferðin frá HM í Tælandi til dagsins í dag, valið milli long og short, hröð ultra hlaup og segment hunting í miðju heimsmeistaramóti.
Íris og Anna eru báðar búnar að koma sér í toppform fyrir HM 2025. Anna Berglind hefur aldrei æft jafn mikið, vikur upp á 130km og 5000 hæðarmetra – fullt tilefni til enda brautin í ár með þeim erfiðari sem sést hafa.
Þorbergur Ingi, reynslumesti landsliðsmaður Íslands, sest niður hér í Canfranc og les í stöðuna fyrir Heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum sem fer fram næstu helgi.
Vænleg yfirferð yfir stærstu utanvegahlaupaveislu ársins: UTMB. Kenía er farin að láta finna fyrir sér í trail-heiminum, með tilheyrandi efasemdum og spurningarmerkjum, er Courtney Dauwalter að taka keppninni of léttúðlega? Er Jim Walmsley ósnertanlegur? KK og KVK sigurvegarar UTMB þjálfaðir af sama aðilanum - sama aðila og Caleb Olson segir upp eftir stórsigur sinn í Western Sates! Hvað getur 100kg skíðagöngumaður hlaupið 10km hratt (hratt) og eru utanvegahlaup að breytast í Formúlu 1?
Dagur mætti inná skrifstofu til framkvæmdastjóra sjávarútvegsfyrirtækis fyrir 8 árum, þá 20 ára gamall, og lagði fyrir hann áætlun um markmið fyrir glæstan skíðagönguferil sem hann þurfti hjálp við að framkvæma.Í dag er hann besti skíðagöngumaður landsins, hleypur 10km á 33:28 og sigraði hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst síðastliðnum. Dagur er hér krafinn um svör við þjálffræði, álagsstjórnun, æfingamagn, kolvetnainntöku, besta tíma upp að Steini, hvernig hann fór úr 39:29 í 10km niður í 33:28, Norwegian method, hvernig skíðaganga og hlaup vinna saman, lífið sem atvinnuíþróttamaður og fleira til.
ÍBR svarar fyrir sig

ÍBR svarar fyrir sig

2025-08-2637:33

Óánægju gætir innan hlaupasamfélagsins með framkvæmd á Reykjavíkurmaraþoninu, en í fyrsta skipti í 40 ára sögu hlaupsins voru hlauparar ræstir í tveimur flokkum: keppnis- og almennum flokki. Ringulreiðin sem því fylgdi bitnaði á upplifun og frammistöðu keppenda.Hrefna Hlín, sviðsstjóri viðburðarsviðs ÍBR, gefur okkur innsýn inn í ákvörðunartöku og framkvæmd hlaupsins og segir sína hlið á málinu.
Hlynur og Baldvin mæta á DURA drykkjarstöðina degi eftir Reykjavíkurmaraþonið til að gera upp viðburðinn, brautarmet Baldvins, vonbrigði Hlyns og allt því sem viðkemur því að skara fram úr í hlaupum - þvert á vegalengdir!
Við fylgjum eftir viðtölum við Baldvin Þór og Hlyn Andrésson með sjóðheitri umræðu um Reykjavíkurmaraþonið. Viktor Orri mætti á DURA drykkjarstöðina til að ræða möguleika Baldvins og Hlyns til að slá met, Elísu á móti Andreu í hálfu, hvað hlaupahaldarar þurfa að gera til að fá skráningu í hlaupin sín, hvað 100km afrekið hans Arnars fær mörg stig í samanburði við önnur met íslenskra hlaupara, "illa stiguð" utanvegahlaup, val Landsliðsmanna á betur stiguðum hlaupum, hvort sub 5 Laugavegur jafngildi sub 3 maraþoni, nýjungar í carbon skóm, og hvað þú þarft að gera til að komast inn á top 100 lista yfir hröðustu tíma í 10km, hálfmaraþoni og maraþoni.
Brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu var sett um það leyti sem Hlynur Andrésson var að fæðast. Hann er búinn að strengja saman góðar æfingavikur og mánuði og er tilbúinn í atlögu að metinu. Hlynur fer hér yfir breytingar í æfingum fyrir maraþonið, „maraþon specific“ æfingar, hvernig sumum tekst ekki að höndla síðustu 12km af maraþonvegalengdinni, skóbúnaðinn sinn og zone æfingar.
Hann er ekki hér til þess að taka þátt. Hann er hér til að hlaupa hröðustu 10 kílómetra í Íslandssögunni og hann langar að gera það á Íslandi! Íslandsmetið, sem Baldvin sjálfur á, er 28:51 og hann mætir hingað í settið til að fara yfir leikplanið og hvernig æfingar hafa gengið síðustu mánuði.
Haraldur Gísli og Sigfinnur kláruðu Gyðjuna um helgina og komu í stúdíóið til að ræða hlaupið, æfingarnar, motivationið, andlegu áskorunina, magaflóruna (Kilian er kominn á vagninn), líkamsklukku hlauparans og Laugavegshlaupið.
Elísa vann í dag Súlur Vertical Gyðjuna 100km á tímanum 10:45. Hún tekur brautarmetið af Andreu Kolbeinsdóttur og slær það um rúmar 90 mínútur. Óstaðfestar tölur gefa henni hæsta ITRA stig sem íslensk kona hefur náð. Ever.Planið var þó allt annað komandi inn í þetta hlaup… Elísa ræðir hlaupið, hvað fór úrskeðis og hvað fór vel, lægðina eftir 400km bakgarðinn í október, að snúa baki við bakgarðshlaupunum og nokkrar af bestu frammistöðum hlaupaferilsins sem hafa allar átt sér stað á síðustu vikum.
Þorsteinn Bárðarson hefur varið lífi sínu á sjónum. Hann kepptist við að vera aflamestur, fór út í öllum veðrum og tók lengri róðra en hinir með þeim afleiðingum að hann klessti á vegg og þurfti að breyta um lífsstíl til að lágmarka streitu og hámarka heilsu. Á sama tíma koma hjólreiðar inn í líf Þorsteins en hann rekur söguna af því hvernig hann náði að para saman sjómennsku og erfiðar æfingar á Snæfellsnesi, fréttirnar af því þegar hann greinist með heilaæxli sem verður til þess að hann leyfir sér að elta ástríðuna og reyna við markmiðið sem hann þorði varla að viðurkenna fyrir sjálfum sér: Að verða Íslandsmeistari í götuhjólreiðum. Þess má geta að Þorsteinn landaði titlinum fyrir fáeinum dögum síðan, fimmtíu ára gamall og 29 árum eldri en næsti maður.
Viðtal við Andreu Kolbeinsdóttur eftir sigur í Laugavegshlaupinu 2025.
Viðtal við Elísu Kristinsdóttur eftir Laugavegshlaupið 2025.
Viðtal við Þorberg Inga eftir Laugavegshlaupið 2025.
Viðtal við Þorstein Roy eftir sigur í Laugavegshlaupinu 2025.
Sterkasta ráslína sumarsins verður samankomin í virtasta utanvegahlaupi landsins.Hver vinnur? Hvernig? Verður brautarmet slegið? Er 10 ára Íslandsmet Þorbergs Inga í hættu? Er komið að Þorsteini? Á einhver séns í Andreu? Hverjir eiga mest inni? Fáum við nýtt fólk á pallinn? Hvað fara margir undir 5? Öllu svarað og meira til.
loading
Comments