DiscoverKrakkaheimskviður
Krakkaheimskviður
Claim Ownership

Krakkaheimskviður

Author: RÚV Hlaðvörp

Subscribed: 9Played: 142
Share

Description

Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.


Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir

Ritstjórn: Birta Björnsdóttir, Karitas M. Bjarkadóttir


Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

50 Episodes
Reverse
Í þessum þætti Krakkaheimskviða ferðumst til Feneyja og Barselóna. Þar hafa heimamenn harðlega mótmælt ágangi ferðamanna og stjórnvöld reyna að finna lausnir. Hvað er Airbnb-bann og hvaða áhrif hefur massatúrisma? Fréttamaðurinn Ólöf Ragnarsdóttir er gestur þáttarins. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Ránið á Louvre

Ránið á Louvre

2025-11-0115:59

Í þessum þætti Krakkaheimskviða fjallar Karitas um ránið á Louvre, þar sem fjórum þjófum tókst að hafa á brott ómetanlegum krúnudjásnum. Vera Illugadóttir er gestur þáttarins og rifjar upp fyrri rán á þessu frægasta safni Frakklands. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í þessum þætti Kakkaheimskviða fjallar Karitas um hrekkjavökuna sem er á næsta leiti. Þjóðfræðungirnn Dagrún Ósk Jónsdóttir segir okkur frá uppruna graskersins og hrekkjavökunnar á Íslandi. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Vopnahlé á Gaza

Vopnahlé á Gaza

2025-10-1814:32

Í þessum þætti Krakkaheimskviða fjallar Karitas um stöðuna á Gaza, vopnahlé og friðarviðræður. Fréttamaðurinn Oddur Þórðarson er gestur þáttarins og útskýrir atburði síðustu vikna. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í þessum þætti Krakkaheimskviðu beinum við sjónum okkar að Nóbelsverðlaununum. Hvað eru þau eiginlega, hverjir eru vinningshafar Íslands og hver fá þau þetta árið? Allt um Nóbelsverðlaunin í þætti dagsins. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas nýjasta ráðherra Albaníu, sem er gervigreindarforrit. Hvað er gervigreind eiginlega, hvernig virkar hún og hvernig getur hún verið ráðherra? Hafsteinn Einarsson, dósent við Háskóla Íslands, svarar þeim spurningum. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í þessum þætti Krakkaheimskviða reynum við að svara spurningunum hvers vegna Ástralir og Bretar hafa haldið stóra mótmælafundi síðustu helgar og hvað mótmælendurnir vilja? Í seinni hluta þáttarins leitum við svo uppi jákvæðar fréttir úr heimsmálunum. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í þessum þætti Krakkaheimskviða eru óeirðir og valdaskipti í Nepal til umfjöllunar. Fyrir hverju börðust nepalskir mótmælendur og hvernig er hægt að kjósa forsætisráðherra á Discord? Karitas kafar í aðdraganda óeirðanna, hvað það var sem gerðist og hvernig framhaldið í Nepal verður. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas nýafstaðnar þingkosningar í Noregi ásamt fréttamanninum Hallgrími Indriðasyni. Kjötbolluvísitala, krakkakosningar og kosningakerfi Norðmanna eru helstu umfjöllunarefni þáttarins. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í þessum fyrsta Krakkaheimskviðuþætti vetrarins fer Karitas yfir helstu fréttir sumarsins með aðstoð fréttamannsins Birtu Björnsdóttur. Verkefnalisti Trumps, staðan á Gaza og ritstjóraskipti Vogue eru meðal þess sem þátturinn í dag beinir sjónum sínum að. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í þessum síðasta Krakkaheimskviðuþætti vetrarins langar Karitas að komast að því af hverju ofsaveður og fellibyljir heita mannanöfnum og hvernig óveður myndast. Henni til aðstoðar er veðurfræðingurinn Katrín Agla Tómasdóttir. Í seinni hluta þáttarins er umhverfis- og aðgerðarsinninn Greta Thunberg í aðalhlutverki. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í þessum þætti Krakkaheimskviða fjallar Karitas um Pólland og nýafstaðnar forsetakosningar þar í landi. Henni til halds og trausts er fréttamaðurinn Margrét Adamsdóttir. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í þessum þætti Krakkaheimskviða er hraðtískuheimurinn og ofneysla mannanna til umfjöllunar. Karitas ræðir við Ester Öldu, sérfræðing hjá Umhverfis- og orkustofnun og Gunnar Dofra hjá Sorpu um hvað það er sem við hendum, hvernig við getum hent minna og hvað verður um fötin sem við viljum ekki lengur nota. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í þessum þætti Krakkaheimskviða fjöllum við um aðför að réttindum trans fólks. Hvers vegna er verið að banna trans konum að keppa í íþróttum og hver ræður hvaða klósett fólk má nota? Ingunn Lára Kristjánsdóttir og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir eru gestir þáttarins. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í þessum þætti Krakkaheimskviða fjallar Karitas um átökin um Kasmír-héraðið.Hvað er að gerast milli Indlands og Pakistan og hver er saga þessara tveggja landa? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í þessum þætti Krakkaheimskviða hitar Karitas upp fyrir komandi Eurovision-viku með aðstoð þeirra Gunnu Dísar, þular Eurovision þetta árið og Sigga Gunnars, útvarpsmanns og fyrrum kynni Söngvakeppninnar. Hvernig gengur hópnum úti og hvað er svona merkilegt við Eurovision? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í þessum þætti Krakkaheimskviða rýnir Karitas í seinni heimsstyrjöldina, en í næstu viku eru 80 ár frá lokum stríðsins í Evrópu. Hvað var merkilegt við þetta stríð og hvað getum við lært af því? Vera Illugadóttir, dagskrárgerðarkona á Rás 1, er gestur þáttarins. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas jarðskjálftana sem urðu í Mjanmar í lok mars og hverjar afleiðingar þeirra urðu. Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdarstjóri Rauða krossins á Íslandi gefur innsýn inn í björgunaraðgerðir og samstarf erlendra björgunarsveita við herforingjastjórnina í landinu. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas hinn svokallaða súkkulaðiskort. Hvaða áhrif hefur hann á páskana og hvers vegna borðum við súkkulaðiegg á páskadag? Forstjóri Nóa Siríus, Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, útskýrir hvernig framleiðsla páskaeggja virkar og hvað er svona merkilegt við íslensk páskaegg.  Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Í þessum þætti Krakkaheimskviða kafar Karitas ofan í stærstu fréttir vikunnar: Tolla Trump. Henni til aðstoðar eru fjármálaráðgjafinn Björn Berg Gunnarsson og fréttamaðurinn Birta Björnsdóttir. Hvað eru tollar, af hverju eru allir að tala um þá og hvaða áhrif hefur þetta nýjasta útspil Bandaríkjaforseta? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
loading
Comments 
loading