Discover
Borgin

45 Episodes
Reverse
Allt á fleygiferð í borgarpólitíkinni fyrir kosningarnar næsta vor. Hvað er að gerast í flokkunum, hver hjólar í hvern og af hverju?Hvað er málið með hræðslu Heiðu við skipulagsmálin?Allt þetta og meira til í þætti dagsins
Eru í alvörunni bara 62% íbúða í Keldnalandi með bílastæði? Hverjar eru rauntölur biðlista leikskólans og hefur það áhrif að Þórdís Lóa ætlar að hætta í borgarstjórn? Þetta og margt fleira í þætti dagsins.
Þáttur úr Úlfarsárdal, hvernig lítur fjárlagafrumvarpið út fyrir sveitarfélög, hvaða mál á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Er Kristrún Frostadóttir föst í "My Way or the Highway"? Er stundað peningaþvætti í Reykjavík? Þetta og margt fleira í þætti dagsins.
HVað er á dagskrá borgarstjórnar? Af hverju vill meirihlutinn ekki tala um málin sem skipta máli, hvað vill flokkur fólksins í samgöngu- og húsnæðismálum. Er betra að nemandur kyssist í sófanum eða hangi í símanum? Allt þetta og margt fleira í nýjasta þætti Borgarinnar.
Hvernig geta stúdentar leyst umdeilt skipulagsmál að Birkimel? Hvaða áhrif hafa einhæfar lausnir meirihlutans í leikskólamálum á biðlistavandann? Hvers vegna þarf Friðjón að hætta að gefa öndunum brauð? Hvernig sköpum við sátt um bættar almenningssamgöngur?
Hjól atvinnulífs og borgarkerfisins eru að snúast af stað og Borgin hljómar eftir hlé. Verður "Love is Blind - Sweden" fyrirmynd í borgarskipulagi? Er Þétting það sama og þéttting? Heyrðu heitstrengingar um gagnsæi, úttekir og áskoranir. Þetta og margt fleira í þætti vikunnar.
Hvaða tækifæri felast í aukinni jarðgangagerð í Reykjavík? Hvernig sköpum við heilbrigðan húsnæðismarkað? Af hverju líður vinstri mönnum best illa? Hvers vegna verðskuldaði Friðjón ekki súkkulaðið? Ætlar aðför meirihlutans að sjálfstæðum skólum engan endi að taka?
Hvers vegna hefur ofþyngd barna á grunnskólaaldri aukist um 50% síðastliðinn áratug? Eru skólamáltíðir í borginni í samræmi við nýjar ráðleggingar Landlæknis um matarræði? Munu átök í Sósíalistaflokknum leiða til fylgisauka fyrir Vinstri græn? Hverju vill fólk helst breyta við Reykjavík? Ætla oddvitar meirihlutans að stofna neyðarsjóð fjölskyldunnar?
Er raunhæft að sinna hálfu aukastarfi samhliða starfi borgarstjóra? Mun Friðjón leggjast í selalaugina? Eru sveitarfélögin í landinu forystulaus? Á að bjóða út rekstur Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins? Sýna landsmenn æskilega hegðun uppi í bústað? Hvaða týpa er Reykjavíkurborg?
Hvaða verkefni bíða Guðrúnar Hafsteinsdóttur? Hvaða áhrif mun það hafa að enginn af höfuðborgarsvæðinu tilheyrir nú forystu flokksins? Mun Guðrún nálgast verkefnið eins og Kristrún eða Davíð? Um hvað voru Hildur og Geir Waage ósammála? Verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins kosinn opinni kosningu?
Hver skældi undir setningarræðu Bjarna Benediktssonar? Af hverju svaf Friðjón á sófa foreldra sinna 39 ára gamall? Verður tillaga Söndru um rafrænar kosningar samþykkt? Ber fráfarandi formaður ábyrgð á því að næsti formaður verður kona? Hvað er eiginlega Reykjavík Lab?
Er 100 milljóna króna selalaug eðlilegt forgangsmál nýs meirihluta? Mun Sósíalistaflokkurinn stöðva sölu Perlunnar? Hvernig er skynsamlegt að bregðast við ofbeldismálum í grunnskólum borgarinnar? Hver greiðir að endingu reikninginn fyrir óhagnaðardrifið húsnæði? Hvers vegna telur Friðjón nýjan meirihluta minna á nætur í Bangkok?
Er eftirspurn eftir fimm flokka vinstri meirihluta í höfuðborginni? Verður Sanna næsti borgarstjóri? Er Flokkur fólksins að fórna málstaðnum fyrir hefndina? Verður Friðjón sannspár varðandi hvítu dragtirnar? Mun stefnubreyting Samfylkingar verða sóknarfæri fyrir Viðreisn?
Hvenær munu fleiri formannsframbjóðendur stíga fram? Hvers vegna raska tollamál næturró Friðjóns? Hvaða áhrif hefur hækkun gatnagerðargjalds á húsnæðisverð í borginni? Hvers vegna þarf að eyða óvissu um Reykjavíkurflugvöll? Endurspeglar landsfundur kjósendahóp Sjálfstæðisflokksins?
Verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins krýndur eða kjörinn? Hvers vegna lét borgarstjóri sem græna gímaldið kæmi honum að óvörum? Hvað má lesa í mætingu á framboðsfundi? Er menningarstríð í borginni? Hvaða sagnfræði býður Friðjón uppá þessa vikuna?
Hverjir gefa kost á sér í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins? Hyggst Einar Þorsteinsson nota ostaskerann á Öskjuhlíðina?Hvernig lækkum við þröskuldinn og nútímavæðum Sjálfstæðiflokkinn? Ætti að leggja ritaraembættið niður? Af hverju kláraði Friðjón súkkulaðið?
Ætti formaður Sjálfstæðisflokksins að vera kjörinn í opinni kosningu allra flokksmanna? Hvort þykir Einari Þorsteinssyni vænna um tréin í Öskjuhlíð eða Reykjavíkurflugvöll? Hvers vegna er Friðjón svona þjófahræddur? Ætti Sjálfstæðisflokkurinn að snúa sér að rafrænum kosningum? Hvers vegna eru 850 borgarstarfsmenn veikir daglega?
Þarf næsti formaður Sjálfstæðisflokksins að koma úr röðum þingmanna? Er græna vöruskemman að Álfabakka hluti af græna plani meirihlutans? Hvers vegna er áramótaheit Hildar betra en Friðjóns? Stafar bráð hætta af fyrirtækjareknum leikskólum? Alls ekki!
Er best að græða á daginn og grilla á kvöldin? Er pólitíkin að drepa fólk úr leiðindum? Hver fylgist með kosningum til efri deildar japanska þingsins? Geta Friðjón og Sandra staðið undir væntingum? Misstu ekki af næsta þætti.
Hvers vegna er flóknara að opna veitingahús í Reykjavík en London? Ættum við að bjóða Happy Hour á bílastæðum í miðborginni? Felst tækifæri í því að einkavæða veðurspána? Hvað er að gerast í miðborginni í sumar? Gestir þáttarins eru veitingamennirnir Róbert Aron Magnússon og Jakob Einar Jakobsson.