DiscoverHugarburðarbolti
Hugarburðarbolti
Claim Ownership

Hugarburðarbolti

Author: Gunnar Georgsson

Subscribed: 7Played: 71
Share

Description

22.000 manns á Íslandi spila fantasy leikinn í enska fótboltanum. Hugarburðarbolti er nýtt fantasy hlaðvarp sem alla fantasy spilara þyrstir í.
Vignir Már Eiðsson og Gunnar Georgsson sjá um þáttinn.
Gunnar Georgsson er einn allra sterkasti fantasy spilari landsins. Hann er í 10 sæti yfir allt Ísland og er efstur í mörgum öðrum deildum. Hann veit allt um fantasy.
Vignir Már Eiðsson er annar stjórnandi Ofurdeildarinnar og einn allra sterkasti draft spilari landsins.

Við förum yfir hverja umferð. Allt rætt fram og aftur. Verðum með deildina Hugarburðarbolti og sigurvegari fær verðlaun.
47 Episodes
Reverse
Hugarburðarbolti GW 6

Hugarburðarbolti GW 6

2025-09-3001:17:29

Crystal Palace eina ósigraða liðið í deildinni gerðu sér lítið fyrir og skelltu meisturum Liverpool 2-1 á Selhurst Park. Arsenal með svakalegan endurkomusigur gegn sterku Newcastle liði á St.James's Park. Brentford vann Man Utd 3-1. Aston Villa vann loks sigur 3-1 gegn Fulham. Sunderland ævintýrið heldur bara áfram. Úlfarnir komust loksins á blað og Brighton skelltu Chelsea á Brúnni 1-3.
Hugarburðarbolti GW 5

Hugarburðarbolti GW 5

2025-09-2201:14:13

Liverpool eru með 5 stiga forskot í deildinni eftir 2-1 sigur í Bítlaborgarslagnum gegn Everton. Arsenal og Man City gerðu 1-1 jafntefli á Emirates. Man Utd unnu mikilvægan sigur á Chelsea 2-1 á Old Trafford. Allir nýliðarnir náðu í stig um helgina. Brighton og Tottenham gerðu 2-2 jafntefli á Amex og Bournemouth og Newcastle skildu markalaus 0-0 á suðurströndinni.
Man City sigraði Man Utd í slagnum um Manchester borg. Tottenham og Arsenal sigruðu bæði sína andstæðinga með sömu markatölunni. Bournemouth skelltu Brighton á Suðurströndinni. Nokkrir 0-0 leikir og Brentford og Chelsea gerðu 2-2 jafntefli á G-Tech vellinum í London.
Hugarburðarbolti EXTRA

Hugarburðarbolti EXTRA

2025-09-0801:09:45

Villi Neto kíkti til okkar í Hugarburðarbolta Extra og við fórum yfir það helsta. Völdum topp 5 bestu fantasy pikkin það sem af er tímabili. Kaup og sölur liðanna voru rædd og við rýndum í framhaldið eftir þetta landsleikjahlé. Fórum yfir liðin okkar og hverjar fyrirætlanir okkar eru í næstu umferðum.
Hugarburðarbolti GW 3

Hugarburðarbolti GW 3

2025-09-0201:22:33

Draumamark Dominiks Szobozlai skildi lið Liverpool og Arsenal að um helgina. Man Utd kreisti fram sigur á elleftu stundu. Brighton skellti Man City. West Ham létti pressunni af stjóra sínum með 0-3 sigri í Notthingham. Chelsea sigraði Fulham 2-0 í Lundúna slag á Brúnni og Tottenham lá á heimavelli 0-1 gegn spræku liði Bournemouth.
Tottenham lögðu Man City á Etihad sannfærandi. Arsenal löbbuðu yfir Leeds á heimavelli. Brentford sigraði Aston Villa 1-0. Everton með glæstan heimasigur í fyrsta leiknum á nýja stórglæsilega Hill Dickenson stadium. Chelsea kjöldrógu West Ham 1-5 á Ólympíu leikvanginum í London. Man Utd náðu í sterkt stig gegn Fulham í London. Hjálmar Örn skemmtikraftur og Spursari var gestur þáttarins og við fórum yfir umferðina.
Hugarburðarbolti Upphitun

Hugarburðarbolti Upphitun

2025-07-2901:20:03

Hugarburðarbolti fór aftur af stað. Fengum góða gesti en þeir Villi Neto og Hreimur Örn komu til okkar og ræddu við okkur allt sem þú þarft að vita um enska boltann og fantasy leikinn.
Það komu frábærir gestir í uppgjörs þátt Hugarburðarbolta. Villi Neto og Davíð Guðbrands gerðu upp tímabilið með okkur og vinningshafar voru krýndir. Þökkum kærlega fyrir tímabilið og heyrumst á því næsta.
Hugarburðarbolti GW 38

Hugarburðarbolti GW 38

2025-05-2701:00:33

Newcastle, Aston Villa og Nottingham Forest töpuðu öll sínum leikjum í baráttunni um meistaradeildarsætin. Evrópudeildarmeistarar Tottenham steinlágu á heimavelli gegn Brighton 1-4Man Utd kvöddu stuðningsmenn sína með sigri og á Anfield fór Englandsbikarinn á loft.
Hugarburðarbolti GW 36

Hugarburðarbolti GW 36

2025-05-1301:08:01

Liverpool og Arsenal gerðu 2-2 jafntefli á Anfield í stórleik helgarinnar. Newcastle upp í 3 sætið eftir sterkan sigur gegn Chelsea. Man City misstigu sig á suðurströndinni gegn Southampton. Ollie Watkins með sigurmark á útivelli gegn Bournemouth. Nottingham Forest gerði einungis jafntefli 2-2 gegn föllnum Leicester liðum. Kevin Schade heldur áfram að spila vel og Eze var kóngurinn á Tottenham Hotspur stadium.
Hugarburðarbolti GW35A

Hugarburðarbolti GW35A

2025-05-0601:05:26

Cole Palmer vaknaði loksins eftir 110 daga.Liverpool og Arsenal töpuðu bæði sínum leikjum. Aston Villa ætla sér meistaradeildar sæti. Nottingham Forest sitja í sjötta sætinu og Brighton og Newcastle gerðu 1-1 jafntefli á Amex. Baráttan um meistaradeildar sætin verður rosaleg!
Hugarburðarbolti GW 35

Hugarburðarbolti GW 35

2025-05-0601:05:33

Cole Palmer vaknaði loksins eftir 110 daga.Liverpool og Arsenal töpuðu bæði sínum leikjum. Aston Villa ætla sér meistaradeildar sæti. Nottingham Forest sitja í sjötta sætinu og Brighton og Newcastle gerðu 1-1 jafntefli á Amex. Baráttan um meistaradeildar sætin verður rosaleg!
Liverpool Englandsmeistari! Pökkuðu Tottenham saman á Anfield. Baráttan um meistaradeildarsætin 3-5 sætið heldur áfram. Newcastle fór upp í 3.sætið með þægilegum sigri á Ipswich. Matheus Chuna er listamaður Úlfanna. Chelsea sigraði Everton á Brúnni. Man City og Crystal Palace sem spiluðu ekki í umferðinni mætast í úrslitum FA bikarsins.
Hugarrburðarbolti GW33

Hugarrburðarbolti GW33

2025-04-2401:02:33

Liverpool aðeins einum sigri frá því að verða meistarar. Trent með góða kveðjugjöf eða hvað? Aston Villa burstaði Newcastle en tapaði svo gegn Man City. Nottingham Forest með mikilvægan útisigur á Tottenham á annan í páskum. Spennan verður svakaleg um þetta 3-5 sæti sem gefur meistaradeildarsæti. Svo óskum við Leeds og Burnley stuðningsmönnum til hamingju með úrvalsdeildarsætið.
Hugarburðarbolti GW 32

Hugarburðarbolti GW 32

2025-04-1701:09:05

Liverpool eru með 9 fingur á Englandsbikarnum. Newcastle á fullri ferð inn í meistaradeildina í 3.sætinu. Notthingham Forest og Arsenal töpuðu bæði stigum í umferðinni. Aaron Ramsdale markvörður Southampton gerði sér lítið fyrir og varði 2 vítaspyrnur gegn Aston Villa.Svarthvíta hetjan Harvey Barnes var frábær í þessum tveimur leikjum hjá Newcastle.
Hugarburðarbolti GW 31

Hugarburðarbolti GW 31

2025-04-0801:07:59

Fulham skellti toppliði Liverpool 3-2 á Craven Cottage. Man Utd og Man City skildu jöfn í borgarslagnum. Arsenal missteig sig í Guttagarði. West Ham og Bournemouth skildu jöfn 2-2 í skemmtilegum leik. Aston Villa skellti sterkum Notthingham Forest piltum á Villa Park og Jacob Murphy svarthvíta hetja Newcastle gegn Leicester.
Hugarburðarbolti GW 30

Hugarburðarbolti GW 30

2025-04-0401:12:14

Liverpool vann borgarslaginn. Notthingham Forest skelltu Man Utd.Newcastle á góðri siglingu. Ipswich lagði Bournemouth á útivelli. Saka stimplaði sig strax inn eftir meiðsli hjá Arsenal. Aston Villa með gæðasigur á Brighton og Dýrlingarnir náðu í stig gegn Palace.
Liverpool bera af í deildinni og eru að stinga af. Liðin í öðru og þriðja sæti gerðu markalaust jafntefli í Nottingham. Ismaïla Sarr og Mateta í stuði gegn Aston Villa á Selhurst Park. Rauða spjald Patrick Dorgu kom ekki að sök á Old Trafford. Rodrigo Muniz með sigurmarkið gegn Úlfunum á útivelli. Danny Welbeck hetja Brighton gegn Bournemouth. Lánleysi Cole Palmer heldur áfram en Chelsea liðið sigraði Southampton þægilega á brúnni.
Arsenal slátraði Man City 5-1 á Emirates! Það er búið að vera kveikt Viðnum allt tímabilið. Sjóðandi heitur!! Mo Salah skildi Bournemouth og Liverpool að í flottum fótboltaleik. Fulham vann sterkan útisigur á Newcastle á St James's Park 1-2. Jean Philip Mateta með bæði mörk Crystal Palace gegn lánlausum Man Utd mönnum í 0-2 sigri á Old Trafford og Tottenham vann frábæran 0-2 sigur á Brentford á erfiðum útivelli.
Bournemouth kjöldrógu Forest liða á Suðurströndinni 5-0. Alexander Isak með tvennu fyrir Newcastle í nokkuð þægilegum útisigri gegn Dýrlingunum. Coady Gakpo með hörku leik gegn Ipswich, tvö mörk og stoðsending. Arsenal hafði útisigur gegn Wolves með naumindum 0-1 eins og Man Utd úti gegn Fulham 0-1 sigur.
loading
Comments