DiscoverMoldvarpið
Moldvarpið
Claim Ownership

Moldvarpið

Author: Moldvarpið

Subscribed: 31Played: 137
Share

Description

Hlaðvarp um íslenska fornleifafræði. Fornleifafræðingarnir Arthur Knut Farestveit og Snædís Sunna Thorlacius fjalla vítt og breitt um íslenskar fornleifar, minjar og menningarsögu. Í hverjum þætti er ákveðið viðfangsefni tekið fyrir og sett í samhengi við samtímann, bæði fornleifanna og fornleifafræðinganna.
Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði.
Upptökur og hljóðvinnsla: Sindri Snær Thorlacius
Þemalag: Gísli Magnús Torfason og Helga Ágústsdóttir
Logo: Sigtýr Ægir Kárason
Hljóðbrot: Safn RÚV
11 Episodes
Reverse
Seinni hluti af umfjöllun okkar um Papana, víðförlu írsku einsetumunkana sem ferðuðust um Atlantshafið. Hverjar eru bestu vísbendingar sem fornleifafræðingar hafa fundið um Papa á Íslandi? Hvar er betra að leita Papa en einmitt í Papey? Arthur talar um áratuga langa rannsókn í Papey. Voru Papar í Færeyjum? Snædís kynnti sér kindaspörð úr vatnaseti í Færeyjum til að varpa ljósi á málið. Brjóst (já þannig brjóst) koma óvænt við sögu. Ágreiningur um baðker. Einnig segjum við frá háskalegri tilraun bresks ævintýramanns til að sannreyna hvort írskir munkar gátu siglt um höfin á skinnbátum. Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði
9. Leitin að Pöpunum I

9. Leitin að Pöpunum I

2025-12-0401:13:16

Fyrri hluti af umfjöllun okkar um Papana, víðförlu írsku einsetumunkana sem ferðuðust um Atlantshafið. Íslendingabók og önnur forn rit staðhæfa að Papar hafi verið á Íslandi þegar norræna landnema rak á fjörur, en eru til fornleifafræðilegar sannanir fyrir veru þeirra á Íslandi? Og ef svo, hverjar? Hvar hafa fornleifafræðingar leitað þá uppi? Er hægt að treysta á ritheimildirnar eða er maðkur í mysunni? Byggðu Papar sér hús eða bjuggu þeir í hellum? Umfjöllun hefst frá 11:33 en fram að því spjöllum við um hvað hefur á daga okkar drifið frá síðasta þætti. Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði
Steinkista Páls Jónssonar Skálholtsbiskups (d. 1211) var talin goðsögn eða með öllu týnd þar til hún fannst óvænt við fornleifarannsókn í Skálholti 1954. Hver var Páll biskup? Af hverju var hrúga af brenndum beinum í kistunni? Af hverju að grafa sig í 730 kg steinhnullungi? Hvernig týnist eða gleymist slík gröf? Snædís reynir að reikna út hvað bygging grafhýsis kostaði á 13. öld. Arthur verður að fá svör við því nákvæmlega hversu mikið af heilögum Þorláki var komið fyrir í heilaga Þorláksskríninu. Þessar vangaveltur og margt margt fleira í þessum þætti Moldvarpsins! Það er "fullkomlega egypzk stemming" í þessum þætti svo komið ykkur vel fyrir, heyrnatól í eyrun og popp í skál. Njótið! Moldvarpið fer eftir þennan þátt í pásu í einhvern tíma en við komum vonandi bráðlega aftur með brakandi fornt efni fyrir ykkur. Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði.
Í sjöunda þætti Moldvarpsins fjöllum við um Ingstad hjónin, hvernig þau fundu húsarústir norrænna landnema í L'Anse aux Meadows, Kanada og hvað fornleifarnar segja okkur um þetta ævintýranlega tímabil í mannkynssögunni. En af hverju gáfust víkingarnir upp á Ameríska draumnum? Aftur til Grænlands. Hvað ef að heill fataskápur af kjólum og höttum væri settur í frystikistu í 600 ár? Hvað með heilan bóndabæ? Af hverju hvarf norræna nýlendan á Grænlandi? Lirfur? Átök við Inúíta? Eða bara ísköld hagfræði? Af hverju tók enginn eftir því að hún hvarf? Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði.
Ef Ísland er ísskápur þá er Grænland frystikista. Var nóg fyrir Eirík rauða að gefa landinu aðlaðandi nafn til þess að fólk næmi land þar eða býr eitthvað meira að baki? Var annað fólk þar fyrir? Hafa fornleifafræðingar í alvöru bæði grafið upp bæ Eiríks á Íslandi OG Grænlandi? Hvað hefur verslun fílabeina í Afríku með Grænland að gera? Hvar var Vínland, hverjir voru svokallaðir "skrælingjar" og hvað voru Grænlendingar að sækja vestur? Arthur skilur ekki muninn á vínberjum og öðrum berjum, Snædís segir frá fyrsta fornleifauppgreftri Kristjáns Eldjárns forseta, þróun arkitektúrs á Grænlandi og margt fleira í þessum þætti Moldvarpsins um norrænar fornleifar á Grænlandi og Ameríku! Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði.
Seinni hluti umfjöllunar okkar um landnámið í Reykjavík. Hvað fannst á Lækjargötu árið 2015 öllum að óvörum? Var kornrækt í Reykjavík á víkingaöld? Hvað varð um fyrstu íbúana og af hverju finnast þeir ekki? Rúnaristur, rostungar og rómverskir peningar. Snædís fræðir okkur um helsta óvin Arthurs frjókornin *hnerr*, og hvað þau segja okkur um umhverfi Reykjavíkur á landnámsöld. Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði.
Margir fornleifauppgreftir hafa farið fram í miðbæ Reykjavíkur á síðustu áratugum og þar er sífellt meira að koma í ljós um landnám svæðisins. Af hverju myndi Ingólfur velja Reykjavík af öllum stöðum? Hvernig fór landnámið fram? Hvað hafa margir skálar fundist í Kvosinni? Hvar er hægt að sjá elsta mannvirki á Íslandi? Öndvegissúlurnar, kolefnisaldursgreiningar, lattelepjandi landnámsmenn og margt margt fleira. Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði
Seinni hluti umfjöllunar okkar um heiðnar grafir á Íslandi (kuml) og hvað við getum lært af þeim um fyrstu kynslóðir fólks á Íslandi. Af hverju var fólk grafið með hluti og dýr? Hvað geta mannabein sagt okkur um einstaklinginn og samfélagið? Af hverju fannst Arthuri hola undir rafmagnsstaur svona grunsamleg? Hvað fann Snædís undir steini á Seyðisfirði? Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði
Fyrri hluti umfjöllunar okkar um heiðnar grafir á Íslandi og hvað við getum lært af þeim um fyrstu kynslóðir fólks á Íslandi. Hvað eru kuml? Hvernig finnast þau? Hvað segja Íslendingasögurnar um greftrun á víkingaöld? Af hverju að láta grafa sig í bát? Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði
Seiðandi máttur Þjórsárdals hefur laðað að sér fornleifafræðinga í meira en öld. Hvers vegna? Hvað er að finna þar? Á Þjórsárdalur eitthvað skylt við Pompeii? Fyrsti þáttur Moldvarpsins fjallar um norrænan leiðangur fornleifafræðinga í Þjórsárdal árið 1939. Aðdragandinn, uppgröfturinn, fornleifafræðingarnir, niðurstöðurnar, dramað og stríðið. Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði
0. Kynningarþáttur

0. Kynningarþáttur

2024-12-0448:42

Kynningarþáttur Moldvarpsins þar sem Arthur og Snædís kynna sig og fagið, fara yfir algengar spurningar, mýtur varðandi fornleifafræði og við hverju hlustendur mega búast í komandi þáttum. Þáttagerðin er styrkt af Fornminjasjóði
Comments 
loading