DiscoverMorgunbollinn með Elísabetu Gunnars
Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars
Claim Ownership

Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars

Author: Elísabet

Subscribed: 109Played: 971
Share

Description

Morgunbollinn er besti og mikilvægasti bolli dagsins, hlakka til að deila honum með ykkur.

36 Episodes
Reverse
35 // Birgitta Haukdal

35 // Birgitta Haukdal

2025-12-2201:07:20

Birgittu Haukdal þarf vart að kynna fyrir hlustendum Morgunbollans. Ein okkar allra skærasta stjarna frá tíma sínum með Írafár, barnabókahöfundur þar sem við fáum að kynnast ævintýrum og áskorunum Láru og fyrst og fremst ótrúlega ljúf og góð manneskja. Morgunbollinn er í boði Pågen, Hverslun og Sjöstrand.
Andrea Magnúsdóttir er ein af okkar allra fremstu og farsælustu fatahönnuðum, hún hefur rekið verslunina og vörumerkið Andrea með frábærum árangri í áraraðir. Andrea er þar að auki gull af manneskju og ein af mínum betri vinkonum - njótum morgunbollans með henni.
Teboðið í Morgunbollanum, þessar duglegu dömur hafa haldið úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins í áraraðir. Birtu Líf og Sunnevu Einars þarf vart að kynna - áhrifavaldar, frumkvöðlar og ungar konur á uppleið.
Listakonan, ljósmyndarinn og ilmsérfræðingurinn Lilja Birgisdóttir hjá Fischersund er viðmælandi Morgunbollans. Hún hefur skapað sannkallaðan undraheim og einstaka upplifun með ilmhúsinu í Fischersundi. Styrktaraðilar Morgunbollans eru: Hverslun og Sjöstrand
31 // Gummi Kíró

31 // Gummi Kíró

2025-05-2501:13:46

Það hafa margir skoðanir á Gumma Kíró og því er kjörið að nýta tækifærið til að kynnast honum betur. Ljúfari mann er erfitt að finna, svo ótrúlega fær á sínu sviði og þorir að standa með sjálfum sér og fara eigin leiðir. Styrktaraðilar Morgunbollans eru: La Roche-Posay, Hverslun, Arna Mjólkurvörur og Sjöstrand
30 // Lóa í Lindex

30 // Lóa í Lindex

2025-05-1101:14:50

Lóa hefur náð ótrúlegum árangri í verslunarrekstri undanfarin ár. Ævintýrið byrjaði með Lindex og síðar bættust við Gina Tricot, Mayoral og Emil&Lina. Lóa er fyrirmyndar kona - svo ótrúlega dugleg og jákvæð. Styrktaraðilar Morgunbollans eru Hverslun, Sjöstrand og Arna Mjólkurvöru.
Ein af okkar allra efnilegustu fatahönnuðum, Sóley Jóhannsdóttir, frumsýndi á dögunum sína fyrstu fatalínu undir eigin nafni. Hún hefur áður starfað hjá tískuhúsum eins og Paul Smith, Isabel Marant og LEMAIRE áður en hún var fastráðin hjá Louis Vuitton. Við kynnumst henni betur í Morgunbolla dagsins. Morgunbollinn er í boði Hverslun, Arna Mjólkurvörur og Sjöstrand.
Listræni förðurnarfræðingurinn Alexander Sig er að slá í gegn á sínu sviði. Hann segir okkur frá lífinu í London, leiðinni þangað og frá spennandi verkefnum sem hann fæst við í dag hjá stjörnumerkinu Charlotte Tilbury. Morgunbollinn er í boði: Hverslun (20% afsláttur með kóðanum "morgunbollinn")Arna Mjólkurvörur (uppáhalds núna = grísk jógúrt + hunang)Sjöstrand (15% afsláttur með kóðanum "morgunbollinn")
Hinn heillandi og krafmikla Geirlaug Þorvaldsdóttir er eigandi Hótel Holt. Þrátt fyrir að vera orðin 85 ára þá hefur hún enn ótrúlega ástríðu fyrir því sem hún gerir og er frábær fyrirmynd fyrir sterkar ungar konur.
Una Schram er ung kona á uppleið. Tónlistarkona sem hefur staðið á sviði frá því hún var lítil stelpa, lærði söng í háskólanámi í London en býr í dag í Reykjavík þar sem hún menntar sig meira, vinnur á auglýsingastofu og á RÚV samhliða því að semja tónlist, hún er algjör skvísa og frábær fyrirmynd. Njótum morgunbolla með Unu!
25 // Svala Björgvins

25 // Svala Björgvins

2025-02-2301:42:25

Barna - , unglinga - og eilífðarstjarnan Svala Björgvins mætti í morgunbollann. Hún hefur blandað saman tísku og tónlist og veitt ófáum innblástur í gegnum árin með sínum einstaka stíl.
María Einarsdóttir er framkæmdarstjóri tískurisans NTC og á stóran þátt í velgengi fyrirtækisins til fjölda ára. Maya er einstaklega dugleg og sterk kona sem hefur mjög áhugaverða sögu að segja af sinni vegferð. Morgunbollinn er í boði Arna Mjólkurvörur - Sjöstrand - Hverslun þar sem kóðinn "morgunbollinn" gefur góðan afslátt í vefverslun hjá öllum aðilum.
Frumkvöðullinn Kristín Edda er stofnandi fataleigunnar SPJARA. Hún er á sama tíma umhverfissinni og mikil tískuskvísa - er hægt að vera bæði? Morgunbollinn er í boði Andrá - Arna Mjólkurvörur - Sjöstrand - Hverslun þar sem kóðinn "morgunbollinn" gefur góðan afslátt í vefverslun hjá öllum aðilum.
Sara Snædís er frumkvöðull á sviði hreyfingar og heilsu. Hún stofnaði Withsara, þar sem hún býður uppá fjölbreyttar æfingaleiðir í áskrift á netinu. Við fáum að heyra hennar áhugaverðu sögu yfir ljúffengum morgunbolla. Þessi morgunbolli er í boði Hverslun, Örnu mjólkurvara og Sjöstrand.
21 // Katrín Halldóra

21 // Katrín Halldóra

2024-12-3101:19:33

Leikkonan, söngkonan og hæfileikabúntið Katrín Halldóra kom í ljúfan morgunbolla. Hún hefur heldur betur slegið í gegn sem endurfædd Ellý og segir okkur frá sinni leið sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig.
Dansarinn, áhrifavaldurinn, raunveruleikastjarnan, hlaðvarpsstjórnandinn og mamman - Ástrós Traustadóttir - er sest hjá mér í morgunbolla og fer yfir málin í lok árs.
Gréta Hlöðversdóttir er ein af konunum á bak við íslenska hönnunarmerkið As We Grow sem var stofnað árið 2012 . Gréta hefur skemmtilega sögu að segja, talar reiprennandi spænsku eftir dvöl í Barcelona og það nýtist henni í framleiðslu samskiptum við saumastofu AWG í Perú. Meira í þætti dagsins.
18 // Hildur Yeoman

18 // Hildur Yeoman

2024-12-1501:06:04

Hildur Yeoman er einn okkar allra fremsti fatahönnuður og hefur verið það í áraraðir, frumkvöðull og fyrirmynd sem hefur byggt upp eigið vörumerki og rekið verslun samhliða. Hún hefur klætt íslenskar og erlendar gyðjur af öllum stærðum og gerðum.
17 // Sól Hansdóttir

17 // Sól Hansdóttir

2024-12-0201:21:52

Íslenski fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir blómstrar í sínu fagi um þessar mundir, hún hefur vakið verðskuldaða athygli frá allra stærstu tískumiðlunum eins og t.d. Vogue. Sól býr og starfar í London en ég náði að plata hana í morgunbolla í heimsókn sinni á Íslandi.
16 // Ása Ninna

16 // Ása Ninna

2024-12-0201:23:00

Ása Ninna er manneskja með einstaka útgeislun. Hún hefur átt mörg líf eins og hún orðar það sjálf. Uppalinn á Selfossi, búið lengst af í 101 Reykjavík þar sem hún rak eina vinsælustu fataverslun landsins um langt skeið, í dag þekkjum við hana best sem fjölmiðlakonu en það er aldrei að vita hvað hún tekur sér næst fyrir hendur
loading
Comments