DiscoverAndvarpið - hlaðvarp foreldra
Andvarpið - hlaðvarp foreldra
Claim Ownership

Andvarpið - hlaðvarp foreldra

Author: Andvarpið

Subscribed: 125Played: 2,400
Share

Description

Andvarpið hlaðvarp foreldra er fyrir foreldra, um foreldra, til foreldra. Í þessum þætti ræðum við almennt um foreldrahlutverkið, það að detta á hnéð með kúk í poka, að neyða börnin með í skíðaferð og að muna hvern einasta dag að 30 % eru það sem þarf til að standa sig.
54 Episodes
Reverse
Púrtvínslegnar mæður, börn með kakóskegg, á sleða á jólum og enn og aftur hversu bráð nauðsynlegt það er að fjárfestingar TInder komist í loftið fyrir allar okkur frábæru hugmyndir! Tvær úr úthverfinu boða letilega og kósí aðventu -ef ég nenni !!!Þátturinn er í boði VÍS og Kaaber heima og var tekinn upp í Dal fjölskyldukaffihúsi.
Gráta ljósmæður yfir hverri fæðingu rétt eins og við Emma þegar við horfum á One born every minute? Sýnir það sig nú undir lok árs að margir hafi kosið heimaleikfimi unfram Netflix og séu að eignast börn? Við fengum Helgu Reynisdóttur ljósmóður sem starfar sem ljósmóðir á Landspítalanum og  heldur úti Fæðingarfræðslu Helgu Reynis í spjall. Hún segir gaman að upplifa hvað konur séu upplýstar og starfið sé alltaf jafn magnað.Þátturinn er í boði VÍS og Kaaber Training.
Gleðin í hinu smáa

Gleðin í hinu smáa

2020-11-1755:31

Rakel Magnúsdóttir ráðgjafi og fyrirlesari  hjá Reislu ráðgjöf kom í spjall til okkar. Við ræddum daglegt líf á skrýtnum tímum, núvitund, sem sífellt fleiri rannsóknir sýna að hafi góð áhrif á börn og fullorðna m.a. á það hvernig heilinn mótast, og að veita athygli því smáa í lífinu. Finna t.d. hlýjuna og hitann af kaffibollanum og nota önnur svæði í heilanum til að fá smá hvíld. Þátturinn er í boði VÍS og Kaaber Training.
Konan á bak við Cocopuffs í stígvéli myndina, sem ætti að hanga upp á vegg allra  foreldra í landinu, Lóa Hjálmtýsdóttir kom í viðtal. Lóa er myndlistarkonan á bak við Lóaboratorium, hún er líka tónlistarkona og bara einstaklega fyndin og skemmtileg. Við ræddum við hana um þá staðreynd að hún andvarpar meira en meðal konan, sprungin dekk, grafalvarlegar listir og uppeldi. Njótið!Þátturinn er í boði VÍS og Kaaber Training.
Hin svokallaða Ofurkona hefur verið í umræðunni síðustu daga og talið að þörf sé á að endurskilgreina það hugtak. Við veltum fyrir okkur hvort hugtakið eigi heima í endurvinnslunni eða hreinlega á ruslahaugunum. Emma og Mæja kryfja málin og skafa ekki utan af því. Þátturinn er í boði VÍS.
Dekkjaskipti og vetrarfrí - eru ekki allir sexí ???Þátturinn er í boði VÍS.
Jæja þetta hafðist ! Leiðin var löng og ströng - vonandi njótið þið í botn okkar kæru hlustendur. Þátturinn er í boði VÍS.
Tjúllaðar í tuðinu

Tjúllaðar í tuðinu

2020-10-0753:31

Það er komið að þessu enn á ný. Tvær mæður, tveir staðir, tveir símar, ein sál sem heitir Andvarpið. Hér er upphafið að endinum, næsta Covid skeið framundan, við verðum með ykkur alla leið! Já og ekki fylgja uppeldisreglum Kattholts, þær eru pínu yfir strikið.
Vinkonur á trúnó um skólatöskur, Playmobil myndina, heima-vinnuna og önnur stór mál sem foreldrar ættu að láta til sín taka.
Virpi elskar að takast á við óreiðu og er ekki feimin að viðurkenna það ! Það þarf enginn að óttast að bjóða henni heim til sín í drasl en hún tekst á við stór sem smá skipulagsverkefni með bros á vör. Auk þess að reka eigið fyrirtæki, Á réttri hillu, hefur hún einnig hlotið nafnbótina Verndari óskilamuna í skóla barnanna sinna. 
Upp með skipulagsdagbókina það er komið haust! Og er einhver ekki búin að ganga frá tjaldhælunum ... ja hérna hér ??? Við stöllurnar förum yfir sumarið í buxum og erum ágætlega ánægðar með okkur. Velkomin í aðra seríu af Andvarpinu ! Þátturinn er í boði VÍS.
Þetta verður bara fínt

Þetta verður bara fínt

2020-06-3001:01:50

Í þessum síðasta þætti vetrarins förum við yfir stóru málin. Er 17. júní dauður? Hvenær þarf að panta sal fyrir fermingarveislur næsta árs? Er brauðterta besti matur í heimi? Setjum markið fyrir miðju og pössum að klára ekki af eigin tanki. Þökkum samfylgdina í vetur!
Makaval

Makaval

2020-06-2445:55

Gestur Andvarpsins í kvöld er Kristín Tómasdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur sem í dag sinnir að stærstum hluta parameðferð. Við ræðum um það vandasama verk að velja sér maka, það að geta rætt um tilfinningar sínar og mikilvægi þess að geta leitað sér aðstoðar. Sama hvort það er til að ná aftur saman eða skilja í góðu.Þátturinn er í boði Slow Cow og VÍS.
Segjum meira fokk it

Segjum meira fokk it

2020-06-0353:18

Andrea á mörg börn, miklu fleiri en við ! Hún hefur skrifað bók um allt það sem tengist meðgöngu, fæðingu og tilbehör og er nú að vinna að þáttaröðinni Líf dafnar sem er sjálfstætt framhald af Líf kviknar. Við ræddum um #raunin, það að segja bara fokk it meira og hvernig það gengur að vinna með kærastanum sínum í bílskúrnum heima.Þátturinn er í boði Slow Cow og VÍS.
Einstakar mæður

Einstakar mæður

2020-05-2748:42

Við fengum til okkar þær Söru Pétursdóttur og Helen Breiðfjörð til að segja okkur frá reynslu sinni af því að eignast börn upp á eigin spýtur. Við ræðum líka um mikilvægi vináttunnar og þess að henda skutlum fram eftir aldri, samfélagsmiðlapressuna og allt það helsta sem gott er og fallegt.Þátturinn er í boði Slow Cow og VÍS
Tvær úthverfa mæður hittust yfir kaffi og köku á sunnudegi og fóru yfir foreldra vikuna. Niðurstaðan varð sú að Emma hefur enn ekki fundið hið eina, rétta tjald, Mæja þarf að fara meira á barinn og svo þarf einhver virkilega að fara að hanna og sauma frotté dragtir !!! Þær væru svo mikla meira smart til að taka á móti gestum í heldur en joggarinn...Þátturinn er í boði Slow Cow á Íslandi og VÍS.
Bara ef það hentar mér

Bara ef það hentar mér

2020-05-1101:00:42

Við fengum gesti !!! Þær Agnes og Kara hjá Hraust komu í fróðlegt og skemmtilegt spjall til okkar. Þær stöllur eru sjúkraþjálfarar sem stofnuðu eigið fyrirtæki í kjölfar fæðingarorlofs. Við ræddum um það flókna verkefni að kynnast líkama sínum aftur eftir barnsburð, að haga hreyfingu eftir sínum hentugleika og vera ekki alltaf í keppni við allt og alla. Vinsamlegast spennið grindarbotninn og látið fara vel um ykkur!Þátturinn er í boði Slow Cow og VÍS
Þá er nýtt líf hafið ! Við ræðum um hvort eitthvað hafi breyst í dag (4. maí á upptökudegi) ræðum um útileguhasarinn mikla framundan, biðlista fyrir trampólín og tjöld, að láta börn um að leysa ágreining sinn á milli og allt þar á milli. Njótið og fljótið  !Þátturinn er í boði Slow Cow og VÍS.
Jæja þá er hér 35. þáttur Andvarpsins, sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér! Niðurtalning fyrir 4. maí hafinn og hvað gerist eiginlega þá??? Tvær á röngunni ræða hversdagslífið, deit með bjór í bakpoka, rauða spjaldið á börn og þá hugmynd hvort stemning sé fyrir Andvarpsferð?Þátturinn er í boði Slow Cow og VÍS
Enn er Andvarpið rafrænt og ó hvað við hlökkum til partýsins 4 maí. Ættum kannski bara að fá Víði í heimsókn??? Líklegast vill hann samt vera bara heima með börnum og barnabarni... Við sýnum ykkur hina hliðina á okkur í kvöld og byrjum að undirbúa spenandi ferðalag þar sem verðum dregnar um á sleða af lamadýrum. Stay tuned!Þátturinn er í boði Slow Cow og VÍS. 
loading
Comments 
Download from Google Play
Download from App Store