Athyglisbrestur á lokastigi

https://www.patreon.com/athyglisbrestur Athyglisbrestur á lokastigi er vikulegur hlaðvarpsþáttur um þjóðfélagsmál, poppmenningu og samtímann útfrá sjónarhorni tveggja kvenna sem komnar eru yfir 23 ára aldurinn en eru ekki ennþá orðnar þrítugar sem þýðir að þær vita allt best og eru ennþá...heitar? Salvör Gullbrá og Lóa Björk eru sviðslistakonur, grínistar og sérfræðingar í poppkúltúr.

Hjalti Vigfússon: Taylor Swift , Beaches og leikkonur

Hjalti Vigfússon er viðmælandi Lóu og Sölku, hann er með leikkonufíkn, er skoðanasterkur og vill ekki lengur vera kallaður „Hjalti femínisti“. Í fyrsta þætti af Athyglisbresti á lokastigi er tónlistarmyndbandið hennar Taylor Swift, You need to calm down, rætt, greint og gagnrýnt. Er hún „Hinsegin icon“? Tókst Miley Cyrus það sem Taylor Swift tókst ekki? Afhverju elskum við kvikmyndina Beaches (1988) með Bette Midler í aðalhlutverki svona mikið?

06-23
01:08:10

Kristín Ólafsdóttir: King of Queens, fangirls, Lizzo og ásættanleg hegðun karlmanna

Kristín Ólafsdóttir er annar viðmælandi í Athyglisbrestur á lokastigi. Kristín er blaðamaður á Vísi, býr í Vesturbænum og er með BA-gráðu í íslensku, elskar Britney og skilur ekki hvernig Doug í King of Queens er nógu góður fyrir Carrie. Við skildum ekki hvað Britney var að syngja um í „Oops I did it again“ sem var MÓMENTIÐ SEM BREYTTI ÖLLU fyrir stínu. Og LIZZO, við tölum um LIZZO.

06-30
01:16:50

Ólafur Ásgeirsson: Spuni, Alkóhólismi og Íslenska Netflix

Ólafur Ásgeirsson vinsæll og skemmtilegur gaur. Hann er leikari, spunaleikari OG spunakennari. Hann er með yfirvaraskegg og gleraugu og var að koma heim frá Berlín þar sem hann var á spunafestivalinu Das Improv Festival. Eru spunaleikarar meira næs en uppistandarar? Hvaða menningu dýrkar Óli?

07-07
01:08:17

Gígja Sara Björnsson: kynlífsvinna, Aziz Ansari og Beyoncé

Gígja Sara Björnsson, hálf-frönsk, femínisti, vegan aktívisti, móðir og vinkona okkar. Við ræddum að þessu sinni kynlífsvinnu og vændi, skvettum smá shade á íslenska femínista og ákváðum hver er cancelled og hver ekki. Kannski þarf að cancela Lóu eftir þáttinn. Stelpurnar fara all in í rönt vikunnar og hlustendur gætu þurft að lækka í hljóðinu þegar hitnar í kolunum.

07-14
01:29:22

Sólbjört Vera Ómarsdóttir: Superbad, Stranger Things 3 og unglingagredda

Sólbjört Vera Ómarsdóttir er myndlistarkona, ljóðskáld og skoðanasterk gella. Við ræddum Michael Cera, Stranger Things 3, ódeyjandi ást Lóu á John Snow og bíómyndirnar sem við horfðum á hvern einasta dag sem unglingar og hvernig þær mótuðu okkur - mögulega til hins verra. Rant vikunnar er á sínum stað og Sólbjört er með sjóðheitt take á ákveðna karlkyns listamenn.

07-21
01:14:33

Bónusþáttur: A Star is Born

Hjalti Vigfússon, gesturinn í fyrsta þætti af Athyglisbresti á Lokastigi, í áður óbirtum bónusþætti um stórmyndina A Star is Born.

07-28
19:28

Kamilla Einarsdóttir

Klámkynslóðin, Eymdin og lausnin á loftslagsvandanum. Kamilla Einarsdóttir hefur marga fjöruna sopið, hún er einn skemmtilegasti rithöfundurinn í augnablikinu og heldur fylgjendum sínum á Twitter á tánum. Nýjasti Athyglisbresturinn fjallar að þessu sinni um hugðarefni Kamillu, ást hennar á tónleikum, vinnu hennar á strippstað rétt fyrir aldarmótin, það að elska eymdina og lausn hennar á loftslagsvandanum. Svo tölum við að sjálfsögðu um heita gaura og piss.

08-04
01:07:30

Ásdís María

Ásdís María er söngdrottning (hún keppti í Söngvakeppni sjónvarpsins áður en það var nett að gera það), lagahöfundur sem býr í Berlín og ógeðslega fyndin gella. Salka og Ásdís kynntust þegar Ásdís kyssti strákinn sem Salka var að deita, óafvitandi. Núna er Ásdís María sjúk í að horfa á geðveika sleika í kvikmyndum og fer yfir nokkra af sínum uppáhalds í þessum glænýja þætti af Athyglisbrestinum. Mwah mwah, kiss kiss.

08-11
01:24:32

Hugleikur Dagsson

Hugleik Dagsson þarf vart að kynna. Maðurinn er ekki bara teiknimyndasöguhöfundur og grínisti heldur líka hlaðvarpssmiður, sem þýðir að það eru til hundruðir klukkustunda af upptökum af honum að tala. Við veltum fyrir okkur allskonar mikilvægum hlutum eins og hvernig maður vaxar eiginlega punghár, hvort það sé tilefni til að cancella Hugleik og hvort Lóa og Salka séu yfirleitt réttu manneskjurnar í það. Fyrst og fremst er hann eins og frændaímynd okkar í gríni og gefur okkur góð ráð eins og að við verðum að prófa sveppi.

08-18
01:19:43

Rebecca Scott Lord

"Can a man and a woman truly ever be in an instagram story together?" Loksins fengum við þriðju bestu okkar úr grín-tríóinu Fyndnustu mínar í pod-ið, enga aðra en fjöllistakonuna Rebeccu Scott Lord. Við ræðum sýninguna Björn Bragi Djöfulsson, fjölskylduhátíð í álveri, Millionaire Matchmaker, Pokémon og þá uggvænlegu staðreynd að þetta er líklegast illkvitnasti þáttur Lóu hingað til. ATH þátturinn fer mestmegnis fram á engil-saxnesku!

08-25
01:24:01

Eygló Hilmarsdóttir, pt.1

Leikkonan Eygló Hilmarsdóttir er athyglisbrests drottning, tbh. Salka, Lóa og Eygló tala um eldfima umræðuefnið... BARNEIGNIR og loftslagsvánna í þessum fyrsta hluta af Athyglisbrestinum. Afhverju ætti fólk að sleppa því að eignast börn? Afhverju drepum við þá okkur ekki bara strax? Er níhilismi afbrigðilegur? Bæði Salka og Eygló eru með BIG REVEAL í þættinum. Þátturinn var svo langur að við skiptum honum í tvo hluta, sem er bara best fyrir alla.

09-01
01:05:45

Eygló Hilmarsdóttir pt.2

Seinni hluti Athyglisbrests með Eygló Hilmarsdóttir. Við höldum áfram að svara áleitnum spurningum en höfum horfið frá umræðum um loftslagsvánna. Spurningar: Hvað er menningarmóment vikunnar? Hvað er menning? Afhverju hlustar Eygló ekki á vinsæla tónlist? Hún er vintage og hlustar á vínyl-plötur! Þetta og margt margt fleira í ATHYGLISBRESTI Á LOKASTIGI. P.S. FÓLK Á EKKI AÐ VERA SEGJA HLUTI VIÐ ÓLETTAR KONUR.

09-08
40:57

Pálmi Freyr Hauksson

Hann er spunaleikari, sketsahöfundur, leikskáld og hefur helgað líf sitt gríninu. Hann er Pálmi Freyr Hauksson. Við tölum um allt! í þessum 700aðsta þætti af Athyglisbresti á lokastigi. Við tölum um GRÍN, fyrsta uppistandið hans Pálma, versta GIGGIÐ hans. Spuna! Hlutina sem við horfðum á þegar við vorum lítil, alka (já, við erum enn að vinna okkur í gegnum kynslóðarbundið trauma sem tengist alkahólisma) Við hverfum aftur til seinni heimstyrjaldar (við erum sagnfræðingar) og hellaða þætti sem Pálmi er nýbúinn að horfa á. Þessi athyglisbrestur inniheldur allt þetta góða dót, trúnó, grín, dramatík og rönt.

09-15
01:30:16

Berglind Festival

Berglind Festival er 13. gesturinn í Athyglisbresti á lokastigi og er mikill heiður að fá hana í podcast-hljóðverið. Við tölum um Ingó og nýja lagið hans KENYA sem hann samdi í Úganda. Við tölum ekki um hlutinn sem allir voru að ræða þessa vikuna Re*******r*æ*** og *nnu*Sv***. Berglind festival hellir sér yfir fyrirbæri sem hún hefur kynnst óþarflega náið í PLASTLAUSUM SEPTEMBER, já hún er að taka þátt ÞVÍ HÚN ER WOKE QUEEN. Lóa Björk hellir sér yfir litla bróður Sölku, sem er 8 ára. Við tölum um áhrifavalda Landsbankasparnaðarherferðina því jú ef það er ekki spegill á samtímamenningu þá vitum við ekki hvað er það. Verði ykkur að góðu, elskum ykkur.

09-22
01:18:34

Hekla Elísabet

Það er komið að leiðarlokum.... í bili! Gestur lokaþáttarins var drottningin Hekla Elísabet. Umræðuefni þáttarins var Metoo-ráðstefnan í Hörpu, J-Lo, stráka, kynlíf, vídjóleigur, menntaskólalífið, grunnskólalífið, Guðna Th, Guðna Th og kynlíf. Hvað ef Gréta Thunberg myndi tjá sig um vændi? Væri hún sama woke-queenið þá? Hvaða vegferð er samfélagið á? Við vitum það ekki og þessi lokaþáttur mun ekki svara því!

09-29
01:43:36

Tinderlaugin, Skaupið og Ricky Gervais

Salka og Lóa eru BACCK baby. Í fyrsta þætti í 2.seríu af Athyglisbresti ræða þær Skaupið, Tinderlaugina og Golden Globes og sérstaklega aðkomu Ricky Gervais. Ekki missa af sjóðheitum takes, ranti vikunnar og athyglisbrestinum.

01-13
01:16:17

Sjónvarpsþættir og samfélagsmiðlar

HÆ! Nú ræða stelpurnar þættina The Circle og Tinderlaugina í þaula. Samfélagsmiðlar eru gerviheimur sem hefur svo mótandi áhrif á hvernig við upplifum allt og því er löngu kominn tími á góða þætti sem fjalla um samfélagsmiðla. The Circle eru geggjaðir þættir en á allt annann hátt en Tinderlaugin, og já við erum ennþá að tala um Tinderlaugina og við erum að tala um Keppanda númer 2.

01-20
01:13:08

Við erum fyrst og fremst leikhúskonur

Þriðji þáttur í annari seríu af Athyglisbresti á lokastigi fjallar um leikhús, kynslóðarbil og Ísland. Ættum við að yfirgefa Ísland? Eigum við von á heimsfaraldri? Stelpurnar eru LIVING. En jörðin, er hún dying?

01-27
01:13:29

Hvítar, ríkar konur á sveppum

Salka og Lóa fá til sín gest að þessu sinni, í fjórða þætti af Athyglisbresti á lokastigi. Það er engin önnur er ólétti tvíburinn, sviðshöfundurinn og blaðakonan Alma Mjöll Ólafsdóttir. Þær ræða ráðningu Útvarpsstjóra, rasismann sem kemur upp á yfirborðið í kjölfar útbreiðslu kórónaveirunnar og Goop, nýjan netflix þátt Gwyneth Paltrow. Við erum living, en ert þú living?

02-03
01:15:19

Botnhegðun og Bjarni Ben í Söngvakeppninni

NRK- sjónvarpsþættirnir Exit, Söngvakeppni sjónvarpsins, botnhegðun og Bernie Sanders. Málefni vikunnar tækluð á óyfirvegaðan en einlægan hátt. Elskum ykkur.

02-10
01:08:25

Recommend Channels