Bakherbergið

Bakherbergið er nýtt hlaðvarp um samfélagsmál. Þórhallur Gunnarsson og Andrés Jónsson hleypa ljósi inn í bakherbergi landsins, fjalla um það sem gerist að tjaldabaki og setja umfjöllun fjölmiðla í samhengi - allt með aðstoð góðra gesta.

#34 Líf Magneudóttir borgarstjóri? Eru stjórnmálin kvennastarf?

Líf Magneudóttir borgarstjóri? Eru stjórnmálin kvennastarf?Gestir þáttarins voruDiljá Ragnarsdóttir,Vésteinn Örn Pétursson ogTrausti Hafliðason.Samstarfsaðilar þáttarins:👷🏻‍♀️Sjóvá🍺Bruggsmiðjan Kaldi🎧 Storytel - story.tel/bakherbergid——📋 PrósentStef: Gold On The Ceiling - The Black KeyesTenglar á hluti sem komu til umræðu í þættinum:

02-12
01:21:39

#33 Meirihlutinn í borginni sprunginn?

Meirihlutinn í borginni sprunginn? Gestur þáttarins var Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. Helstu umræðuefnin í þættinum: — ÞÓRHALLUR OG ANDRÉS — 00:30 Umræða um Einars Þorsteinsson og flugvöllinn og viðtal þar sem hann segir að það hrikti í stoðum meirihlutans í borginni — GESTUR: JÓHANNES ÞÓR SKÚLASON — 18:45 Rætt um atburðarás síðustu daga í borginni og átök um forystuna í Framsóknarflokknum 26:50 Rætt um áhrif Ásmundar Einars Daðasonar á það hver taki við Framsóknarflokknum 29:30 Er vælukórinn mættur eða var gagnrýni Jóhannesar á Kristrúnu Frostadóttur snjall fyrsti leikur í skákinni um aukin gjöld á ferðaþjónustu? 31:00 Rætt um útfærslu á skattlagninu ferðaþjónustunnar og samhengi við pólitíska forgangsröðun ríkisstjórnarinnar — ÞÓRHALLUR OG ANDRÉS — 59:45 Rætt um góða talsmenn atvinnugreina 1:00:17 Rætt um bakhjarla Bakherbergisins sem þróast út í umræðu um hvernig megi bera kennsl á fyrirtæki sem séu á góðri braut og hvaða hlutverki stjórnendur gegni við að peppa stemninguna innan fyrirtækja 1:07:00 Uppgjör fer fram milli þáttastjórnenda um afstöðuna til Noregs og Svíþjóðar og loforð efnt um að ræða stöðuna í norskum stjórnmálum 1:18:35 Rætt um viðtal við Sigurjón Þórðarson, þingmann Flokks fólksins á Útvarpi Sögu þar sem hann setti neikvæða umfjöllun í samhengi við breytingar á opinberum styrkjum til fjölmiðla 1:23:00 Rætt um ferðaplön forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur 1:27:25 Starfsframahorn vikunnar sem fól í sér upprifjun umræðu um hvernig fólk geti komist í stjórnir fyrirtækja Samstarfsaðilar þáttarins: 👷🏻‍♀️Sjóvá 🍺Bruggsmiðjan Kaldi 🎧 Storytel - story.tel/bakherbergid —— 📋 Prósent Stef: Gold On The Ceiling - The Black Keyes Tenglar á hluti sem komu til umræðu í þættinum:

02-06
01:32:20

#32 Viðskiptaspjall: Verður ISNIC mjólkurkú eða grunnur að innviðarisa í kauphöll?

Viðskiptaspjall: Verður ISNIC mjólkurkú eða grunnur að innviðarisa í kauphöll? Gestir þáttarins voru Magnús Berg Magnússon og Jón Scheving Thorsteinsson Helstu umræðuefnin í þættinum: — ÞÓRHALLUR OG ANDRÉS — 00:30 Umræða um áhuga Andrésar á viðskiptum og rætt um góð og slæm áhrif atvinnulífsins á stjórnmálin 07:40 Rætt um blaðamannafund ríkisstjórnarinnar þar sem þingmálaskrá hennar var kynnt 12:10 Silfrið með þingflokksformönnunum rætt 13:35 Rætt um viðtal við Guðlaug Þór í Kastljósi þar sem hann sagðist ekki ætla í framboð til formanns 24:50 Þórhallur spyr Andrés um efni viðskiptaspjallsins — VIÐSKIPTASPJALL — 30:35 Umræða um kaup sjóðs í stýringu Stefnis á ISNIC lénaskráningarfyrirtækinu 43:20 Hvernig koma sölur á óskráðum fyrirtækjum til? 45:05 Sala á hugbúnaðarfyrirtækinu Reglu til norsks fjárfestingarsjóðs 57:15 Rætt um vegferð Advania og Aðalsteins Jóhannssonar í Bull Hill Capital 1:02:10 Rætt um kaup Ölgerðarinnar á Gæðabakstri 1:09:30 Farið stuttlega yfir tengingu Jóns Scheving við þá feðga Björgólf Thor Björgólfsson og Björgólf Guðmundsson 1:11:20 Umræðan um Gæðabaksturs-kaupin kláruð og rætt um ráðgjafana í ferlinu og ýmsa aðra fyrirtækjaráðgjafa 1:17:00 Rætt um kaup feðganna í Epal á Dýrabæ og The Body Shop 1:25:20 Fjallað um bandaríska milljarðamæringinn Chad Pike sem hefur keypt upp jarðir og opnað lúxusgistingu í Fljótunum nærri Siglufirði auk þess að fjárfesta í bárujárnsklæddum timburhúsum í miðbænum og gamla Vesturbænum. 1:31:05 Rætt um áfallið sem felst í því að selja fyrirtæki sem fólk hefur byggt upp og leit fólks að tilgangi að nýju. Minnst á viðtal við Reyni Grétarsson sem seldi fyrirtækið sitt Creditinfo og hefur verið að reyna að finna sig aftur í nýju hlutverki. 1:33:40 Rætt um hversu miklir peningar eru í umferð núna í fjárfestingarsjóðum og mikil bjartsýni ríkjandi í viðskiptalífinu. 1:39:50 Rætt um seljanda Gæðabaksturs, Orkla — ÞÓRHALLUR OG ANDRÉS — 1:43:05 Þórhallur spyr Andrés í hverju hann myndi sjálfur vilja fjárfesta 1:44:45 Tækifærin í geirum sem fáir hafa áhuga á að sinna 1:48:30 Vitnað í fund LL um samskipti hluthafa og stjórna fyrirtækja 1:49:50 Ætti ríkisstjórnarmeirihlutinn að breyta reglum um úthlutun fundarherbergja í Alþingishúsinu Samstarfsaðilar þáttarins: 👷🏻‍♀️Sjóvá 🍺Bruggsmiðjan Kaldi 🎧 Storytel - story.tel/bakherbergid —— 📋 Prósent Stef: Gold On The Ceiling - The Black Keyes Tenglar á hluti sem komu til umræðu í þættinum:

02-04
01:53:35

#31 Hvar voru Kristrún og Halla?  „Slúður, staðreyndir“

Hvar voru Kristrún og Halla?  „Slúður, staðreyndir“ Gestir þáttarins voru Hrannar Pétursson og Bjarki Grönfeldt. Samstarfsaðilar þáttarins: 👷🏻‍♀️Sjóvá 🍺Bruggsmiðjan Kaldi 🎧 Storytel - story.tel/bakherbergid —— 📋 Prósent Stef: Gold On The Ceiling - The Black Keyes Tenglar á hluti sem komu til umræðu í þættinum:https://www.visir.is/k/8471a2cc-7ba5-4359-b0f6-fbbb07eca0ba-1706815597548/skodunarferd-med-sigmundi-david-um-smidju https://www.visir.is/k/a46cbc53-c2fb-48e4-85b8-85c0fee71cb9-1738263919198/deilt-um-hver-faer-hvada-herbergi https://www.visir.is/g/20252682487d/januarblus-vinstristjornarinnar https://www.theguardian.com/world/2025/jan/06/danish-king-changes-coat-of-arms-in-apparent-rebuke-to-donald-trump

01-31
01:37:35

#30 Er Áslaug Arna með pálmann í höndunum?

Bakherbergið: Er Áslaug Arna með pálmann í höndunum? Við fengum Erlu Ósk Ásgeirsdóttur, fv. varaþingmann Sjálfstæðisflokksins í þáttinn til að ræða tilkynningu Þórdísar Kolbrúnar og áhrif hennar á kjör nýrrar forystu á landsfundi XD. Svo virðist sem að Áslaug Arna sé komin með forskot í slagnum og sé jafnvel með pálmann í höndunum. Instagram færsla Þórdísar Kolbrúnar bendir til að varaformaðurinn fráfarandi styðji stallsystur sína til formennsku. Einnig er farið yfir borgarmálin, yfirstandandi leiftursókn Heiðu Bjargar í oddvitaslag Samfylkingarinnar, stöðu Evrópusambandsumsóknarinnar, skipan hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar, viðbrögð Helgu Þórisdóttur og FFR við bréfi Kristrúnar og Daða, félagaform stjórnmálaflokka og einn gír Ingu Sæland. Þá gripið niður í ágrip af ævi nýrra og eldri þingmanna eins og henni er varpað fram á vef Alþingis. Þá er starfsframahornið á sínum stað en þar var tilraun gerð til að svara því hvernig fólk geti fundið kröftum sínum farveg innan stjórna fyrirtækja. Einnig var EM-stofunni hrósað og álitsgjafar um handbolta sagðir góðar fyrirmyndir um hvernig stjórnendur eigi að veita undirmönnum sínum endurgjöf. Samstarfsaðilar þáttarins: 👷🏻‍♀️Sjóvá 🍺Bruggsmiðjan Kaldi 🎧 Storytel - story.tel/bakherbergid —— 📋 Prósent Stef: Gold On The Ceiling - The Black Keyes Tenglar á hluti sem komu til umræðu í þættinum: https://facebook.com/hjortur.j.gudmundsson/posts/pfbid032DpucJGX5Pocf48yEu6WEgXcavKuWnJQboyzjizSRaVBXQmQngbf2Cn5HeFHXTAyl https://www.visir.is/g/20252676177d/fe-lag-for-stodu-manna-fundar-um-bref-rad-herra-um-hag-raedingu https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/01/14/listi_thess_sem_ma_fara_betur_i_samfelaginu_er_lang/ https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/01/18/aettum_ekki_ad_thurfa_ad_eiga_thetta_samtal/ https://www.visir.is/g/20252678328d/enn-ekkert-ad-fretta-a-skrif-stofu-rikis-sak-soknara https://www.visir.is/g/20252677884d/leggur-strax-fram-laga-breytingar-frum-varp-vegna-hvamms-virkjunar https://www.ruv.is/utvarp/spila/samfelagid/23617/b7188e

01-23
01:38:13

#29 Hvaða flokk myndir þú velja í Football Manager og SimCity?

Bakherbergið: Hvaða flokk myndir þú velja í Football Manager og SimCity? Við fengum Aðalstein Kjartansson blaðamann og Árna Helgason lögmann og fyrsta varaþingmann Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi til að ræða komandi landsfund XD, stöðuna í pólitíkinni, forystumál Framsóknarflokksins, borgarmálin og loks líkurnar á að þessi ríkisstjórn fái gott veður efnahagslega og sitji í tvö kjörtímabil. Þá báru Evrópumálin á góma, rætt var hvort umræðan um þau verði heilbrigðari en áður og hvort það skipti máli hvort Ísland er flokkað sem umsóknarríki eða ekki hjá sambandinu. Einnig var tæpt á vangaveltum um hvaða ráðuneytisstjórar séu öruggir í sínu sæti og hverjir gætu verið fluttir eitthvað annað svo að nýir ráðherrar fái meðspilarann sem þeim þóknast. Samstarfsaðilar þáttarins: 👷🏻‍♀️Sjóvá 🍺Bruggsmiðjan Kaldi 🎧 Storytel - story.tel/bakherbergid 💼 Gott fólk —— 📋 Prósent Stef: Gold On The Ceiling - The Black Keyes Tenglar á hluti sem komu til umræðu í þættinum:

01-16
01:43:55

#28 Þarf maður alltaf að verja allt sem maður á í pólitík?

Bakherbergið: Þarf maður alltaf að verja allt sem maður á í pólitík? Þórhallur og Andrés fara yfir það hvernig pólitíkusar eigi að nálgast eigin feril, líka þegar á móti blæs og Andrés gerir upp eigin framboðsraunir sem enginn man (sem betur fer) eftir. Farið er yfir Dags og Kristrúnar drama-ið, Lilju og Sigurðar Inga drama-ið, Sýnar drama-ið, næsta varaformann Samfylkingarinnar, langsótta hugmynd að næsta oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík sem barst þættinum, lífslíkur meirihlutans í borginni, nefndarformennskur á þingi og formannskjörið í Sjálfstæðisflokknum. Þá lýsa þáttastjórnendur yfir ást sinni á hagræðingarútspili ríkisstjórnarinnar og á hugmyndum Sjálfstæðisflokksins í borginni um byggð í Viðey og meðfram sjávarsíðunni. Skipulagsmál eru auðvitað hið pólitískasta af allri pólitík. Samstarfsaðilar þáttarins: 👷🏻‍♀️Sjóvá 🍺Bruggsmiðjan Kaldi 🎧 Storytel - story.tel/bakherbergid 💼 Gott fólk —— 📋 Prósent Stef: Gold On The Ceiling - The Black Keyes Tenglar á hluti sem komu til umræðu í þættinum:

01-10
01:10:53

#27 Sigurvegarar og taparar ársins

Sigurvegarar og taparar ársins. Allt það besta og versta í pólitíkinni. Gestir þáttarins voru Þórdís Valsdóttir, Bergsteinn Sigurðsson og Gylfi Ólafsson. Bakherbergið gerði upp árið í pólitíkinni í alvöru maraþonþætti. Bestu og verstu stjórnmálamennirnir, ræða/grein/status/tíst ársins, sjónvarpsframmistaða ársins og álitsgjafi ársins voru meðal flokka sem verðlaunað var fyrir. Það komu ansi margir til greina en fólk var í þættinum nokkuð sammála um hvaðan helstu sigurvegararnir og tapararnir komu. Við ræddum einnig landsfundar- og forystukrísu Sjálfstæðisflokksins, lyklaskipti og spuna í kringum nýmyndaða ríkisstjórn, drama í tengslum við þingflokksformennskuna í Samfylkingunni, pólitíska framtíð Lilju Alfreðsdóttur og forystumálin í Framsóknarflokknum, hálf-óþarfa afsökunarbeiðni Einars Þorsteinssonar til forstjóra Icelandair og raunverulegan árangur af starfi stýrihóps um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar. Þá var rætt um hvenær þing geti komið saman, hvort hægt verði að kjósa til Alþingis að vori neitt á næstunni eða erum við dæmd til haustkosninga um ómunatíð í ljósi þess að næst verða einnig forsetakosningar. Farið er yfir útkomuna í ánægjuvoginni á Klörubar og það hvort Bergsteinn haldi áfram að svæfa fólk (að eigin sögn) kl.22:20 á mánudagskvöldum í Silfrinu eða hvort nýr sýningartími Silfursins kl.21:00 sé kominn til að vera. Sérstakur seinni uppgjörsþáttur Bakherbergisins fer svo í loftið 3. jan þar sem við ætlum að gera upp alla stóru uppgjörsþættina og uppgjörsávörpin sem eru framundan s.s. ávarp forsætisráðherra og ávarp forseta. Já og auðvitað áramótaskaupið og Kryddsíldina. Samstarfsaðilar þáttarins: 🚗 Hyundai á Íslandi 🎧 Storytel - story.tel/bakherbergid 👷🏻‍♀️Sjóvá 🍺Bruggsmiðjan Kaldi 💼 Gott fólk —— 📋 Prósent Stef: Gold On The Ceiling - The Black Keyes Tenglar á hluti sem komu til umræðu í þættinum: https://www.visir.is/g/20242668832d/vedurstofa-sjalfstaedisflokksins-frestar-fundi https://www.visir.is/g/20242666870d/einar-badst-fyrir-gefningar https://is.wikipedia.org/wiki/Fer%C3%B0askrifstofan_Sunna https://skemman.is/bitstream/1946/39808/1/Fj%C3%A1rhagsleg%20endurskipulagning%20Icelandair%20Group%20hf..pdf

12-29
02:26:35

#26 Ný ríkisstjórn, næstu skref Sjalla og borgarstjóra

Ný ríkisstjórn, næstu skref Sjalla og borgarstjóra Andrés, Þórhallur og gesturinn Friðjón Friðjónsson bregðast við nýrri ríkisstjórn, ræða ráðherrana og hverjir þeirra verði vinsælir og óvinsælir að ári liðnu. Fjallað er um ásýnd stjórnarinnar, hvort flokkarnir geti verið sáttir við sitt hlutskipti og hvað hafi ráðið vali formannanna. Einnig er farið yfir landsfund og líkleg forystuskipti í Sjálfstæðiflokknum, hóp flokksmanna sem vill fresta landsfundi og nota tímann til að finna utanþingsformann fyrir flokkinn. Þá er rætt um borgarmálin og hvaða valkosti borgarstjórinn Einar Þorsteinsson eigi í von sinni um að halda starfinu og hvort aukið jafnrétti í aðkomu að hlaðvarpi Friðjóns geti stuðlað að samheldnum sigurlista vorið 2026. Í starfsframahorninu deila allir þrír ráðum til fólks sem vill reyna að koma sér inn á nýtt svið og finna starf sem hæfir menntun þeirra. Samstarfsaðilar þáttarins: 🚗 Hyundai á Íslandi 👷🏻‍♀️Sjóvá 🍺Bruggsmiðjan Kaldi 🎧 Storytel - story.tel/bakherbergid 💼 Gott fólk —— 📋 Prósent Stef: Gold On The Ceiling - The Black Keyes Tenglar á hluti sem komu til umræðu í þættinum:

12-21
02:03:21

#25 Ráðherraskipunin og allt hitt hjá Valkyrjunum

Ráðherraskipunin og allt hitt hjá Valkyrjunum Andrés og Þórhallur fóru yfir líklega skipun Valkyrjustjórnarinnar og annarra embætta. Samstarfsaðilar þáttarins: 🚗 Hyundai á Íslandi 👷🏻‍♀️Sjóvá 🍺Bruggsmiðjan Kaldi 🎧 Storytel - story.tel/bakherbergid 💼 Gott fólk —— 📋 Prósent Stef: Gold On The Ceiling - The Black Keyes Tenglar á hluti sem komu til umræðu í þættinum:

12-18
01:07:48

#24 "Gleðileg jól! Hér er ríkisstjórn."

"Gleðileg jól! Hér er ríkisstjórn" Gestir Bakherbergisins voru þau Jakob Birgisson og Margrét Rós Sigurjónsdóttir. Samstarfsaðilar þáttarins: 🚗 Hyundai á Íslandi 👷🏻‍♀️Sjóvá 🍺Bruggsmiðjan Kaldi 🎧 Storytel - story.tel/bakherbergid 💼 Gott fólk —— 📋 Prósent Stef: Gold On The Ceiling - The Black Keyes Tenglar á hluti sem komu til umræðu í þættinum:

12-12
01:35:38

#23 Mynda "Valkyrjustjórn" með leikkerfinu 4-4-2

Mynda "Valkyrjustjórn" með leikkerfinu 4-4-2 Stjórnarmyndun, ráðherraskipan og mögulegar óvæntar vendingar með gesti Bakherbergisins, Ágústi Ólafi Ágústssyni, sem hefur sjálfur verið "í herberginu" við myndun ríkisstjórnar. Samstarfsaðilar þáttarins: 🚗 Hyundai á Íslandi 👷🏻‍♀️Sjóvá 🍺Bruggsmiðjan Kaldi 🎧 Storytel - story.tel/bakherbergid 💼 Gott fólk —— 📋 Prósent Stef: Gold On The Ceiling - The Black Keyes Tenglar á hluti sem komu til umræðu í þættinum:

12-02
01:29:59

#22 Aukaþáttur á kjördegi: Úrslitastundin er runnin upp

Aukaþáttur á kjördegi: Úrslitastundin er runnin upp Við settumst niður rétt fyrir hádegi og tókum upp aukaþátt til að fara yfir síðustu kannanir og spár, möguleg óvænt ríkisstjórnarmynstur, hvernig þreifingar eru í gangi núna og verða næstu daga, hvað þurfi til að fyrstu tölum verði fagnað á kosningavökum og hvaða bakherbergjum og grænu herbergjum við verðum sjálfir í í kvöld. Samstarfsaðilar þáttarins: 🚗 Hyundai á Íslandi 🚛 Klettur - sala og þjónusta 👷🏻‍♀️Sjóvá 🍺Bruggsmiðjan Kaldi 🏢 Eignaumsjón 🎧 Storytel - story.tel/bakherbergid 💼 Gott fólk —— 📋 Prósent Stef: Gold On The Ceiling - The Black Keyes Tenglar á hluti sem komu til umræðu í þættinum: https://aapor.org/wp-content/uploads/2022/12/Herding-508.pdf

11-30
01:27:34

#21 Síðasta vikan: "Tótal panik"

Síðasta vikan: "Tótal panik" Gestir Bakherbergisins voru Aðalsteinn Kjartansson, Hólmfríður María Ragnhildardóttir, Freyja Steingrímsdóttir, Kolbeinn Marteinsson, Krístin Gunnarsdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Hólmfríður María Ragnhildardóttir, Ragnhildur Þrastardóttir og Andrea Sigurðardóttir. Auk fjölda góðra gesta í kosningapartýi Bakherbergisins á skrifstofum Góðra samskipta sem greindu stöðuna með gestum þáttarins. Samstarfsaðilar þáttarins: 🚗 Hyundai á Íslandi 👷🏻‍♀️Sjóvá 🍺Bruggsmiðjan Kaldi 🏢 Eignaumsjón 🎧 Storytel - story.tel/bakherbergid —— 📋 Prósent Stef: Gold On The Ceiling - The Black Keyes Tenglar á hluti sem komu til umræðu í þættinum:

11-27
02:16:33

#20 Nýtt landslag að teiknast upp

Nýtt landslag að teiknast upp: Á uppleið, niðurleið og á útleið Gestir þáttarins voru Diljá Ragnarsdóttir og Jakob Birgisson. Samstarfsaðilar þáttarins: 🚗 Hyundai á Íslandi 👷🏻‍♀️Sjóvá 🍺Bruggsmiðjan Kaldi 🏢 Eignaumsjón 🎧 Storytel - story.tel/bakherbergid —— 📋 Prósent Stef: Gold On The Ceiling - The Black Keyes Tenglar á hluti sem komu til umræðu í þættinum:

11-23
01:46:31

#19 VG og XD sammála í 0 af 60 málum

VG og XD sammála í 0 af 60 málum - eru þetta flokkarnir lengst frá hvor öðrum í íslenskum stjórnmálum? Gestir þáttarins voru Róbert Farestveit og Björn Brynjúlfur Björnsson. Rætt var um efnahagsmál, verkföll, skólakerfið, heilbrigðiskerfið og lærdóminn af ríkisstjórn sem spannaði öfganna á milli en VG og XD voru ekki sammála um eina einustu aðgerð sem spurt var um í Áttavita Viðskiptaráðs fyrir þessar kosningar. Samstarfsaðilar Bakherbergisins: 🚗 Hyundai á Íslandi 👷🏻‍♀️Sjóvá 🍺Bruggsmiðjan Kaldi 🏢 Eignaumsjón 🎧 Storytel - story.tel/bakherbergid —— 📋 Prósent Stef: Gold On The Ceiling - The Black Keyes Tenglar á hluti sem komu til umræðu í þættinum: https://www.storytel.com/is/books/peningarnir-sigra-heiminn-302683

11-20
01:03:34

#18 Samfylkingin og Viðreisn - næstu valdaflokkar þjóðarinnar?

Samfylkingin og Viðreisn - næstu valdaflokkar þjóðarinnar? Gestir voru innanbúðarfólk í þessum tveimur flokkum, þau Anna Sigrún Baldursdóttur og Karl Pétur Jónsson. Samstarfsaðilar þáttarins: 🚗 Hyundai á Íslandi 👷🏻‍♀️Sjóvá 🍺Bruggsmiðjan Kaldi 🏢 Eignaumsjón 🎧 Storytel - story.tel/bakherbergid —— 📋 Prósent Stef: Gold On The Ceiling - The Black Keyes Tenglar á hluti sem komu til umræðu í þættinum:

11-16
01:32:17

#17 Hleranir, dónaskrif og stóra kosningamálið sem allir bíða eftir

Hleranir, dónaskrif og stóra kosningamálið sem allir bíða eftir Gestir Bakherbergisins voru Þórdís Valsdóttir og Örn Úlfar Sævarsson. Samstarfsaðilar þáttarins: 🚗 Hyundai á Íslandi 🚛 Klettur - sala og þjónusta 👷🏻‍♀️Sjóvá 🍺Bruggsmiðjan Kaldi 🏢 Eignaumsjón 🎧 Storytel - story.tel/bakherbergid —— 📋 Prósent Stef: Gold On The Ceiling - The Black Keyes Tenglar á hluti sem komu til umræðu í þættinum: Spurningaþátturinn Vertu viss á RÚV (sem fékk bara eitt season)

11-13
01:34:33

#16 Partý hjá Þorgerði og Kristrúnu

#14: Partý hjá Þorgerði og Kristrúnu... dauð atkvæði eru sprelllifandi Gestir þáttarins voru Freyja Steingrímsdóttir og Guðmundur Rúnar Svansson. Samstarfsaðilar þáttarins: 🚗 Hyundai á Íslandi 👷🏻‍♀️Sjóvá 🍺Bruggsmiðjan Kaldi 🏢 Eignaumsjón 🎧 Storytel - story.tel/bakherbergid —— 📋 Prósent Stef: Gold On The Ceiling - The Black Keyes Tenglar á hluti sem komu til umræðu í þættinum: Flokkarnir reyna að höfða til ungs fólks á 60 sekúndum Kosningafundur SA með formönnum flokkanna

11-07
01:41:48

#15: Leiðtogakappræðurnar - hetjur og skúrkar kvöldsins

Leiðtogakappræðurnar - hetjur og skúrkar kvöldsins Við fórum yfir nokkrar nýjar kannanir, ræddum leiðtogakappræður RÚV á föstudagskvöld, gáfum okkar álit á skrifaðri ræðu Sigurðar Inga undir lok þáttar, mátum dýnamíkina á milli fólks og sögðum skoðanir okkar á því hverjir stóðu sig vel og hverjir ekki og hvernig þáttastjórnendum RÚV gekk að láta þetta vera áhugavert. Stutta svarið: Ekki nægilega vel. Samstarfsaðilar þáttarins: 🚗 Hyundai á Íslandi 👷🏻‍♀️Sjóvá 🍺Bruggsmiðjan Kaldi 🏢 Eignaumsjón 🎧 Storytel - story.tel/bakherbergid —— 📋 Prósent Stef: Gold On The Ceiling - The Black Keyes Tenglar á hluti sem komu til umræðu í þættinum:

11-02
01:39:01

Recommend Channels