Discover
Bekkurinn

Bekkurinn
Author: Magnús Þór Jónsson
Subscribed: 3Played: 137Subscribe
Share
Description
Spjallþáttur þar sem Magnús Þór Jónsson (Maggi mark) fær til sín íþróttafólk sem hefur átt farsælan íþróttaferil.
Við kynnumst persónunni sem varð íþróttamaðurinn, sigrarnir og áskoranirnar eru og áhrif íþróttaferilsins á lífið sjálft.
Við kynnumst persónunni sem varð íþróttamaðurinn, sigrarnir og áskoranirnar eru og áhrif íþróttaferilsins á lífið sjálft.
15 Episodes
Reverse
Úlfar Jónsson steig fram sem fullorðinn kylfingur á níunda áratug síðustu aldar, þá rétt nýfermdur. Í kjölfar Íslandsmeistaratitla fór hann í ævintýraheim bandaríska háskólagolfsins, vann Norðurlandameistaratitil einstaklinga og liða áður en hann lagði af stað í tilraunir til að komast inn á atvinnumótaraðir í Evrópu og Ameríku. Meiðsli urðu til þess að þeim tilraunum lauk á þann hátt að þau höfðu áhrif á iðkun hans á íþróttinni síðar. Að keppnisferli loknum varð hann landsliðsþjálfari og stýrir nú starfi golfklúbbs í miklum vexti.
Magnús Ver Magnússon vann titilinn Sterkasti maður heims alls fjórum sinnum auk fjöldamargra titla í öðrum aflraunakeppnum innan lands og utan. Þar á undan var Magnús einn besti kraftlyftingamaður heims en þar á undan var hann strákur sem fór í sveit hjá ættingjum austur á Héraði og lék sér í fótbolta, svo mætir nýr lögreglustjóri á Seyðisfjörð og breytti lífi hans.
Einn öflugasti sonur Hafnarfjarðar, FH-goðsögnin Kristján Arason fer yfir viðburðarríkan feril allt frá uppeldisárum og stórleikjum við Strandgötuna, í gegnum atvinnumennsku með stórliðum og tíma sinn í landsliðinu sem hluti "Strákanna okkar".Rúmur klukkutíma af endurliti yfir sigra og töp, áskoranir og ávinning magnaðs íþróttamanns.
Spjótkast var íþrótt sem gaf Íslendingum margt á níunda og tíunda áratug 20.aldar. Fremstur íslenskra spjótkastara var Einar Vilhjálmsson og hér fer hann yfir afreksferil sem spannaði þrjár breytingar á spjótinu og það hvernig honum tókst betur en flestum öðrum spjótkösturum heims að aðlaga sig þeim breytingum.Raðsigurvegari sem lá yfir hreyfifræðum til að búa til sinn kaststíl sem hann vann með allan ferilinn sem sinn eigin þjálfari.
Margrét Lára vakti fyrst athygli sem unglingsstúlkan sem varð lykilmaður í hörkuliði ÍBV. Eftir bikartitil með heimaliðinu fór hún upp á fastalandið til erkifjendanna í Val og vann allt sem í boði var. Í framhaldinu fólst atvinnumennska sem innihélt góða sigra en líka heilmörg erfið verkefni. Einstakur markaskorari með landsliðinu sem þurfti sjálf að takast á við erfið meiðsli sem höfðu áhrif á hennar síðustu ár í fótboltanum. Einlægt viðtal við einstaka íþróttakonu!
Hlaupadrottningin Martha fer yfir langan feril sem stendur enn. Upphafið í Breiðholtinu og fyrsta frjálsíþróttamótið sem hún fór á án þess að hafa farið á eina æfingu. Upphaf frjálsíþróttaferils í millivegalengdum og síðan þróun yfir í lengri hlaup og til maraþonsins sem lengi var hennar aðal, hápunkturinn þegar hún varð fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þeirri vegalengd á Ólympíuleikum. Hressilegt spjall við öfluga íþróttakonu og einstakan afreksmann.
Daníel Jakobsson var sannkallaður undramaður í gönguskíðaíþróttinni á Íslandi í kringum 1990. Fór sem unglingur í skíðaframhaldsskóla erlendis og í kjölfarið gekk hann í keppnislið í íþróttinni sem keppti reglulega við þá bestu í heimi. Margfaldur Íslandsmeistari sem lenti í óvanalegu kærumáli sem varð deila milli bæjarfélaga. Hér fer Daníel yfir ferilinn, allt frá þegar hann skilaði svigskíðunum, í gegnum keppnisferilinn með hápunktinn í Lillehammer og ástæður þess að hann lagði skíðin á hilluna ungur.
Þegar Guðmundur Stephensen tryggði sér Íslandsmeistaratitil fullorðinna aðeins 11 ára gamall hófst rúmlega tveggja áratuga sigurganga í borðtennis. Snemma hélt utan í atvinnumennsku, gekk í öflug borðtennislið, lék um meistaratitla og í Meistaradeildinni við marga öflugustu borðtennisspilara heims. Af mörgu að segja frá viðburðaríkum íþróttaferli.
Siggi Gunn var lykilmaður "strákanna okkar", íslenska handboltaliðinu sem límdi íslenska þjóð við skjáinn reglulega milli 1986 og 2000. Ferillinn sem hefst í Víkingi með besta liði Íslandssögunnar að margra mati, atvinnumennska og síðan aftur heima að þjálfa íþróttina sem hann elskar enn.
Anna María var valin besta körfuboltakona 20.aldarinnar á Íslandi enda mikill sigurvegari.Meira en 40 titlar Keflavík, tugir landsleikja og einstaklingsverðlaun í bílförmum. Ferill sem spannaði nær 20 ár í íþróttinni sem leikmaður og spilandi þjálfari.
Leifur er sigursælasti blakarinn í sögu íþróttarinnar á Íslandi. Hann fer hér yfir tilviljanakennda byrjun hans á iðkun íþróttar sem hann valdi síðar fram yfir knattspyrnuna. Íslands- og bikarmeistari með uppeldisfélaginu sínu auk þess að ná þeim áfanga sem spilandi þjálfari á öðrum stað. Margfaldur meistari sem síðar sneri sér að dómarastarfi í þeirri íþrótt. Sannkallaður brautryðjandi.
Jóhannes Atlason átti giftusaman knattspyrnuferil á liðinni öld. Fyrirliði Fram á sjöunda áratugnum, landsliðsmaður sem lék sögulegan tapleik við Dani og tók þátt í landsleik eftir sviplegan dauða liðsfélaga á liðshótelinu tveim dögum áður. Fór snemma út í þjálfun og fór víða um land auk þess að þjálfa íslenska landsliðið á allt öðrum tíma en nú er. Sannarlega klukkutími af sögum úr boltanum, sætum og súrum.
Guðný Gunnsteinsdóttir er ein sigursælasta handboltakona Íslands. Hér fer hún yfir fyrstu árin þar sem hún var í fyrstu meistaraliðum Stjörnunnar fyrst í yngri flokkum og svo upp í meistaraflokka.Íslands- og bikarmeistaratitlar, landsliðsferill, sigrar í bland við töp auk þess sem persónan á bak við íþróttakonuna stígur fram í sviðsljósið.
Markakonungurinn Hörður Magnússon fer yfir litríkan knattspyrnuferil. FH goðsögnin talar um uppvaxtarárin í Hafnarfirði, fyrstu fótboltaskrefin og svo þegar hann springur út og vinnur gullskóinn nokkur ár í röð. Landsliðsslagurinn, draumar um atvinnumennsku og síðustu árin í takkaskónum sem og ferilinn sem íþróttafréttamaður í kjölfarið, toppar og lægðir alla leið!
Handboltamógúlllinn Heimir Örn Árnason fer yfir ferilinn sinn í handboltaskónum og með klístur í lúkunum. Upphafið hjá KA, ferillinn í höfuðborginni og síðar í atvinnumennskunni áður en haldið er heim aftur, fyrst með Akureyri og svo í dómaragallann. Landsliðsspjall og síðan endurreisn meistaraflokks KA í handboltanum.