Discover
Betri helmingurinn með Ása

125 Episodes
Reverse
Á dögunum fékk ég til mín í spjall handboltamanninn knáa Bjarka Má Elísson og hans betri helming Unni Ósk Steinþórsdóttur. Bjarki hefur verið atvinnumaður í handbolta frá árinu 2013 en hann hefur spilað með þremur mismunandi liðum í Þýskalandi og getið að sér einstaklega gott orð í horninu en var hann einmitt áberandi á síðasta stórmóti landsliðsins fyrir frábæra frammistöðu. Unnur er menntuð í sálfræði og fötlunarfræði og hefur tekið sér ýmislegt fyrir hendur á þeim stöðum þar sem þau h...
Rithöfundurinn og tónlistarmaðurinn Einar Lövdahl Gunnlaugsson mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi umhverfis fræðingnum Heiðdísi Ingu Hilmarsdóttur. Einari er ýmislegt til lista lagt en hefur hann gefið út tvær plötur, samið texta fyrir marga helstu tónlistarmenn landsins og er hann þessa stundina á loka metrunum að skrifa sína fyrstu skáldsögu sem kemur út í mars. Heiðdís er menntuð umhverfisfræðingur og vinnur hún þessa stundina hjá krónunni á umhverfissv...
Leikkonan Hildur Vala Baldursdóttir mætti til mín í virkilega einlægt og skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi ráðgjafanum Kjartani Ottósyni. Hildur Vala hefur verið fastráðin við Þjóðleikhúsið síðan hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2019 og hefur leikið í hinum ýmsu sýningum á vegum hússins og má þar meðal annars nefna Ronju Ræningjadóttur og mun hún fara með hlutverk Elsu í uppfærsu leikhússins á Frost sem frumsýnt verður í mars. Kjartan er menntaður lögfræðingur og flug...
Fótboltafólkið og blikarnir Katrín Ásbjörnsdóttir og Damir Muminovic mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall nú á dögunum. Katrín er búin að spila fótbolta nánast alla sína tíð og hefur leikið fyrir marga stærstu klúbba landsins en má þar nefna meðal annars KR, Þór/KA, Stjörnuna og nú Breiðablik ásamt því að hafa tekið þátt í stórmótum með landsliðinu og ár í atvinnumennskunni í Noregi. Ásamt því að sinna fótboltanum af kappi er hún einnig í vaktavinnu sem Hjúkrunarfræðingur. Damir er bú...
Þorbjörg Þorvaldsdóttir fyrrum formaður samtakanna 78 mætti til mín í virkilega skemmtilegt og áhugavert spjall ásamt sínum betri helmingi lífeindafræðingum Silju Ýr Leifsdóttur. Þorbjörg var eins og áður sagði formaður samtakanna 78 en hefur í dag tekið að sér verkefnastjórnun innan félagsins. Hún er málfræðingur að mennt en dugleg að finna sér eitthvað auka að gera og er núna komin aðeins inn í stjórnmálin. Silja er lífeindafræðingur hjá Sameind og er verkefnastjóri yfir klínískri lífeindaf...
Körfuboltamaðurinn Ægir Þór Steinarsson mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi körfuboltakonunni Heiðrúnu Kristmundsdóttur. Ægir hefur verið einn okkar allra besti körfuboltamaður til margra ára en fór hann ungur í atvinnumennsku í körfunni og var hann lengst af á Spáni en einnig í Svíþjóð og Argentínu, þessa dagana spilar Ægir með Stjörnunni ásamt því að vera fastamaður Íslenska landsliðsins. Heiðrún er einnig mikið í körfunni en fór hún á námsstyrk til banda...
Útvarpslegendið og plötusnúðurinn Heiðar Austmann mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi bókaranum og naglafræðingnum Kolfinnu Guðlaugsdóttur. Heiðar ættu flestir að þekkja en hefur rödd hans hljómað í útvörpum landsmanna frá árinu 1998, hvorki meira né minna, en tók hann þá sína fyrstu vakt á FM957 en vann hann þar í heil 18 ár og var hann meðal annars um tíma dagskrárstjóri stöðvarinnar. Í dag hefur hann þó fært sig um set en starfar hann nú á útvarpsstöðinn...
Fatahönnuðurinn, frumkvöðullinn og verslunareigandinn Katla Hreiðarsdóttir mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi alt muligt manninum Hauki Unnari Þorkelssyni. Katla hefur undanfarin ár verið að slá í gegn í fatahönnunnar heiminum en árið 2008 stofnaði hún vörulínuna Volcano design sem vatt upp á sig og er hún nú að sjá um rekstur á búðinni Systur og Makar, rekur sumarhúsaleigu og sér um rekstur á veislusal. Haukur hefur brallað ýmislegt í gegnum tíðina en sta...
Áhrifavaldurinn, markaðsstjórinn og umboðsmaðurinn Birgitta Líf Björnsdóttir mætti til mín í virkilega einlægt og skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi sjómanninum og þúsundþjalasmiðnum Enok Jónssyni. Birgitta hefur verið áberandi í íslensku samfélagi til fjölda ára en er hún einn stærsti áhrifavaldur landsins. Ásamt því starfar hún einnig sem markaðsstjóri í fjölskyldufyrirtækinu World Class á milli þess sem hún sér um umboðsstörf fyrir Pretty boy chokko en eins og það sé ekki nóg er...
Vörumerkjastjórinn, bloggarinn og áhrifavaldurinn Erna Hrund Hermannsdóttir kíkti til mín í virkilega einlægt og skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi hlauparanum og píparanum Jóni Kristófer Sturlusyni. Erna Hrund er þessa stundina vörumerkjastjóri Snyrti og sérvara hjá Danól, dóttur fyrirtæki ölgerðarinnar, en er hún einmitt menntuð í markaðsmálum og förðunarfræði og á því þessi staða einstaklega vel við hana. Erna hefur í gegnum tíðina verið áberandi í íslensku samfélagi og er hún ó...
Fótboltakonan og næringafræðingurinn Elísa Viðarsdóttir mætti til mín í virkilega einlægt og skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi fótboltamanninum og dönsku kennaranum Rasmus Christiansen. Elísa spilar þessa stundina með Val en sitja þær einmitt í efsta sæti Bestu deildarinnar og virðist fátt benda til þess að það muni eitthvað breytast. Elísa er einnig fastamaður í Íslenska landsliðinu í fótbolta og mikil fyrirmynd. Fyrir utan fótboltann er Elísa næringarfræðingur hjá Heil heilsusto...
Leikkonan, nándarþjálfarinn og hlaðvarpsnýstyrnið Kristín Lea Sigríðardóttir mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi Casting directornum Vigfúsi Þormari Gunnarssyni. Kristín Lea gaf nýverið út fyrstu seríuna af hlaðvarpinu Morðsál sem hefur notið gríðarlegra vinsælda en fjallar hún þar um íslensk morðmál. Kristín er nýhætt sem flugfreyja fyrir Play en ásamt hlaðvarpinu vinnur hún mikið í kringum kvikmyndaframleiðslu ýmist sem leikkona, leikþjálfari eða nándarþj...
Leikkonan og langhlauparinn María Thelma Smáradóttir mætti til mín í stórskemmtilegt og einlægt spjall ásamt sínum betri helmingi boxaranum, Íþrótta og viðskiptafræðingnum Steinari Thors. María er leikkona að mennt og hefur unnið fjölbreytt verkefni innan þess geira en fyrsta verkefnið hennar var að stærri gerðinni þar sem hún lék eitt tveggja hlutverka í myndinni Arctic á móti leikaranum Mads Mikkelssen. Þar fyrir utan hefur hún leikið í mörgum íslenskum þáttaröðum sem og starfað við Þjóðlei...
Leikaraparið og listafólkið Aldís Amah Hamilton og Kolbeinn Arnbjörnsson tóku sér frí frá góða veðrinu og mættu til mín í stórskemmtilegt og einlægt spjall yfir rjúkandi heitum bolla. Aldís hefur verið áberandi á skjám landsmanna undanfarin misseri en leikur hún meðal annars aðalhlutverk sjónvarpsþáttanna Svörtu sanda en skrifaði hún einnig handritið á þeirri þáttaröð. Fyrir utan það hefur hún sést á í þáttum og bíómyndum og sem dæmi má nefna Netflix þættina Kötlu. Kolbeinn er einnig leikari ...
Fjöllistamaðurinn, skemmtikrafturinn og töframaðurinn Lárus Blöndal Guðjónsson mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi viðskiptafræðingum Heiðrúnu Örnu Friðriksdóttur. Lárus eða Lalli eins og hann er alltaf kallaður þekkja flestir undir listamannsnafninu Lalli töframaður en hann er einstaklega fjölhæfur skemmtikraftur og einmitt best þekktur fyrir töframennskuna, fyrir utan hana hefur hann meðal annars gefið út plötu, skrifað bók og komið fram við ýmis tækifæri...
Listamennirnir, leikararnir og leikstjórarnir Hannes Óli Ágústsson og hans betri helmingur Aðalbjörg Árnadóttir mættu til mín í virkilega einlægt og skemmtilegt spjall yfir rjúkandi heitu kaffi. Hannes Óli hefur slegið rækilega í gegn bæði sem frábær eftirherma Sigmundar Davíðs í áramótaskaupinu og svo í hollywood sem jaja ding dong gaurinn. Hann hefur komið víða við á fjölum leikhúsanna og er hann þessa stundina að kenna við Listaháskóla Íslands. Aðalbjörg hefur einnig gert það gott sem leik...
Leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir mætti til mín í einlægt og stórskemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi Sigtryggi Magnasyni. Svandís hefur vakið mikla athygli undanfarinn misseri fyrir stórkostlegan leik sinn í þáttunum Aftureldingu, þar sem gamall handbolta bakgrunnur hennar kom sér heldur betur að góðum notum. Svandís hefur einnig unnið mikið hjá þjóðleikhúsinu en er einmitt hægt að sjá hana á sviði í sýningunni til hamingju með að vera mannleg. Sigtryggur hefur brallað ýmislegt í ...
Fótbolta og tónlistarmaðurinn Guðmundur Þórarinsson eða Gummi Tóta eins og hann er betur þekktur mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall ásamt sínum Betri helmingi verkfræðingnum Guðbjörgu Ósk Einarsdóttur. Gummi hefur verið atvinnumaður í fótbolta undanfarin tíu ár og hefur spilað víða á sínum ferli og meðal annars unnið titla með liði sínu New York City en spilar hann í dag í Grikklandi. Ásamt því að vera fótboltamaður er Gummi einnig áberandi í popp menningu Íslands en hefur hann sami...
Leikarinn, leikstjórinn og tónlistarmaðurinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson mætti til mín í virkilega einlægt og skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi landslagsarkitektúrnum Heiðu Aðalsteinsdóttlur. Guðmundur eða Gummi eins og hann er oftast kallaður hefur komið víða við á sviði leiklistarinnar en var hann um langt skeið leikhússtjóri Tjarnabíós. Hann hefur undanfarið verið áberandi bæði hérlendis sem og erlendis í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum en er hann þessa dagana að leika í sín...
Hlaðvarps stjörnurnar og drauga sérfræðingarnir Stefán John Stefánsson og Katrín Bjarkadóttir mættu til mín í virkilega einlægt og skemmtilegt spjall nú á dögunum. Katrín og Stefán byrjuðu árið 2020 með podcast þáttinn Draugasögur og hefur verið vægast sagt brjálað að gera hjá þeim í hlaðvarpsframleiðslu en gefa þau út samtals þrjá podcastþætti, Draugasögur, Sannar íslenskar draugasögur og Mystík. En hafa þau bæði brennandi áhuga á yfirnáttúrulegum málefnum. Stefán og Katrín kynntust fyrst þe...