Björn Ingi á Viljanum

Fréttaskýringar, pistlar og viðtöl um málefni líðandi stundar. Dagbókarbrot.

Grjótkastið ii. þáttur

Hvað gerist eiginlega nú? Ólöf Skaftadóttir og Bergþór Ólason.

03-21
38:44

Grjótkastið i. þáttur

Ólöf Skaftadóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir spá í spilin með Birni Inga.

03-15
58:54

Nú þarf meirihlutinn að ráða

Guðmundur Fertram Sigurjónsson frumkvöðull á Ísafirði, hefur tekið forystu um Vestfjarðalínuna, verkefni sem byggir á efnahagsundrinu sem orðið hefur til á Vestfjörðunum undanfarin ár, en kallar eftir stórauknum innviðum og meiri uppbyggingu. Hann gagnrýnir í spjalli við Björn Inga boðaðar breytingar á rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja sem boðaðar eru í fjárlögunum sem nú liggja fyrir þinginu, talar upp sjávarútveginn og eldisiðnaðinn og talar um komandi þingkosningar, borgarlínuna sem þenst út í áætlunum meðan tækniþróun bendir í aðra átt og leggur áherslu á að meirihluti þjóðarinnar vilji sjálfbæra nýtingu auðlinda og verðmætasköpun, en aðeins lítill minnihluti ekki. Meirihlutinn verði nú að fá að ráða för.

10-20
50:00

Kosningar draga úr óvissu

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins ræða komandi kosningar, helstu verkefni næstu ríkisstjórnar og áskoranir atvinnulífsins eftir langvarandi pólitíska óvissu. Hefur þróun mála áhrif á vaxtalækkunarferlið? Hver eru stærstu verkefnin? Hvað er framundan?

10-18
55:14

Grjótkastið v. Össur og Þorsteinn ræða ótrúlega stöðu

Þorsteinn Pálsson fv. forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og Össur Skarphéðinsson fv. utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar ræða við Björn Inga um hina ótrúlegu stöðu sem komin er upp í íslenskum stjórnmálum og einnig nýútkomnar dagbókarfærslur Ólafs Ragnars Grímssonar fv. forseta.

10-11
01:34:17

Grjótkastið iv. þáttur: Þorbjörg ætlar sér stóra hluti

Þorbjörg Gunnlaugsdóttir og Ólöf Skaftadóttir ræða við Björn Inga um stöðuna í stjórnmálunum eftir landsfund VG, kosningabaráttu sem er hafin, aukna stemningu í Viðreisn með innkomu Jóns Gnarr, vandræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, sókn Samfylkingarinnar og Miðflokks og fl. Þorbjörg lýsir yfir framboði til oddvita Viðreisnar í Reykjavík í þættinum, svo þar er útlit fyrir spennandi prófkjör.

10-07
44:42

Grjótkastið iii. þáttur: Bjarni Benediktsson tekur mjög mikla áhættu

Ólöf Skaftadóttir og Brynjar Níelsson ræða við Björn Inga um nýja ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Ben, áhættuna sem hann tekur með Sjálfstæðisflokkinn, hvers vegna Sigmundur Davíð og Kristrún eru núna kampakát, hvort erindi Viðreisnar er horfið og kannski Pírata líka, komandi forsetakosningar og æluna sem margir þurfa nú að kyngja (enn einn ganginn).

04-10
41:48

Guðni Th. Jóhannesson fagnar endurkjöri

Guðni Th. Jóhannesson sest niður með Birni Inga Hrafnssyni og ræðir kosningasigurinn í gær, harðvítuga kosningabaráttu, skýrt umboð kjósenda og það sem framundan er.

06-28
28:35

Væntanleg bók um Ísland og Covid-19.

Björn Ingi segir frá bók sem hann er með í smíðum og kemur út í lok næsta mánaðar. Einnig er sagt frá hausverk aldarinnar, sem er opnun landsins 15. júní nk.

06-09
08:02

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir

Fyrsta bylgjan af covid-19 er afstaðin hér á landi.

05-08
41:15

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra er gestur Björns Inga í Hlaðvarpi Viljans: Hvernig náum við aftur fyrri styrk og komum tugþúsundum Íslendinga aftur í vinnu? Voru mistök að lýsa því yfir að segjast frekar ætla að gera meira en minna? Ætla kjörnir fulltrúar að endurskoða eigin launahækkanir? Stendur ríkissjóður undir þessu öllu? Á að opna landið aftur á næstunni fyrir ferðamönnum? Hvenær verða kosningar og ætlar Bjarni að halda áfram og taka þátt í endurreisn Íslands?

05-07
01:20:20

Styrmir Þór Bragason forstjóri Arctic Adventures.

Ferðamannasumarið 2022 gæti orðið mjög gott, segir forstjóri Artic Adventures. Hann ræðir þá ótrúlegu stöðu sem ferðaþjónustan hér á landi og heiminum er komin í vegna kórónuveirunnar og segir ljóst að fjölmörg fyrirtæki muni verða gjaldþrota. Kallað sé eftir almennum aðgerðum fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein og vonandi fari eitthvað að sjást til lands með komu ferðamanna í vetur og á næsta ári. Áhuginn á Íslandi sé enn til staðar og nauðsynlegt að geta haldið uppi ferðaþjónustu til framtíðar.

04-26
15:48

Bjarnheiður Hallsdóttir og Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

„Þetta er móðir allra krísa“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Staðan er grafalvarleg og bregðast verður við strax af hálfu stjórnvalda, ef ekki á að fara mjög illa,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtakanna. Þau ræða við Björn Inga Hrafnsson í Hlaðvarpi Viljans um þá ótrúlegu stöðu sem upp er komin í kórónuveirufaraldrinum og með lokun landsins og hruni ferðamennsku í heiminum, amk. tímabundið.

04-18
28:03

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Stjórnvöld munu grípa til frekari aðgerða til að koma heimilunum og atvinnulífinu gegnum efnahagshrunið af völdum kórónuveirunnar.

04-16
32:49

Birna Íris Jónsdóttir um netverslun.

Vörn snúið í sókn -- sóknarmöguleikar í netverslun á óvissutímum -- Birna Íris Jónsdóttir, rekstrarstjóri upplýsingatækni og stafrænnar þróunar hjá Högum, ræðir við Björn Inga Hrafnsson í Hlaðvarpi Viljans um byltinguna sem hefur orðið í netverslun vegna Kórónuveirunnar og hvort við munum nokkru sinni hverfa alveg aftur til fyrri hátta.

04-11
18:45

Dr. Sigurður Hannesson frkvst. Samtaka iðnaðarins

Dr. Sigurður Hannesson segir að á fyrstu árum þessarar aldar hafi ofuráhersla verið lögð hér á uppbyggingu fjármálakerfis. Hrunið 2008 hafi gjörbreytt þeirri stöðu. Við hafi tekið ofuráhersla á uppbyggingu ferðamannaþjónustu og algjört uppnám sé í þeim geira hér á landi og á alþjóðavísu. Á þriðja áratug aldarinnar þurfi að leggja áherslu a fjölbreytni, ekki eina atvinnugrein í einu heldur margar og huga að nýsköpun og þróun þar sem hugvitið muni leika lykilhlutverk á 21. öldinni. Það sé ljós við enda ganganna, þótt næstu mánuðir og misseri verði erfið og mikilvægt sé að nýta tímann vel og huga að innviðum til þess að viðspyrnan verði þeim mun meiri þegar veiran fer að hopa og hagkerfi heimsins aftur að snúast.

04-08
22:48

Frosti Sigurjónsson fv. þingmaður

Frosti Sigurjónsson vill fylgja fordæmi Færeyinga og ýmissa Asíuþjóða í því að stöðva Kórónuveiruna.

04-07
21:49

Algjört hrun í íslensku viðskiptalífi

Viðskiptaritstjórar Fréttablaðsins og Morgunblaðsins segja að fæstir geri sér grein fyrir því hve staðan í íslensku atvinnulífi sé alvarleg. Framundan sé blóðugur tími, þar sem tugþúsundir missi vinnuna, mörg fyrirtæki verði gjaldþrota og átök verði í samfélaginu þegar fjármálastofnanir þurfi að ákveða hverjum skuli bjargað og hverjum ekki. Í Hlaðvarpi Viljans ræða þeir Stefán Einar Stefánsson og Hörður Ægisson við Björn Inga Hrafnsson um uppgjörið sem framundan er. Samstarf ríkisstjórnarflokkanna sé tekið að súrna, velta þurfi því upp hvernig Icelandair verði bjargað í samstarfi ríkisins, kröfuhafa og hluthafa og sá möguleiki verði skoðaður að setja félagið í þrot í núverandi mynd og reisa nýtt félag á nýrri kennitölu. Ekki sé hægt að reka félagið áfram með núgildandi kjarasamningum við áhafnir flugvéla fyrirtækisins. Þeir segja happ að forsvarsmönnum nýja flugfélagsins Play hafi ekki tekist að koma því í loftið áður en Kórónuveirufaraldurinn skall yfir og rústaði flugsamgöngum í heiminum. Opinberir starfsmenn þurfi að sæta einhverjum kjaraskerðingum til framtíðar eigi ekki að verða tvær þjóðir í landinu og grípa verði til niðurskurðar í opinberum rekstri.

04-04
46:11

Dr. Haraldur Briem fv. sóttvarnalæknir

Dr. Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, segir að mótefnamælingar skorti mjög til þess að kanna raunverulega útbreiðslu Kórónaveirunnar Covid-19. Hann fagnar því að til standi að hefja slíkar mælingar hér og telur fullvíst að niðurstöður úr slíkum prófunum sýni fram á að miklu fleiri séu smitaðir hér af veirunni eða hafi smitast, en við gerum okkur grein fyrir. Haraldur var sóttvarnalæknir á Íslandi um langt árabil. Hann ræðir í Hlaðvarpi Viljans við Björn Inga Hrafnsson um veirufaraldurinn nú og setur hann í sögulegt samhengi. Segir hann einkar áhugavert að sjá hve veiran stingur sér misilla niður hjá einstökum þjóðum og veltir fyrir sér hvenær við Íslendingar getum farið að lifa aftur eðlilegu lífi. Hann ræðir umtalaðar kenningar faraldsfræðinnar um hjarðónæmi, hugmyndir um sóttvarnir innan einstakra landa með vísan til aðgerða gegn spænsku veikinni og tjáir sig um framgöngu þríeykisins á daglegum upplýsingafundum Almannavarna.

04-03
19:03

Þór Sigfússon stofnandi Íslenska sjávarklasans

Hver eru helstu tækifæri Íslands þegar Kórónaveirufaraldurinn verður yfirstaðinn? Hvað getum við lært af gjörbreyttum aðstæðum?

03-27
14:13

Recommend Channels