DiscoverBlóðbönd
40 Episodes
Reverse
Málið í dag gerist árið 2004 og fjallar um morðingja sem er sagður hafa verið „raðmorðingi in the making“ en hann var aðeins 14 ára þegar hann myrti besta vin sinn og ætlaði að drepa annan vin sinn líka.
Robert Hansen leit út fyrir að vera meinlaus bakari í Alaska sem afgreiddi lögregluna og aðra kúnna daglega í vinsæla bakaríinu sínu, stundaði veiðiáhugamál og var tveggja barna faðir og eiginmaður- EN, ekki dæma bókina út frá kápunni eins og oft er sagt. Hann fékk 461 ára fangelsisdóm þegar upp komst um hann.
Mindy Schloss er hjúkrunarfræðingur sem var á leið í mánaðarlega vinnuferð þegar hún hverfur bara eins og jörðin hafi gleypt hana og finnst hvergi. Þegar betur er að gáð er nágranni hennar frekar grunsamlegur náungi, en fljótt kemst í ljós að hann hafi mögulega eitthvað haft með hvarfið að gera.
Lík af ungri konu finnst bútað niður í ruslapokum og íþróttatösku en enginn möguleiki er að bera kennsl á líkið. Lögreglan hefur engan byrjunarreit eða vísbendingar hver konan er. Ný tækni með þrívíddarprentara er prófuð sem skilar ótrúlegum niðurstöðum. Þátturinn er ekki við hæfi barna.
Marti Hill var á leið í vinnuna einn morguninn þegar einhver bankar uppá hjá henni. Hún hinsvegar, endar óþekkjanleg og í lífshættulegu ástandi uppá spítala og er ekki hugað líf. Hver var ástæðan fyrir þessari árás og hver myndi vilja gera henni þetta?
Steven og Charlotte voru ástfangin uppyfir haus árið 2003 og lifðu hátt og dýrum lífsstíl saman í Sydney í Ástralíu. Eitt símtal kallar út allt slökkviliðið sem kemur að iðnaðarskemmu í Riverstone með læstum dyrum sem eru brotnar upp. En það er eitthvað allt annað en eldur sem tekur á móti slökkviliðinu þegar þangað var komið inn.
Eric Smith var skapstór 13 ára krakki sem var mikið strítt í skólanum fyrir að vera rauðhærður, með frekknur og þykk gleraugu á nefinu. Einn daginn þegar hann var að hjóla á leið í sumarbúðir, tók hann reiði sína út á hrottalegan hátt og sundraði fjölskyldum í sundur fyrir lífstíð.
Í þessum þætti segi ég frá myrku hliðum internetsins en það inniheldur meira af ólöglegum og viðbjóðslegum hlutum en við gerum okkur grein fyrir. Peter Scully var á flótta á undan lögreglu í 4 ár en hann framleiddi myndband sem seldist á dark web og lak óvart til almennings en það myndband var talið vera eitt af því versta sem sést hefur. Þátturinn er alls ekki við hæfi barna eða viðkvæmra.
Í þessum þætti segi ég frá hjónunum Bart og Krista Halderson sem hurfu sporlaust árið 2021 en það er ekki algengt að hjón týnist á sama tíma. Snapchat location skjáskot leiðir rannsókn málsins á réttu sporin.
Shamsa Sherawe, sem er fædd í Sómalíu árið 1993, þurfti að ganga í gegnum helvíti frá barnsaldri, þar sem henni var haldið niðri á meðan framkvæmd var á henni ólögleg, ódeyfð aðgerð. 17 ára var hún svo send frá heimaslóðum og þvinguð til að giftast frænda sínum í Sómalíu sem hún hafði aldrei séð, allt í nafni trúarbragða. Í þessum þætti segi ég sögu hennar og ég vil vara viðkvæma við innihaldi þáttarins.
Chester Bennington, betur þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Linkin Park var aðeins 41 árs að aldri þegar hann tók sitt eigið líf. Í þessum þætti segi ég sögu hans og hvað varð til þess að hann gafst upp og skildi eftir sig eiginkonu og 6 börn.
Í þessum seinni hluta segi ég frá hvað það var sem Jerry Brudos þráði og eltist við til að svala eigin þörfum en það voru fjórar ungar konur sem urðu því miður á vegi hans. Ég vil vara sérstaklega við þessum þætti, hann er ekki fyrir börn eða viðkvæma.
Í þessum þætti kynni ég til leiks: The shoe fettish killer, öðru nafni þekktur sem The lust killer. Það var Jerry Brudos, virkilega veikur einstaklingur, sem myrti a.m.k fjórar konur til að svala sínum eigin fársjúku þörfum. En hann gekk enn lengra en margir aðrir morðingjar. Ég fer dálítið djúpt ofan í æskuna hans og ofbeldið sem hann bjó við alla ævi. Hann er kallaður the shoe fettish killer, vegna þess að frá því að hann var aðeins 5 ára, byrjaði að bóla á stigvaxandi, sjúkri þráhyggju hans, gagnvart hælaskóm og kvennærfatnaði.
Lenoria Jones fæddist inn í þennan heim eftir að hafa fengið kókaín á hverjum degi í 9 mánuði í gegnum naflastrenginn frá mömmu sinni, svo byrjunin á ævi hennar var virkilega sársaukafull og erfið. Hvorugir foreldrar hennar voru hæfir til að sjá um hana, enda ekki vitað einu sinni hver pabbinn var, svo frænka hennar sem elskaði börn tók hana að sér og allt gekk vel. Einn daginn fara þær saman í Target að versla og þá hefst martöð allra mæðra, sem er svo óútskýranleg að það er með ólíkindum.
Shana Grice var 19 ára og falleg stúlka frá Brighton í Englandi sem varð fyrir þeirri ömurlegu reynslu að fyrrverandi kærastinn hennar beitti hana alvarlegu ofbeldi og stalkaði hana daglega linnulaust. Lögreglan gerði lítið úr tilkynningum Shana sem á endanum fann fyrir vonleysi að þessi martröð myndi einhverntíman enda. Vegna aðgerðarleysi lögreglunnar, endar málið á versta mögulega hátt.
Í þessum þætti segi ég ykkur frá einu versta fangelsi í heimi sem er staðsett í Rússlandi og fangarnir þar eru af allra verstu sort. Raðmorðingjar, barnaníðingar, hryðjuverkamenn, mannætur og allra verstu skrímsli Rússlands þurfa að búa við hræðilegar og óbærilegar reglur og fer enginn þaðan- nema í líkkistu.
Í þessum þætti sem er í lengri kantinum, fjalla ég um sorglegt og óskiljanlegt morðmál sem á sér stað árið 2017 í friðsælu fjölskylduhverfi sem glæpir þekktust bara ekki. Pleskovic fjölskyldan var búin að upplifa í heilt ár óhugnanlegar mannaferðir í kringum heimili þeirra og tilraunir til innbrota en lögreglan gat ekkert gert þótt tilkynningarnar væru óteljandi frá fjölskyldunni. Þangað til eitt kvöldið, breyttist allt og yndisleg fjölskylda rifin í sundur á einu augabragði. Hver það var sem framdi ódæðið og hafði skipulagt það í marga mánuði mun kannski koma á óvart.
Anatoly Moskvin var rússneskur maður með ástríðu fyrir dauðanum, kirkjugörðum og svarta galdri. Eftir að hann var neyddur til að giftast látinni 11 ára stúlku, aðeins 9 ára gamall var ekki aftur snúið og hann varð gjörsamlega heltekinn af dauðanum. Anatoly heimsótti 752 kirkjugarða víða um Rússland en enginn vissi hvað hann gerði bak við luktar dyr í frítíma sínum. Án efa eitt skelfilegasta mál sem ég hef heyrt.
Í þessum þætti fjalla ég um hjónin Bob & Thomas sem búa í afskekktum kofa inni í skógi og bjóða uppá óvanalega þjónustu sem er kolólögleg og verulega undarlegt að einhverjir nýta sér. Þeir voru virkir á samfélagsmiðlum á þessum tíma árið 2020 og voru oft að live-streama viðburðum frá persónulega lífi þeirra.
Í þessum seinni parti af morðmálinu um Adrianne Jones kemur morðinginn upp um sjálfan sig í Truth or Dare leik inni á heimavist háskólasvæðis í Texas. Myndi maður myrða fyrir ástina?
Top Podcasts
The Best New Comedy Podcast Right Now – June 2024The Best News Podcast Right Now – June 2024The Best New Business Podcast Right Now – June 2024The Best New Sports Podcast Right Now – June 2024The Best New True Crime Podcast Right Now – June 2024The Best New Joe Rogan Experience Podcast Right Now – June 20The Best New Dan Bongino Show Podcast Right Now – June 20The Best New Mark Levin Podcast – June 2024
United States
Frábærir þættir hjá þér.