Bragðheimar

Nautnaseggirnir Eva & Solla fjalla um mat og matargerð í sem víðustum skilningi. Þetta hlaðvarp er fyrir sælkerann, meðaljónin og sjoppuna.

Með þráhyggju fyrir Þránni á Sumac & Óx - hvernig viðheldur maður Michelin stjörnu?

Þráinn Freyr Vigfússon, stjörnukokkur og Michelin stjörnugrís mætti til Bragðheima brussanna og upplýsti um eitt og annað í heimi veitingageirans.

06-05
01:00:57

Maul & baul með Bessastaðabeljunum - Oddur Þórðarson & Ólöf Skaftadóttir

Maul & baul með samfélagsrýnunum Oddi & Lollu sem sitja ekki á skoðunum sínum þegar kemur að matargerð og trendum í veitingageiranum í Reykjavík. Hvað borða forsetaframbjóðendur ársins 2024 og hvern eigum við eiginlega að kjósa?

05-28
01:19:09

Gott í gogginn með Hjörvari Hafliða aka Dr. Football

Slatti af lauk, mikið af cabaret og dass af skinku fyrir doktorinn. Hvert fer hann út að borða, hvað finnst honum best og hvað verður hann að eiga heima hjá sér? Fáránlega skemmtilegt spjall við hlaðvarpskónginn Hjörvar Hafliða.

05-22
01:10:35

Vinkonugrill: sætabrauðsdrengurinn Rakel Sif og fjöllistafreakið Lóa Björk

Afhverju er svona vondur matur í Finnlandi og Noregi og hvar er langbest að dæna í París? Hvers vegna er bekkurinn alltaf betri en sætið á veitingastöðum og hvernig er að vera grænmetisæta á tímum kjötætunnar?

05-07
01:42:53

Réttur er settur - stóri djúpsteikingarpotturinn á Ingólfstorgi!

Særingarmenn dusta rykið af skikkjunum og kíkja í áhrifavaldaboð, kryfja brunch leikinn, hylla tiktok eldamennsku og fara á bólakaf í stóra djúpsteikingarpottinn við Ingólfstorg.

04-24
01:01:03

Asíureisa - Addi Intr0beatz

Matgæðingurinn og átvaglið Ársæll (Addi Intr0Beatz) mætti með kennslugleraugun í stúdíó Bragðheima. Tælensk matargerð, leynimatseðill á Fönix, Haxmundur Axel: þrýstipotturinn og svo margt fleira.

04-10
01:50:56

Tæknitæfan sem eyðilagði matarbloggið!

Er úti um framtíð matarbloggsins? Uppskrift af besta lasagna sem þú munt smakka, hvert er leyndarmál svörtu ólífunnar, Víkingur Heiðar bjórsali og svo margt fleira á vínargalsa Bragðheima!

03-27
01:25:00

Þegar góða veislu gjöra skal - Ólöf Örvars

Hvernig er best að undirbúa, framkvæma og njóta góðrar veislu? Veisluvélin og arkitektinn Ólöf Örvarsdóttir svarar spurningum okkar og gefur okkur í leiðinni innsýn í sinn töfrandi matarheim.

03-13
01:14:31

Stútfullur ristill nei við meinum þáttur með Karen Björgu!

Meltingarfræðsla, nammitips, æskan á Grenivík og svo margt SKEMMTILEGT með handritshöfundinum og séntildrollunni Karen Björgu.

02-28
01:34:44

Væn, dæn og góð ráð - Óli Hall

Food and Fun,  þorskhnakkar til þerris, eðlu-varnargarðar og margt fleira rætt við nepo-barn kokkasamfélagsins, Óla Hall!

02-21
01:39:09

Ost í oss

Matarmannfræði, Tommi Tómatur, camembert í útrýmingarhættu og margt fleira á kósíkvöldi Bragðheima.

02-14
01:02:30

Heimilismatur sælkerans með Nadine Guðrúnu Yaghi

Gestastælar, sparnaðarráð & sælkeraspjall á tímum mikillar verðbólgu og hárra stýrivaxta. Nautnaseggurinn og hlaðvarpsdrottningin Nadine Guðrún Yaghi deilir góðum sögum og ráðum með okkur.

02-06
01:17:26

Fyrsti þáttur - Brauði sé lof

Fyrsti þáttur af Bragðheimum er tileinkaður heilögum hleifnum, brauðinu sjálfu - það lá beinast við að faðir kolvetnisins yrði tekinn og étinn. Farið verður um víðan völl, hlustendur fá að skyggnast inn í heim tveggja svangra mjólkandi kvenna. Hvar er besta hleifinn að finna? hvaða rækjusamloka er best og þar fram eftir götunum.

02-01
01:24:08

Recommend Channels