Discover
Brotkast - Brot úr þáttum og opnir þættir
Brotkast - Brot úr þáttum og opnir þættir
Author: Brotkast ehf.
Subscribed: 107Played: 9,146Subscribe
Share
© Brotkast ehf.
Description
Brotkast er efnisveita þar sem dagskrárgerðarmenn eru óháðir auglýsendum og svara eingöngu til áskrifenda sinna. Þannig bjóðum við upp á heilbrigðari umræðu sem verður ekki nauðbeygð undir háværan hóp róttæklinga á Twitter.
Hægt er að kaupa áskrift á brotkast.is þar sem allt efnið er inni með aðeins einni áskrift.
Hægt er að kaupa áskrift á brotkast.is þar sem allt efnið er inni með aðeins einni áskrift.
1185 Episodes
Reverse
Niklas er Íslandsvinur frá Svíþjóð sem hefur gestaflúrað hér reglulega í um áratug. Hann starfar einnig sem ljósmyndari og hefur ferðast víða um heim í báðum hlutverkum.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Tilfærsla Sigríðar Bjarkar í starf sérfræðings í kynbundnum ofbeldismálum er sérstök í ljósi þeirrar staðreyndar að hún trúði ekki konum sem sögðu frá kynferðisofbeldi séra Ólafs Skúlasonar á sínum tíma. BBC skandallinn varpar ljósi á hvernig fjölmiðlar vilja stýra því hvernig við hugsum og hvað okkur finnst og það á ekki bara við í málefnum sem snúa að Donald Trump. Loftslagshysterían er einmitt gott dæmi um þann áróður sem stóru meginstraums fjölmiðlarnir hafa haldið að okkur. Allt þetta og miklu fleira í Harmageddon þætti dagsins.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Aðalbjörn Tryggvason er betur þekktur sem Addi í Sólstöfum. Hann ólst upp á Ísafirði og segir að lífið hafi verið allskonar. Í þættinum í dag segir hann okkur frá hvernig það hefur verið að fara frá því að vera „hardcore“ rokkari sem keðjureykti og drakk í að vera allsgáður rokkari sem lyktar af pachouli.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, er hér í ítarlegu viðtali um langan feril sinn innan ákæruvaldsins. Hann starfaði lengi hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra þar sem hann tókst meðal annars við Baugsmálið umdeilda og síðar rak hann mörg af stærstu bankahrunsmálunum fyrir Hæstarétti. Hann ræðir umdeild ummæli, áminningar, starfslok og hvernig hann horfir á þróun Evrópu með tilliti til sívaxandi vandamála tengdum hröðum innflytjendastraumi.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir í samtali við Sigurð Má Jónsson að mikil tækifæri séu í skráningu ýmissa stærri fyrirtækja í eigu ríkisins og tiltekur þar sérstaklega Landsbankann og Landsvirkjun. Nú þegar flest fjármálafyrirtæki landsins eru skráð í kauphöllina er margt sem bendir til þess að það geti verið heppilegt að spegla rekstur Landsbankans við rekstur annarra fjármálafyrirtækja í kauphöllinni. Um leið gæti Landsbankinn verið áhugaverð fjárfesting og sala á hlutnum fært ríkissjóði mikilvægar tekjur. Skráning Landsvirkjunar myndi auka vægi kauphallarinnar verulega að sögn Magnúsar og draga að athygli erlendra fjárfesta og greinanda. Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður, hefur á undanförnum misserum gagnrýnt harðlega þá stefnu sem Ísland hefur sett sér í samdrætti á svokölluðum gróðurhúsalofttegundum. Hann segir engu máli skipta hversu mikið Ísland leggur á sig í loftslags málum og bendir á að þó Ísland myndi hætta kolefnislosun með öllu þá gæti það ekki haft nein mælanleg áhrif á loftslagið. Í þessu áhugaverða viðtali fer hann ítarlega yfir ýmsar bábiljur og rangfærslur í loftslagsumræðunni.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Mannfjöldaspá hagstofunnar sýnir svo ekki sé um villst að íslenskri þjóð verður skipt út fyrir útlendinga á nokkrum áratugum. Til að bregðast við þessu er nú farið að tala um aðflutta Íslendinga í stað útlendinga. En er þetta raunverulega það sem fólk vill? Við veltum þessu fyrir okkur í þætti dagsins ásamt því að tala um byltingarsinnaða sósíalista í New York, dauðakippi loftslagshysteríunnar og grófar falsanir á BBC sem sýna hlutdrægni miðilsins í skýru ljósi.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Þrjátíu ár eru síðan Andri Snær steig fram á ritvöllinn og skipaði sér í hóp eftirtektaverðustu höfunda landsins. Bækur hans hafa slegið í gegn hér heima jafnt sem erlendis. En Andri hefur líka verið umdeildur enda oft á tíðum þrælpólitískur. Í þessu viðtali ræðir hann um ritlistarlaunin umdeildu, vörn íslenskunnar, baráttuna fyrir ósnortri náttúru, loftslagsmálin og nýjustu bók sína Jötunstein sem er kraftmikil ádeila á bæði nútíma borgarskipulag og byggingarlist.Munið 20% afslátt í netverslun www.vogue.is með afsláttarkóðanum: BrotkastFáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Þrjátíu ár eru síðan Andri Snær steig fram á ritvöllinn og skipaði sér í hóp eftirtektaverðustu höfunda landsins. Bækur hans hafa slegið í gegn hér heima jafnt sem erlendis. En Andri hefur líka verið umdeildur enda oft á tíðum þrælpólitískur. Í þessu viðtali ræðir hann um ritlistarlaunin umdeildu, vörn íslenskunnar, baráttuna fyrir ósnortri náttúru, loftslagsmálin og nýjustu bók sína Jötunstein sem er kraftmikil ádeila á bæði nútíma borgarskipulag og byggingarlist.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundur og skáld kom í spjall. Hún segir okkur frá lífi sínu, ástinni á Ströndum, geðhvörfin, skriftirnar og margt fleira.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Gunnar Dan hefur skrifað bókin UFO 101 sem fjallar um geimverur, fljúgandi furðuhluti og sögu samskipta mannkyns við ójarðneskar verur. Hann segir vitnaleiðslur fyrir Bandaríkjaþingi sýna hvernig djúpríki og leyniþjónustur rannsaki geimverur og tækni þeirra en halda vitneskju jafnframt frá almenningi.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Í þessum þætti ræðum við frjálslega meðferð almannafés hjá ríkislögreglustjóra og veltum fyrir okkur hvað telst spilling í þeim efnum. Við ræðum líka árásir fjölmiðla á ungliða Miðflokksins og hvernig flokkurinn virðist hafa panikkað í kjölfarið. Ástandið á fasteignalánamarkaði er líka til umfjöllunnar sem og hugsanleg innrás Bandaríkjanna í Venesúela. Allt þetta og meira til í Harmageddon þætti dagsins.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Stefán Máni er einn af okkar afkastamestu rithöfundum og var að gefa út bókina Hin helga kvöl. Í þætti dagsins segir Stefán okkur frá æsku sinni, uppvexti og lífi sínu sem rithöfundur og faðir.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Útflutningstekjur af stóriðjunni á Grundartanga eru um 150 milljarðar árlega eða um 6% af útflutningstekjum landsins. Yfir 100 milljarðar af þeim tekjum koma frá álverinu. Orkukaup Norðuráls, sem er stór hluti af virðisaukanum sem að rennur til okkar, eru í Bandaríkjadölum og auðvitað getur það á endanum orðið talsvert högg fyrir þau orkufyrirtæki sem selja þeim orku. Það kemur þó ekki endilega fram í krónunni strax. Ritstjórarnir Jón G. Hauksson og Sigurður Már Jónsson fara yfir stöðuna. Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Kærunefnd jafnréttismála telur fyrirtæki mega mismuna karlmönnum á grundvelli kyns, Þjóðkirkjan telur mikilvægt að fræða börn um sjálfsfróun og klámsögur og ríkisútvarpið stýrist af hugmyndafræði starfsmanna sinna. Það er því ekki skrítið að venjulegt fólk skuli vera að fylkja sér á bakvið Miðflokkinn sem hefur sett almenna skynsemi á oddinn.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Thelma Björk greindist með krabbamein og þarf að lifa með því út lífið. Í þætti dagsins segir hún okkur frá lífi sínu, tilfinningunum og áfallinu við greininguna og hvernig líf hennar hefur breyst. Hún hannaði bleiku slaufuna í ár en hún er hönnuður ásamt því að kenna jóga.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Þorsteinn Þorgeirsson hagfræðingur er gestur Hluthafaspjalls ritstjóranna að þessu sinni. Þorsteinn, sem bæði lærði og starfaði í Bandaríkjunum, þekkir bandarískt hagkerfi og efnahagslíf öðrum betur. Margir hafa varað við því að bandaríski hlutabréfamarkaðurinn sé í bóluástandi og að veruleg hætta sé á eignaverðsfalli. Þorsteinn tengir þróunina við vaxandi launa- og framleiðnibil, þ.e. að vöxtur raunlauna haldi ekki í við vöxt framleiðni, en það hefur aukið hagnað fyrirtækja og með því ýtt undir eignaverðs- og skuldabólur. Þótt slíkt grundvallarójafnvægi sé minna hér á landi má engu að síður greina skýr áhrif þróunarinnar vestra á íslenskt fjármála- og efnahagslíf. Eina spurningin nú er hvort geta forseta Trump til að lækka vexti, laða að 17 billjónir dollara í beinar erlendar fjárfestingar (FDI) til Bandaríkjanna, auka iðnframleiðslu og raunlaun í landinu með tollavernd, sem allt ætti að leiða til meiri hagvaxtar og lægra skuldahlutfalls á næstu 7 til 10 árum, dugi til að koma í veg fyrir slíkt hrun.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Að ungmenni ráði ekki við texta Halldórs Laxness er fullkomin birtingarmynd þeirrar hnignunar sem hefur átt sér stað í kennsluaðferðum íslenska skólakerfisins. Við ræðum líka reglur Reykjavíkurborgar gegn bláum og bleikum barnaafmælum, umdeilt friðarferli á Gaza, uppgang skynseminnar í íslenskum stjórnmálum og hina einkennilegum baráttu gegn þeirri lífræðilegu staðreynd að spendýr skiptist í karl- og kvendýr.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Aldís Gló er móðir, kennari og myndlistakona og hefur komið að ýmsu í gegnum tíðina. Fyrir nokkrum mánuðum fór hún að upplifa að einhver væri að hakka sig inn í símann hennar og hafa ofsóknirnar gert það að verkum að hún er einangruð, í veikindaleyfi og virðist hvergi geta fengið aðstoð.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Þrátt fyrir að íslenskir fjárfestar séu fremur kjarklitlir og feli fé sitt á verðtryggðum reikningum hefur undanfarið birst vísir að hausthækkunum í Kauphöllinni. Þar hafa Amaroq og Oculus verið í broddi fylkingar en eftir viðtal Hluthafaspjallsins við Eld Ólafsson hefur verið mikið fjör með bréf félagsins. Áhugi fjárfesta er mikill og hluthafar Amaroq hafa upplifað ríflega 30% hækkun. Á sama tíma eru stýrivextir óbreyttir 7,5% í 4% verðbólgu. Um leið er neikvæður hagvöxtur síðastliðna 5 ársfjórðunga af síðustu 7 ársfjórðungum. Ritstjórarnir Jón G. Hauksson og Sigurður Már Jónsson spyrja hvort ætti frekar að tala um kulnun atvinnulífsins fremur en kólnun því bjartsýni stjórnenda innan atvinnulífsins hefur hrunið frá því ríkisstjórnin tók við.Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið hafa ekki gengið í sömu átt að undanförnu en nú er gefið í skyn að leiðir liggi frekar saman. Er það vegna óbreyttra stýrivaxta og aukinnar skattheimtu ríkisstjórnarinnar - og það á meðan nánast enginn hagvöxtur hefur verið frá síðasta ársfjórðungi 2023? Það ríkir stagflation (stöðnun en á sama tíma verðbólga). Gengi Íslandsbanka og Skaga hafa ekkert breyst þótt viðræður um samruna standi yfir og við fáum Helga Vífil Júlíusson hlutabréfagreinanda hjá IFS/Reitun til að greina þá stöðu.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/






















