DiscoverBrotkast - Brot úr þáttum og opnir þættir
Brotkast - Brot úr þáttum og opnir þættir
Claim Ownership

Brotkast - Brot úr þáttum og opnir þættir

Author: Brotkast ehf.

Subscribed: 107Played: 9,017
Share

Description

Brotkast er efnisveita þar sem dagskrárgerðarmenn eru óháðir auglýsendum og svara eingöngu til áskrifenda sinna. Þannig bjóðum við upp á heilbrigðari umræðu sem verður ekki nauðbeygð undir háværan hóp róttæklinga á Twitter.

Hægt er að kaupa áskrift á brotkast.is þar sem allt efnið er inni með aðeins einni áskrift.
1172 Episodes
Reverse
Út­flutnings­tekjur af stóriðjunni á Grundar­tanga eru um 150 milljarðar ár­lega eða um 6% af útflutningstekjum landsins. Yfir 100 milljarðar af þeim tekjum koma frá ál­verinu. Orku­kaup Norðuráls, sem er stór hluti af virðis­aukanum sem að rennur til okkar, eru í Bandaríkja­dölum og auðvitað getur það á endanum orðið tals­vert högg fyrir þau orku­fyrir­tæki sem selja þeim orku. Það kemur þó ekki endi­lega fram í krónunni strax. Ritstjórarnir Jón G. Hauksson og Sigurður Már Jónsson fara yfir stöðuna. Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Kærunefnd jafnréttismála telur fyrirtæki mega mismuna karlmönnum á grundvelli kyns, Þjóðkirkjan telur mikilvægt að fræða börn um sjálfsfróun og klámsögur og ríkisútvarpið stýrist af hugmyndafræði starfsmanna sinna. Það er því ekki skrítið að venjulegt fólk skuli vera að fylkja sér á bakvið Miðflokkinn sem hefur sett almenna skynsemi á oddinn.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Thelma Björk greindist með krabbamein og þarf að lifa með því út lífið. Í þætti dagsins segir hún okkur frá lífi sínu, tilfinningunum og áfallinu við greininguna og hvernig líf hennar hefur breyst. Hún hannaði bleiku slaufuna í ár en hún er hönnuður ásamt því að kenna jóga.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Þorsteinn Þorgeirsson hagfræðingur er gestur Hluthafaspjalls ritstjóranna að þessu sinni. Þorsteinn, sem bæði lærði og starfaði í Bandaríkjunum, þekkir bandarískt hagkerfi og efnahagslíf öðrum betur. Margir hafa varað við því að bandaríski hlutabréfamarkaðurinn sé í bóluástandi og að veruleg hætta sé á eignaverðsfalli. Þorsteinn tengir þróunina við vaxandi launa- og framleiðnibil, þ.e. að vöxtur raunlauna haldi ekki í við vöxt framleiðni, en það hefur aukið hagnað fyrirtækja og með því ýtt undir eignaverðs- og skuldabólur. Þótt slíkt grundvallarójafnvægi sé minna hér á landi má engu að síður greina skýr áhrif þróunarinnar vestra á íslenskt fjármála- og efnahagslíf. Eina spurningin nú er hvort geta forseta Trump til að lækka vexti, laða að 17 billjónir dollara í beinar erlendar fjárfestingar (FDI) til Bandaríkjanna, auka iðnframleiðslu og raunlaun í landinu með tollavernd, sem allt ætti að leiða til meiri hagvaxtar og lægra skuldahlutfalls á næstu 7 til 10 árum, dugi til að koma í veg fyrir slíkt hrun.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Að ungmenni ráði ekki við texta Halldórs Laxness er fullkomin birtingarmynd þeirrar hnignunar sem hefur átt sér stað í kennsluaðferðum íslenska skólakerfisins. Við ræðum líka reglur Reykjavíkurborgar gegn bláum og bleikum barnaafmælum, umdeilt friðarferli á Gaza, uppgang skynseminnar í íslenskum stjórnmálum og hina einkennilegum baráttu gegn þeirri lífræðilegu staðreynd að spendýr skiptist í karl- og kvendýr.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Aldís Gló er móðir, kennari og myndlistakona og hefur komið að ýmsu í gegnum tíðina. Fyrir nokkrum mánuðum fór hún að upplifa að einhver væri að hakka sig inn í símann hennar og hafa ofsóknirnar gert það að verkum að hún er einangruð, í veikindaleyfi og virðist hvergi geta fengið aðstoð.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Þrátt fyrir að íslenskir fjárfestar séu fremur kjarklitlir og feli fé sitt á verðtryggðum reikningum hefur undanfarið birst vísir að hausthækkunum í Kauphöllinni. Þar hafa Amaroq og Oculus verið í broddi fylkingar en eftir viðtal Hluthafaspjallsins við Eld Ólafsson hefur verið mikið fjör með bréf félagsins. Áhugi fjárfesta er mikill og hluthafar Amaroq hafa upplifað ríflega 30% hækkun. Á sama tíma eru stýrivextir óbreyttir 7,5% í 4% verðbólgu. Um leið er neikvæður hagvöxtur síðastliðna 5 ársfjórðunga af síðustu 7 ársfjórðungum. Ritstjórarnir Jón G. Hauksson og Sigurður Már Jónsson spyrja hvort ætti frekar að tala um kulnun atvinnulífsins fremur en kólnun því bjartsýni stjórnenda innan atvinnulífsins hefur hrunið frá því ríkisstjórnin tók við.Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið hafa ekki gengið í sömu átt að undanförnu en nú er gefið í skyn að leiðir liggi frekar saman. Er það vegna óbreyttra stýrivaxta og aukinnar skattheimtu ríkisstjórnarinnar - og það á meðan nánast enginn hagvöxtur hefur verið frá síðasta ársfjórðungi 2023? Það ríkir stagflation (stöðnun en á sama tíma verðbólga). Gengi Íslandsbanka og Skaga hafa ekkert breyst þótt viðræður um samruna standi yfir og við fáum Helga Vífil Júlíusson hlutabréfagreinanda hjá IFS/Reitun til að greina þá stöðu.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Aldís Gló er móðir, kennari og myndlistakona og hefur komið að ýmsu í gegnum tíðina. Fyrir nokkrum mánuðum fór hún að upplifa að einhver væri að hakka sig inn í símann hennar og hafa ofsóknirnar gert það að verkum að hún er einangruð, í veikindaleyfi og virðist hvergi geta fengið aðstoð.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Sverrir Helgason hefur að undanförnu vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum X, þar sem hann talar tæpitungulaust um ýmis samfélagsmál. Gengur jafnvel svo langt að hann segir sjálfur að hann eigi að skammast sín.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Ætti frekar að tala um kulnun atvinnulífsins fremur en kólnun því bjartsýni stjórnenda innan atvinnulífsins hefur hrunið frá því ríkisstjórnin tók við?Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Sverrir Helgason hefur að undanförnu vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum X, þar sem hann talar tæpitungulaust um ýmis samfélagsmál. Gengur jafnvel svo langt að hann segir sjálfur að hann eigi að skammast sín. Kidda fer um víðan völl í viðtalinu sem óhætt er að mæla með.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Ef íslenskir ríkisborgarar kjósa að fara til landa sem utanríkisráðuneytið varar við og brjóta þar lög, er það varla á ábyrgð íslenska ríkisins. Við ræðum líka í þessum þætti um kostnað Reykjavíkurborgar vegna hælisleitenda og flóttafólks, nýtt framboð til borgarstjórnar, leiksýningu til höfuðs Snorra Mássyni, úrræðaleysi í vímuefnamálum ungmenna og bókun 35 í Framsóknarflokknum.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Listakonan og jógakennarinn Ágústa Kolbrún hefur búið víða en hún bjó t.d. á Ítalíu og í New York. Hún átti og rak kynlífstækjaverslun í miðbænum en ákvað að vinda kvæði sínu í kross þegar hún varð ófrísk. Ágústa segir okkur sína sögu hingað til.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Eldur Ólafsson, forstjóri og stofnandi Amaroq, mætti í Hluthafaspjallið að þessu sinni. Námuvinnslufyrirtækið Amaroq hefur nú verið þrjú ár í kauphöllinni og er án efa eitt af mest spennandi og um leið óvenjulegustu félögum kauphallarinnar. Jarðfræðingurinn Eldur fer í þættinum yfir upphaf félagsins og hvað varð til þess að hann fór inn í Grænland en áður átti hann áhugaverðan feril þar sem hann kom að jarðhitauppbyggingu í Kína. Eldur segir gríðarleg tækifæri á Grænlandi og ef rétt sé haldið á spilum sé þar að finna eitt stærsta tækifæri íslensks viðskiptalífs. Á Grænlandi séu að skapast mörg tækifæri til að taka þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem er framundan þar. Landið er nú í hringiðu alþjóðlegrar athygli en náttúruauðlindir landsins eru miklar og ónýttar. Eldur fer yfir rekstur og framtíðarsýn félagsins en hann segir það vel fjármagnað og með traustan hluthafahóp. Námugröftur á Grænlandi kallar á mikla innviðauppbyggingu þar í landi og Amaroq er í einstakri stöðu til að stýra því. Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Þórhallur Þórhallsson er skemmtikraftur og leiðsögumaður. Þórhallur kom til okkar og ræddi um uppeldið, kvíðann og hvernig var að vera sonur eins ástsælasta leikara þjóðarinnar, Ladda.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/Brotkast er efnisveita þar sem dagskrárgerðarmenn eru óháðir auglýsendum og svara eingöngu til áskrifenda sinna. Þannig bjóðum við upp á heilbrigðari umræðu sem verður ekki nauðbeygð undir háværan hóp róttæklinga á Twitter.Fylgdu okkur á Facebook: https://www.facebook.com/brotkast.isFylgdu okkur á YouTube: https://www.youtube.com/@brotkast_Fylgdu okkur á Instagram: https://www.instagram.com/brotkast.is/Fylgdu okkur á Twitter: https://twitter.com/brotkasttvBrotkast á vefnum: https://brotkast.is
Eldur Ólafsson, forstjóri og stofnandi Amaroq, segir að gríðarleg tækifæri séu á Grænlandi fyrir íslenskt viðskiptalíf. Landfræðileg staða og fyrri samskipti setja Ísland í einstaka stöðu til að taka þátt í einu stærsta viðskiptatækifæri norðurslóða. Amaroq er nú þegar í samstarfi við fjölmörg íslensk fyrirtæki og Eldur segir að ef áform þeirra og annarra á Grænlandi ganga eftir geti viðskiptatengsl landanna eflst gríðarlega. Icelandair, Eimskip, Verkís, Köfunarþjónustan, Landsbankinn og tugir annarra fyrirtækja eru nú þegar að styðja við starfsemi Amaroq á Grænlandi. Um þessar mundir er Amaroq að vinna að 200 milljón dollara verkefni sem Eldur segir lítið í samanburði við þau tækifæri sem bíða. Flest verkefni á sviði námugraftar eru tvöföld stærð Kárahnjúkavirkjunar svo tekið sé dæmi.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Heitar umræður um listamannalaun rithöfunda blossuðu upp í vikunni eftir að Samtök skattgreiðenda birtu samantekt um úthlutanir síðustu 25 árin. Sýnist sitt hverjum. En þegar öllu er á botninn hvolft virðist þessi útgjaldaliður ríkissjóðs ekki vera sá sem við þurfum að hafa mestar áhyggjur af. Við ræðum einnig um úrræðaleysi fyrir börn í fíknivanda, menningarlegt alræði, gjaldþrot fjölbreytileikastefnunnar og ofsóknir gegn kristnum í Nígeríu í Harmageddon þætti dagsins.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Þórhallur Þórhallsson er skemmtikraftur og leiðsögumaður. Þórhallur kom til okkar og ræddi um uppeldið, kvíðann og hvernig var að vera sonur eins ástsælasta leikara þjóðarinnar, Ladda.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Pétur Þór Einarsson kom til Óla í spjall, en Pétur er gestaflúrari á Studio Creative og hefur farið í tattoo skóla í Berlín.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
Ein eftirtektaverðustu fyrirtækjakaup ársins áttu sér stað þegar Brim hf. keypti allt hlutafé Lýsis hf. fyrir samtals 30 milljarða króna. Ritstjórarnir, Jón G. Hauksson og Sigurður Már Jónsson, fara vandlega yfir kaupin, aðdragandann, sögu félagsins og hvaða áhrif hækkun veiðileyfagjalda hefur á söluna. Kaupverðið mun skiptast jafnt í reiðufé og hlutabréf í Brim hf. Frá heildarverðmæti hlutafjár dragast vaxtaberandi skuldir Lýsis hf. sem námu rúmum 5,2 milljörðum króna þann 30. júní 2025. Fréttir voru af því að um skeið hefðu menn skoðað möguleika á að skrá Lýsi í Kauphöllina en að endingu lagði Brim fram tilboð sem ekki var hafnað. Erlendir aðilar höfðu áhuga en það er fagnaðarefni að félagið verði áfram í íslenskri eigu. Um leið styrkist hluthafahópur Brims og kaupin styrkja hráefnisstöðu Lýsis og færa Brim lengra upp virðiskeðju sjávarafurða.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
loading
Comments