DV hlaðvarpið

DV hlaðvarpið er hlaðvarpsþáttur dv.is.

Atli Þór Fanndal um spillingu

Erla Hlyndsóttir ræðir við Atla Þór um spillingu á Íslandi

01-30
01:00:51

Örlagastund Önnu Lindu á Arnarnesbrú

Tuttugasti og áttundi nóvember árið 2020 var mikill örlagadagur í lífi Önnu Lindu Bjarnadóttur lögmanns en þá lenti hún í umferðarslysi á Arnarnesbrúnni. Atvikið átti sér stað á umferðarljósum við umdeild gatnamót, en bíl var ekið á fullri ferð yfir á rauðu ljósi og lenti hann inni í hliðinni á bíl Önnu Lindu. Anna Linda lýsir þessu skelfilega atviki í DV-hlaðvarpinu.

11-26
29:44

Eiríkur vaknaði í eigin uppskurði

Eiríkur Ómar Sæland er 63 ára gamall garðyrkjufræðingur sem á að baki farsælan starfsferil og gæfuríka ævi. En undanfarin fimm til sex ár hefur hann glímt við mikla erfiðleika í kjölfar læknamistaka. Mistök við hjartaþræðingu leiddu til þess að Eiríkur þurfti að gangast undir bráðauppskurð. Staðhæfir hann að þar hafi mistök við lyfjagjöf leitt til þess að hann vaknaði upp. Eiríkur veit ekki hvað hann var lengi vakandi en dælt var í hann auknum lyfjaskammti og hann sofnaði aftur. Kvalirnar sem hann upplifði í vökunni voru ólýsanlegar: Umsjón með þættinum í þetta sinn hefur Ágúst Borgþór Sverrisson.

11-13
16:41

Viðtal við Theódóru Björg Loftsdóttur um nauðganir og viðhorf til þolenda.

Erla Hlynsdóttir ræðir við Theódóru Björg sem var nauðgað ásamt samstarfskonu sinni af yfirmanni þeirra árið 2003. Þær voru báðar drukknar og voru drusluskammaðar í framhaldinu. Theódóra fór í geðrof og ákvað að flýja land. Henni hefur ofboðið umræða um þolendur að undanförnu og stígur því nú fram í fyrsta skipt undir nafni til að greina frá reynslu sinni en málið vakti mikla athygli á sínum tíma.

11-06
16:14

Recommend Channels