Discover
Draugar fortíðar

149 Episodes
Reverse
Finndu þér miða á túrinn okkar um landið hér.
Upp úr 1990 fór einn maður að láta að sér kveða í frönsku þjóðlífi og vakti mikla athygli. Hann virtist sérfræðingur um nokkuð sem Frakkar höfðu til þessa gefið lítinn gaum: Raðmorðingjar. Maður þessi var Stéphane Bourgoin. Hann var alveg ómenntaður en virtist hreinlega vita allt um þetta efni. Frakkar voru heillaðir af þessum einkennilega manni sem talaði svo fjálglega en einnig fræðilega um þessi myrku mál. Fjölmiðlamenn elskuðu hann. Meira að segja lögreglan leitaði til hans. Hann talaði jafnvel við, og hughreysti, fólk sem hafði misst ástvini sem höfðu verið myrtir. Það var ekki fyrr en áratugum seinna að áhugafólk um glæpi fór að kanna Bourgoin kyrfilega. Þá kom ýmislegt misjafnt í ljós.
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna
Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Finndu þér miða á túrinn okkar um landið hér.
Draugarnir lögðu í hann í upphafi árs 2025 og fóru vítt og breitt um landið. Þann 23. janúar var komið að Græna hattinum. Í það skiptið var uppákoman ekki eingöngu skráð í hljóði, heldur einnig í mynd. Þið getið hlustað á hann eða horft á hann á YouTube hér. Góða skemmtun!
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna
Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Í byrjun níunda áratugar varð vart undarlegrar vænisýki sem breyddist frá úthverfum Bandaríkjanna og var skyndilega á allra vörum. Það var hið svokallaða "Satanic Panic" sem sumir telja undanfara QAnon. Hræðslan beindist öll inn á við. Kenningar flugu um að Dungeons og Dragons hlutverkaspilið væri verkfæri Satans. Tölvuleikir voru að sækja í sig veðrið á þessum tíma og spilasalir spruttu upp. Hræðslan beindist einnig að þeim en þó virtust hörðustu samsæriskenningasmiðir sammála um að þarna væri Satan saklaus. Í gegnum tölvuleiki var það ríkisstjórnin eða leyniþjónustan sem stjórnaði. Allra alræmdasti leikurinn er án nokkurs efa Polybius.
Finndu þér miða á túrinn okkar um landið hér.
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna
Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Seint á sjötta áratug kom ný tafla á markað sem kölluð var kraftaverkalyf. Hún hafði róandi áhrif og sló auk þess á ógleði. Sérstaklega voru barnshafandi konur hvattar til að taka töfluna gegn morgunógleði. Í dag líður langur tími frá því er nýtt lyf er þróað og þar til það er sett á markað. Regluverkið er orðið mun harðara en það var er Talídómíð kom á markað. Það er einmitt að stærstum hluta vegna hryllilegrar reynslu fólks af einmitt Talídómíð. Lyfið hafði ekki verið rannsakað nægilega vel. Áhrif þess á ófrískar konur voru einfaldlega hræðilegar.
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna
Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Josephine Baker er einn áhrifamesti skemmtikraftur sögunnar. Auk þess að bæði hneyksla og hrífa Evrópubúa með sínum söng og dansi tók hún virkan þátt í baráttu gegn alræði og kynþáttaníði. Baker var fædd í Bandaríkjunum en eins og margir svartir íbúar þaðan, vildi hún flýja botnlausan rasismann þar. Hún hafði heyrt um ríki þar sem svartir voru þó álitnar mannverur. Fyrir þetta fólk lágu öll vötn til Parísar.
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna
Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Í febrúar árið 1989 var japanska barnaskólakennaranum Yumi Tanaka brátt í brók og þurfti nauðsynlega að komast á klósettið. Á stúdentagörðum þar sem hún bjó voru klósett frekar gamaldags. Í raun aðeins hola í gólfinu sem leiddi út í rotþró fyrir utan húsið. Sér til furðu tekur Tanaka eftir einhverju í salernisholunni. Það er skór af manni. Hún fór út til að athuga hvort hún sæi eitthvað betur. Fyrir utan var lítið op sem leiddi niður í rotþróna. Þar gerði Tanaka hryllilega uppgötvun og hringt var samstundis á lögregluna. Þetta er vægast sagt dularfullt mál og internet löggur samtímans eru sífellt að velta fyrir sér hvað í ósköpunum gæti hafa gerst. Atriði í þættinum geta valdið klígju.
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna
Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Adrian Carton de Wiart var belgísk-breskur herforingi sem varð algjör goðsögn innan breska hersins. Hann var svo ósérhlífinn að það jaðraði við sturlun. Hann særðist mörgum sinnum og oft alvarlega. Hann tók þátt í fyrri heimsstyrjöldinni, þar sem hann varð fyrir alvarlegum meiðslum, meðal annars misst hann hægri hönd og auga, en hann hélt áfram að berjast þrátt fyrir þessa miklu skerðingar. Þrátt fyrir að vera orðinn sextugur tók hann einnig þátt í síðari heimsstyrjöldinni. Var stríðsfangi Ítala um skeið. Hann starfaði síðar sem fulltrúi breska hersins í Miðausturlöndum og Kína. Winston Churchill hafði mikið álit á honum. Saga hans er áhugaverð. Hann er vissulega barn síns tíma en erfitt er að líta fram hjá því hugrekki og staðfestu sem hann sýndi. Við veltum því fyrir okkur hvort saga hans eigi erindi við nútímafólk? Sama hvað gekk á þá mætti hann öllum áföllum og andstreymi með stóískri kímni og látleysi. Það má væntanlega læra eitthvað af því?
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna
Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Fyrsti þáttur hvers mánaðar er í opinni dagskrá. Það er því vel við hæfi að sem flest ykkar nái að heyra fagnaðarerindið. Í þessum þætti velur Flosi nokkrar sögur úr einni af hans uppáhaldsbókum: Biblíunni. Gamla textamentið er í sérstöku uppáhaldi. Enda er nóg af alls konar furðulegum og fyndnum sögum sem þar má finna. Vert er samt að benda á að atriði í þættinum geta valdið óhug.
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna
Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Komið hefur fyrir að sérvitrir herforingjar hafi klofið sig frá aðalhernum í styrjöldum og umbreyst í stríðsherra með sitt eigið lið og farið sínu fram. Roman von Ungern-Sternberg er einn þessara manna og líklega einn sá einkennilegasti og alræmdasti. Hann fór að sjá sig sem einhverskonar holdgerving mongólska herforingjans Djengis Khan. Hann sauð saman stórundarlega blöndu af rússneskri réttrúnaðarkristni og austurlenskum búddisma og taldi sig fylgja guðlegri forsjón. Saga hans er full brjálsemi, ofbeldis og blóðsúthellinga. Þátturinn er ekki við hæfi barna og í honum eru lýsingar á ofbeldi sem gætu farið fyrir brjóstið á fólki.
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna
Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Í tilefni af yfirvofandi ferðalagi Drauganna um landið síðar í mánuðinum er hér upptaka frá því að Draugarnir komu fram fyrir fullu húsi í Iðnó í október 2022. Góða skemmtun!
„Hverjir voru þeir og hversvegna breyttist skoðun almennings á þeim svo rosalega? Frá víkingaöld var varla minnst á þá á annan hátt en sem algjörlega skelfilegt lið sem rændi, ruplaði, nam á brott og myrti fólk. Á 19. öld verða þeir skyndilega að hetjum og fyrirmyndir frelsiselskandi fólks. Hvað er svo satt og logið um víkinga? Voru þeir með horn á hjálmum sínum? Ef ekki, hvaðan kemur þá sú ímynd? Voru þeir allir hávaxnir og blóðþyrstir? Voru konur víkingar? Voru Íslendingar víkingar? Baldur og Flosi fylltu Iðnó af fólki og reyndu að svara þessum spurningum og mörgum fleiri.“
Miðar hér á ferðalag okkar um landið í janúar.
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna
Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Margt er aðdáunarvert í sögu mannkynsins. Stórkostlegar uppgötvanir í vísindum, glæst listaverk og félagslegar umbætur. Því miður hafa átök og blóðsúthellingar einnig spilað stórt hlutverk. „Stríð er helsta hreyfiafl sögunnar“ - sagði rússneski byltingarleiðtoginn Leon Trotsky eitt sinn. Margir frægustu einstaklingar sögunnar voru herforingjar. Má nefna t.d. Napóleon og Alexander mikla. Að hafa stjórn á herjum og samræma aðgerðir á vígvelli er þó ekki hæfileiki sem öllum er gefinn. Í þessum þætti hefur Flosi tekið saman fimm einstaklinga sem hann telur langverstu herforingja sögunnar. Slakir leiðtogahæfileikar þeirra höfðu oft afdrifaríkar afleiðingar. Má telja fullvíst að þúsundir, jafnvel milljónir hafi glatað lífinu vegna vanhæfni þeirra.
Miðar hér á ferðalag okkar um landið í janúar.
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna
Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Þessi þáttur er í óformlegu samstarfi við Amnesty International á Íslandi. Flosi hefur lengi verið stuðningsmaður samtakanna og 16 ára gamall skrifaði hann bréf til Nicolai Ceausescu, þáverandi alvalds í Rúmeníu og krafðist þess að samviskufangar yrðu látnir lausir. Íslandsdeildin fagnaði 50 ára afmæli þ. 15 september síðastliðinn. Vakin er athygli á herferð samtakanna sem ber yfirskriftina „Þitt nafn skiptir máli“. Í þættinum er saga samtakanna jafnframt rakin og sagt frá málum sem eru aðkallandi.
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna
Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Sjaldan gerist það að maður verði frægur á einni nóttu. Svo var þó bókstaflega um Gísla Oktavíanus Gíslason frá Uppsölum í Selárdal. Hann var nánast algjörlega óþekktur áður en Ómar Ragnarsson, landskunnur sjónvarpsmaður, bankaði upp á hjá honum árið 1981. Þátturinn Stiklur var sýndur á jóladag árið 1981. Þá var íslenskt samfélag að nútímavæðast hratt. Allir vildu eiga nýjustu tækin, hvort sem um var að ræða litasjónvarp, myndbandstæki, fótanuddtæki eða Soda-Stream. Því sat þjóðin gapandi af undrun og horfði á viðtal við mann sem virtist eins og hann væri nýkominn frá 1881. Á Uppsölum var ekkert sjónvarp eða Soda-Stream. Þar var einfaldlega ekkert rafmagn né rennandi vatn. Gísli notaðist enn þá við orf og ljá. Hann heillaði fólk þó með einlægni sinni og glettni. Einnig er ekki annað hægt en að dást að seiglunni og ósérhlífninni sem einkenndi einbúann í Selárdal. En saga hans er þó einnig harmsaga manns sem átti vonir og drauma sem ekki rættust.
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna
Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Þann 24. febrúar árið 1978 fóru fimm menn frá Yuba-sýslu í Kaliforníu á körfuboltaleik í Chico, nálægum bæ. Uppáhaldsliðið þeirra var að keppa og vildu þeir styðja það. Sjálfir áttu þeir að leika mikilvægan leik daginn eftir. Þeir glímdu allir við minniháttar þroskahamlanir. Þeir stóðu sig þó almennt ágætlega í að takast á við áskoranir lífsins. Þeir voru allir í sama körfuboltaliðinu og daginn eftir var mikilvægur leikur. Sigurvegararnir áttu að fá í verðlaun vikuferð til Los Angeles. Allir voru þeir mjög spenntir fyrir því og ákveðnir í að sigra leikinn. Þetta var í síðasta skipti sem þeir sáust á lífi. Eftir nokkurra daga leit fannst bíll þeirra um 180 km norður af Chico en heimabær mannanna var í þveröfuga átt, um 80 km suður af Chico. Þeir höfðu keyrt upp í fjalllendið í Plumas-þjóðgarðinum. Allar götur síðan hefur þetta hvarf valdið miklum heilabrotum fólks. Sumir voru fljótir að afskrifa þetta vegna þroskaskerðingar mannanna. Ættingjum þeirra hefur alltaf sárnað sú umræða. Enda er nokkuð ljóst að mennirnir voru að miklu leyti færir um að sjá um sig sjálfir. Ýmsar kenningar hafa komið fram um hvað gæti hafa valdið þessu dularfulla hvarfi.
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna
Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Afríkuríkið Súdan hefur vissulega kynnst átökum áður en eftir borgarastyrjöld sem hófst 2023, ríkir þar nú slík óöld að annað eins hefur varla sést á heimsvísu í lengri tíma. Um 50 milljónir búa í þessu stóra landi. Um 13 milljónir eru nú á vergangi og án heimilis. Í nágrannalöndunum og víðar eru nú um 3-4 milljónir flóttamanna. Þeir aðilar sem berjast um völdin hafa beitt skefjalausu ofbeldi og svífast einskis. Ítrekað hefur verið ráðist á spítala og bílalestir með matvæli og lyf. Nauðgunum hefur verið beitt ítrekað sem vopni til að kúga íbúa. Erfitt er að meta mannfall því allir innviðir eru í rúst. Talið er að mannfall sé á bili 25.000 til 250.000. Herforingjastjórnin sem framdi valdarán lofaði lýðræðislegum kosningum hefur ekki staðið við það loforð. Auk þessa hefur staðið yfir þjóðarmorð á ýmsum hópum í landinu. Aðgengi að matvælum, rafmagni og hreinu drykkjarvatni er af skornum skammti. UN Women á Íslandi hefur beitt sér til að reyna að bæta kjör súdanskra kvenna sem eru sérstaklega útsettar fyrir kynferðislegu ofbeldi vegna stríðandi fylkinga. Við nutum aðstoðar þeirra við gerð þessa þáttar.
Kynnið ykkur starf UN Women á Íslandi hér: https://unwomen.is/
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna
Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Þrátt fyrir að vera leiðtogi smáríkis þá kom hann Kúbu ansi langt inn á leikborð alþjóðastjórnmála. Raunar var Kúba miðpunkturinn í deilu Sovétríkjanna og Bandaríkjanna árið 1962 en þá saup öll veröldin hveljur. Aldrei nokkurn tíma var eins mikil hætta á kjarnorkustríði milli stórveldanna. Fidel Castro er ugglaust einn umdeildasti leiðtogi sögunnar. Hann reif þjóð sína upp úr fátækt og stórbætti heilbrigðis - og menntakerfi. Andóf gegn stjórnvöldum var þó miskunnarlaust barið niður og fjölmiðlun var langt frá því að vera frjáls. Castro hafði mikla útgeislun og vakti athygli hvar sem hann kom. Í raun varð hann fyrirmynd byltingarmanna um allan heim. Hann sýndi öðrum leiðtogum rómönsku Ameríku að hægt var að standa upp í hárinu á Bandaríkjunum og losa landið við arðrán fyrirtækja þeirra og spillingu mafíunnar. Fólki er bent á að þættirnir um Ameríku-skólann (nr. 181) og Fulgencio Batista (nr. 198) tengjast þessu efni mjög. Mælum með að hlusta á þá.
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna
Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Í marsmánuði árið 2003 handtók FBI, alríkislögregla Bandaríkjanna, mann að nafni Andrew Carlssin. Það vakti miklar grunsemdir hve vel honum hafði gengið í verðbréfaviðskiptum. Á aðeins tveimur vikum hafði hann hækkað 800 dollara í 350 milljónir. Þetta gat ekki verið tilviljun. Hart var sótt að Carlssin í yfirheyrslum. Fólk vildi vita um hans bandamenn í fjármálageiranum sem höfðu mögulega lekið upplýsingum. Illa gekk að fá nokkuð út úr honum. Þegar honum var hótað langri fangelsisvist virtist hann loks tilbúinn til samninga. Lögreglumennirnir urðu þó dolfallnir er Carlssin bauð upp á lækningu gegn AIDS og upplýsingar um felustað Osama bin Laden, gegn því að fá skemmri vist eða sleppa alfarið við refsingu. Er hann var spurður hvernig hann gæti gefið þessar upplýsingar kom undarlegt svar. Carlssin sagðist vera tímaferðalangur frá árinu 2253.
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna
Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Þáttur dagsins fjallar um eitt alræmdasta tákn kalda stríðsins og "Járntjaldið" illræmda sem aðskildi Evrópu í marga áratugi. Vestur-Berlín hafði algjörlega sérstöðu. Borgin tilheyrði Vestur-Evrópu en var stödd mitt í kommúnistaríkinu sem var Alþýðulýðveldið Þýskaland, einatt kallað Austur-Þýskaland. Árið 1961 hófu yfirvöld í Austur-Berlín að byggja múr sem aðskildi borgarhlutana í tæpa þrjá áratugi. En af hverju var þessi múr reistur og hvaða afleiðingar hafði það? Við reynum að svara þeim spurningum í þessum þætti.
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna
Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Sumir lifa lengi en ævi þeirra er róleg og viðburðalítil. Svo var ekki hvað Göran Kropp varðaði. Hans drifkraftur var ást á fjallaklifri. Hann varð brátt vel þekktur í þeim heimi vegna mikillar útgeislunar en einnig sérvisku. Kropp var ekki hrifinn af því að fara auðveldustu leiðina. Hann leitaðist sífellt eftir nýjum og krefjandi áskorunum.
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna
Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
Svikahrappar og svindlarar hafa ætíð vakið sérstaka athygli og jafnvel aðdáun meðal almennings. Stundum er ekki annað hægt en að dáðst að hugkvæmni þeirra sem nýta sér persónutöfra og samskiptahæfni til að koma sér áfram í lífinu. Vissulega eru til svindlarar sem engin ástæða er til að dást að. Fólk sem markvisst nýtir sér jafnvel neyð annarra og hagnast á því. Carlos Henrique Raposo fellur ekki í þann flokk hreinræktaðra illmenna en svikahrappur var hann vissulega og er í dag fyrstur til að viðurkenna það. Carlos fékk viðurnefnið Kaiser því hann þótti líkjast Frans Beckenbauer sem var einatt kallaður "Keisarinn". Eins og margir ungir drengir í Brasilíu dreymdi Carlos um að verða frægur fótboltamaður. Hann hafði útlitið og stæltan líkama. Þó var eitt mikilvægt sem Carlos vantaði: Hann var vita hæfileikalaus í fótbolta. Carlos var þó ákveðinn í að láta það ekki stoppa sig.
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna
Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook
sammála þessu með fyrri heimstyrjöldina væri gaman að fá rosalega langan þátt um hana. það er svo erfitt að átta sig á henni
mjög skemmtilegur draugaþátturinn. Galdrar eru svo brillíant flóknir. skil ekki hvernig þeir komust í gegnum draugaþátt án þess að minnast á Skálmaldar draugaplötuna, Sorgir