DiscoverEin Pæling
Ein Pæling
Claim Ownership

Ein Pæling

Author: Thorarinn Hjartarson

Subscribed: 614Played: 20,954
Share

Description

Hlaðvarp
494 Episodes
Reverse
Þórarinn ræðir við Diljá Mist Einarsdóttur um hið ýmsa. Í upphafi þáttar er fjallað um kulnun, áhrif þess fyrirbæris á samfélagið og hvaða undirliggjandi þættir kunna að liggja að baki því að fólk fer í kulnun. Nú er stutt í sveitarstjórnarkosningar og því er rætt um stöðu Reykjavíkurborgar, samgöngur og hvort að Guðlaugur Þór Þórðarson sé að fara í borgina til að leiða Sjálfstæðisflokkinn. Að því loknu er rætt um kvenréttindi, útlendingamál, bakslagið og velferðarkerfið.- Ætlar Gulli í borgina?- Hafa stjórnmálamenn gengið of langt í umræðum um útlendinga?- Er til læknisfræðileg skilgreining á kulnun?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaelingeðaLeggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270Samstarfsaðilar:PoulsenHappy HydrateBæjarins Beztu PylsurDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.isFiskhúsið.isAlvörubón
Þórarinn ræðir við Jónas Atla Gunnarsson, hagfræðing og teymisstjóra Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar og framtíðarhorfur á fasteignamarkaði.Rætt er um hvaða áhrif húsnæðispakkinn kann að hafa á næstunni og hvernig það mun koma til með að birtast í efnahagskerfinu og á hinum pólitíska vettvangi.Fjallað er um leiguverð, fasteignaverð, óhagnaðardrifin úrræði, eftirlit og óháðar byggingarúttektir, hvort að fasteignir munu leita á kennitölur lögaðila, hlutdeildarlán, vaxtadóm hæstaréttar og stýrivexti.- Mun fasteigna- og leiguverð hækka á næstunni?- Hvaða pólitísku áhrif mun húsnæðispakkinn koma til með að hafa?- Er pólitískur vilji fyrir niðurgreiddu húsnæði óhagnaðardrifna leigufélaga?- Hvaða áhrif mun vaxtadómur hæstaréttar hafa á framtíðina?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.is
Þórarinn ræðir við Jökul Sólberg, frumkvöðul og sósíalista, um heimspekileg og hugmyndafræðileg ágreiningsefni.Fjallað er um samþykktan kúltúr, afhverju stjórnmál eru horfin úr tónlist og öðrum listgreinum, Kína, woke-ið, Gísla Martein og margt fleira.- Er Kína með lausnirnar?- Er Gísli Marteinn þverskurður þjóðarinnar?- Afhverju er pólitík horfin úr tónlist?Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.is
Þórarinn ræðir við Sverra Helgason um ýmis mál. Hann hefur verið sagður vera öfgamaður en hann lætur fram sín sjónarmið á hvassan hátt á samfélagsmiðlinum X. Rætt er um skólakerfið, ungu strákana, öfgahægrið, leikreglur leyfilegrar umræðu, skautun, kynjastríðið, að sundra og drottna. RÚV, stöðu kirkjunnar og margt fleira.- Er allt hægramegin við miðju öfgahægri?- Hvernig sér Sverrir fyrir sér framtíðina? - Hvað vilja ungir strákar í pólitísku samhengi?Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.is
Þórarinn ræðir við Hlédísi Maren Guðmundsdóttir, félagsfræðing, um bakslag í femíniskri baráttu. Hlédís er gagnrýnin á framgöngu kvenréttindabaráttunnar undanfarin ár og telur að innflutt orðræða sé beggja megin á hinum pólitíska ás.Rætt er um félagslegt taumhald, athugasemdakerfin, femínisma, stalíníska skoðanakúgun, útlendingamál og útlendingastofnun, móðurhlutverkið, faraldursárin, háskólasamfélagið, gildi og viðmið, fjölmenningu og tilgang lífsins.- Afhverju er Hlédís hrædd við að labba ein heim úr bænum?- Afhverju hafa hlutverk kvenna breyst?- Er bakslag?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.is
Þórarinn ræðir við Sölva Tryggvason, hlaðvarpsstjórnanda og Gunnar Dan sem einnig er hlaðvarpsstjóri og margt fleira.Farið er um víðan völl og rætt um samsæriskenningar, lyfjanotkun, skjánotkun barna, samfélagsmiðla, geimverur, stjórnmálin, almenningsumræðu, slaufanir og margt fleira.- Afhverju var Sölvi Tryggva valinn til þess að vera slaufaður?- Er lyfjanotkun barna í dag skynsamleg?- Hvernig má takast á við skjánotkun ungs fólks?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.is
Þórarinn talks with Gale Pooley, co-author of the book Superabundance, written together with Marian Tupy.They discuss the ideas in the book and how they challenge conventional views about scarcity, economic growth, and the future. The conversation also touches on Iceland, the European Union, and the United States’ perspective on Europe, as well as topics like ideology, politics, knowledge, and innovation.Gale explains how the Simon Abundance Index and Time Prices demonstrate that when people have the freedom to create and use knowledge, abundance and quality of life increase—no matter where they are in the world.In the context of Europe, the discussion covers issues such as energy, fertility, migration, freedom of expression, defense, and the influence of tech giants like Elon Musk on innovation and the future—among many other topics.Could Iceland be entering a new era of progress in closer alignment with the United States?How can Europe address its fertility challenges?How can Gale’s ideas be applied to boost economic growth in Iceland?These questions are explored here.
Þórarinn tekur hús á ungum sjálftæðismönnum á sambandsþingi SUS. Rætt er um stöðu flokksins, hlutverk ungra sjálfstæðismanna, húsnæðismál, væl ungmenna, Miðflokkinn og margt annað.Rætt er við, í þessari röð, Hermann Nökkva Gunnarsson, Höllu Margréti, Júlíus Viggó, Steinar Inga, Tómas Orra, Unni Elínu og Viktor Pétur. Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur AlvörubónFiskhúsið Drifa.is Palssonfasteignasala.is
Kristján Ra hefur marga fjöruna sopið á Íslandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Hann hefur 30 ára reynslu í viðskiptum, kom að stofnun Skjás eins sem nú er Sjóncarp Símans, fjölmörgum leikhúsverkefnum, veitingarekstri og öðrum rekstri.Kristján hefur hins vegar áhyggjur af rekstrarumhverfi á Íslandi. Hann segir að það séu óveðurský er varðar fjölmiðlaumhverfi á Íslandi og að fjölmiðlar reki sig að miklu leiti eins og samfélagsmiðlar.Rætt er um virkjanamál, menntamál og margt fleira í þessu samhengi.
Þórarinn mætir á landsþing Miðflokksins og ræðir þar við Sigmund Davíð, Björn Inga Hrafnsson, Kjartan Magnússon, Snorra Másson, Bergþór Ólason og Sigríði á Andersen í þessari röð.
Þórarinn ræðir við Uglu Stefaníu Kristjönu- Jónsdóttur um transmálin á Íslandi.Fjallað er um hvernig umræðan hefur breyst, bakslagið, trans börn, hversu mörg kyn það séu, leikjafræði umræðunnar, afhverju transfólk er alltaf vinstrisinnað, hatursorðræðu, búningsklefamálin, hvort að trans konur eigi að vera í kvennaklefa í sundi, hormónameðferðir, stöðuna í Bandaríkjunum og Bretlandi og margt fleira.Ugla segir að á Íslandi sé umræðan almennt betri en gengur og gerist erlendis þrátt fyrir að hafa versnað. Hún telur mikilvægt að viðhalda þeirri stöðu og til þess að gera það þurfi að eiga heilbrigðar samræður. Hún segir internetið valda því að varhugaverðir aðilar nái tökum á umræðunni sem að í kjölfarið auki skautun hjá báðum fylkingum.- Telur Snorri Másson Uglu vera karlmann?- Eru hormónameðferðir afturkræfar?- Er hægt að sannfæra börn um að þau séu trans?- Hvað er hatursorðræða?Þessum spurningum er svarað hér.
Þórarinn ræðir við Júlíus Viggó Ólafsson en hann er nýr formaður Samtaka ungra sjálfstæðismanna. Farið er um víðan völl og rætt um stöðu Sjálfstæðisflokksins, Charlie Kirk, tjáningarfrelsi, villta vinstrið, útlendingamál, viðhorfsbreytingar ungs fólks og margt fleira.- Ætti Sjálfstæðisflokkurinn að hætta að hafa áhyggjur af villta vinstrinu?- Hvernig mun Sjálfstæðisflokkurinn takast á við vinsældir Miðflokksins?- Á að verja tjáningarfrelsi Charlie Kirk?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  FiskhúsiðDrifa.isPalssonfasteignasala.isHeitirpottar.is
Þórarinn ræðir við Lilju Dögg Alfreðsdóttir um stöðu Framsóknar, stjórnmálin á Íslandi, hælisleitendamál, verðbólgu á Íslandi, fæðingartíðni, gildi, menningu og menntamál og menntamálaráðherra.Lilja segir að Framsóknarflokkurinn myndi breytast töluvert undir hennar stjórn. Flokkurinn yrði bæði meira hugmyndafræðilegur en einnig myndi Lilja vilja að flokkurinn myndi einbeita sér að hagsmunu Íslands og Íslendinga.Hún hefur áhyggjur af fæðingartíðni og segir hælisleitendakerfið í þeirri mynd sem það er í dag algerlega ónýtt. Hún segir að Íslendingar hafi þurft að hafa fyrir því að móta þau gildi sem hér eru við lýði og að hún sé ekki tilbúin að gefa neinn afslátt í þeim efnum.Menntamálin eru einnig rædd en Lilija segir að þar þurfi augljóslega að gera breytingar. Hún telur að auka þurfi við verkefni á borð við Kveikjum neistann undir leiðsögn Hermundar Sigmundssonar.- Hvað vill Lilja gera í hælisleitendamálum?- Hver verður næsti formaður Framsóknar?- Hvað finnst Lilju um nýjan menntamálaráðherra?Þessum spurningum er svarað hér.
Þórarinn ræðir við Hannes Hólmstein Gissurarson prófessor emeritus við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Í þættinum er farið um víðan völl og rætt um menningarstríðið, sveitarstjórnarkosningar, stöðu Sjálfstæðisflokksins, lýðsrkum, slaufun Hannesar úr háskólanum, kynjafræði, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs, vinstrimenn og margt fleira.Hannes segir kynjafræði vera gagnslausa námsgrein sem geti einvörðungu skapað störf sem sérstaklega eru búin til fyrir þá sem úr greininni útskrifast og sé þá greidd af skattgreiðendum. Rætt er mikið um háskólasamfélagið og meðal annars gerð upp sú atburðarrás þegar Hannes Hólmsteinn hætti kennslu en hann átti sér marga andstæðinga innan veggja Háskólans sem þráðu ekkert heitar en að hann myndi ljúka kennslustörfum.Hannes telur samfélagið vera að sumu leiti á rangri leið og nefnir í því samhengi þá meinsemd að fólk geti skilgreint sig sjálft og að margir kjósi að gera það. Þá telur hann ólýðandi að fólk geti skilgreint sig sjálft sem öryrkja og að karlmenn eigi ekki að geta skilgreint sig sem konur og farið inn í búningsherbergi kvenna.- Hvað gerist þegar fólk fær að skilgreina sig sjálft?- Var Hannesi Hólmsteini slaufað úr HÍ?- Er kynjafræðin gagnslaus?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  Fiskhúsið
Björn Jón Bragason er sagnfræðingur, bókahöfundur og kennari en hann er einnig hlustendum hlaðvarpsins kunnugur. Í þessum þætti er rætt um stöðu íslensk samfélags frá heimspekilegu sjónarmiði.Útlendingamál hafa verið mikið til umræðu undanfarin misseri en Björn Jón telur stöðuna vera bæði ósjálfbæra og óviðunandi. Hann gerir félagslegu taumhaldi og auðmagni góð skil og ræðir um það hvort að fjölbreytni sé í eðli sýnu styrkur.Einnig er rætt um þau letjandi áhrif sem aukin umsvif hins opinbera hafa á félagsstarf, eldra fólk, Bandaríkin, menntamálin, sýn hinna útvöldu og það hvort að menntamálaráðherra sé starfi sýnu vaxinn.- Er menntamálaráðherra starfi sínu vaxinn?- Minnka umsvif hins opinbera félagslegt auðmagn?- Afhverju komum við jafn illa fram við eldra fólk og raun ber vitni?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Sæþór Benjamín Randalsson, nýjan leiðtoga Sósíalistaflokksins, um stjórnmálin, woke-ið, húsnæðismál, mannréttindi, yfirtöku í Sósíalistaflokknum, peningamál Sósíalista, hvort að Sæþór sé Íslendingur og margt fleira.Sæþór Benjamín segist hafa lært mikið af Sólveigu Önnu undanfarin misseri en hann hefur einnig setið í stjórn Eflingar stéttarfélags undanfarin ár. Hann telur að auka þurfi grasrótarstarf innan Sósíalistaflokksins en hann vandar gömlu forystunni ekki kveðjurnar í þessu hlaðvarpi. Hann segir mikla leynd hafa ríkt yfir peningamálum Sósíalistaflokksins sem enn eigi eftir að greiða úr og að mikilvægt sé að flokkurinn hreinsi af sér allt sem við kemur woke-inu sem hann telur vera "dauðaköltsvinstri" sem sé engum til bóta. Þar að auki er rætt um mannréttindi og Kína en hann telur að Ísland geti lært margt af Kína sem hann segir að standi mun framar sínu upprunalandi sem eru Bandaríkin.- Afhverju vill Sanna Magdalena ekki tala við nýja forystu Sósíalista?- Afhverju er woke-ið dauðakölt?- Mun Sólveig Anna stíga inn á svið sveitarstjórnarmálanna?- Munu peningamál gömlu forystu Sósíalistaflokksins skýrast?Þessar spurningar eru ræddar í þessum þætti.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Dóra DNA, þúsundþjalasmið með meiru, um heima og geima. Í upphafi er rætt um reynslu Dóra af þyngdarstjórnunarlyfjum og hvaða áhrif þau gætu haft til framtíðar. Sú umræða er sett í samhengi við áhrif samfélagsmiðla á allt sem við kemur hinu mannlega og hversu erfitt er að eiga samskipti í því fuglabjargi sem að samfélagsmiðlar sannarlega eru.Þar að auki er rætt um nútímatrend, útlendingamál, leiðtogaleysi í heiminum, endurkomu Kristni meðal ungs fólks, kvikmyndasjóð, Trump og testasterone, golf, slaufunarmenningu hægrimanna, og margt fleira.- Afhverju sækja kokkálar og ungir menn sitt testasterone í áttræðan karlmann?- Afhverju er leiðtogaleysi í síkvikari heimi?- Afhverju er ungt fólk að verða Kristið?- Hvað gerist þegar myndarlegar konur verða hægrisinnaðar?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling  eða  Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar: Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón FiskhúsiðHeitirpottar.isDrifa.is
Þórarinn ræðir við Bergþór Ólason um stjórn- og samfélagsmál nútímans og snert á ýmsu.Fjallað er um útlendingamál, transmál, fjárlögin, Charlie Kirk, Snorra Másson, ungt fólk sem færir sig í auknum mæli til hægri, tjáningarfrelsi, erlenda glæpahópa, og margt fleira. Bergþór telur að hatursöflin séu betur skipulögð á vinstri væng stjórnmálanna þrátt fyrir það að umræður um þessi mál bendi til hins gagnstæða.- Er munur á líffræðilegu og félagslegu kyni?- Er hatur vinstrivængsins betur skipulagt en á hægrivængnum?- Hvernig vill Miðflokkurinn tækla erlenda glæpahópa?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  Fiskhúsið
Þórarinn ræðir við Pál Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði, um skipulag Reykjavíkur, stjórnmálin, fæðingartíðni, hvort fólk eigi að búa á byggingarreitum, hvaða byggingarreitir hafa verið slæmir og borgarlínuna og fleira.Jakob er verulega gagnrýninn á stefnu skipulagsmála hjá Reykjavíkurborg og telur hann að það skapi ýmis fyrirsjáanleg vandamál. - Er hægt að yfirfæra skipulagsmál í Danmörku á Ísland?- Á lækkun fæðingartíðni rætur að rekja til skipulagsmála?- Er borgarlínan orðin þráhyggja?Þessum spurningum er svarað hér.
Þórarinn ræðir við Sigurjón Þórðarson, alþingismann Flokks fólksins, um ýmis mál sem snúa að stjórnmálum á Íslandi Fyrst er rætt um strandveiðar en Sigurjón hefur oft verið nefndur í samræðum um þau mál vegna báts sem hann á og hann hefur nýtt til strandveiða. Þórarinn spyr hvort að hann sé ekki að ganga eigin erinda með því að auka strandveiðikvótann og tekist er á um það. Sigurjóni þykir vegið að tungumálinu í íslensku samfélagi í dag og segir hann nauðsynlegt að þeir sem sinni þjónustu á Íslandi tali íslensku. Hann segir að leigubílamálin séu komin út í óefni og að einn angi þeirra sé tungumálið en ekki síður ofbeldismál sem myndbönd hafa náðst af undanfarið þar sem erlendir leigubílstjórar hafa hagað sér misjafnlega. Þar að auki er rætt um hælisleitendamálin, stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs, hvort að Ísland eigi að taka á móti fleiri Palestínumönnum, kulnun, menntamál og margt fleira. - Var Sigurjón að moka undir eigin rass í strandveiðimálinu? - Á að banna leigubílstjóra sem tala ekki íslensku? - Á Ísland að taka á móti flóttafólki frá Palestínu? - Hvað er kulnun í starfi? - Eigum við að breyta okkar gildum til að komast til móts við fólk sem hingar leitar?Þessum spurningum er svarað hér.Til að fá þætti hlaðvarpsins án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á:  Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:  Poulsen  Happy Hydrate  Bæjarins Beztu Pylsur  Alvörubón  Fiskhúsið
loading
Comments 
loading