DiscoverEin Pæling
Ein Pæling
Claim Ownership

Ein Pæling

Author: Thorarinn Hjartarson

Subscribed: 187Played: 7,147
Share

Description

Hlaðvarp
363 Episodes
Reverse
Þórarinn ræðir við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, oddvita í Reykjavík um stefnu Viðreisnar fyrir komandi kosningar.Til að styrkja þetta framlag má fara á www.pardus.is/einpaeling
Þórarinn ræðir við Jón Pétur Zimsen um stöðu skólamála. Fjallað er um foreldra, símanotkun, tölvuleiki, stjórnmálin, pólitíkina innan Kennarasambandsins, hvernig kennarar geta brugðist við og margt fleira.Til að styrkja þetta framlag má fara á www.pardus.is/einpaeling
Viðburður hlaðvarpsins Ein Pæling í Minigarðinum þar sem rætt var við Heiðar Guðjónsson og Þórð Pálsson.Er réttlæti það sama og hefnd?Hver er fórnarkostnaður rétttrúnaðarins?Getur frjálshyggja bætt stöðu ríkisins?Til að styrkja þetta framlag má fara inn á www.pardus.is/einpaeling
Þórarinn ræðir við Hermund Sigmundsson um skólakerfið á Íslandi sem hefur að undanförnu verið mikið til umræðu og tekið hröðum breytingum.Til að styrkja þetta framtak má fara á www.pardus.is/einpaeling
Þórarinn ræðir við Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdarstjóra Samtaka atvinnulífsins um stjórnmálin á Íslandi, skattpíningu, orkumál, framleiðni innan stofnanna hins opinbera, og verðstöðuleika ríkisstjórnarinnar.Hlaðvarpið í heild á www.pardus.is/einpaeling
Þórarinn ræðir við Brynjar Níelsson um hin ýmsu mál. Fjallað er um hælisumsókn Yazan Tamimi, fjölskylduna, Sjálfstæðisflokkinn, heilbrigðiskerfið, fórnarlambavæðingu og akademískar stofnanir innan veggja Háskóla Íslands, hvað það sé að vera umdeildur maður og margt fleira.Hlaðvarpið í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling
Þórarinn ræðir við Helga Ómarsson, hlaðvarpsstjórnanda og áhrifavald, um rétttrúnað. Fjallað er um nauðganir, klefamenningu, ljúfa menn, hvort að samúð sé alltaf jákvætt afl, tilfinningar, karlmennsku woke og margt fleira.Hlaðvarpið í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling
Þórarinn ræðir við Anton Svein McKee um stjórnmálin, ólympíuleikana, árangur, þrautseigju, eldmóð og hvað það kostar að ná árangri á stærsta sviði íþróttanna.Hlaðvarpið í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling
Þórarinn ræðir við Birgi Hákon um hnífaburð ungmenna, pólitíkina í undirheimunum, eiturlyfjasölu, skemmtanalífið og margt fleira.Til að styrkja þetta framlag má fara á www.pardus.is/Einpaeling
Þórarinn ræðir við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins í annað sinn. Að þessu sinni er rætt um stjórnmálin, fjölmenningu, hnignun Vestrænnar menningar, vanrækt saga Íslands, fordóma í garð fyrri kynslóða og margt fleira.Til að styrkja þetta framlag má fara á www.pardus.is/einpaeling
Þórarinn ræðir við Gísla Frey Valdórsson, kollega sem heldur úti Þjóðmálum. Í þessum þætti er rætt um stöðu ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokksins sérstaklega, gengdarlaus ríkisútgjöld, rétttrúnaðinn, eitraðar karlmennsku, fjölmiðlanefnd, mannréttindastofnun, upplýsingaóreiðu í veirufaraldri og margt fleira.Hlaðvarpið í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling
Þórarinn ræðir við Sigurð Orra Kristjánsson um stjórnmálin, afhverju hann hætti í Samfylkinguna fyrir Viðreisn, ESB, efnahagsmálin, Bandarísk stjórnmál, rétttrúnað og margt fleira.Til að nálgast þáttinn í heild sinni má fara á www.pardus.is/einpaeling
Björn Brynjúlfur Björnsson er framkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs. Í þessum þætti er rætt um stöðu barna í skólakerfinu og varhugaverða þróun á hinum ýmsu sviðum. Rætt er um PISA-kannanir, hagsmunaöfl kennara, stjórnmálin, afhverju foreldrar eigi rétt á því að nálgast gögn um árangur barnanna sinna og hvað sé til ráða.Til að styrkja þetta framlag má fara inn á pardus.is/einpaeling
Georg Leite er bareigandi í Reykjavík og frumkvöðull á ýmsum sviðum. Í þættinum er rætt um breytingar á skemmtanalífi undanfarin ár sem Georg segir birtast í aukinni glæpa of ofbeldistíðni og telur hann lögregluna hafa fá úrræði til þess að takast á við þennan nýja veruleika.Þá er einnig rætt um getu Íslands til þess að taka á móti fólki með erlendan bakgrunn, rasisma, fréttaumfjallanir og margt fleira.Hlaðvarpið í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling- Kemur hnífsstunguárás á Menningarnótt fólki á óvart?- Er miðbær Reykjavíkur orðinn hættulegri en áður?- Getur lögreglan tekist á við nýjan veruleika?- Afhverju er erlendum aðila sem fremur hundruð afbrota ekki vísað úr landi?Þessum spurningum er svarað hér.
Þórarinn ræðir við Ágúst Bjarna, þingmann Framsóknarflokksins um húsnæðismál, útlendingamál, stöðu ríkisstjórnarinnar og stöðu skólamála. - Er eyðsla stjórnvalda áhyggjuefni ríkisstjórnarinnar? - Heldur ríkisstjórnin? - Hvað er hægt að gera í húsnæðismálum? Þessum spurningum er svarað í þættinum. Sjá þátt í heild á www.pardus.is/einpaeling
Þórarinn ræðir við Agnar Tómas Möller um stöðu efnahagsmála. Fjallað er um hvort að hægt sé að lækka stýrivexti, skuldabréfakaup, stjórnmálin, vinnumarkaðinn og margt fleira.Hlaðvarpið í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling
Þórarinn ræðir við Guðmund Fertram, stofnanda og forstjóra Kerecis. Fjallað er um stöðu Landspítalans, innviði á Vestfjörðum, stjórnmálin og ríkisstjórnina, orkumál, samgöngumál, yfirstéttina úr Reykjavík, alræði neitunarvaldsins, fiskeldi og margt fleira.
Atli Harðarson er prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Í þessum þætti eru hugmyndir og bækur Jonathan Haidt ræddar og þá sérstaklega hans nýjasta, The Anxious Generation sem fjallar um aukinn kvíða barna sem Haidt telur eiga rætur sínar að rekja í símanotkun.
Ómar Annisius er fyrrum sérsveitarmaður en starfar í dag sem aðstoðaryfirlögregluþjónninn á Keflavíkurflugvelli. Í þessum þætti er rætt um stjórn og málefni landamæraeftirlits. - Er óstjórn á landamærunum?- Hver eru áhrif stjórnmálanna?- Hvaða áhrif hefur umræðan á störf lögreglu?Þessum spurningum er svarað hér.Hlaðvarpið í heild: www.pardus.is/einpaeling
Diljá Mist Einarsdóttir mætir til að ræða rétttrúnaðinn, stjórnmálin, stöðu Sjálfstæðisflokksins, útlendingamál og margt fleira.- Veitum við innflytjendum súkkulaðipassa í mannréttindamálum?- Hvað þarf Sjálfstæðislfokkurinn að gera til að auka fylgið?- Er ofstækisfólk haldið sjálfshatri?- Hvernig viðhöldum við eigin gildum er varðar jafnrétti?Þessum spurningum er svarað hér.Hlaðvarpið í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling
loading