Ellefu Bíó

Hugleikur Dagsson fær til sín góða gesti og spyr þau 11 spurninga um mikilvægustu bíómyndirnar í lífi þeirra.

15: Jóhann Ævar Grímsson

Hefnandinn og höfundurinn Jóhann Ævar Grímsson, AKA ÆvorMan, AKA GrímsÆvintýrið, AKA Ævar hinn Grái býður Hulla heim til sín og ræðir við hann um ellefu mikilvægustu myndirnar í lífi sínu ásamt vörubílsfarmi af honorary mentions. 

06-05
01:23:40

14: Emmsjé Gauti

Þjóðskáldið Gauti Þeyr Másson sækir Hulla heim í hlaðvarpshreiðrið og fer gaumgæfilega yfir smekk sinn hvað kvikmyndir varðar.

05-22
01:27:48

13: Unnsteinn Manuel

Allskonar listamaðurinn Unnsteinn Manuel Stefánsson taldi upp bíó-ellefuna sína með Hulla. 

05-15
01:15:51

12: Una Torfa

Lagasmiðurinn og listkempan Una Torfadóttir taldi upp sínar mikilvægustu kvikmyndir í Ellefu hellinum. 

05-08
01:11:39

11: Bergur Ebbi

Grínistinn og spekingurinn og lagafílarinn Bergur Ebbi Benediktsson fer í gegnum bíógláp lífs síns í 11 þrepum með Hulla sínum. 

05-01
01:31:10

10: Guðrún Sóley Gestsdóttir

Kastlýsirinn Guðrún Sóley hittir Hulla og kastar ljósi á kvikmyndir lífs síns.

04-24
01:02:53

9: Ingunn Lára Kristjánsdóttir

Grín- leik- og fjölmiðlakonan Ingunn Lára fór yfir helstu kvikmyndir heimsins með Hugleiki.

04-17
01:15:17

8: Lóa Hjálmtýsdóttir

Teiknarinn, rithöfundurinn og söngvarinn Lóa Hjálmtýsdóttir átti gott spjall við Hullsuna um líf sitt í 11 ræmum.

04-10
01:19:17

7: Stefán Ingvar Vigfússon

Grínistinn, pistlahöfundurinn og tilfinningaveran Stefán Ingvar Vigfússon segir Hugleiki hvaða 11 myndir skipta rassgats máli í hans tilveru. 

04-03
01:22:48

6: Sindri Sparkle

Grínistinn og fánafræðingurinn Sindri Sparkle deilir sínum 11 útvöldu ræmum með Hullanum. 

03-27
54:57

5: Valdimar Guðmundsson

Söngfuglinn Valdimar Guðmunds segir Hulla litla frá 11 mikilvægustu bíómyndum lífs síns. 

03-20
01:06:06

4: Snjólaug Lúðvíks

Grínistinn Snjólaug Lúðvíksdóttir settist niður og ræddi við Hulla um 11 kvikmyndirnar í lífi sínu. 

03-06
52:06

3: Halldór Baldurs

Halldór Baldursson, skopteiknari Íslands, fabúlerar við Hugleik um þær 11 kvikmyndir sem móta hann sem persónu. 

02-27
01:16:49

2: Hrönn Sveinsdóttir

Hrönn Sveinsdóttir, Bíóstjóri Paradísar, segir Hulla hvaða 11 kvikmyndir skipta máli í þessu lífi. 

02-21
59:38

1: Ari Eldjárn

Ari Eldjárn, uppstandari Íslands, ræðir við Hullsubrauðið um líf sitt í 11 kvikmyndum. 

02-20
01:27:05

Recommend Channels