Fílalag

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur. Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi. Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.

Ef ég nenni – Ávöxtur í augnhæð

Helgi Björns – Ef ég nenni Slyddugremjan, rokið í hausnum, myrkrið í sálinni. Bless á þetta allt. Sýrustigið í maganum, slátturinn í brjóstinu, munnangrið. Verið þið sæl. Stundum þarf bara að taka stærstu gangstéttarhelluna og keyra hana í gegnum kjallaragluggann til að opna fyrir flæðið, andrýmið og orkuna. Helg eru jól, heilög sé sól, sú […]

12-19
01:11:32

Come On, Let’s Go – Kommon. Letsgó.

Ritchie Valens – Come On, Let’s Go Hér fer fram hugmyndafræðileg fílun á andkvíðalyfinu sem gengið hefur undir nafninu rokk og ról. Farið er í frumfílun á fyrsta útgefna lagi Ritchie Valens sem hann samdi og tók upp þegar hann var sextán ára gamall og hefur hinn mergjaða titil: “Come On, Let’s Go”. “Öllu er […]

12-12
49:36

Brown Eyed Girl – Frum-fenið

Van Morrison – Brown Eyed Girl George W. Bush í baði. Þröstur á grein. Fáviti að spóla úti á Granda. Dalalæða og derringur. Og þú brúneyga stúlkan mín. Hlaupa og hlæja og detta. Leiddu mig í lundinn. Morgunroði, dögg. Dick Cheney klippir táneglur. Mín liljan fríð.

11-28
01:13:44

Brimful of Asha – Barmur plús harmur deilt með takmarkaleysi

Cornershop og Norman Cook – Brimful of Asha Rómúlus og Remus totta spena. Fjörutíu og fimm snúningar á mínútu. Níl flæðir yfir bakka sína. Villigöltur hleypur í skjól. Hlöður fyllast. Sósan flæðir. Tuttugu og níu ára grafískur hönnuður hálsbrýtur sig í stiga. Rjóminn flæðir. Varir brosa, mjaðmir dilla, froðu fleytt af glasabarmi. Spilakassar syngja. Smálán […]

11-14
01:09:18

Sweet Jane – Kontrapunktur kúlsins

Velvet Underground – Sweet Jane Starfsmaður vegabréfaeftirlits á JFK-flugvelli horfir rannsakandi en kæruleysislegum augum þráðbeint framhjá þér. Í belti hans 9mm Glock, í vasa hans valdið, pakki með sex þurrum Orbit-þiljum. Það má skera loftið með kauðalegum smjörhníf sem átta ára barn kom með heim úr smíðatíma. Það má skera loftið niður í þykkar lifrapylsusneiðar.  […]

10-03
01:15:04

Moonlight Shadow – Miðilsfundur á Myrká

Mike Oldfield og Maggie Reilly – Moonlight Shadow Viðjulauf. Hvítir náttkjólar. Gólandi hundur. Skothvellur í fjarska og silkimjúkt myrkrið. Tonn hughrifa í eldspýtustokki. Heil veröld sem örbylgjumáltíð. Hvísl, þyngsli, sorg, gall. Þú gengur inn í blómabúð í leit að samúðarkorti og það er farið með þig á bakvið og fyrr en varði ertu í seftjörn […]

09-26
01:00:10

Fylgd – Áminning til labbakúta

Heimavarnarliðið – Fylgd Volkswagen bjöllur. Súld. Hagatorg. Gamla góða Keflavíkurgöngugreddan. Fegurð. Sveit í borg. Hólkvíðar skálmar undir heiðum himni. Bollasúpa. Breznev. Þjóðviljinn. Hermannajakkar. Ljóðabækur. Mussur þvegnar í læk þar sem nú er Smáralind. Lektorar. Billiard. Bartar og brjóstahaldarabrennur. Mundu, að þetta er landið þitt.

09-19
01:10:16

Serbinn – Segulsvið svitans

Bubbi – Serbinn Fjörutíu metrar á sekúndu. Ekki vindhviða heldur beinstíf leiðsla af flæðandi draugum inn í himinhvel hugans. Lax í dauðakippum. Eggjarauð kokteilsósa. Ok uxans. Minkafeldur suður slavneska herrans. Hringar Salómons. Framundan er bara vegurinn. Ekki Nebraska-vegurinn hans Steina heldur eitthvað miklu naprara og tærara. Slétta melrakka og vofunnar í hvilftinni. “Glitrar grund og […]

09-12
56:54

Hotel California – Ernir. Síðari hluti. Vængir bráðna.

Eagles – Hotel California Lagið sem er fílað í dag ætti með réttu að vera síðasta lag sem Fílalag tekur fyrir (engar áhyggjur, það er það ekki, við erum rétt að byrja nýja seríu). Ástæða þess að það ætti að vera síðasta lagið sem við fílum er vegna þess að það er ósköp erfitt að […]

09-05
01:46:19

Lyin’ eyes – Ernir. Fyrri hluti. Að þolmörkum

Eagles – Lyin’ Eyes Kjarnasamruni. Reykjanesbrautin. Daðrið í myrkrinu. Augun, köldu krumlurnar, kæfisvefnsgræjurnar. Skiptilyklar, kokteilar, seðlaveski, bros. Gardínur í vindinum. Marge Simpson með varalit. Perlurnar, tárin, orðin. Söngur hjartans. Magasár, móðurmjólk, úraníumstútur. Langdrægir kjarnaoddar, kók, dagblað, sófasett, hott hott á hesti. Út að þolmörkunum. Einu sinni enn. Hringdu bjöllunni, að hlið vítis, einu sinni enn. […]

08-29
01:45:56

Geislinn í vatninu – Seiglan og lopinn

Hjálmar – Geislinn í vatninu Á borðið er lagður pottréttur, pottþéttur og piparlagður. Flúðasveppirnir löngu orðnir hluti af sósunni. Hvaðan kom þessi brögðótta en samt basic himnasending? Stundum er stöðum líst þannig að Guð hafi yfirgefið þá. “God forsaken” nefnist þetta á ensku. Sama hvað má segja um Ísland væri líklega aldrei rétt að segja […]

05-30
01:06:28

Wonderful Tonight – Dýrinu klappað

Eric Clapton – Wonderful Tonight Hápunktur. Lágpunktur. Stærðfræðilegur ómöguleiki. Mjótt mitti, lint typpi, í hjartanu nagandi ótti. Armani, Rolex, enginn náungakærleikur. Laxá í Ásum, kókómjólk og happaþrenna, kláði. Ferrari, Stratocaster, Château Mouton Rothschild. Connor. Covid. Cocaine. Drukknun, sukk, ólukka. Peningar, klikkun, kynlíf, krossgötur. Mæða, æði, græðgi, blæðing. Depurð, fegurð, dökk og yfirgengileg. Himinn bólstraður leðri. […]

05-23
01:17:32

Superman – Kaðlastigi úr kúlheimum

Trabant – Superman Tuttugu hestar hníga niður í miðri Ártúnsbrekku og leysast upp í grárri malbiks-súldinni í krampakenndum íslenska-dansflokks-hnykkjum. Gallajakka er rennt gegnum pre-reykingabanns íslenskt djamm-sumar og grafinn undir krossi að hausti. Neó-rómantísk tár falla og springa á köldum marmara eins og kristalskúlur í sjónvarpsmynd eftir Egil Eðvarðsson. Gult suð í höfði, veggur sem krefst […]

05-16
51:38

Don’t Know Much – Sölufuglinn

Linda Ronstadt og Aaron Neville – Don’t Know Much Linda Ronstadt er svalan sem syngur fyrir Bandaríkin. Að vísu hefur hún misst röddina nú því hún þjáist af taugasjúkdómi sem veldur skjálfta í líkamanum – en hott hott á hesti hvað hún hefur skilað inn drjúgu ævistarfi. Hún hefur líka sungið allt mögulegt: rokk, kántrí, […]

05-09
01:00:16

Það er puð að vera strákur – Puðið og tuðið

Bjartmar Guðlaugsson – Það er puð að vera strákur Núna geta allir loksins sofnað rótt. Hvort sem þið eruð langt leidd af klámfíkn, fransk-rennilása-læst í gamer-stól eða að klára mastersgráðu í þróuðu hugvísindanámi þá verða hér leidd fyrir ykkur sönnunargögn af safaríkara taginu. Um er að ræða titilag af plötu með Bjartmari frá 1989, en […]

05-02
01:03:34

More Than Words – Hegningarlagabrot

Extreme – More Than Words Everly Brothers sönnuðu það á sínum tíma að það er hægt að bora ansi mikið inn í kvikuna með einföldu gítarspili og tveimur röddum – og ef það er gert rétt, þá virkar sama formúlan ár eftir ár. Metal-hljómsveitin Extreme gaf út sitt frægasta lag á kraftbölluðuárinu mikla 1991 en […]

03-28
52:20

Masters of War – Mölétin mennskan

Bob Dylan – Masters of War Hamstur í örbylgjuofni. Óður maður á eplakassa. Skraufþurr heysáta. Vítisvélar á himni. Reikningur greiddur. Thank you ma’am. Rop og skyggðar rúður. Regn fellur á svörð. Þungamálmar fluttir á teinum. Rafmynta-reikningur opnaður á Ermasundseyju. Kúlur steyptar í mót. Krumla hvítnar á stýri. Leikfimissalur opnast, skref húsvarðar bergmála á körfuboltaspjöldum. Veðmálið […]

03-07
01:29:01

Make You Feel My Love – Knúið af kúlusúkk

Bob Dylan – Make You Feel My Love Það er erfitt að skilja Dylan. Djúpur? Já. Nóbelsverðlaunahafi? Já. En samt er hann líka bílastæða-maður. Gaur sem er mest í elementinu sínu í ljótri skyrtu innan um ómerkilega bíla. Samt er hann ekki basic. Það er alltaf eitthvað tvist, einhver súputeningur í vasanum. Fílalag heldur áfram […]

01-31
01:03:10

Diamonds and Rust – Tíkallasími, tunglið og tíminn

Joan Baez – Diamonds and Rust Hún er Venus í skelinni, móðir og meyja, Kelti og frumbyggi, sigld, sveipuð silki. Joan Baez. Ósnertanleg keramik stytta. En þó líka mjúk sem deig. Í sínu frægasta lagi gefur hún ekkert eftir í ísköldum víbrató flutningi, en ásetningurinn er heitari en kvika Merkúríusar. Hún sendir sneið á fyrrverandi […]

01-24
01:42:58

Knockin’ On Heaven’s Door – Þurr steinn grætur

Bob Dylan – Knockin’ On Heaven’s Door Fyrsti í Dylan-svítu. Fógetinn er við dauðans dyr. Hann grefur byssur sínar. Útlagi í Ástralíu-frakka gengur framhjá Monaco á Laugavegi. Þunnur maður brotnar saman í Volkswagen Jetta bifreið. Það er brostið á með Dylan-regni og það mun lemja ykkur fast. Þið verðið löðrunguð eins og í baráttunni við […]

01-10
01:08:18

Recommend Channels