DiscoverFramtíðin með Rosu
Framtíðin með Rosu
Claim Ownership

Framtíðin með Rosu

Author: Rosalie Rut Sigrúnardóttir

Subscribed: 3Played: 1
Share

Description

Halló Halló fallega fólk
Hér í þættinum mun ég/Rosa, 20 ára ungmenni, sem býr í Reykjavík fá til mín gesti...eða tala sjálf um hugmyndirnar mínar um framtíðina, hvaða leiðir getur maður farið ?; háskólanám, ekki háskólanám, draumastarf eða vel borgað starf ef ekki bæði, hvað maður vill fá úr lífinu og hver er ástæða þess að manni langar að fara þá leið svo eitthvað sé nefnt. Núna, árið 2020 eru margar leiðir og mörg tækifæri en gerir maður alltaf það sem maður vill ?
Komið með í þetta ferðalag sem ég veit ekki hvert mun leiða eða hvað gerist :P
6 Episodes
Reverse
Fiðluleikarinn og yndislega tvítuga Bjargey kemur til mín í þættinum í dag og við spjöllum um stóra tíma hjá henni á næstu mánuðum; nám í tónlistaskóla í Sviss og tónleikar með Sinfó. Hún talar einnig um ástríðu sína fyrir tónlist og tímapunkturinn sem hún uppgvötaði að þetta væri það sem hún vildi gera og tileinka lífinu sínu. Hún er ótrúlega hæfileikarík og flott og ég lærði heilmikið af því að hlusta á hana. Einnig er ég svo spennt að fylgjast með henni því ég veit að hún á eftir að gera marga stóra og flotta hluti. Endilega hlustið og vonandi njótiði <3
Í þættinum í dag kemur besta vinkona mín til hvaaa 11 ára til mín í viðtal. Við tölum um plönin okkar fyrir framtíðina, hvað við viljum og viljum ekki, hvernig háskólanám er á tímum covid, viðskiptafræði og peninga í framtíðinni og margt margt fleira. Endilega hlustið og njótið <3 Steikt og skemmtilegt viðtal þar sem tvær fá að tala að vild :D
Eygló, ein af mínum bestu vinkonum kemur í viðtal og við skemmtum okkur vel og hlæjum. Við ræðum um menntaskóla, nám innan sálfræðinnar og félagsfræðinnar, fótbolta og fótboltastyrki til Bandaríkjanna. Hún segir mér frá næstu plönunum hennar sem hún var búin að halda leyndu frá mér í einhvern tíma. Skemmtilegur þáttur sem ætti að hafa eitthvað fyrir alla :) Við tölum um rosalega mikið. Njótið <3
Í þessum þætti ræði ég svona það helsta sem kom fram í viðtalinu við Ólínu sem kom í fyrsta þætti. En hér ræði ég um háskólanám í tónlist, hljóðfæraleik og í raun listum bæði hérlendis og erlendis. Kosti og galla við kostnaðinn í útlöndum en líka hvernig maður getur nýtt sér það að stunda nám í Evrópulöndum innan EU og EES til þess að fá háskólanámið sitt ódýrara í raun :D Svo kem ég inn á LHÍ og deildirnar þar. En hér fyrir neðan er listi yfir 10 bestu háskóla fyrir tónlist(samkvæmt nokkrum listum :D) -The Julliard School, New York USA -Berklee College of music, Boston USA -Moscow imperial conservatory, Moscow Russia -University of Music & Performing Arts, Vienna, Austria -Royal College of music, London -Yale -Conservatoire de Paris, PAris -Royal Academi of Music, London -Royal consercvatoire of Scotland, Glasgow -The Norwegian music academy, Oslo -Royal college of music, Stockholm -Lönd&fylki sem komu oft við í top 50 = Los Angeles, Helsinki, England, Hong Kong, Singapore, Þýskaland, Suðr Kórea, Japan
Í þessum þætti fékk ég til mín, MH-ing, hana Ólínu. Við tölum mikið um tónlistaheiminn og áhugamál hennar, samkeppnina á Íslandi miða við annars staðar, mikilvægi kennara og svo miklu miklu fleira. Vonandi njóti þið og lærið eitthvað eða fáið innblástur :D
Í þessum þætti kynni ég í stuttu máli, eða ég reyndi, um hvað þátturinn er, hvers vegna mér datt í hug að gera hann og af hverju. Vonandi skilji þið eitthvað af því sem ég bullaði bara við sjálfan mig og njótið þáttarins :)
Comments