Athyglisverð blanda í settinu í kvöld. Stjórnmálamaðurinn Hlynur Bæringsson. Kraftlyftingamaðurinn Helgi Magg og fjármálasérfræðingurinn Jón Arnór Stefánsson. Almenn landsliðsumræða.
Helgi og Pavel fara yfir ýmis mál tengt körfunni eftir erfitt tap KR-b fyrr um kvöldið. Bættu upp fyrir mistök sín á vellinum í myrku stúdióinu.
Sævar Sævarsson hringir inn frá Keflavík og skoðar framtíðina með okkur Helga. Hvar verða liðin stödd eftir 6 vikur eða þegar þau sigla inn í jólafríið.
Gestur þáttarins er góðvinur okkar Halldór Armand, rithöfundur og eigandi útgáfufélagsins Flatkökunnar. Halldór hefur einstaka sýn á íþróttir og pælir í hlutum sem fæstir sjá. Kaupið nýju bókina hans Mikilvægt Rusl.
Leikur Tindastóls og Stjörnunnar gerður upp og komandi umferð skoðuð með stækkunargleri.
Við tókum við spurningum frá körfuboltafjöskyldunni og svöruðum eftir bestu getu.
Í þessu fyrsta MiniGazi munum við Helgi kíkja á leikina í komandi umferð í körfunni. Fullt af áhugaverðum leikjum og mikið undir á flestum vígstöðum.
Helgi Magnússon á sínum stað og við ræðum hluti sem við teljum okkur vera vissa um í Bónus deildinni. Einni erum við loks ósammála.
Í þessum seinni SpesGaz þætti reynum við að svara spurningum og mótrökum gegn hugmyndinni um úrslitakeppni í fótbolta.
Farið yfir helstu atriðin úr liðinni körfuboltaviku. Einnig er heyrt frá aðilum úr hinum ýmsu samfélögum og forvitnast um hvernig stemningin sé.
Fyrsti partur af SpezGas seríu þar sem við látum okkur dreyma um alvöru úrslitakeppni í íslenskum fótbolta.
Við förum í sarpinn í þetta skipti. Allra fyrsta Gaz sem var tekið upp var viðtal við Hlyn Bæringsson og Ægi Þór Steinarsson. Þetta er directors cut útgáfan.
Helgi Magg mættur. Einni umferð lokið í Bónus deildinni og við drögum sterkar ályktanir.
GAZið skoðar tölfræði. Við rífumst við Halldór Armand. Lærum af Gunnari Byrgissyni og hjálpum Degi Sigurðssyni.
Helgi Magnússon og karfa, það er blanda sem virkar.
GAZið er frjáls og flæðandi íþróttatengdur þáttur með áherslu á körfubolta. Þó getur þátturinn tekið óvænta stefnu hvenær sem er því þú stjórnar ekki gasinu, það stjórnar þér.