Discover
Gestaboð
139 Episodes
Reverse
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir tekur á móti feðgunum Hauki Heiðari Ingólfssyni og Hauki Heiðari Haukssyni, sem eru báðir læknar og tónlistarmenn.
Gestir þáttarins segja frá tilgangi og starfsemi Tónlistarsjóðs Rótarý á Íslandi. Þetta eru Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari, Jónas Ingimundarson píanóleikari, Kjartan Óskarsson skólastjóri og stjórnarmaður í Tónlistarsjóði Rótarý og Knútur Óskarsson umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi.
Umsjón: Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.
Gestir þáttarins eru heiðurskonurnar Harpa Arnardóttir og Edda Björg Eyjólfsdóttir.
Umsjón: Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.
Gestir þáttarins eru heiðurskonurnar Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarasdóttir, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir.
Umsjón: Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.
Gestir þáttarins eru heiðurshjónin og prestarnir Bolli Pétur Bollason og Sunna Dóra Möller. Umsjón: Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.
Gunnar Helgason og Ævar Þór ræða börn , barnamenningu sköpunarkraftinn og hvnerig það er að skrifa fyrir börn. Gunnar les stuttan kafla úr bók Ævars og Ævar les kafla úr nýjsutu bók Gunnars.
Heiðurskonurnar Eirún Sigurðarsdóttir og Jóní Jónsdóttir úr Gjörningaklúbbnum mæta og flytja útvarspútgáfu af Aqua Maria gjörningum sem fluttur var í Neskirkju 25. mars sl. á boðunardegi Maríu.
Kjörorð klúbbsins er og hefur alltaf verið Ástin sigrar allt.
Þær segja að klúbburinn þróist og dafni og þær ganga alltaf í takt.
Umsjón: Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.
Melkorka Tekla Ólafsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir eru gestir þáttarins. Þær ræða galdurinn í leikhúsinu og segja frá leikritinu Svartalogn eftir Kristínu Marju Baldursdóttir sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í næstu viku.
Í þættinum er spilað lag sem kemur fram í leikritinu eftir tékkneska óskarsverðlaunahafann Markéta Irglová.
Umsjón: Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.
Gestir þáttarins eru rithöfundarnir Yrsa Sigurðarsdóttir, Ragnar Jónasson og Eva Björg Ægisdóttir og ræða þau m.a. um glæpi og refsingu.
Umsjón: Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.
Gestir þáttarins eru heiðursmennirnir Þór Breiðfjörð og Gunnar Guðbjörnsson söngvarar. Þeir segja aðeins frá Sigurði Demetz og hlustendur heyra gamla upptöku þar sem Sigurður syngur O solo mio. Þeir ræða einnig drauma nemenda sinna sem stunda nám í söngskóla Sigurðar Demetz. Einnig ræða þeir sína eigin drauma.
Gunnar syngur Tonerna eftir Carl Sjöberg og Þór syngur lagið Þú varst mér allt , lagið er erlent en Þór gerði textann. Við píanóið situr Jónas Þórir.
Gestir þáttarins eru Sveinn H Guðmarsson, Kolbrá Höskuldsdóttir og Sölvi Sveinsson. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa komið til Jemen. Umsjón: Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.



