Gnarristan

Jón Gnarr fær góða gesti í heimsókn og kafar djúpt í öll þau mál sem vekja áhuga hans

#JB3 ADHD

Þriðja sagan úr Jónsbók er hér mætt í allri sinni dýrð. Góða skemmtun! Hér má finna umræðuhóp Gnarristan á Facebook

12-31
59:57

#37 Edda Björgvinsdóttir - Grín

Edda Björgvinsdóttir leikkona, lífskúnstner og þjóðargersemi kíkti til Gnarristan til að ræða lífið, grínið í öllum sínum myndum og verkefni for- og framtíðarinnar. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér málið á Patreon. Umræðuhóp á Facebook má finna hér.

12-03
02:28:04

#34 Snorri Ásmundsson - List og andleg tengsl

Snorri Ásmundsson er listamaður sem vinnur með marga miðla. Hann ræðir mörg af sínum verkum við þá Jón og Baldur sem og andlegu hliðina, en hann er vel andlega tengdur. Hér má finna myndina XXXREYRI í heild sinni. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér málið á Patreon. Umræðuhóp á Facebook má finna hér.

11-05
02:17:49

#30 Ásta Hafþórsdóttir - Leikgervi, ferillinn og flutningar

Ásta Hafþórsdóttir leikgervahönnuður kíkti til Gnarristan og ræddi ferilinn, lífið í Noregi og heimkomuna til Íslands. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér málið á Patreon. Umræðuhóp á Facebook má finna hér.

09-30
02:17:51

#27 Benedikt Erlingsson - Íslendingasögurnar og allskonar

Benedikt Erlingsson leikari og frændi Jóns mætti til Gnarristan og ræddi fjölmargt áhugavert. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér málið á Patreon. Umræðuhóp á Facebook má finna hér.

09-02
02:03:27

#23 Hörður Ágústsson - Lífið, Macland og þörungar

Hörður Ágústsson, eða Höddi Mac eins og hann var kallaður, kíkti til Gnarristan og ræddi við þá Baldur og Jón um ferilinn, ástandið, tækni og framtíðina. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér málið á Patreon. Umræðuhóp á Facebook má finna hér.

08-05
02:25:33

#BL1 Bílaland - Fyrsti hluti -Opinn Patreon þáttur

Hér er kominn fyrsti hluti bókarinnar Bílaland, en í henni fer Jón í gegnum allar þær bifreiðar sem hann hefur átt um ævina. Annar hluti Bílalands er nú þegar aðgengilegur inni á Patreon.  Umræðuhóp á Facebook má finna hér.

06-15
45:26

#19 Ingrid Kuhlman - Dánaraðstoð

Ingrid Kuhlman er með meistaragráðu í jákvæðri hagnýtri sálfræði, er þjálfari, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og sömuleiðis formaður Lífsvirðingar, félags sem berst fyrir lögleiðingu á réttinum til dánaraðstoðar á Íslandi. Ingrid kíkti til Gnarristan og átti gott spjall við þá Baldur og Jón um dánaraðstoð. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér málið á Patreon. Umræðuhóp á Facebook má finna hér.

06-03
01:56:23

#15 Matthías Örn Friðriksson - Pílukast

Matthías Örn Friðriksson pílukastari kíkti til Gnarristan og sagði Baldri og Jóni allt um pílukast á Íslandi, en hann er einmitt þrefaldur Íslandsmeistari í íþróttinni. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér málið á Patreon. Umræðuhóp á Facebook má finna hér.

05-06
01:48:13

#10 Sóley Kaldal - Öryggismál og öryggismál

Sóley Kaldal áhættustýringar- og öryggisverkfræðingur, og svo margt margt fleira, kom til Gnarristan og fræddi þá Jón og Baldur um öryggismál og öryggismál. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér málið á Patreon.

04-01
01:56:51

#6 Guðmundur Reynaldsson - Einkaleyfi, eðlisfræði og allskonar

Guðmundur Reynaldsson, einkaleyfalögfræðingur og eðlisfræðingur kom til Gnarristan og ræddi hvað hann hefur verið að bardúsa í gegnum tíðina og allskonar. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér málið á Patreon.

03-05
02:23:09

#2 Steinunn J Kristjánsdóttir - Klaustur, textíll og fornleifafræði

Steinunn J Kristjánsdóttir, doktor í fornleifafræði kíkti til Gnarristan og skoðaði gamla tíma á Íslandi með Jóni og Baldri.  Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér málið á Patreon.

02-05
02:41:26

#1 Kristín Helga Gunnarsdóttir - Rautt hár

Kristín Helga, rithöfundur kíkti til Gnarristan og ásamt Jóni gaf hún Baldri innsýn inn í raunveruleika fólks með rautt hár. Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér málið á Patreon.

02-05
02:11:24

#0 Velkomin til Gnarristan

Í þessum kynningarþætti útskýrir Jón hvað mun ganga á í Gnarristan. Einnig er tæknimaður og almenn hjálparhella kynnt til leiks.

01-30
01:28:16

Harpa Snjólaug Lúthersdóttir

ætla að leyfa mér að segja að ef jón gnarr færi í greiningu þá yrði hann pottþétt greindur með asperger.

07-28 Reply

Recommend Channels