Gullkastið

Gullkastið er hlaðvarpsþáttur Kop.is sem hóf göngu sína í maí árið 2011.

Gullkastið - Milljarðaliðið lagt

Arne Slot er ennþá að sanna sig í hlutverki stjóra Liverpool enda að stíga í risastór fótspor Jurgen Klopp. Leikur helgarinnar var töluvert blásinn upp sem fyrsta alvöru stóra prófið á hann sem stjóri Liverpool jafnvel þrátt fyrir að hann þriðji leikir hafi varið á Old Trafford, fynda við það er reyndar að hann hefur talað þannig sjálfur. Niðurstaðan var góður sigur á þessu sterka milljarðaliði Chel$ski með fullt af jákvæðum punktum án þess að þessi sigur hafi svarað öllum spurningum eða gert út um allar efasemdir. Enda þegar öllu er á botninn hvolft bara einn leikur. Skoðum hann betur og umferðina almennt á Englandi. Ögurverk liðið er á sínum stað og klárað að fylla upp í verstu leikmannakapin að þessu sinni, hver leiðir frammlínuna? Prófin þyngjast svo bara í framhaldinu hjá okkar mönnum, Leipzig úti í Austur-Þýskalandi og svo Arsenal úti í London. Eftir það er svo Brighton úti í deildarbikar þannig að framundan eru þrír þungir útileikir á viku. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

10-21
01:00:38

Gullkastið – Þyngra prógramm

Enski boltinn fer að rúlla aftur um helgina, Chelsea bíður okkar mönnum á Anfield á sunnudaginn. Hitum upp fyrir það, skoðum hvaða áhrif innkoma Slot hefur á mismunandi leikmenn liðsins og stöður á vellinum. Bætum vængmanni við Ögurverk liðið og hitum upp fyrir helgina. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

10-15
01:06:29

Gullkastið – Útisigur í London

Liverpool er áfram á toppi Úrvalsdeildarinnar eftir ágætan útisigur á Selhurst Park í London og verður næstu vikur enda deildin komin í aðra pásu tímabilsins vegna landsleikja. Fréttir af samningsmálum leikmanna Liverpool, Ögverk liðið og hörku umferð að baki í enska boltanum. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Ef fólk vill skoða upphitun á síðunni fyrir leikinn við West Ham á morgun er hana að finna hér á þessum hlekk. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

10-07
50:27

Gullkastið – Slot vélin farin að malla

Liverpool er á toppi Úrvalsdeildarinnar og með fullt hús stiga í Meistaradeildinni eftir leiki vikunnar þrátt fyrir að hvorugur hafi verið einhver flugeldasýning sem verður í minnum höfð. Áhugaverð úrslit í öðrum leikjum vikunnar og framundan er útileikur í London sem er síðasta verkefnið fyrir næsta landsleikjahlé. Það koma svo tveir inná miðjuna í Öguverk liðinu Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Ef fólk vill skoða upphitun á síðunni fyrir leikinn við West Ham á morgun er hana að finna hér á þessum hlekk. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

10-03
59:00

Gullkastið - Aftur upp á hestinn

Liverpool kom sterkt til baka eftir slæmt tap gegn Forest. Ansi magnaður leikur í Mílanó og síðan örugg þrjú stig á heimavelli ættu að vísa liðinu inn á rétta braut, í sveitinni var manni sagt að þegar maður dytti að baki þá bara strax aftur upp og af stað og það gekk eftir. Þessa dagana er málið að klára leiki og undirbúa sig fyrir þá næstu, framundan er að hefja titilvörnina í Carling cup gegn West Ham og svo ferðalag til Wolverhampton í deildinni, bæði lið sem hafa komið löskuð undan sumri en verða sannarlega ekki einfaldur biti að kyngja. Einar og Steini fá frí að þessu sinni, fáum einn góðkunningja í þáttinn og öflugan nýliða með honum! Stjórnandi: Maggi Viðmælendur: Sveinn Waage og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Ef fólk vill skoða upphitun á síðunni fyrir leikinn við West Ham á morgun er hana að finna hér á þessum hlekk. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

09-24
01:09:58

Gullkastið – Skítur Skeður

Liverpool tók þessa líka hvellskituna í fyrsta leik eftir landsleikjahlé og sparkaði öllum jákvæðum straumum eftir byrjun tímabilsins langt út á haf. Afleit byrjun á rosalegu leikaprógrammi fram að næsta landsleikjaglugga. Lið sem ætlar sér eitthvað í Úrvalsdeildinni má hreinlega ekki tapa fyrir Forest heima, það er ekki í boði. AC Milan bíður næst á San Siro og svo er það Bournemouth úti um helgina. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

09-16
55:45

Gullkastið - Alvaran tekur við á ný

Hitum upp fyrir leiki helgarinnar í enska boltanum sem fer aftur að rúlla eftir landsleiki. Hvernig er staðan á hinum stóru liðunum, Ögurverk liðið og fókus á Nottingham Forrest sem mæta næst á Anfield Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

09-11
01:14:24

Gullkastið – Leikhúsveisla

Liverpool leiðrétti pirrandi viðureignir síðasta tímabils gegn Man Utd um helgina með alvöru afgreiðslu. Arne Slot gat ekki staðist fyrsta stóra prófið mikið betur og Liverpool fer inn í landsleikjahlé í kjörstöðu. Leikmannaglugganum var lokað fyrir helgi með nokkrum áhugaverðum leikmannaviðskiptum. Skoðum það, Ögverk lið aldarinnar og leiki helgarinnar á Englandi. Gegguð helgi og þrumustuð í Gullkasti Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

09-02
01:14:40

Gullkastið – Óvænt slúður

Lokavikan á leikmannamarkaðnum og Liverpool virðist loksins vera eitthvað að láta til sín taka. Federico Chiesa er heitasta nafnið í slúðrinu núna en hann er óvænt orðaður við Liverpool. Leikmaður sem verður 27 ára í haust og hefur verið á radar hjá Liverpool í nokkur ár. Hann hefur verið skugginn af sjálfum sér eftir erfið meiðsli árið 2021 og er ekki í plönum Motta hjá Juventus og á aðeins ár eftir af samningi þar. Áður er hann meiddist var hann hinsvegar besti maður ítala þegar þeir unnu EM og einn heitasti leikmaður Evrópu. Auk Chiesa er Giorgi Mamardashvili markmaður Valencia sagður hafa farið í læknisskoðun og verði staðfestur í þessari viku sem leikmaður Liverpool en fari á láni til Valencia í a.m.k. eitt tímabil. Erfitt að sjá hvernig þessir tveir væru forgangsatriði á markaði núna og eins stór spurning hvort Hughes og félagar séu að matreiða eitthvað meira og bitastæðara? Liverpool er annars með fullt hús stiga eftir góðan sigur á Brentford og handbragð Slot er strax orðið augljóst á liðinu. Næsta verk er fyrsta stóra prófið fyrir Slot, Man Utd á Old Trafford. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

08-26
01:14:26

Gullkastið - Ballið byrjað

Sigur á nýliðum Ipswich í fyrsta leik tímabilsins og tími Arne Slot formlega hafinn. Er liðið tilbúið í heilt tímabil eða lætur Liverpool loksins til sín taka á leikmannamarkaðnum? Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

08-19
01:01:20

Gullkastið – Afleit byrjun hjá Richard Hughes

Það ætlar að verða ansi langdregið sumarið hjá Liverpool á leikmannamarkaðnum þetta árið og eins og staðan er núna byrjar Richard Hughes vægast sagt illa sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool. Afskaplega heimakær Martin Zubimendi leikmaður Real Soceidad sveik reyndar klárlega loforð við hann þess efnis að hann væri til í að koma til Liverpool en það breytir því ekki að Liverpool virkar verulega viðvaningslegt og enn eitt árið án síns aðal skotmarks. Eins er talið verulega ólíklegt að félagið sé með annan valmöguleika í staðin sem fókusinn verður settur á núna. Getur þetta félag bara ekki keypt alvöru sexu? Hann var stóra málið í vikunni. Fabio Carvalho leiðir hinsvegar hóp ungra leikmanna sem eru að yfirgefa Liverpool bæði fyrir fullt og allt og eins á láni. Deildin byrjar á laugardaginn í hádeginu þegar Liverpool heimsækir nýliða Ipswich. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.   Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done

08-12
01:09:07

Gullkastið – Leikmannaslúður

Æfingaleikir í Ameríku og leikmannaslúður helst á dagskrá í þætti vikunnar. Verdi Travel er komið með ferðir á alla heimaleiki fram að áramótum en Kop.is verður með fararstjórn í tveimur þeirra, Aston Villa (nóv) og Ipswich (janúnar). Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Guðlaugur Þór Þórðarson Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.   Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done

07-31
01:05:18

Gullkastið – Lífsmark á leikmannamarkaðnum

Þó að Liverpool sé ekki enn byrjað að láta taka til sín á leikmannamarkaðnum hefur alveg verið smá lífsmark það sem af er sumri. Skoðum aðeins hvað Liverpool er líklegt til að gera og sem og helstu keppinautar. Verdi Travel er komið með ferðir á alla heimaleiki fram að áramótum en Kop.is verður með fararstjórn í tveimur þeirra, Aston Villa (nóv) og Ipswich (janúnar). Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.   Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done

07-22
50:23

Gullkastið - Logn Á Undan Stormi?

Þrátt fyrir mjög miklar breytingar hjá Liverpool utan vallar hefur sumarið og byrjun á æfingatímabilinu verið eitt það rólegasta í seinni tíð hjá félaginu. Arne Slot er tekin til starfa og er smátt og smátt að fá leikmenn til æfinga eftir landsleikjaverkefni og sumarfrí og er samhliða að púsla saman nýju þjálfarateymi félagsins. Ferð til Ameríku er næst á dagskrá. Skoðum það helsta á leikmannamarkaðnum hjá Liverpool og öðrum helstu fréttir sumarsins. Verdi Travel er komið með ferðir á alla heimaleiki fram að áramótum en Kop.is verður með fararstjórn í tveimur þeirra, Aston Villa (nóv) og Ipswich (janúnar). Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.   Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done

07-17
01:00:51

Gullkastið – Ferðir á Anfield

Leikjaplanið fyrir næsta tímabil er komið út og af því tilefni heimsóttum við Lúlla Arnars á skrifstofur Verdi Travel til að fara yfir fótboltaferðir næsta vetur, þann bransa almennt og bara fótboltann almennt. Enginn á landinu með meiri reynslu í þeim bransa. Verdi Travel er komið með ferðir á alla heimaleiki fram að áramótum en Kop.is verður með fararstjórn í tveimur þeirra, Aston Villa (nóv) og Ipswich (janúnar). Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.   Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done

06-24
58:12

Gullkastið - Hvað gera hin liðin í sumar?

Að venju er þetta rólegasti tími ársins þegar kemur að enska boltanum enda meira og minna allir í fríi eða að taka þátt í verkefnum. með landsliðum sínum. Hinsvegar er jafnan töluvert í gangi bakvið tjöldin sem fer að koma betur og betur í ljós þegar líður að júlí mánuði en æfingatímabilið hefst á ný. Tókum aðeins stöðuna á hinum liðunum í deildinni og hvað þau eru líkleg til að gera í sumar. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.   Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done

06-17
01:11:15

Gullkastið – Arne Slot og þjálfarakapall

Tókum aðeins snúning á því hvað Arne Slot hefur verið að gera undanfarin ár, hvaða áhrif hann hafði á Feyenoord og hvernig núverandi hópur Liverpool gæti hentað hans hugmyndafræði. Eins tókum við snúning á slúðrinu en öfugt við stundum áður á þessum árstíma er töluvert meira slúður tengt þjálfaramarkaðnum en leikmannamarkaðnum og nokkuð fróðlegar vikur í vændum hvað stjórastöðu nokkurra stórra liða varðar. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.   Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done

05-27
01:10:43

Gullkastið – Klopp Tíminn Á Enda

Tímabilinu er lokið og Liverpool formlega búið að kveðja Jurgen Klopp, Takk fyrir okkur Jurgen!  Gerum upp tímabilið bæði hjá Liverpool og almennt og horfum til framtíðar.  Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.   Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done

05-23
01:14:50

Gullkastið – Síðasta vika Klopp

Síðasta vika Jurgen Klopp sem stjóri Liverpool. Tókum saman uppáhalds momentin í tíð Klopp sem stjóri Liverpool. Gerðum upp leikinn á móti Aston Villa og tímabilið í heild. Spáðum svo í spilin fyrir í lokaumferðina. Aly Chissoko er svo að sjálfstöðu kominn í Ögurverk lið aldarinnar.  Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.   Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done

05-14
01:13:39

Gullkastið – Brot af því besta og versta

Fínn sigur á Tottenham og mikið nær hinu raunverulega Liverpool en þó með kunnuglegum sjúkdómseinkennum. Hvar þarf Liverpool að gera breytingar á hópnum í sumar og hvaða leikmenn eru í færi á markaðnum? Framundan er svo næst síðasti leikur Liverpool undir stjórn Jurgen Klopp. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Sigfinnur Þrúðmarsson Hér er svo hægt að kaupa miða á Árshátíð Liverpool Klúbbsins 2024 Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.   Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done

05-06
01:13:38

Recommend Channels