Discover
Gullkastið
369 Episodes
Reverse
Liverpool voru ekki lengi að henda öllu því jákvæða frá vikunni á undan út um gluggann á Etihad með einni linustu frammistöðu tímabilsins og er þá nú töluvert mikið sagt. Það féll sannarlega ekkert með Liverpool í þessum leik og niðurstaðan því stærsta tap Arne Slot sem stjóri Liverpool. Hann er heldur betur að slá flest sín met hvað slæma tölfræði varðar þessa dagana því miður. Hjálpaði sannarlega ekki á Etihad að öll vafaatriði og "vafaatriði" féllu með aðeins öðru liðinu en það afsakar lítið heildar frammistöðu liðsins. Mjög langt landsleikjahlé framundan núna og svo áhugavert leikjaprógramm fram að jólum sem ætti að gefa Liverpool tækifæri til að sýna okkur eitthvað betra en við höfum séð hingað til. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: Maggi og Sveinn Waage Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Gull Áfengislaus / Verdi Travel / Delottie / Ögurverk ehf
Allt annað að sjá Liverpool í þessari viku og tveir sannfærandi sigrar í deild og Meistaradeild. Risaverkefni á Ethiad bíður á sunnudaginn. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Klárar Slot tímabilið sem stjóri Liverpool? Spurning sem við bjuggumst ekki við að þurfa að velta upp sl. sumar. Hlutirnir eru fljótir að breytast í fótbolta og Liverpool þarf sannarlega alvöru viðsnúning og það strax. Ömurlegt tap gegn Brentford strikaði alveg út góðan sigur á Frankfurt í miðri viku. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Gull Áfengislaus / Verdi Travel / Delottie / Ögurverk ehf
Fjórða tapið í röð og núna óboðlegt tap á heimavelli gegn United. Slot er fyrir vikið kominn undir pressu sem enginn stjóri Liverpool hefur verið í áratug núna. Hann þarf að finna gáfulegri lausnir og liðið þarf að finna betra svar í þessari viku gegn Frankfurt og Brentford. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Liverpool tapaði þremur leikjum í röð fyrir landsleikjahlé, þar af tveimur deildarleikjum sem töpuðust á marki í uppbótartíma. Það má því léttilega færa rök fyrir því að þetta landsleikjahlé er búið að vera þrjá mánuði að líða en er nú blessunarlega að renna sitt skeið. Alvöru verkefni strax á sunnudaginn þegar Amorim mætir á Anfield með Man United. Liverpool er eitt af örfáum liðum sem ekki hefur enn unnið United undir hans stjórn og því þarf að breyta. Spáum í leik helgarinnar, gefum leikmannahópnum einkunn fyrir tímabilið so far, Ögurverk liðið er á sínum tíma og eins spáum víð í þeim tímamótum að FSG er búið að eiga félagið í 15 ár í dag. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Gull Áfengislaus / Verdi Travel / Delottie / Ögurverk ehf
Enn ein ósannfærandi spilamennskan hjá Liverpool, þriðji tapleikurinn í röð og annað skipti á rúmlega viku sem Liverpool tapar á flautumarki á útivelli í London. Hveitibrauðsdagarnir eru á enda hjá Arne Slot og stuðningsmenn réttilega farnir að spyrja þyngri spurninga en hingað til. Liverpool fer inn í landsleikjahlé með þrjá tapleiki í röð á bakinu en það sem verra er þá hefur liðið ekki ennþá spilað sannfærandi 90 mínútur í neinum leik það sem af er þessu tímabili. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Heldur betur þung vika hjá okkar mönnum og tveir ákaflega ósannfærandi og pirrandi tapleikir staðreynd. Annar í London sem tapaðist á flautumarki og hinn í Istanbul þar sem boltinn var í leik 50% af leiktímanum. Chelsea bíður um næstu helgi, enn einn útileikurinn. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Liverpool borg er að sjálfsögðu rauð, góður sigur á Everton í kjölfarið á sigri í miðri viku gegn Atletico Madrid. Liverpool er því með fullt hús stiga áfram en á meðan töpuðu bæði Arsenal og Man City stigum, reyndar í sama leiknum. Það var Breiðholtsþema í þættinum að þessu sinni í stjórn Magga sem fékk þá Addó og Garðar Gunnar til sín. Stjórnandi: Maggi Viðmælendur: Garðar Gunnar Ásgeirsson og Arnar Þór Valsson Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Fótboltaleikur er 90 mínútur plús uppbótartími, blessunarlega! Liverpool er búið að klára fimm leiki í röð með sigurmarki á lokamínútunum. Þrír af þeim reyndar eftir að hafa hent frá sér 2-0 forystu. Tveir afar ólíkir leikir í þessari viku og alvöru stórleikur framundan um helgina. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Landsleikjahlé að renna sitt skeið og Isak mættur til æfinga klár í slaginn með toppliðinu. Tókum stöðutékk á byrjun mótsins, fréttum vikunnar og næstu umferð. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Alexander Isak er mættur til Liverpool og var síðasta viðbótin við hópinn í sumar eftir ótrúlegan leikmannaglugga og nokkuð fáránlegan lokadag. Marc Guéhi var líka búinn með læknisskoðun og kveðjumyndbönd hjá Palace aðeins til að fá svo ekki að fara þökk sé stjóra Palace sem tapaði alveg gleðinni og hótaði að hætta. Liverpool vann svo auðvitað frábæran sigur á flugher Arsenal, það lið ber sannarlega öll merki þess að stóri liðsins var fyrirliði Everton sem leikmaður undir stjórn David Moyes, maður lifandi. Þriðja helgin í röð sem stuðningsmenn Liverpool öskra hressilega á sjónvarpið undir lok leikja og við erum bara í þriðju umferð! Spáðum auðvitað einnig í leikmannaglugganum í heild, drættinum í Meistaradeild Evrópu og því helsta frá þessari viku. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. MP3: Þáttur 533
Við þurftum að upplifa einn mest pirrandi leik Liverpool í langan tíma til að fá eitt besta augnablikið í tíð Arne Slot. Ngumoah kom inná eftir að hafa beðið í 5-6 mínútur á hliðarlínunni horfandi á háloftabolta Newcastle manna, kom loksins inná og slúttaði stuttu seinna nánast einu góðu sóknaraðgerð Liverpool í seinni hálfleik. Reyndum að ná utan um hvernig við erum núna búin að fá tvö svona augnablik í vetur og það eru bara tvær umferðir búnar. Leikmannamarkaðurinn er á lokametrunum í þessari viku og úrslitastund hvað varðar Isak og Guéhi sögunar sem hvað helst hafa verið orðaðir við Liverpool. Hin liðin sitja eins heldur betur ekki auðum höndum. Það eru svo ekki minni háloftafimleikar næstu helgi þegar Arsenal mætir á Anfield, frasinn um hornspyrnu á hættulegum stað verður líklega brúkaður af því tilefni. Endilega hjálpið okkur að velja Ögurverk liðið skipað efnilegustu leikmönnum í heimi fædda árið 2003 eða seinna. Næst ætlum við að velta fyrir okkur hver er besti vinstri bakvörður í þessum aldurshópi. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Óli Haukur Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Sigur á Anfield í fyrsta leik tímabilsins en frekar ósannfærandi. Lokakaflinn á leikmannamarkaðnum að hefjast og ljóst að Liverpool má ekki vera búið á markaðnum. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Fréttir um Marc Guéhi til Liverpool og Leoni frá Parma fóru á yfirsnúning á meðan upptöku stóð og í morgun komu fréttir af Isak sem er heldur betur að gera sitt til að fá sín félagsskipti til Liverpool í gegn. Rosalega spennandi dagar og vikur framundan á leikmannamarkaðnum, Liverpool þarf að fylla í nokkrar stöður áður en glugganum lokar það er ljóst. Enska deildin fer af stað á föstudagskvöldið þegar ensku meistarnir fá Bournemouth í heimsókn á Anfield. Er okkar menn klárir í slaginn? Tap á Wembley í Góðgerðarskildinum skilur eftir töluvert af spurningum um liðið en gefur jafnframt tilefni til bjartsýni einnig. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Alexander Isak er ennþá leikmaður Newcastle aðallega vegna þess að þeim gengur ekki nokkurn skapaðan hlut að kaupa arftaka fyrir hanna eða bara nokkrun skapaðan hlut. Liverpool spilaði tvo leiki saman daginn og vann báða með fullt af spennadi atvikum og æfingaleikirnir fara upp um eitt level um helgina þegar Liverpool mætir Palace í Góðgerðarskildinum. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Slúður um Alexander Isak til Liverpool er orðið mikið meira en bara reykur, þetta er orðið að björtu báli og jafnvel talað um að hann sé farinn í verkfall hjá Newcastle til að pressa á sölu til Liverpool núna í sumar. Spáum í þeirri viðbót ef af verður og öðru slúrði tendu Liverpool í vikunni. Luis Diaz virðist t.a.m. vera farin til Bayern. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Silly season er farið aftur af stað með látum eftir afar þunga viku og alvöru bombur tengdar Liverpool, Alexander Isak var sterklega orðaður við Liverpool af blaðamönnum eins og David Ornstein sem gefur til kynna að þar sé einhver reykur. Minna áreiðanlegir miðlar tala um Rodrygo líka frá Real Madríd auk þess sem Liverpool á eftir að selja nokkrar stórar kanónur líka, eða hvað? Það hefur aldrei verið eins rosalegt að fylgjast með leikmannaglugga Liverpool. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Fráfall Diogo Jota og André bróður hans er auðvitað ofsalegt áfall fyrir alla tengda Liverpool og knattspyrnuheiminn í heild. Þessi vika átti að vera spennandi þar sem nýir leikmenn mæta til æfinga í fyrsta skipti ásamt öllum hópnum en byrjaði á jarðarför Diogo Jota í Portúgal. Erfitt í raun að ná utan um þennan harmleik. Hvaða áhrif hefur þetta á Liverpool og hvernig bregst félagið við? Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Kerkez er kominn til Liverpool og því búið að staðfesta alla sem voru líklegastir til að koma núna strax í júní. Þá eru leikmannasölur líklega næstar á dagskrá og líklegt að þar verði ekki minna að gera hjá okkar mönnum. Skoðum líka stöðuna á leikmannamarkaðnum hjá hinum stórliðunum. Minnum svo á að Verdi Travel er komið með ferðir á Anfield í sölu fyrir næsta tímabil Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Frá því að FSG keypti Liverpool hefur leikmannaglugginn aldrei farið eins spennandi af stað og núna. Það er búið að staðfesta kaup á Frimpong frá Leverkusen, eins er svo gott sem búið að staðfesta kaupin á besta vini hans og dýrasta leikmanni í sögu Liverpool, Florian Wirtz. Besta leikmanni þýsku deildarinnar undanfarin tvö tímabil. Ungverjinn Milos Kerkez hefur svo hamast við það sjálfur að staðfesta komu sína til Liverpool þó félagið hafi ekkert staðest með það ennþá. Miðað við slúðrið er þetta bara byrjunin og einnig er orðað helminginn af hópnum í burtu. Það var því af nægu að taka í leikmannaslúðurs Gullkasti. Leikjalistinn fyrir næsta tímabil kom einnig út í gær þannig að næsta tímabil er í augsýn. Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.



