Discover
Gímaldið
13 Episodes
Reverse
Skáldaparið Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðarson eru bæði þekkt fyrir magnaðar skáldsögur, óhrædd við að beita rödd sinni. En þegar þau voru að lesa fyrir krakkana sína uppgötvuðu þau að krakkar eru ekki hræddir við neitt! Því byrjuðu þau að skrifa hrollvekjandi sögur fyrir krakka, svokallaðar hrekkjavökusögur sem komu út sem hljóðbækur hjá Storytel, fjórar bækur í fyrra og tvær í haust; en nú er ein hryllingssagan þeirra að koma út á prenti, gefin út af Sögum-útgáfu, sú fyrsta í barnabókaseríu.Auður Jónsdóttir ræðir við Bergþóru og Braga í þættinum Bókapressan.
Í nýlegri tilkynningu frá barna- og menntamálaráðherra kemur fram að „áætlað sé að eitt af hverjum tíu börnum á Íslandi búi við fátækt.“ Er þessi tala rétt? Þáttastjórnendurnir Georg Gylfason og Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson ræða við Kolbein H. Stefánsson prófessor við HÍ um rannsóknir og mælingar á fátækt.
Landsmönnum hefur fjölgað hratt á undanförnum árum og mannfjöldaspá Hagstofu Íslands spáir því að landsmenn gætu slagað í hálfa milljón á eftir um það bil tvo áratugi. Hversu nákvæm er þessi spá? Á hvaða gögnum byggir hún? Og hvernig ber túlka hana? Þessum spurningum og fleirum munu þáttastjórnendur leitast við að svara í þriðja þætti Sirkabát.
Lán eða ekki lán? – Ný leið til fjármögnunar er til skoðunar hjá Neytendastofu og Seðlabanka Íslands. Ráðherra dómsmála íhugar að setja á fót rannsóknarnefnd kvennamorða. Þetta kemur fram í aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda.Eyrún Magnúsdóttir og Aðalheiður Ámundadóttir ræða um efni Gímaldsins.
„Ég hef alltaf þurft mikið erindi til að skrifa,” segir Andri Snær Magnason rithöfundur í viðtali við Auði Jónsdóttur í Bókapressunni. Hann ræðir nýja bók sína, Jötunstein, arkitektúr og tengsl byggingarsögunnar við tíðarandann.
Stór hópur fatlaðs fólks fær ekki, fötlunar sinnar vegna, rafræn skilríki og getur þar af leiðandi ekki fylgt sínum málum eftir, til að mynda þegar kemur að heilsufari, fjármálum eða menntun. Þetta er staðan í dag þrátt fyrir að fjórir ráðherrar hafi vorið 2023 undirritað viljayfirlýsingu um þróun á lausnum að rafrænu aðgengi fyrir fatlað fólk. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, segir í viðtali við Gímaldið að það sé miður að þessi mál séu ekki enn komin í lag. „Það er ofboðslega sorgleg staðreynd því þarna var í rauninni verið að búa til heim sem á að veita fólki meira öryggi, með þessum rafrænu skilríkjum, en það er á kostnað annarra,“ segir hún og vísar til þessa aðgengisskorts fatlaðs fólks að stafrænni þjónustu.
Framsóknarflokkurinn hlaut verstu kosningu í sögu flokksins í síðustu alþingiskosningum og er frekar vansæll í sinni stjórnarandstöðu. Formannskosningar eru framundan og flokkurinn vinnur að því að finna sína fótfestu á pólitíska litrófinu að nýju. Eyrún Magnúsdóttir og Aðalheiður Ámundadóttir ræða um Framsóknarflokkinn, en Gímaldið birtir ítarlegar greiningu á stöðu flokksins og rýnir í möguleika hans til framtíðar með Ólafi Þ. Harðarsyni.Hér geta áskrifendur lesið greiningu Gímaldsins á Framsóknarflokknum.
Í öðrum þætti Sirkabát ræða Georg Gylfason og Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson við þau Ara Klæng Jónsson, doktor í félags- og lýðfræði og Jóhönnu Gunnarsdóttur, forstöðumann fræðasviðs á fæðinga- og kvenlækningasviði. Þýðir hækkandi meðalaldur kvenna þegar þær eignast fyrsta barn endilega að frjósemi minnki? Hvað þýðir það að frjósemi sé minni meðal erlenda kvenna en íslenskra? Þessum spurningum og fleirum er velt upp með sérfræðingunum
Í Sirkabát skoða Georg Gylfason og Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson tölur úr fréttum og þjóðfélagsumræðunni og spyrja sig: Er umræðan rétt? Er hún röng? Eða svona sirkabát?Í fyrsta þættinum skoða þeir tölur Hagstofu Íslands um frjósemi kvenna á Íslandi. Hvað þýðir það þegar Hagstofan segir að frjósemi var 1,56 árið 2024? Hvernig hefur þetta breyst með árunum? Hefur breytt samsetning þjóðarinnar undanfarinn áratug áhrif á þessa mælingu?
Oddvitarnir og flokkarnir í borginniUndirbúningur fyrir val á lista fyrir kosningar til sveitarstjórna er nú í fullum gangi hjá flokkunum. Það hefur gustað um marga oddvita í Reykjavíkurborg á kjörtímabilinu og þótt flestir þeirra vilji gefa kost á sér aftur er allur gangur á því hvort flokksfélagar þeirra vilji veita þeim brautargengi.Samkvæmt samantekt Gímaldsins má ætla að farnar verði fjölbreyttar leiðir við val á lista; leiðtogakjör, prófkjör, uppstilling og röðun í flokksráðum. Þessar leiðir og fleiri eru til umræðu í flokkunum.Hjá Sjálfstæðisflokki bíða margir eftir ákvörðun Guðlaugs Þórs um hvort hann fer í leiðtogaslag við Hildi Björnsdóttur. Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalista á ekki heima í sínum flokki og útilokar framboð fyrir hann en vill halda áfram í borginni. Því hefur verið velt upp hvort hún fari fram sem óháð, jafnvel með Samfylkingunni. Aðalheiður Ámundadóttir og Eyrún Magnúsdóttir rýna í stöðuna í borginni.
Annar þáttur Bókapressunnar er kominn í loftið. Auður Jónsdóttir og Kristján Hafþórsson fá til sín Tómas Hermannsson útgefanda hjá Sögum. Hann hefur staðið að útgáfu ótal bóka um fótbolta og körfubolta, svo eitthvað sé nefnt, og segir skipta máli að börn fái bækur sem þeim þyki gaman að lesa og veki hjá þeim áhuga.
Zohran Mamdani er nýr borgarstjóri í New York. Hverju breytir kjör hans fyrir Demókrata og bandarísk stjórnmál? Aðalheiður Ámundadóttir og Eyrún Magnúsdóttir ræða þessa nýjustu stjörnu bandarískra stjórnmála, viðspyrnuna gagnvart Trumpismanum og skoða hvaða áhrif þessar sviptingar vestra hafa á íslenska pólitík.
Gímaldið kynnir fyrsta bókaþáttinn. Hann heitir Bókapressan og umsjónarmenn eru þau Auður Jónsdóttir og Kristján Hafþórsson. Gestur þáttarins er enginn annar en Árni Helgason sem nýverið gaf út bókina Aftenging.














