DiscoverHandkastið
Handkastið
Claim Ownership

Handkastið

Author: Handkastið

Subscribed: 486Played: 15,738
Share

Description

Podcast by Handkastið
286 Episodes
Reverse
Stymmi Klippari, Aðalsteinn Eyjólfsson og Einar Örn Jónsson mættu í stúdíó Handkastsins og gerðu upp vikuna í handboltanum. Íslenska landsliðið áttu skelfilegan leik gegn Þýskalandi í gær og margar viðvörunarbjöllur sem Snorri þarf að bregðast við. Var skert þjálfarteymi Snorra Steins sökin? Alferð Gíslason er búinn að gjörbreyta þessu þýska landsliði og gæti unnið til verðlauna í Janúar. Powerade bikarinn fór fram í vikunni hjá stelpunum og mikið um óvænt úrslit. Stjarnan og Patrekur Jóhannesson ákvaðu að slíta samstarfinu í vikunni og leitar Stjarnan nú að nýjum þjálfara. Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastins.
Stymmi Klippari, Davíð Már og Geiri Gunn mættu í stúdíó Handkastsins og gerðu upp helgina í handboltanum. Getur eitthvað lið í Olís deild kvenna veitt Val keppni í vetur? Er Viktor Sigurðsson til Fram kaup ársins? Sambandslaust í Garðabænum og æsispennandi leikur í Vestmannaeyjum. Eru liðin sátt með frammistöðu sína eftir að þriðjungur deildinnar er búinn? Hverjir eru búnir að vera bestir og hvað hefur komið á óvart? Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Einar Ingi mættu í Handkast stúdíóið og fóru yfir vikuna í handboltanum. Viktor Sig var keyptur frá Val yfir í Fram en upphæðin er óljós. FH unnu Hafnarfjarðarslaginn í gær og deildin hefur aldrei verið jafnari. Þór ætla sér sæti í úrslitakeppninni og með Brynjar Hólm í þessu formi getur allt gerst. Valsmenn slökuðu heldur mikið á klónni í gær og hleyptu ÍR inn í leikinn. Heil umferð í Olís deild kvenna um helgina og þrír leikir í Olísdeild karla. Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
Gestur Aukakastsins í Október er enginn annar en Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari meistaraflokks karla í Val. Gústi eins og hann er oftast kallaður fer yfir æsku sína í handboltanum sem byrjaði vestur í bæ hjá KR. Hann hefur komið víða við sem þjálfari og hefur frá mörgum skemmtilegum sögum að segja. Gjörið svo vel, vinir!
Handkastið fór yfir allt það helsta í handboltanum um helgina. Snorri Steinn valdi 17 manna landsliðshóp á föstudaginn fyrir æfingarleiki gegn Þjóðverjum. Íslenska kvenna landsliðið tapaði öðrum leiknum í röð gegn Portúgal í gær 26-25. 7.umferðir Olísdeildarinnar kláraðist um helgina þar sem ÍR-ingar eru límdir við botninn. Ræddum fólskulegt brot hjá Bjarna Ófeig gegn Val í síðustu viku. Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Kiddi Bjé mættu í Handkast stúdíóið og gerðu upp vikuna í handboltanum á Íslandi og erlendis. Íslenska kvenna landsliðið tapaði gegn Færeyjum í vikunni í undankeppni EM. Fram stóðu í Porto framan af en lentu svo á vegg síðustu 15 mínúturnar. Haukar halda áfram að vinna og eru komnir á topp deildinnar. KA hafa komið öllum á óvart í vetur og eru komnir í 3.sætið. Viðvörnunarbjöllur farnar að heyrast í Þorpinu? Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Benni Grétars komu í Handkast stúdíóið á þessu sunnudagskvöldi og gerðu upp helgina í handboltanum. Stelpurnar okkar eru að fara í 2 leiki gegn Færeyjum og Portúgal í vikunni. HK skildu ÍR eina eftir á botninum og KA sigraði Fram í Úlfarsárdalnum en fékk að nota 8 leikmenn til þess. Haukar rúlluðu yfir ÍBV í Eyjum í dag án Arons Rafns sem var í löngu planaðari golfferð. Aðalsögulína leiksins voru þó meiðslin sem Daníel Þór Ingason leikmaður ÍBV varð fyrir í gær þegar verið var að taka um samfélagsmiðlaefni fyrir Olísdeildina. Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Einar Ingi gerðu upp vikuna í handboltanum. Bikarkeppnin var í fullum gangi í upphafi vikunnar og voru óvænt úrslit þar. Landsleikjahlé komið hjá stelpunum í Olísdeildinni fyrir leiki gegn Færeyjum og Portúgal. 6.umferð Olís deildar karla hófst í gær og voru Þórsarar með svakalega endurkomu í Kaplakrika. Boltabloggið finnst lítil þjálfaravelta á Íslandi. Er erfitt að rekja þjálfara í handbolta? Þetta og svo miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Geiri Sly fóru yfir allt það helsta frá helginni í handboltanum. Bikarkeppnin er í fullum gangi og ævintýri ÍBV 2 lauk í gær þegar KA menn komu í heimsókn. ÍR unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu í gær og eru komnir í 8 liða úrslit. 4. umferðin í Olísdeild kvenna lauk um helgina og það er eru svakalegir leikir í vikunni hjá stelpunum. Topp 5 listar voru allsráðandi undir lok þáttar og fengu strákarnir allir sína heimavinnu fyrir þátt. Þetta og svo miklu miklu meira í þætti Handkastsins.
Stymmi Klippari, Davíð Már og Geiri Gunn mættu í Handkast stúdíóið í kvöld og gerðu upp 5.umferðina í efstu deild karla í kvöld. Þór og Stjarnan skildu jöfn í háspennu leik fyrir Norðan meðan KA og ÍR voru með markaveislu í kvöld. ÍBV tapaði gegn Selfoss og Erlingur Richardsson nennti ekki að ræða við Handkastið eftir leik. Afturelding eru einir á toppi deildinnar með fullt hús stiga eftir að hafa unnið meiðslahrjáð lið Fammara í kvöld. Hvað er í gangi hjá FH? HK tóku vel á móti Skólphreinsun Ásgeirs og unnu fyrsta leikinn síðan 21.febrúar. Eru Haukar farnir að hóta því að taka deildarmeistaratitilinn? Þetta og miklu meira í Handkast þætti kvöldsins.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Gaupi mættu í stúdíó Handkastsins og gerðu upp helgina í boltanum. Gaupi fór yfir brottrekstur Gumma Gumm í Danmörku og Janus Daði Smárason varð fyrir skelfilegum meiðslum í gær. Haukar og Fram gerðu jafntefli um helgina en Haukar verða án Rutar í vetur þar sem hún er ólétt. Valskonur unnu fyrri viðureign sína í Evrópukeppninni í Hollandi meðan Selfoss tapaði með 6 mörkum í Aþenu. HK hafa ekki unnið leik í deildinni síðan 21.febrúar og frábær varnarleikur Stjörnunnar í síðari hálfleik skóp sigurinn gegn FH. Heimkomu Kára Kristjáns til Vestmannaeyja lauk með 6 marka sigri ÍBV og við heyrðum í Tedda Ponzu í lok þáttar og spáðum í rosalega umferð sem fram fer á fimmtudaginn. Þetta og miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Andri Berg mættu í stúdíó Handkastsins og gerðu upp vikuna í handboltanum, bæði hér heima og erlendis. Frammarar eru að glíma við gífurlega mikil meiðsli í leikmannahóp sínum og evrópukeppnin er handan við hornið. Darri Aronsson er mættur aftur á parketið eftir rúmlega 1.000 daga fjarveru frá handbolta. ÍR-ingar verða að fara að byrja leikina ef þetta á ekki að enda illa hjá þeim. Valskonur jarðtengdu ÍR stelpur eftir góða byrjun á tímabilinu og nýliðar KA/Þór eru á toppi deildinnar með fullt hús stiga. Nóg af handbolta um helgina bæði hérlendis og erlendis. Séffinn setti strákana í próf um hversu vel þeir þekktu leikmennina í Olís deildinni. Þetta og miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
Stymmi Klippari fékk til sín Gunnar Val og Sigurjón Friðbjörn til að ræða síðustu daga í handboltanum. Stelpurnar Okkar fór til Danmerkur og fengu skell gegn Dönum. Breytingarnar sem hafa orðið á landsliðinu undanfarin ár voru ræddar og þær áskoranir sem Arnar Pétursson landsliðsþjálfari stendur frammi fyrir. Óvænt úrslit voru í Olís deildinni á föstudaginn og allir þrír leikirnir enduðu með 1 marks sigrum. Hefur deildin aldrei verið jafnari? Cell-Tech Lið 3.umferðar í Olís-deild karla á sínum stað, Skólhreinsun Ásgeirs á ferðinni og heil umferð í karla og kvenna í vikunni. Hlustið á nýjasta þátt Handkastsins.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Kiddi Bjé mættur í stúdíó Handkastsins og fóru yfir annasama viku. Róbert Geir hættir um áramótin hjá HSÍ eftir 22 ára starfsferil. Ásgeir Snær dæmdur í þriggja leikja bann eftir myndbandsupptöku. Erum við búin að opna pandórubox þar? Hitamálið í Eyjum sem allir eru að tala um. Klúðraði ÍBV framkvæmd leiksins algjörlega? 3.umferðin er komin af stað og klárast í kvöld. Þetta og miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
Aukakastið er ný hliðarþáttarröð frá Handkastinu sem er stýrt af Stymma Klippara og Kidda Björgúlfss. Í Aukakastinu munum við fá góða gesti sem allir eiga það sameiginlegt að tengjast handbolta. Hvort sem um er að ræða leikmenn, þjálfara, stjórnamenn eða sjálfboðaliða. Markmið þáttarins er að kynnast viðmælandanum betur, allt frá fyrstu kynnum þeirra að íþróttinni, hápunkta ferilsins og hvernig lífið eftir handboltann er. Gestur þáttarins er Rúnar Kárason.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Einar Ingi gerðu upp helgina í handboltanum hér heima og erlendis. Hefði Arnar Pétursson ekki mátt velja stærri æfingarhóp fyrir landsliðsvikuna? Olís deild kvenna er komin í landsleikjahlé eftir 2.umferðir. Skytturnar eru byrjaðar að láta vaða á markið. Haukar unnu Val á þeirra heimavelli og nýliðar KA/Þór eru með fullt hús stiga. Hvorki gengur né rekur hjá Stjörnunni í karla og kvennaflokki. Andri Snær er að smíða eitthvað fyrir norðan og Fram þurfti bara góðar 30 mínútur til að rúlla yfir Þór. Þetta og svo miklu fleira í nýjasta þætti Handkastsins.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Geiri Sly fóru yfir vikuna í handboltanum og spáðu í spilin fyrir helgina. Olís deildirnar hafa aldrei verið jafnari og ærið verkefni að spá í spilin fyrir leikina. FH-ingar pökkuðu Valsmönnum saman í gær. Selfyssingar naga sig í handarbökin að vera ekki komnir með fleiri stig og frábær endurkomusigur hjá Mosfellingum. Nóg af handbolta um helgina og allt saman í þráðbeinni á handboltapassanum.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Gaupi fóru yfir 1.umferðina í Olís deildum karla og kvenna. Sigmundur Steinarsson gefur ekki mikið fyrir nýja logo-ið hjá HSÍ og sendi væna pillu á þá. Stjörnumenn misstu af sæti í Evrópudeildinni eftir vítakastkeppni í Hekluhöllinni. Strákarnir okkar í Magdeburg buðu Krickau velkominn til starfa í Berlín og settu upp sýningu. Nýliðarnir í Olís deildunum byrja tímabilið af krafti. Cell Tech lið karla og kvenna fyrir 1.umferðina opinberað og margt fleira í þætti dagsins.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Andri Berg mættu og gerðu upp byrjun tímabilsins í Olís deild karla og helstu fréttir erlendis. Valsmenn byrjuðu tímabilið á sigri í Garðabænum, Fram sóttu 2 stig í Karpakrika og ekkert virðist hafa breyst hjá Haukum með tilkomu nýs þjálfara. Strákarnir voru einstaklega jákvæðir með allt í kringum handboltann á þessum fyrstu dögum en fundu þá einn til tvo mínusa til að ræða. Er Mathias Gidsel að stýra öllu bakvið tjöldin hjá Fusche Berlin? Þetta og svo miklu meira í nýjsta þætti Handkastsins.
Stymmi Klippari og Benni Gré mættu í stúdíóið á sunnudagsmorgni og fóru yfir allt það helsta í Handboltanum undanfarna daga. HSÍ kynnti nýja ásýnd, nýtt logo og metnaðarfullt prógram fyrir veturinn á kynningarfundi í gær og ríkir mikil bjartsýni fyrir tímabilinu. Valskonur héldu uppteknum hætti og unnu enn einn titilinn í gær þegar þær unnu Meistarar Meistaranna í leik gegnum Haukum á Hlíðarenda. Við ræddum spá Handkastins fyrir komandi átök í karla og kvennaflokki í vetur. Stjarnan gerði frábæra ferð til Rúmeníu í gær og er í góðum séns fyrir heimaleikinn að taka þátt í Evrópudeildinni í vetur.
loading
Comments