Handkastið

Podcast by Handkastið

Þoka yfir Heimaey og Handboltapassinn heillar í kuldanum

11.umferð Olísdeildar karla fór fram í kvöld og gerðu strákarnir hana upp. Fyrri umferðin er búin og hvernig standa liðin eftir hana? Stelpurnar okkar voru á ferðinn í Basel í kvöld. Meistaradeildin er komin aftur af stað eftir landsleikjahlé og hvað er að gerast í Magdeburg?

11-22
01:16:06

Kristófer eyðilagði Evrópudraum Valsmanna og Eyjamenn inná borði aganefndar

Evrópudraumur Vals og FH er úr sögunni þetta tímabilið en Evrópan er galopin hjá kvennaliðum Vals og Hauka. Powaraid bikarinn kominn á fullt og nóg að gera hjá aganefnd HSÍ. Strákarnir fóru aftur til fortíðar og spáðu í 11.umferð Olísdeildar karla.

11-20
01:01:16

Finnur HSÍ pennann fyrir EM Kvenna og engin sjóriða hjá Fram

Stymmi, Andri og Ásgeir fóru yfir 10.umferð Olísdeildar karla. Farið var yfir blaðamannafund HSÍ og Olísdeild kvenna var einnig á dagskrá.

11-14
01:07:22

Landsliðstuð vol.2 - Mike kominn með nóg og kallar eftir breytingum

Sérfræðingurinn, Stymmi klippari og Mikael Nikulásson héldu áfram að kryfja landsliðsmálin. Við ætluðum að fara ræða EM kvennalandsliðshópinn en það var því miður ekki hægt. Hitað var upp fyrir næstu umferðir í Olís-deild kvenna og karla. Mike er síðan kominn með nóg af Handboltapassanum og kallar eftir standard.

11-13
01:29:04

Landsliðstuð eftir tvo skyldusigra - Frammistaðan alltílæ ekki gott

Sérfræðingurinn fékk til sín þjálfarateymi Fram, Einar Jónsson og Harald Þorvarðarson til að fara yfir landsliðsvikuna - tvo sigurleiki Íslands gegn Bosníu og Georgíu í undankeppni EM 2026. Einnig var farið yfir úrslitin í 8.umferð Olís-deildar kvenna og rætt um frammistöðu Fram í Olís-deild karla.

11-10
01:10:53

Strákarnir okkar mæta til leiks eftir hálfs árs bið

Ferðalagið á EM 2026 hefst í kvöld þegar strákarnir taka á móti Bosníu. Landsliðsumræða - Olís-deildirnar og Stymmi fer yfir Handborgarann á Grill-inu.

11-06
51:40

Halldór Jóhann trylltur og Halldór Stefán áttavilltur - Háspennu umferð að baki

Stymmi Klippari og Benni Grétars gerðu 9 umferð Olísdeildar Karla upp. Kaldi Brugghús leikmaður umferðarinnar valinn og Skita umferðarinnar á sínum stað. Farið yfir úrslit í Olísdeild kvenna og eru línur í Meistaradeildinni farnar að skýrast?

11-01
01:03:33

Getum borið höfuðið hátt - Arnar Pétursson ánægður eftir vonbrigðin í Tékklandi

Íslensku félögin geta borið höfuðið hátt eftir frammistöðu sína í Evrópudeildinni í vikunni. Það styttist í EM kvenna og íslenska kvennalandsliðið vann sterkt landslið Pólverja tvívegis um helgina. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari var í símaviðtali þar sem farið var yfir sviðið. Einnig spáði hann í spilin fyrir 9.umferðina í Olís-deild karla.

10-30
59:55

Titillinn í Mosó í vor? Egilshöllin er meira en bara popp og keila

Strákarnir fóru yfir 8.umferð í Olísdeild Karla, Kaldi leikmaður umferðarinnar var valinn og Skitan var ekki langt undan. Farið var yfir úrslitin í Meistaradeild Evrópu og margt fleira.

10-25
01:13:57

Landsliðsumræða - Evrópuævintýrin halda áfram og heitustu pörin

Farið var yfir ótrúlegan sigur FH á Savehof. Landsliðsumræða með Alla Eyjólfs. Farið yfir Olís-deild kvenna og spáð í spilin fyrir 8.umferðina í Olís-deild karla. Nýr liður hófst í þættinum: Heitustu pörin í Olís-deildunum.

10-23
01:31:34

Aron til Veszprém? Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn galopin!

Strákarnir fóru yfir 7.umferð Olísdeildar karla. Er landsliðsfyrirliðinn á leiðinni aftur í atvinnumennsku? Fórum yfir úrslit í Olísdeild kvenna og Meistaradeild Evrópu.

10-18
01:11:22

Evrópuveisla í Krikanum og er Olís-deild kvenna Farmers league?

Þríeykið var mætt og fór yfir Evróputvennuna í Kaplakrikanum. Farið var yfir síðustu umferð í Olís-deild kvenna og hitað upp fyrir næstu umferðir í Olís-deildum karla og kvenna.

10-16
01:09:05

Stjarnan bjargar brotlendingu og ná meistaraefni Hauka Playoffs??

Farið var yfir 6.umferð í Olís deild karla. Heil umferð er á morgun hjá stelpunum. Kaldi leikmaður umferðarinnar valinn og skitan fór á kunnulegar slóðir. Meistaradeild Evrópu og margt fleira í þætti kvöldsins.

10-11
01:00:37

Spilar landsliðið nakið? - Saga Sjonna: Úr Kórnum í Meistaradeildina

Þátturinn um víðan völl stendur heldur betur undir nafni í dag. Evrópudeildin, Olís-deild kvenna, Olís-deild karla, Strákarnir okkar erlendis, hvað er að frétta af landsliðtreyjunum og hvar verður Final4 haldið? Að lokum hringdum við til Noregs þar sem Sigurjón Guðmundsson markvörður Kolstad var á flugvellinum á leið til Frakklands að spila í Meistaradeildinni. Ótrúleg saga.

10-09
01:15:47

Grótta er alltaf Grótta í Gróttu og week of hell hjá Haukum

Ponzan, Andri Berg og EuroBelli yfir fyrstu 5 leikina í Olísdeild karla þar sem Gróttumenn sitja á toppnum eins og allir spáðu fyrir tímabil. Karen Knúts er mætt aftur á parketið hjá Fram og spilað var til úrslita í heimsmeistarakeppni félagsliða.

10-03
54:54

Framarar fara með himinskautum og óvænt hetja í Kolstad

Fram eru farnir að gera sig gildandi í toppbaráttunni. FH átti tvo lélega leiki í vikunni en tókst að sækja 4 stig. Strákarnir okkar erlendis og óvænt hetja hjá Kolstad. Hver er þessi Bjarki Jóhannsson hjá Álaborg? Stelpurnar okkar kláruðu æfingarmót í Tékklandi um helgina í undirbúningi sínum fyrir EM 2024.

09-29
01:02:15

Grótta í toppsætinu, ÍR-ingar bíta frá sér og KA ennþá stigalausir

Stymmi Klippari, Ásgeir Jónsson og Benni Grétars fóru yfir fyrstu leikina í 4 umferðinni í Olísdeild Karla. Valsarar unnu loksins sinn fyrsta sigur og Gróttumenn eru á toppnum. ÍR-ingar sýndu að þeir geta gefið öllu liðum í deildinni leik á góðum degi. Hvað er að gerast fyrir norðan?

09-26
01:02:32

Haukar sjálfum sér verstir - átakið #Beintímark er hafið

FH hafði betur gegn Haukum í Hafnarfjarðarslagnum sem fór ekki framhjá neinum. Hitað upp fyrir 4.umferðina í Olís-deild karla sem hefst í kvöld. Hverjar hafa skarað framúr í Olís-deild kvenna og Strákarnir okkar erlendis. Kíkt var til ársins 2015 í "Aftur til fortíðar" þegar íþróttasíður Morgunblaðsins voru stútfullar af fréttum um Þjóðaríþróttina.

09-25
45:04

Fjölnir fyrir ofan Val og hvert er uppleggið fyrir Norðan?

3.umferð Olísdeildar Karla gerð upp með Einari Inga og Nabblanum. Óvænt úrslit í skemmtilegustu deild í heimi þar sem allir virðast getað unnið alla. Olísdeild kvenna er komin í stutt landsleikjahlé og fóru yfir úrslitin í Meistaradeild Evrópu.

09-20
01:23:58

Framkvæmdastjóri HSÍ svarar fyrir Handboltapassann - Hvar er Þórey Anna?

Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ var í viðtali þar sem farið var yfir Handboltapassann, markaðsmál, landsliðsbúningamálin og meira til. Hitað var upp fyrir 3.umferðina í Olís-deild karla og farið yfir 2.umferðina í Olís-deild kvenna. Að lokum var farið yfir Strákana okkar erlendis.

09-18
01:02:52

Recommend Channels