Discover
Handkastið

271 Episodes
Reverse
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Einar Ingi gerðu upp helgina í handboltanum hér heima og erlendis.
Hefði Arnar Pétursson ekki mátt velja stærri æfingarhóp fyrir landsliðsvikuna?
Olís deild kvenna er komin í landsleikjahlé eftir 2.umferðir. Skytturnar eru byrjaðar að láta vaða á markið. Haukar unnu Val á þeirra heimavelli og nýliðar KA/Þór eru með fullt hús stiga.
Hvorki gengur né rekur hjá Stjörnunni í karla og kvennaflokki. Andri Snær er að smíða eitthvað fyrir norðan og Fram þurfti bara góðar 30 mínútur til að rúlla yfir Þór.
Þetta og svo miklu fleira í nýjasta þætti Handkastsins.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Geiri Sly fóru yfir vikuna í handboltanum og spáðu í spilin fyrir helgina.
Olís deildirnar hafa aldrei verið jafnari og ærið verkefni að spá í spilin fyrir leikina.
FH-ingar pökkuðu Valsmönnum saman í gær. Selfyssingar naga sig í handarbökin að vera ekki komnir með fleiri stig og frábær endurkomusigur hjá Mosfellingum.
Nóg af handbolta um helgina og allt saman í þráðbeinni á handboltapassanum.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Gaupi fóru yfir 1.umferðina í Olís deildum karla og kvenna.
Sigmundur Steinarsson gefur ekki mikið fyrir nýja logo-ið hjá HSÍ og sendi væna pillu á þá.
Stjörnumenn misstu af sæti í Evrópudeildinni eftir vítakastkeppni í Hekluhöllinni.
Strákarnir okkar í Magdeburg buðu Krickau velkominn til starfa í Berlín og settu upp sýningu.
Nýliðarnir í Olís deildunum byrja tímabilið af krafti.
Cell Tech lið karla og kvenna fyrir 1.umferðina opinberað og margt fleira í þætti dagsins.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Andri Berg mættu og gerðu upp byrjun tímabilsins í Olís deild karla og helstu fréttir erlendis.
Valsmenn byrjuðu tímabilið á sigri í Garðabænum, Fram sóttu 2 stig í Karpakrika og ekkert virðist hafa breyst hjá Haukum með tilkomu nýs þjálfara.
Strákarnir voru einstaklega jákvæðir með allt í kringum handboltann á þessum fyrstu dögum en fundu þá einn til tvo mínusa til að ræða.
Er Mathias Gidsel að stýra öllu bakvið tjöldin hjá Fusche Berlin?
Þetta og svo miklu meira í nýjsta þætti Handkastsins.
Stymmi Klippari og Benni Gré mættu í stúdíóið á sunnudagsmorgni og fóru yfir allt það helsta í Handboltanum undanfarna daga. HSÍ kynnti nýja ásýnd, nýtt logo og metnaðarfullt prógram fyrir veturinn á kynningarfundi í gær og ríkir mikil bjartsýni fyrir tímabilinu.
Valskonur héldu uppteknum hætti og unnu enn einn titilinn í gær þegar þær unnu Meistarar Meistaranna í leik gegnum Haukum á Hlíðarenda.
Við ræddum spá Handkastins fyrir komandi átök í karla og kvennaflokki í vetur.
Stjarnan gerði frábæra ferð til Rúmeníu í gær og er í góðum séns fyrir heimaleikinn að taka þátt í Evrópudeildinni í vetur.
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Kiddi Bjé mættu í stúdíó Handkastsins og tóku fyrir helstu mál líðandi stundar í handboltanum á Íslandi. Er of lítið að gera hjá Óla Víði á skrifstofu HSÍ? Er bannað að gefa skemmtileg viðtöl í vetur? Æfingarmótin á fullu og spennadi vetur framundan hjá stelpunum.
Einar Ingi og Davíð Már kíktu í stúdíóið með Stymma og gerðu sumarið upp og komandi átök í deildinni. Hvaða lið eru líklegust og hvernig hafa sumargluggarnir verið?
Handkastið hefur hafið enn eitt tímabilið og það er óhætt að segja að það byrji á sprengju. Kári Kristján Kristjánsson mætti í stúdíóið hjá Handkastinu í kvöld og fór yfir alla tímalínuna í samningaviðræðum við ÍBV sem silgdu í strand í síðustu viku. Kári Kristján vandar sínu uppeldisfélagi ekki kveðjurnar
Það var þéttsetið í Handkastinu að þessu sinni. Sérrfæðingurinn, Stymmi klippari, Einar Andri Einarsson og Einar Örn Jónsson fóru yfir sviðið. Ræddum úrslitakeppnirnar karla og kvennamegin og fórum yfir ótrúlegan feril Arons Pálmarssonar sem leggur skónna á hilluna eftir tímabilið.
Klipparinn, Andri Berg og Geiri Gunn gerðu upp úrslitaleik Vals og Fram. Fram eru Íslandsmeistarar árið 2025. Úrslitaeinvígið hjá Val og Haukum er komið af stað og þar leiða Valsstelpur 1-0. Tókum rúnt um Evrópu og FH-ingar styrkja sig í karla og kvenna.
Farið var yfir leik tvö í úrslitaeinvígi Vals og Fram. Farið var yfir Evrópubikarmeistaratitil Vals kvenna og hitað var upp fyrir úrslitaeinvígið hjá konunum sem hefst 20.maí.
Klipparinn og Andri Berg fóru í Dominos Stúdíóið og gerðu upp fyrsta leik í úrslitaeinvígi Vals og Fram. Kvennalið Vals getur brotið blað í sögur kvennaboltans á laugardaginn, allir að mæta! Dregið í riðla fyrir EM26 og aftur datt Ísland í lukkupottinn!
Séffinn, Klipparinn og Einar Ingi gerðu landsleikinn upp. Úrslitaeinvígin í Olísdeildunum eru að byrja og Valskonur geta brotið blað í sögu kvennahandboltans.
Séffinn og Klipparinn gerðu upp landsleik Íslands við Bosníu. Haukar eru komnar í úrslit gegn Val í Olís kvenna og Viran Morros var á línunni og ræddi Meistaradeildina með okkur.
Dómarastéttin dílar við skjáfíkn og UMFA féllu á prófinu by Handkastið
Séffinn, Klipparinn og DMK mættu í stúdíó og gerðu upp úrslitakeppni karla og kvenna. Selfoss er komið aftur í deild þeirra bestu og Grótta situr eftir með sárt ennið.
Séffinn, Klipparinn og Einar Ingi gerðu upp 3.leiki í undanúrslitum í Olísdeild karla. Selfoss eru komnir yfir í umspilinu um sæti í deild þeirra bestu. Stelpurnar fara af stað á morgun og Viran Morros rýndi í meistaradeildina með Klipparanum.
Séffinn, Klipparinn og Andri Berg gerðu upp leiki 2 í undanúrslitum Íslandsmótsins. Meistaradeildin er að fara aftur af stað og íslendingar voru í eldlínunni í Evrópudeildinni. ÍR er komið í undanúrslit Olísdeildar kvenna og Séffaumspilið er að ná nýjum hæðum!
Sérfræðingurinn, Klipparinn og Geiri Sly mættu og gerðu upp 1 leiki í undanúrslitaeinvígum í Olísdeild karla. Átti Reynir Þór að fá bann fyrir sparkið? Grótta er skrefi nær að vera áfram í Olísdeildinni á næsta ári. 6 liða úrslit í kvennadeildinni eru byrjuð og Stjarnan og UMFA leika um sæti í Olísdeild kvenna á næsta ári!
Sérfræðingurinn og Klipparinn fengu nýkjörinn formann HSÍ, Jón Halldórsson til sín og fóru yfir viðburðarríku viku sem var hans fyrsta í embættinu. Eins var Jón spurður út í framtíðina og áherslur nýrrar stjórnar. Stelpurnar okkar tryggðu sér á enn eitt stórmótið en gætu hafa kostað HSÍ stóran styrktaraðila í kjölfarið. Í lokin var hitað upp fyrir úrslitakeppnina sem er í fullum gangi.
Comments