Discover
Heilahristingur
Heilahristingur
Author: RÚV
Subscribed: 121Played: 2,977Subscribe
Share
© RÚV
Description
Heilahristingur er léttur og skemmtilegur spurningaþáttur þar sem tvö lið svara spurningum um allt milli himins og jarðar. Þetta misserið mun nýr gestaspyrill vikunnar sitja með Jóhanni Alfreð um hverja helgi og ákveða þemu þáttarins.
51 Episodes
Reverse
Í þætti dagsins mætir lið fyrrverandi fjölmiðlafólks, þau Andri Ólafsson og Karen Kjartansdóttir, liði fyrrverandi íþróttafréttamanna sem í eru Hjörvar Hafliðason og Gunnar Sigurðarson.
Umsjón: Jóhann Alfreð Kristinsson.
Í þætti dagsins mætir lið leikara, þau Arnmundur Ernst Backman og Ebba Katrín Finsdóttir, liði radda almennings sem í eru Hrafn Jónsson og Kamilla Einarsdóttir.
Í þætti dagsins mætir lið plötusnúða, þau Daníel Ólafsson (DJ Danni Deluxe) og Dóra Júlía Agnarsdóttir (DJ Dóra Júlía) liði tónlistarvina sem í eru Ari Eldjárn og Hrefna Rósa Sætran.
Umsjón: Jóhann Alfreð Kristinsson.
Í þætti dagsins mætir lið grúskara, þau Vera Illugadóttir og Ingileif Friðriksdóttir liði ungra rithöfunda sem í eru Halldór Armand Ásgeirsdóttir og Bergþóra Snæbjörnsdóttir.
Umsjón: Jóhann Alfreð Kristinsson.
Í þætti dagsins mætir lið Suðurlandsundirlendisins, þeir Atli Fannar Bjarkason og Tómas Steindórsson liði miðbæjarrotta sem í eru Kolfinna Nikulásdóttir og Jóhann Kristófer Stefánsson.
Umsjón: Jóhann Alfreð Kristinsson.
Í þessari þjóðhátíðarútgáfu mæta Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur og uppistandari og Birna María Másdóttir, fjölmiðlakona liði Valdimars Tómassonar, ljóðskálds og Fanneyjar Birnu Jónsdóttur, fjölmiðlakonu.
Verslunarmannahelgin og þá er að sjálfsögðu tónlistarþema í þættinum. Liðin skipa þau Emmsjé Gauti og Salka Sól sem mæta Sögu Garðarsdóttur og Snorra Helgasyni.
Við fáum skemmtilegt fólk til að koma okkur aftur í gírinn eftir langa helgi að baki. Í þætti dagsins mæta skemmtikraftarnir Eva Ruza og Hjálmar Örn liði Sóla Hólm og Viktoríu Hermannsdóttur.
Í þætti dagsins mætir lið blaðamanna sem í eru þau Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Jakob Bjarnar Grétarsson, liði bóksala, sem í eru Óttarr Proppé og Bryndís Loftsdóttir.
Stéttabaráttan heldur áfram í dag. Fólk í kvikmyndagerð, Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas og Jóhann Ævar Grímsson mæta liði jarðvísindamanna, sem mynda þau Sæmundur Ari Halldórsson og Vordís Eiríksdóttir.
Áfram heldur stéttabaráttan. Lið presta, Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Sveinn Valgeirsson mæta í dag liði lögfræðinga, þeim Oddi Ástráðssyni og Önnu Pálu Sverrisdóttur.
Eftir stutt hlé upptökum vegna takmarkana snýr stéttabaráttan aftur. Í þætti dagsins mynda Gunnar Karl Gíslason og Ólafur Örn Ólafsson lið veitingamanna sem mætir liði danskennara, Margréti Erlu Maack og Þórdísi Nadíu Semichat í hörkuspennandi viðureign.
Kosningar framundan vestanhafs og af því tilefni fengum við lið stjórnmálaskýrenda í þáttinn, þau Sigríði Rut Júlíusdóttur og Friðjón R. Friðjónsson. Þau mæta liði almannatengla sem mynda Særún Ósk Pálmadóttir og Andrés Jónsson.
Heilahristingur snýr aftur í dag og stéttabaráttan er á sínum stað. Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Lára Jóhanna Jónsdóttir mynda lið leikkvenna sem mæta bardalistalistafólki, þeim Vernharð Þorleifssyni og Sigrúnu Helgu Lund.
Við tökum frí frá stéttabaráttunni í desember og verðum með sérútgáfur af þættinum þess í stað. Í þessum fyrsta þætti aðventunnar fengum við tvö lið sem bæði eru í nánum tengslum. Mæðginin Anna Þóra Björnsdóttir, gleraugnasali og uppistandari og Björn Leó Brynjarsson, leikskáld mæta feðginunum Berglindi Pétursdóttur, dagskrárgerðarkonu og Pétri Grétarssyni, þul og dagskrárgerðarmanni.
Við höldum áfram að vera með sérútgáfur á aðventunni. Í dag er höfundahristingur. Liðin tvö mynda rithöfundar sem öll eru að gefa út í jólabókaflóðinu. Auður Jónsdóttir og Ragnar Jónasson mæta Katrínu Júlíusdóttur og Orra Páli Ormarssyni í skemmtilegri viðureign.
Örfáir dagar til jóla og allar spurningar dagsins hafa því tengingu við hátíðina framundan. Í þætti dagsins mæta jólavinkonur, þær Laufey Haraldsdóttir og Anna Svava Knútsdóttir jólavinum, þeim Benedikt Valssyni og Fannari Sveinssyni.
Síðasti þáttur ársins og nú er tilefni til að líta um öxl. Allar spurningar dagsins tengjast atburðum ársins sem er að líða með einum eða öðrum hætti. Fjölmiðlafólk mynda lið dagsins. Björn Ingi Hrafnsson af Viljanum og Kristín Ólafsdóttir af Stöð 2 og Vísi mæta Báru Huld Beck af Kjarnanum og Stíg Helgasyni af fréttastofu RÚV í æsispennandi keppni.
Heilahristingur snýr aftur í dag og fram að páskum verður boðið upp á Tónlistarhristing. Lovísa Rut mun slást í hóp umsjónarmanna í skemmtilegri keppni þar sem átta lið mætast í hefðbundnum útslætti þar til tónfróðasta liðið stendur uppi sem sigurvegari á páskadag. Í þessum fyrsta þætti mæta plötusnúðar, þær Þura Stína og Sunna Ben liði Geirfuglanna, þeim Frey Eyjólfssyni og Halldóri Gylfa í hörkuspennandi og skemmtilegri viðureign.
Tónlistarhristingurinn heldur áfram í dag. Allar spurningar tengjast tónlist með einum eða öðrum hætti og í keppni dagsins mæta Reykjavíkurdætur, þær Ragnhildur Hólm og Steinunn Jónsdóttir liði Margrétar Erlu Maack og Tómasar Steindórssonar.



