Heimsendir

Heimsendir eru þættir sem fjalla um Japan, japanska sögu og menningu. Þáttastjórnandinn Stefán Þór býr ásamt fjölskyldu sinni í Japan og segir okkur frá lífinu þar - hvernig það er að vera leikari í Japan, hvaða tækifæri eru að finna og hvaða áskorunum fólk þarf að mæta í landi hinnar rísandi sólar. Heimsendir byrjaði sem umræðuþáttur um mismunandi sviðsmyndir heimsenda - allt frá gervigreind til uppvakninga, líftækni til heimsstyrjaldar. Nú þegar Stefán Þór er búsettur í Japan er fókusinn færður þangað en inn á milli má finna heimsendatengt efni á borð við uppgang gervigreindar, geópólitík Austur Asíu, Kína, Rússland og fleira. Upphafs- og endastef: Ísidór Jökull Bjarnason. Artwork: Sherine Otomo

#152 Ferðasaga til Japan - Fyrri hluti

Ég er mættur aftur til Japan! Við fjölskyldan erum á ferðalagi um land hinnar rísandi sólar enn á ný og í þessum þætti fer ég yfir það sem á vegi okkar verður. Kostir og gallar eða þakklæti og það sem betur má fara. Hvernig blasir Japan við mér eftir eins árs fjarveru? Við skulum komast að því!

09-19
59:49

#151 Er óhollt að hlusta á hlaðvörp?

We back! Mættur til baka, af miklu að taka. Í þessum þætti ræði ég síðustu vikur í mínu lífi - framleiðslu á barnaþáttum, sjóveiki um borð í skipinu og hlaðvarpsföstu sem ég tók fyrr í maí. Við skoðum hversu mikil hlaðvarpsneysla telst eðlileg og hvenær maður á ekki að hlusta á hlaðvörp.

06-16
47:26

#150 Lífið á Íslandi - Japanskir raunveruleikaþættir

Margt að ræða - Trump og tollamúrar, nýtt upphaf Evrópu, leikskólamál í Reykjavík, og auðvitað japanskir raunveruleikaþættir sem allir ættu að horfa á enda feel-good af bestu gerð.Þátturinn er í boði Bíó Paradís.

04-08
54:56

#149 Þórarinn Hjartarson

Þórarinn Hjartarson er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling og stjórnmálafræðingur. Í þættinum förum við um víðan völl og snertum meðal annars á upprisu Indlands, lýðfræðivandamálum Kína, persónulegum hindrunum, ágæti kapítalisma og framtíð Íslands.

04-01
59:16

#148 Frímann Gunnarsson

Frímann er sjónvarpsmaður og stjórnmálafræðingur með próf frá London School of Politics. Hann hefur lengi prýtt skjái landsmanna en þættirnir hans hafa verið sýndir á Skjá Einum, Rúv og Stöð 2. Næstu helgi verður Frímann síðan á hvíta tjaldinu í Bíó Paradís. Í þessum þætti ræðum við námsárin, ljóðlistina, listaelítuna og hvort gott sé að blanda áfengi og svefntöflum.Þátturinn er í boði Bíó Paradís. Ef Egils Kristall er að hlusta má endilega bjóða mér spons enda drekk ég það eins og vatn.

03-19
55:30

#147 Lífið á Íslandi - Er að koma stríð?

Kominn aftur miklu meiri kraftur! Í þessum þætti fjöllum við um síðustu vikur lífs míns á Íslandi ásamt umræðum um vinina Trump og Pútín, framtíð Evrópu og Úkraínu, AI auglýsingar, útivist og áfengislausan lífstíl.Þátturinn er í boði Bíó Paradís.

02-25
50:53

#146 Logi Pedro

Logi Pedro er hönnuður og tónlistarmaður. Við ræðum hnignun stórvelda, jákvæða þjóðerniskennd, mikilvægi vinnu, hreinskilna stjórnmálamenn og margt fleira.Þátturinn er í boði Bíó Paradís.

01-28
01:09:47

#145 Fjármálaráðgjöf 2025 - Get Rich Quick! (OPINN ÞÁTTUR)

Þetta er vissulega ekki fjármálaráðgjöf, en, þið vitið. Vangaveltur um Bitcoin, fasteignir, hlutabréf og fleira. Hvernig á að haga fjármálum og fjárfestingum árið 2025? Hvernig mun gervigreind hafa áhrif á vinnu? Hvað er fjárhagslegt frelsi. Þetta og fleira í þætti dagsins.Þátturinn er í boði Bíó Paradís.

01-21
56:33

#143 Árið 2024 gert upp! (OPINN ÞÁTTUR)

Stærsta ár lífs míns? Kannski ekki, en svakalegt ár engu að síður. Fór á nyrsta odda Japans, dó næstum í jarðskjálfta í Taiwan, flutti með kött og barn til Íslands, hitti Jeff Daniels, landaði fiski og lúbarði hyski. Þetta var gott ár en 2025 verður betra.Hentu í follow á hlaðvarpsveitur og Insta fyrir allt það helsta úr smiðju Heimsendis!

12-30
44:24

#142 Erna Mist (OPINN ÞÁTTUR)

Erna Mist er listmálari, pistlahöfundur og leikhúsvera. Við ræðum lífið og vinnuna, Ísland og London, morgunrútínur og málverkakaup til Kína. Auk þess tölum við um listina sem tekjulind og tækifæri til að framþróa samfélag.Þátturinn er í boði Bíó Paradís og Heimsendafjölskyldunnar á Patreon.

12-11
01:03:21

#140 Eiður Westmann - Frambjóðandi til Alþingis (OPINN ÞÁTTUR)

Útlendingamálin. Orkumálin. Vindmillur og plastagnir. Efnahagskrísa vestanhafs og ólga í Evrópu. Uppstokkun í sviðslistasjóði. Eiður Westmann, frambjóðandi úr Flokki Fólksins, mætir í Heimsendi til að ræða allt þetta og meira til í aðdraganda Alþingiskosninga 2024.Kæri hlustandi, þátturinn er í boði Bíó Paradís og Heimsendafjölskyldunnar á Patreon. Ef þú vilt fullan aðgang að öllu efni Heimsendis geturðu kíkt á patreon.com/heimsendir og upplifað dýrðina.

11-26
56:05

#139 Lífið á Íslandi - Trump inn, Bitcoin upp, Evrópa út?

Hlustið í heild á patreon.com/heimsendirÉg hef verið með hluti á heilanum uppá síðkastið - Kosningar í BNA, hnignandi staða Evrópu, fullris Bitcoin. Auk þess er gaman að ræða lífstíl og fallin vígi. Loks eru Heimsfréttirnar á sínum stað.

11-19
11:10

#138 Tumi Gonzo (OPINN ÞÁTTUR)

Trump forseti. Geópólitík. Deepfakes og gervigreindarmyndbönd. Gestur þáttarins er Tumi Gonzo, listamaður og leikstjóri. Önnur umfjöllunarefni eru kosningar á Íslandi, orkumálin og framtíð landsins.Þátturinn er í boði Bíó Paradís og Heimsendafjölskyldunnar. Ef þig langar að fá fullan aðgang að öllu efni Heimsendis bendum við á patreon.com/heimsendir

11-08
58:12

#137 Lífið á Íslandi - Raunhagkerfið

Hlustið í heild á www.patreon.com/heimsendirLöndun í Grindavík. Heimavinnandi húsfaðir í Hlíðunum. Milljón á mánuði. Og Kamala Harris í vandræðum. Allt þetta og meira í þessum flæðiþætti (sumir kalla það gas). Njótið vel!

11-02
13:38

#136 Bolli Már Bjarnason (OPINN ÞÁTTUR)

Bolli Már Bjarnason er uppistandari og útvarpsmaður, veiðimaður líka, og margt fleira. Í þættinum ræðum við jólin og rjúpurnar, áhugamál og fjölskyldulíf, vinnu og peninga. Lífið á Íslandi er líka til umræðu sem og samanburður við Japan.Þátturinn er opinn í boði Bíó Paradís og Heimsendafjölskyldunnar á Patreon.

10-24
01:06:53

#135 Framtíð Íslands

Hlustið í heild á patreon.com/heimsendirBjört framtíð? Mögulega. Í þessum þætti fjöllum við um framtíð íslenskrar náttúru og efnahags, fólksþróun, menningu og tungumál, listir og alþjóðamál. Er íslenskan á útleið? Verður stofnaður her á Íslandi? Munu jöklarnir bráðna? Þessar og fleiri verða í brennidepli.

10-17
13:51

#134 Er gervisykur að drepa þig? (OPINN ÞÁTTUR)

Sykur vs. Sykurlaust? Aspartam eða aspas? Í þessum þætti skoðum við möguleg neikvæð áhrif gervisykurs og spurjum okkur hvort það sé ekki bara betra að borða venjulegan sykur í staðinn.Þessi þáttur er í boði Bíó Paradís og Heimsendafjölskyldunnar á Patreon. Takk fyrir að hlusta!

10-04
01:00:07

#132 Veiðisumarið gert upp (OPINN ÞÁTTUR)

Veiðiveiran leggst í dvala. Sumarið 2024 var risastórt í stangveiði. Í þættinum fer ég yfir vatnaveiði í Þingvallavatni, Baulárvallarvatni, Meðalfellsvatni og fleiri góðum tjörnum ásamt laxveiði fyrir norðan og sjóbirtingsveiði síðsumars.Vakin skal athygli á að myndbandsútgáfa þáttarins er til á YouTube, X og auðvitað á Patreon.

09-03
59:01

#131 Vinna peningar fyrir þig?

ÞESSI GÆTI BREYTT LÍFI ÞÍNU. Þátturinn fjallar um bókina Ríkur faðir, fátækur faðir eftir Robert Kiyosaki. Við förum yfir eignir og skuldir, vinnu og viðskipti, eyðslu og sparnað.Hlustið í fullri lengd inni á patreon.com/heimsendir

08-27
15:10

#130 Spurjum lækni - Hvað er hundaæði (OPINN ÞÁTTUR)

Rabies, please. Já, í þættinum ræðum við Jóhannes Gauti Óttarsson, Cand. med., veirusýkinguna hundaæði sem er enn ábyrg fyrir um 60.000 dauðsföllum árlega. Við ræðum einkenni, meðferðir, zombie-myndir og fleira.Þátturinn er í boði Heimsendafjölskyldunnar á Patreon. Þú getur prófað frítt í 7 daga á patreon.com/heimsendir

08-13
01:04:04

Recommend Channels