DiscoverHeimskviður
Heimskviður
Claim Ownership

Heimskviður

Author: RÚV

Subscribed: 1,587Played: 75,329
Share

Description

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
111 Episodes
Reverse
Í fyrsta þætti Heimskviðna er rætt um skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum, sístækanndi mótmæli í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong, og tillögur rómversk-kaþólsku kirkjunnar um að vígja gifta menn til prestsþjónustu. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir
Í öðrum þætti Heimskviðna er fjallað um feril valdamestu konu heims, Angelu Merkel Þýskalandskanslara, en hún sótti Ísland heim í vikunni. Rætt er við Lisbeth Kirk, stofnanda EU Obsverer og Eirík Bergmann Einarsson um Merkel og helstu áskoranir hennar í embætti. Þá ræðir Björn Malmquist um komandi kosningar í tveimur fylkjum í austurhluta Þýskalands, þar sem búist er við því að þjóðernisflokkar fái góða kosningu. Donald Trump ætlar kaupa Grænland. Eða ætlaði, þar til hann komst að því að landið er ekki til sölu. Málefni Norðurslóða eru nú á hvers manns vörum. Bogi Ágústsson segir okkur frá landinu sem Bandaríkin ásælast, og ræðir meðal annars við Kim Kielsen, formann grænlensku landsstjórnarinnar. Kielsen, sem legið undir gagnrýni samflokksmanna sinna, virðist hafa styrkt stöðu sína í kjölfar ummæla Trumps. Í Bandaríkjunum eru lögregluyfirvöld farin að nýta sér framfarir í erfðavísindum til að leysa gömul sakamál. Þar er ýmsum meðulum beitt. Birta Björnsdóttir segir okkur meðal annars frá því hvernig notuð servíetta nýttist við að upplýsa morð, sem framið var fyrir hátt í þrjátíu árum síðan. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Í þriðja þætti Heimskviðna fjallar Ólöf Ragnarsdóttir um borgarastyrjöldina í Sýrlandi, sem hefur staðið yfir í tæpan áratug. Hundruð þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín og enginn veit hvað átökin hafa kostað mörg mannslíf. Birta Björnsdóttir fjallar um heimilisofbeldi í Rússlandi. Mál þriggja systra sem myrtu föður sinn hefur vakið heimsathygli og beint kastljósinu að heimilisofbeldi í landinu. Elísabet Bretadrottning féllst í vikunni á beiðni forsætisráðherra landsins, Boris Johnson, um að gera hlé á þingstörfum í landinu. Allt leikur á reiðiskjálfi í breskum stjórnmálum, tveimur mánuðum fyrir fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. En af hverju vilja Bretar út, og hvað gerist ef ekki nást útgöngusamningar við Evrópusambandið? Guðmundur Björn Þorbjörnsson ræðir við Julie Smith, fulltrúa í lávarðadeild breska þingsins og lektor við Cambridge-háskóla í evrópskum stjórnmálum. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Í fjórða þætti Heimskviðna er fjallað um komandi þingkosningar í Ísrael, aðrar kosningarnar á þessu ári. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, mistókst að mynda ríkisstjórn eftir að hafa fengið umboð til þess eftir kosningarnar í vor, og því þarf að kjósa að nýju. En staðan er snúin fyrir Netanyahu, þar sem allt bendir til þess að niðurstöður kosninganna verði þær sömu. Björn Malmquist ferðaðist til landsins helga fyrr á þessu ári og ræddi við heimamenn um hið flókna samlífi Ísraela og Palestínumanna í landinu helga. Um síðustu helgi var mynd Todd Phillips, Jókerinn, frumsýnd á kvikmyndahátíð í Feneyjum. Flest okkar kannast við þennan vansæla karakter, Jókerinn, sem felur sig á bakvið breitt brosið. Birta Björnsdóttir segir okkur frá merkilegri sögu Jókersins, illmennisins sem leikarinn Joaquin Phoenix þykir hafa gert góð skil á hvíta tjaldinu. Landið Venesúela var eitt sinn það ríkasta í Suður-Ameríku. Alvarleg kreppa síðustu ára hefur breytt því en í landinu er hungursneyð, þar er óðaverðbólga, og milljónir hafa flúið til nágrannaríkja síðustu ár. Önnur kreppa hefur fylgt í kjölfarið, nokkurs konar forsetakreppa. Í landinu sitja nú tveir forsetar, sem ekki viðurkenna hvorn annan. Fjallað er um þessa flóknu stöðu í Venesúela - fátækasta landi Suður-Ameríku. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Í fimmta þætti Heimskviðna er fjallað um borgarstjórnarkosningar í Rússlandi, sem alla jafna rata ekki í heimsfréttirnar. Á því varð þó breyting í vikunni. Grasrótarhreyfingum hefur vaxið fiskur um hrygg og þrátt fyrir að margir fulltrúar hafi ekki fengið að bjóða fram í borgarstjórnarkosningum í Moskvu um síðustu helgi þá tókst stjórnarandstæðingum ætlunarverk sitt; að fækka fulltrúum flokksins Sameinaðs Rússlands, flokks Pútíns forseta. Samfélagsmiðlar reyndust stjórnarandstæðingum vel í kosningabaráttunni. Dagný Hulda Erlendsdóttir fjallar um pólitíska landslagið í Rússlandi í aðdraganda og kjölfar kosninganna, og ræðir við Jón Ólafsson prófessor, sem hefur búið í Rússlandi og fylgist vel með þróun mála þar í landi. Við segjum ykkur frá hinum litríka John Bercow, sem tilkynnti í vikunni að hann ætli að hætta sem forseti neðri málstofu breska þingsins. Hann hefur sett mark sitt á embættið. Ekki bara með líflegri framkomu í þingsalnum, heldur einnig með því að auka vægi þingsins, líkt og Bogi Ágústsson segir okkur frá. Nýtt stefnumótaforrit leit dagsins ljós í Bandaríkjunum í síðustu viku. Þetta er þó ekkert nýsköpunarföndur, heldur kemur það frá samfélagsmiðlarisanum Facebook. En spurt er, er hægt að treysta Facebook fyrir jafn viðkæmum upplýsingum um einkalíf fólks? Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Í sjötta þætti Heimskviðna er fjallað drónaárásir Írana, eða Jemena, það fer eftir því hverjum þið trúið - á olíuvinnslustöðvar í Sádí Arabíu. Málið er sem olía á eld milliríkjadeilu Bandaríkjanna og Írana. Þá fjallar Hallgrímur Indriðason um elda í regnskógum Amazon í Suður-Ameríku - aðallega Brasilíu - sem hafa vakið meiri athygli nú en oft áður. Eldar hafa reyndar brunnið í skógunum árum saman, ýmist af mannavöldum eða af náttúrulegum orsökum. En nú eru áhyggjur manna meiri af áhrifum eldanna á loftslag heimsins. Og svo er það pólitíkin, forseti Brasilíu er harðlega gagnrýndur fyrir að hafa dregið úr aðgerðum stjórnvalda til að vernda skóginn. Svo er það Abbey Road, síðasta platan sem Bítlarnir hljóðritðu allir saman. Samband Bítlanna hafði oft verið betra, og Yoko Ono lá í hjónarúmi inni í hljóðverinu á meðan platan var tekin upp. Ásgeir Tómasson rifjar þessa sögu upp því í næstu viku verða 50 ár liðin frá því Abbey Road kom út. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Í sjöunda þætti Heimskviðna komumst við að því hvað fór fram á sérstökum fundi Sameinuðu þjóðanna í New York í vikunni, þar sem loftslagsmál voru til umræðu. Ríki heims voru krafin um skýr svör um hvernig þau ætli að sporna við hlýnun jarðar, og uppfylla ákvæði Parísarsamningsins. Greta Thunberg sagði ráðamönnum til syndanna, og vísaði sem fyrr í vísindalegar rannsóknir. Rætt er við Halldór Þorbergsson, formann Loftslagsráðs, og Elínu Björk Jónsdóttur veðurfræðing. Þá halda Heimskviður til Súdan. Forsetanum Omar al-Bashir var steypt af stóli fyrr á þessu ári eftir margra mánaða mótmæli í landinu. Hann er einmitt eftirlýstur af Alþjóðaglæpadómstólunum í Haag fyrir aðild að þjóðarmorði. Ólöf Ragnarsdóttir fjallar um þennan umdeilda forseta og stöðuna í þessu stríðshrjáða landi. Ekki verður komist hjá því að ræða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Demókratar ætla að hefja formlega rannsókn á því hvort forsetinn hafi gerst brotlegur í starfi þegar hann óskaði eftir því við yfirvöld í Úkraínu myndu rannsaka mál Joe Bidens, sem þykir líklegur til að verða forsetaefni Demókrataflokksins í forsetakosningunum á næsta ári. Við hlýðum á samtal Boga Ágústssonar og Silju Báru Ómarsdóttur, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um þetta merkilega mál og sýn hennar á hvernig Donald Trump hefur tekist að breyta bandarískum stjórnmálum. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Í áttunda þætti Heimskviðna er fjallað um sjötíu ára afmæli Alþýðulýðveldisins Kína, en árið 1949 komst kommúnistaflokkur Maós formanns til valda. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá, og þetta stórveldi - sem gerir sig sífellt meira gildandi á alþjóðavettvangi - er gjörbreytt frá því fyrir 70 árum. Guðmundur Björn ræðir við Magnús Björnsson, forstöðumann Konfúsíusarstofnunarinnar á Íslandi, um fortíð, nútíð og framtíð Kína. Blæðingaskömm er hugtak sem er kannski ekki á allra vörum daglega, en hún getur verið dauðans alvara. Unglingsstúlka í Kenýa fyrirfór sér á dögunum eftir að kennarinn hennar hafði smánað hana fyrir að vera á blæðingum. Og víðar um heim blasir viðlíka smánun mörgum konum um það bil einu sinni í mánuði. Birta Björnsdóttir ræðir við Sigríði Dögg Arnardóttur, kynfræðing. Eitt þúsund beinagrindum, 6750 kvörtunum og 569 vinnuslysum síðar var ný metró leið opnuð með pompi og prakt í Kaupmannahöfn síðastliðna helgi. Framkvæmdirnar eru þær umfangsmestu í borginni í ein 400 ár. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Í níunda þætti Heimskviðna er fjallað um hvernig Bandaríkjaforseti nýtir sér innrás Tyrkja inn í Sýrland til draga athyglina frá vandræðum heima fyrir, þar sem hann á yfir höfði sér ákæru fyrir embættisglöp. Bjarni Pétur Jónsson fjallar um forsetann, en ólíklegt er að heitasta ósk Demókrata, um að koma forsetanum frá völdum, rætist. Svo er það körfuboltinn og pólitíkin. Það fór allt á hvolf í Kína eftir að aðalframkvæmdastjóri NBA liðsins Houston Rockets lýsti yfir stuðningi við mótmælendur í Hong Kong. Yfirlýsing hans hefur dregið dilk á eftir sér og ljóst er að NBA deildin verður af umtalsverðum tekjum vegna þessa. Deilan varpar ljósi á flókið samband íþrótta og kapítalisma. Danir hafa aukið viðveru herafla við Grænland, enda fáir meðvitaðari um mikilvægi Grænlands á Norðurslóðum. Það er viðeigandi umfjöllunarefni nú þegar Arctic Circle þingið stendur sem hæst hér á landi. Bogi Ágústsson ræðir við danska sagnfræðinginn Rasmus Dahlberg. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Í ellefta þætti Heimskviðna er fjallað um nýafstaðnar þingkosningar í Póllandi, þar sem þjóðernissinnaði hægriflokkurinn Lög og réttur vann stórsigur. Flokkurinn hefur gert umtalsverðar breytingar í landinu frá því hann tók við völdum 2015. Pólland er á hættulegri leið út af braut lýðræðis og frelsis - segja sumir. Pólverjar eiga rétt á því að ákveða sjálfir hvernig þeir vilja haga sínu samfélagi og gera það í frjálsum lýðræðislegum kosningum - segja aðrir. Ólöf Ragnarsdóttir fór til Póllands, fylgdist með kosningunum og ræddi við fólk. Þá er sömuleðis fjallað um stöðuna í Katalóníu, en síðustu viku voru níu katalónskir stjórnmálamenn dæmdir í 9 til 12 ára fangelsi fyrir aðkomu sína að þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tveimur árum þar sem greidd voru atkvæði um sjálfstæði Katalóníu. Sjálfsstæðissinnar höfðu betur og í kjölfarið lýsti Katalónía yfir sjálfstæði. Spænsk stjórnvöld tóku vægast sagt illa í þann gjörning eins og fólk kannski man, og sem fyrr segir féllu þessir hörðu dómar í síðustu viku. Mótmæli hafa færst í aukanna í þessari viku og erfitt er að segja til um hvað gerist. Guðmundur Björn fjallar um málið og ræðir við hinn katalónska Ramon Flavia Piera, sem er búsettur á Patreksfirði. Þá fjallar Birta Björnsdóttir um baráttuna við falsfréttir, og bætur sem bandarískum manni voru dæmdar í síðastliðinni viku. Bæturnar fær maðurinn frá samsæriskenningasmiðum sem halda því fram að dauði sex ára sonar mannsins hafi verið sviðsettur. Að skotárásin sem framin var í Sandy Hook barnaskólanum 2012, þar sem 20 börn voru myrt, hafi í raun aldrei átt sér stað. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Í sextánda þætti Heimskviðna förum við til Ástralíu. Halla Ólafsdóttir, fréttamaður, er búsett þar um þessar mundir og flytur hún okkur pistil um fordæmalausa skógarelda sem hafa geisað í landinu síðustu vikur, og ekkert lát er á. Það er ekki síst umfang eldanna og tímasetningin sem er fordæmalaus en í Ástralíu er sumarið rétt að byrja og og heitasti og þurrasti tíminn fram undan. Halla fór á stúfanna og ræddi við heimamenn um ástandið, og Íslendinga sem eru búsettir í nágrenni Sydney. Þann 3. nóvember á næsta ári fara fram forsetakosningar í Bandaríkjunum. Þau eru þó nokkur sem ætla að freista þess að ná embættinu af sitjandi forseta fyrir hönd Demókrata. En tölfræðin er Trump í hag, meirihluti þeirra Bandaríkjaforseta sem sóst hafa eftir endurkjöri hafa haft erindi sem erfiði. En hvaða fólk er þetta sem vill verða keppinautar Trumps? Eiga þau möguleika? Og hvernig verður kosningabaráttan? Birta og Guðmundur Björn fjalla um málið. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Í sautjánda þætti Heimskviðna er fjallað um morðið á Daphne Galizia, blaðakonu á Möltu, árið 2017. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræðir við vinkonu Galizia, Dóru Blöndal Mizzi og Renete Schroeder, framkvæmdastjóra Evrópusamtaka blaðamanna. Rannsókn málsins hafði lítið miðað áfram þangað til leigubílstjóri var handtekinn á flugvelli á Möltu um miðjan síðasta mánuð. Hann var tengiliður milli leigumorðingjanna sem myrtu blaðakonuna og þeirra sem vildu hana feiga. Þingkosningar fara fram í Bretlandi í næstu viku, þann 12. desember. Vanalega fara kosningar fram á fimm ára fresti í Bretlandi, en líkt og alþjóð veit hefur ýmislegt gengið á í breskum stjórnmálum undanfarin ár. Brexit er sem fyrr í forgrunni, en það er einnig önnur mál sem eru kjósendum hugleikin. Guðmundur Björn segir frá. Í vikunni var ýjað að því að þættirnir um Simpson fjölskylduna renni bráðum sitt skeið á enda, þrjátíu þáttaröðum frá því að fyrsti þátturinn var sýndur. Aðdáendur þáttanna eru miður sín, eða hvað? Einn af eldheitustu aðdáendum þáttanna segir að þetta sé komið gott og að í raun hefði átt að loka Simpson-sjoppunni fyrir löngu. Hvernig ætli standi á því? Birta kannaði málið. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Í tuttugasta og fimmta þætti Heimskviðna er fjallað um umskurð kvenna, en á hverjum fimmtán sekúndum eru kynfæri stúlku limlest einhvers staðar í heiminum og um 200 milljónir núlifandi stúlkna og kvenna lifa með afleiðingum slíkra aðgerða. Umskurður er gjarnan notað fyrir þennan verknað en þau sem til þekkja vilja frekar tala um limlestingu á kynfærum kvenna. Áform eru um að útrýma þessum aldagamla sið, en það er ekki auðunnið verkefni. Birta Björnsdóttir fjallar um málið. Dýralæknir hefur áhyggjur af afkomu villtra dýra eftir fordæmalausa skógarelda í Ástralíu. Talið er að yfir milljarður viltra dýra hafi drepist á síðustu mánuðum, þar með talið dýr sem voru þá þegar í útrýmingarhættu. Eftir langvarandi ágang manna á búsvæði dýra í Ástralíu gætu eldarnir hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Halla Ólafsdóttir, fréttamaður sem er nú búsett í Sydney kynnti sér málið. Getur borgaraleg óhlýðni haft þau áhrif að stjórnvöld teki til hendinni í loftslagsaðgerðum. Grasrótarsamtökin Exitinction Rebellion eru ekki nema rétt tæplega tveggja ára gömul en hafa þegar náð að festa sig í sessi í yfir fimmtíu löndum. Samtökin fordæma ofbeldi, en það þýðir þó ekki að meðlimir þeirra hafi ekki komist í kast við lögin. Guðmundur Björn Þorbjörnsson segir frá. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Í tuttugasta og sjötta þætti Heimskviðna er fjallað COVID-19, kórónaveiruna sem fer sem eldur í sinu um heimsbyggðina. Fleiri en 80 þúsund manns hafa sýkst af henni og tæplega þrjú þúsund látið lífið af völdum hennar. Er heimsfaraldur í vændum eða er COVID-19 stormur í vatnsglasi? Guðmundur Björn fjallar um málið. Í dag eru 34 ár frá því forsætisráðherra Svíþjóðar, Olof Palme, var myrtur í miðborg Stokkhólms. Við tók ein umfangsmesta lögreglurannsókn sögunnar sem hefur litlu sem engu skilað. Saksóknarar segjast vita hver myrti Palme og boða ákæru á næstu vikum, en talið er að glæpasagnahöfundurinn Stieg Larsson, sem rannsakaði morðið í tæp tuttugu ár, hafi komið lögreglu á slóðina, Suðurafríkuslóðina eins og Larsson kallaði hana. Bjarni Pétur Jónsson rifjar upp söguna og segir frá nýjum vísbendingum í málinu. Sjónvarpsprédikarinn Paula White er náinn samstarfsmaður og ráðgjafi Bandaríkjaforseta í trúmálum, og fyrsta konan sem flutt hefur bænina þegar Bandaríkjaforseti sver embættiseiðinn. En White er umdeild, alveg eins og maðurinn sem hún vinnur fyrir. Birta Björnsdóttir segir okkur meðal annars hvers vegna. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Í tuttugasta og sjöunda þætti Heimskviðna er fjallað um Julian Assange, stofnanda Wikileaks, og framsalskröfu Bandaríkjanna á hendur honum. Assange heldur nú uppi vörnum í Bretlandi, en bresk stjórnvöld hafa fallist á framsalskröfu Bandaríkjanna. Kristinn Hranfsson, ritstjóri Wikileaks, ræðir um réttarhöldin og hvernig niðurstaða þeirra gæti haft áhrif á framtíð blaðamennsku og tjáningarfrelsis í heiminum. Guðmundur Björn fjallar um málið. Mannskæðar óeirðir hafa verið í Delí, höfuðborg Indlands, undanfarnar vikur vegna nýrra laga sem gera ólöglegum innflytjendum kleift að fá ríkisborgararétt - ef þeir eru ekki múslimar. Þeir hafa lengi verið jaðarsettir í landinu. Lagasetningin tengist líka sögulegum flótta múslima frá nágrannaríkjunum og baráttu núverandi stjórnvalda til að halda löndum. Hallgrímur Indriðason skoðar málið nánar. Norður Atlantshaf hefur ætíð haft mikla hernaðarlega þýðingu. Á tímum kalda stríðsins óttuðust þjóðir Atlantshafsbandalagsins mjög að sovéski flotinn réðist á flutningaleiðir frá Bandaríkjunum til Evrópu. Þetta var ein höfuðástæða viðveru bandaríska flotans á Íslandi. Bogi Ágústsson ræddi við bandaríska flota- og herfræðinginn Magnus Nordenman um breytta ógn á Norður-Atlantshafinu. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Í tuttugasta og áttunda þætti Heimskviðna verður ekki komist hjá því að ræða um áhrif COVID19 veirunnar á samfélög og þjóðir heims. Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um ferðabann frá Evrópu, fjármálamarkaðir voru í frjálsu falli, Danir skelltu í lás og íþróttaheimurinn og skemmtanaiðnaðurinn fer ekki varhluta af áhrifum veirunnar. En þá er einnig fjallað um aðra hluti, enda hætta hjól heimsins ekki að snúast. Í lok síðasta mánuðar var sögulegt samkomulag undirritað milli Bandaríkjastjórnar og Talíbana, sem kveður á um að herlið Bandaríkjanna og Nató yfirgefi landið eftir rúmlega átján ára viðveru. Er friður í augsýn, eða eru Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra að ganga burt frá rjúkandi rústum? Guðmundur Björn fjallar um málið og ræðir við Brynju Huld Óskarsdóttur, varnarmálafræðing og fyrrum starfsmann NATÓ í Afganistan. Hin danska Britta Nielsen var á dögunum dæmd til rúmlega sex ára fangelsisvistar fyrir umfangsmikinn fjárdrátt úr sjóðum danska félagasmálaráðuneytisins. En málinu er ekki lokið. Nú er verið að rétta yfir þremur börnum Nielsen. Málið snýst um hvort þau hafi vitað hvaðan illa fengna féð kom, eða hvort þau hafi einfaldlega verið saklausir þjófsnautar. Birta Björnsdóttir segir frá. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Í þrítugasta og fyrsta þætti Heimskviðna fjalla Guðmundur Björn og Birta um ólík viðbrögð þjóðarleiðtoga um veröld víða við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID19. Forseti Filippseyja vill skjóta þá sem rjúfa sóttkví, en forseti Brasilíu segir fólki að hundskast í vinnuna. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands er nánast orðinn einvaldur, og í Hvíta-Rússlandi gengur lífið sinn vanagang, líkt og enginn heimsfaraldur gangi nú yfir. Þá grassera falsfréttir, streymisveitur hafa aldrei verið jafn vinsælar og við erum hætt að taka í höndina á hvort öðru. Þá fjallar Bergljót Baldursdóttir um áhrif COVID19 á umhverfið og loftslagsmál. Það er nefnilega svo að útbreiðsla veirunnar virðist hafa ansi hreint jákvæð áhrif á umhverfið, enda eru helstu skaðvaldar þess - mennirnir - að menga töluvert minna en venjulega. En fer allt aftur í sama farið þegar faraldurinn hefur runnið sitt skeið? Svo segir Hallgrímur Indriðason okkur frá nýju fótboltaliði Davids Beckham, Inter Miami, sem hóf nýverið leik í bandarísku atvinnumannadeildinni í fótbolta. Þá rekur hann einnig sögu atvinnumannadeildarinnar í Bandaríkjunum, en fótbolti hefur ekki notið mikilla vinsælda vestanhafs. Á því hefur þó verið nokkur breyting síðustu ár, ekki síst vegna Beckhams. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Í þrítugasta og öðrum þætti Heimskviðna er áfram fjallað um áhrif Covid-19 víða um heim. Fjölmörg ríki hafa slakað á aðgerðum sem miða að því að hindra útbreiðslu veirunnar, á meðan önnur ríki herða aðgerðir enn frekar, þar á meðal Kína. Og hver er staðan í stærsta landi heims, Rússlandi? Forseti Bandaríkjanna hefur nú verið gagnrýndur fyrir að bregðast seint og illa við yfirvofandi heimsfaraldri. En eins og honum einum er lagið snýr Donald Trump vörn í sókn og segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina bera mestu ábyrgðina. Og í refsingarskyni ætlar hann að hætta að styrkja stofnunina í bili, ákvörðun sem hefur verið harðlega gagnrýnd víða. Pálmi Jónasson segir okkur frá Trump, Covid og pólitíkinni. Það hefðu líklega ekki margir velt fyrir sér eignarhaldi á tígrisdýrum ef það væri ekki fyrir heimildaþættina Tiger king sem hafa notið gífurlegra vinsælda á streymisveitu Netflix undanfarnar vikur. Þættirnir njóta góðs af samkomubanni og fólk víðar en á Íslandi virðist gleypa þá í sig enda efnistökin lygileg; samfélag fólks í Bandaríkjunum sem heldur tugi og hundruð tígrisdýra, ljóna og annarra stórkatta. Þótt dýrin spili lykilhlutverk í þáttunum sjö þá hverfast þættirnir fljótlega um atferli mannskepnunnar. Halla Ólafdsóttir segir okkur nánar frá þessu og ræðir við Þorkel Heiðarsson líffræðing og deildarstjóra Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og Ester Rut Unnsteinsdóttur spendýravistfræðing. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Í þrítugasta og þriðja þætti Heimskviðna er fjallað um trúarbrögð á tímum heimsfaraldurs. Fjölmargar kirkjur og trúfélög víða um heim hafa óhlýðnast yfirvöldum og virt samkomubann að vettugi, sem getur haft alvarlegar afleiðingar. En svo getur virkt trúarlíf fólks líka haft jákvæð áhrif, bæði á andlega líðan, og auðvitað með því að hlýða yfirvöldum en um leið hjálpa öðrum. Guðmundur Björn Þorbjörnsson segir frá. Þótt eigendur streymisveitna á borð við Netflix hafi það gott um þessar mundir og horfi á áskriftartölur hækka, sitja leikarar, leikstjórar, kvikmyndatökumenn, hljóðmenn heima í stofu og bíða eftir því að hjólin geti farið að snúast að nýju. Búið er að fresta fjölmörgum frumsýningum stórmynda á borð við nýju Batman-myndina og segja má að Hollywood skjálfi og nötri. En faraldurinn hefur þó ekki stöðvað göngu eins langlífasta sjónvarpsþáttar sögunnar, eins og Hallgrímur Indriðason segir okkur frá. Á Spáni má færa rök fyrir því að fótbolti sé ígildi trúarbragða, guðirnir sem tilbeðnir eru ýmist undir merkjum Barcelona eða Real Madrid. Það hefur hins vegar ekki ríkt nein lognmolla í herbúðum Barcelona undanfarið, og ásakanir um spillingu og óstjórn farið nokkuð hátt. Pálmi Jónasson ætlar að segja okkur frá því og sögu liðsins, og nýtur þar liðsinnis Einars Arnar Jónssonar, íþróttafréttamanns. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Í þrítugasta og fjórða þætti Heimskviðna bregðum við okkur til Svíþjóðar, nánar tiltekið til Gautaborgar, þar sem Kári Gylfason fréttamaður býr. Kári flytur sinn fyrsta pistil fyrir Heimskviður og fjallar um það hvernig Svíar hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum. Nálgun Svía er þvert á það sem gert er í öllum sambærilegum samfélögum og hefur verið harðlega gagnrýnd. Dauðsföll í Svíþjóð af völdum Covid-19 eru margfalt fleiri en í grannlöndunum, þrefalt fleiri en í Danmörku, miðað við mannfjölda; sexfalt fleiri en í Noregi eða Finnlandi; og áttfalt fleiri en á Íslandi. Af hverju fara þau þessa leið og hvernig hefur það gengið? Hundrað þrjátíu og fimm milljónir manna þjást af hungri í heiminum í dag og þau sem svelta á eftir að fjölga hratt á næstu misserum vegna COVID-19 faraldursins. Verð á matvælum er hluti af vandanum því það endurspeglar ekki allan framleiðslukostnað þeirra. Umhverfisáhrif eru bara að óverulegu leyti inn í verðinu segir Daði Már Kristofersson, umhverfishagfræðingur við Háskóla Íslands og Ragnhildur Helga Jónsdóttir, umhverfisfræðingur við Landbúnaðarháskólann tekur undir þetta. Bergljót Baldursdóttir fjallar um hvernig hægt sé að leysa það vandamál sem blasir við heimsbyggðinni að matarskortur er í sumum löndum en ofgnótt matar í öðrum. Fyrir viku var tilkynnt að Bandaríkjastjórn ætlaði að veita Grænlendingum fjárstyrk sem nemur 12,1 milljón Bandaríkjadala, jafnvirði um 1,8 milljarðs króna. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði að styrkurinn ætti að nýtast við þróun efnahagsmála, sér í lagi hvað varðar náttúruauðlindir og menntun. Bogi Ágústsson fjallar um áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi og ræðir meðal annars við Albert Jónsson, sérfræðing í öryggismálum sem hefur verið sendiherra bæði í Washington og Moskvu. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
loading