Í þessum spjallþætti förum við yfir atburðarásina frá því hetjurnar okkar yfirgáfu Doctra. Förum yfir sköpun og stemmarann í Bellum, ræðum samsæriskenningar og mögulega finnum nafn á hópinn.
Förum yfir söguna hingað til, eða eins og Supernatural aðdáendur þekkja það: "The Story So Far". (Þið verðið bara að ímynda ykkur Carry on wayward son í bakgrunninum). Þessi þáttur er tekinn upp á milli þáttar 30 og 31.
Í þessum þætti kveðja hetjurnar okkar Doctra, og halda til æskuslóða Nomanuk. Þau ferðast syðst til Alandriu, og vinna í því að reyna að lauma sér innfyrir veggi Tauriu, sem er hersetin af ýmsum verum... Svandís spilar Nomanuk sem er minotaur musterisriddari á 9. stigi. Ívar spilar Egor, sem er firbolg drúíði á 8. stigi. Kristín spilar Gya, sem er skógarálfur og útvörður á 7. stigi, og laumupúki á 1. stigi. Jói er leikja-, spuna- og dýflissumeistarinn.
Þáttur 75 er kominn út! Nuk tekst á við eftirmála atburða síðasta þáttar og Siglir til Zebron. Það virðist vera samansafn ýmissa einstaklinga þar, og fer að skýrast hvað er á ferðinni í Alandriu... Svandís leikur Nomanuk. Musterisriddari Eldath á 10. stigi. Jói er leikja-, spuna-, og dýflissumeistarinn.
Jói kann ekki að telja, og segir í upphafi vitlaust þáttanúmer. Namib og Rimlarnir takast á við íbúa eyðimerkunnar, og Nuk ákveður að þukla í vösum Joy. Svandís spilar Nomanuk, minotaur musterisriddara Eldath á 10.stigi. Kristján spilar Emir, Vedalken Artificer á 10.stigi. Ingó spilar Joy, tiefling bard á 10.stigi Jói er leikja-, spuna-, og dýflissumeistarinn.
Fyrsti dagur í lífi hetjanna okkar! Gya, Nomanuk og Egor eru í rólegheitum á helsta ferðamannastað Alandriu, þegar óvæntir hlutir eiga sér stað. Litlar drekaverur, upprennandi tónlistarmaður, og skuggalegir óvinir koma við sögu, í þessum fyrsta þætti af Heppni og Hetjudáðum! Music: Blood Eagle, Vopna, Blacksmith and Entertainment by Alexander Nakarada (www.serpentsoundstudios.com) Licensed under Creative Commons BY Attribution 4.0 License http://creativecommons.org/licenses/by/4.0/
Hetjurnar okkar fá sitt fyrsta verkefni, lenda í ævintýrum á sjó og finna dulafullt skip...
Hetjurnar okkar skoða strandað skip, og lenda í óvæntri spurningakeppni. Þau finna vísbendingar um óvenjulegan farm um borð. Kannski berjast þau við uppvakning og fiskiskrímsli eða tvö...
Hetjurnar okkar sogast inn í ævintýraheim, þar sem einhver hefur stolið jólunum! Tekst þeim að bjarga jólunum, og öllum stolnu hjólunum? Music: Silent Night, God Rest Ye Merry Gentlemen, Joy to the world, We three celtic kings & We wish you a merry christmas by Alexander Nakarada (www.serpentsoundstudios.com) Licensed under Creative Commons BY Attribution 4.0 License
Hetjurnar okkar lenda í vandræðum með tíma, djöfla og kynnast nýjum vin. Þau er áfram á leið upp til Doctra að sinna sínu verkefni fyrir Aes. Music: Marked, Borgar, Góða Nótt, Vetur frosti, Cold Journey, Behind the sword & Fólkvangr by Alexander Nakarada (www.serpentsoundstudios.com) Licensed under Creative Commons BY Attribution 4.0 License
Hetjurnar okkar komast loks til Doctra, kynnast nýjum persónum og velta fyrir sér næstu skrefum.
Hetjurnar okkar eru staddar í Doctra. Þær fara á fund ráðsins sem stýrir Doctra, og teknar afsíðis af Delat sem segir þeim frá því að eitthvað óeðlilegt sé á ferðinni, bæði í borginni, sem og í Alandriu allri. Þessu fylgir eftirminnileg ferð á bókasafnið í borginni.
Hetjurnar rekja slóð veranna í kuflunum, sem hafa sést um götur Doctra. Þau leggja á ráðin og komast í hann krappann, og berjast við óvini sem fáir hafa séð. Hvaða tákn eru þetta? Af hverju er þetta að gerast í Doctra? Music: Songs;Cockroaches, Halloween Theme, Haunted House, The Butcher, Grundar, Borgar, Góða Nótt, Blacksmith, Blood Eagle, Entertainment, Fólkvangr, Now we Feast, Vetur Frosti, Vopna and Wanderer, by Alexander Nakarada (www.serpentsoundstudios.com) Licen...
Hetjurnar okkar láta vita af því sem fannst í skólanum. Þau leggja svo land undir fót, eignast nýja hest, og hafa það notalegt í skóginum.
Í þessu þætti ferðast hetjurnar okkar í dularfullan píramída í Roheline skóginum. Þau finna þar illvígan óvin, sem stenst flestar þeirra árasir. Ráðgátan flækist enn frekar, þegar á móti þeim teku einhverskonar samblanda af dreka og djöfli...
Hetjurnar okkar eru ansi hætt komnar í þessum þætti, þegar þau berjast við óvæntan óvin í botni píramídans, og tilfinningar leikmanna taka völdin.
Hetjurnar okkar hitta ráðið í Doctra til að segja þeim allt af létta, hvað um var að vera í Roheline skóginum. Kemur svo í ljós að einn í ráðinu virðist ekki vera sá sem þau héldu...
Fyrstur í röð stuttra milliþátta, þar sem við sitjum og spjöllum um söguna, sköpunina og þankagang persónanna. Í þessum þætti förum við aðeins yfir hvað drífur persónurnar að þessum tímapunkti sögunnar, sköpun og innblásturinn á bakvið Doctra, ásamt mörgu öðru.
Hetjurnar okkar ferðast í átt að Bellum. Það eina sem þau þurfa að muna, er að virkja armbandið sem Delat gaf þeim, svo að Meridia geti ekki sent útsendara sína í átt að þeim...
Hetjurnar okkar kíkja í námuna sem þau fundu. Þau eru ekki viss hvað þetta endilega þýðir... en lofar ekki góðu fyrir framhaldið...
fire spot
frábærir þættir en þarf að bíða eftir næsta. haldið áfram👍
MRWAFFLE
geggjađ podkast