Heppni og Hetjudáðir

Fjögurra manna hópur sem spilar Dreka & Dýflissur, fimmtu útgáfu. Spilið er hlutverkaspil sem byggir á spuna. Saman búum við til ævintýri með hjálp teninga. Hlaðvarpið er á íslensku, eða við reynum eftir fremsta megni að þýða það sem er á ensku. Aðal markmiðið er að hafa gaman og hlægja saman.

Við Varðeldinn 2

Í þessum spjallþætti förum við yfir atburðarásina frá því hetjurnar okkar yfirgáfu Doctra. Förum yfir sköpun og stemmarann í Bellum, ræðum samsæriskenningar og mögulega finnum nafn á hópinn.

04-26
17:31

Við Varðeldinn 3

Förum yfir söguna hingað til, eða eins og Supernatural aðdáendur þekkja það: "The Story So Far". (Þið verðið bara að ímynda ykkur Carry on wayward son í bakgrunninum). Þessi þáttur er tekinn upp á milli þáttar 30 og 31.

09-01
16:37

65 - Til Tauriu

Í þessum þætti kveðja hetjurnar okkar Doctra, og halda til æskuslóða Nomanuk. Þau ferðast syðst til Alandriu, og vinna í því að reyna að lauma sér innfyrir veggi Tauriu, sem er hersetin af ýmsum verum... Svandís spilar Nomanuk sem er minotaur musterisriddari á 9. stigi. Ívar spilar Egor, sem er firbolg drúíði á 8. stigi. Kristín spilar Gya, sem er skógarálfur og útvörður á 7. stigi, og laumupúki á 1. stigi. Jói er leikja-, spuna- og dýflissumeistarinn.

03-20
01:00:55

75 - Kamillute og bjór

Þáttur 75 er kominn út! Nuk tekst á við eftirmála atburða síðasta þáttar og Siglir til Zebron. Það virðist vera samansafn ýmissa einstaklinga þar, og fer að skýrast hvað er á ferðinni í Alandriu... Svandís leikur Nomanuk. Musterisriddari Eldath á 10. stigi. Jói er leikja-, spuna-, og dýflissumeistarinn.

12-24
01:29:18

79 - Óheppnir sporðdrekar

Jói kann ekki að telja, og segir í upphafi vitlaust þáttanúmer. Namib og Rimlarnir takast á við íbúa eyðimerkunnar, og Nuk ákveður að þukla í vösum Joy. Svandís spilar Nomanuk, minotaur musterisriddara Eldath á 10.stigi. Kristján spilar Emir, Vedalken Artificer á 10.stigi. Ingó spilar Joy, tiefling bard á 10.stigi Jói er leikja-, spuna-, og dýflissumeistarinn.

02-17
01:22:48

1 - Bjór og kamillute

Fyrsti dagur í lífi hetjanna okkar! Gya, Nomanuk og Egor eru í rólegheitum á helsta ferðamannastað Alandriu, þegar óvæntir hlutir eiga sér stað. Litlar drekaverur, upprennandi tónlistarmaður, og skuggalegir óvinir koma við sögu, í þessum fyrsta þætti af Heppni og Hetjudáðum! Music: Blood Eagle, Vopna, Blacksmith and Entertainment by Alexander Nakarada (www.serpentsoundstudios.com) Licensed under Creative Commons BY Attribution 4.0 License http://creativecommons.org/licenses/by/4.0/

11-27
01:21:32

2 - Sjávarháski

Hetjurnar okkar fá sitt fyrsta verkefni, lenda í ævintýrum á sjó og finna dulafullt skip...

12-08
01:01:52

3 - Gettu betur

Hetjurnar okkar skoða strandað skip, og lenda í óvæntri spurningakeppni. Þau finna vísbendingar um óvenjulegan farm um borð. Kannski berjast þau við uppvakning og fiskiskrímsli eða tvö...

12-15
01:46:47

4 - Tröllið sem stal hjólunum

Hetjurnar okkar sogast inn í ævintýraheim, þar sem einhver hefur stolið jólunum! Tekst þeim að bjarga jólunum, og öllum stolnu hjólunum? Music: Silent Night, God Rest Ye Merry Gentlemen, Joy to the world, We three celtic kings & We wish you a merry christmas by Alexander Nakarada (www.serpentsoundstudios.com) Licensed under Creative Commons BY Attribution 4.0 License

12-22
01:12:14

5 - Tímapressa

Hetjurnar okkar lenda í vandræðum með tíma, djöfla og kynnast nýjum vin. Þau er áfram á leið upp til Doctra að sinna sínu verkefni fyrir Aes. Music: Marked, Borgar, Góða Nótt, Vetur frosti, Cold Journey, Behind the sword & Fólkvangr by Alexander Nakarada (www.serpentsoundstudios.com) Licensed under Creative Commons BY Attribution 4.0 License

12-29
01:20:59

6 - Nemendaverkefni

Hetjurnar okkar komast loks til Doctra, kynnast nýjum persónum og velta fyrir sér næstu skrefum.

01-05
01:03:42

7 - Egor móðgar órangútan

Hetjurnar okkar eru staddar í Doctra. Þær fara á fund ráðsins sem stýrir Doctra, og teknar afsíðis af Delat sem segir þeim frá því að eitthvað óeðlilegt sé á ferðinni, bæði í borginni, sem og í Alandriu allri. Þessu fylgir eftirminnileg ferð á bókasafnið í borginni.

01-26
01:15:10

8 - Djöflar í yfirvigt

Hetjurnar rekja slóð veranna í kuflunum, sem hafa sést um götur Doctra. Þau leggja á ráðin og komast í hann krappann, og berjast við óvini sem fáir hafa séð. Hvaða tákn eru þetta? Af hverju er þetta að gerast í Doctra? Music: Songs;Cockroaches, Halloween Theme, Haunted House, The Butcher, Grundar, Borgar, Góða Nótt, Blacksmith, Blood Eagle, Entertainment, Fólkvangr, Now we Feast, Vetur Frosti, Vopna and Wanderer, by Alexander Nakarada (www.serpentsoundstudios.com) Licen...

02-02
01:31:02

9 - Kannski er það Roheline?

Hetjurnar okkar láta vita af því sem fannst í skólanum. Þau leggja svo land undir fót, eignast nýja hest, og hafa það notalegt í skóginum.

02-09
59:49

10 - Hjörtur hinn Harðgerði

Í þessu þætti ferðast hetjurnar okkar í dularfullan píramída í Roheline skóginum. Þau finna þar illvígan óvin, sem stenst flestar þeirra árasir. Ráðgátan flækist enn frekar, þegar á móti þeim teku einhverskonar samblanda af dreka og djöfli...

02-16
01:17:40

11 - Egor Drekakló

Hetjurnar okkar eru ansi hætt komnar í þessum þætti, þegar þau berjast við óvæntan óvin í botni píramídans, og tilfinningar leikmanna taka völdin.

02-23
56:56

12 - Meridia

Hetjurnar okkar hitta ráðið í Doctra til að segja þeim allt af létta, hvað um var að vera í Roheline skóginum. Kemur svo í ljós að einn í ráðinu virðist ekki vera sá sem þau héldu...

03-01
01:00:59

Við Varðeldinn 1

Fyrstur í röð stuttra milliþátta, þar sem við sitjum og spjöllum um söguna, sköpunina og þankagang persónanna. Í þessum þætti förum við aðeins yfir hvað drífur persónurnar að þessum tímapunkti sögunnar, sköpun og innblásturinn á bakvið Doctra, ásamt mörgu öðru.

03-05
24:29

13 - Að slá köttinn í sekknum

Hetjurnar okkar ferðast í átt að Bellum. Það eina sem þau þurfa að muna, er að virkja armbandið sem Delat gaf þeim, svo að Meridia geti ekki sent útsendara sína í átt að þeim...

03-08
01:02:15

14 - Satanískt Flubber

Hetjurnar okkar kíkja í námuna sem þau fundu. Þau eru ekki viss hvað þetta endilega þýðir... en lofar ekki góðu fyrir framhaldið...

03-15
01:21:15

fire spot

frábærir þættir en þarf að bíða eftir næsta. haldið áfram👍

05-17 Reply

MRWAFFLE

geggjađ podkast

01-05 Reply

Recommend Channels