Hlaðvarp Heimildarinnar

Í hlaðvarpi Heimildarinnar má finna fjölbreytta þætti um allt frá pólitík til heiðarlegs skyndibita eða nýjustu græjunnar.

Flækjusagan: Ógæfusamasta drottning sögunnar

Illugi Jökulsson rekur hér harmsögu um Önnu drottningu á Bretlandi sem bókstaflega varð að eignast barn, hvað sem það kostaði.

10-20
13:28

Eitt og annað: Mengandi stjórnendur danskra stórfyrirtækja

Nokkur dönsk stórfyrirtæki segjast leggja mikla áherslu á umhverfismál í starfsemi sinni. Ný rannsókn sýnir að sú áhersla nær ekki til æðstu stjórnenda sem ferðast milli staða í einkaþotum, sem valda hlutfallslega 17 sinnum meiri mengun en vélar í áætlunarflugi.

10-20
07:36

Flækjusagan: Þegar Óðinn hermaður fór um Evrópu

Illugi Jökulsson gluggaði í nýja bók sem leiðir rök að því að Snorri Sturluson hafi ekki farið með neitt fleipur.

10-13
12:49

Flækjusagan: Þegar Lenín bað Stalín að útvega sér eitur

Illugi Jökulsson veltir fyrir sér hvort næstmesta ógæfa rússnesku þjóðarinnar hafi kannski verið gæfa eftir allt saman.

10-06
03:43

Eitt og annað: Hægpóstur í flösku

Það var jafngott að skilaboðin sem franskur fornleifafræðingur setti í flösku, og lokaði vel, voru ekki áríðandi. Það liðu nefnilega næstum 200 ár áður en flaskan fannst, fyrir skömmu. Sennilega elsti flöskupóstur í heimi.

10-06
05:35

Flækjusagan: Kóngur glímir við erfitt sakamál

Það er ekki erfitt að finna dæmi úr sögunni um hvernig óttinn við „útlendinginn“ tók öll völd af réttsýni og sanngirni.

09-29
11:43

Eitt og annað: Rispur í lakkinu

Í splunkunýrri danskri bók er fjallað um samskipti dönsku konungsfjölskyldunnar við stjórn nasista í Þýskalandi í aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari. Höfundurinn segir þessi samskipti hjúpuð leynd og vill að Friðrik konungur heimili aðgang að dagbókum Kristjáns X frá þessum tíma.

09-29
10:47

Flækjusagan: Þegar kínverjar hættu við heimsyfirráð

Illugi Jökulsson rifjar upp söguna af Zheng He sem hóf siglingar sem hefðu getað komið í veg fyrir útrás Evrópumanna.

09-22
12:25

Flækjusagan: Keisarinn sem vildi ekki vera keisari

Illugi Jökulsson er vanur keisurum sem gera hvaðeina til að halda í völd sín. En keisarinn í Brasilíu var öðruvísi.

09-15
10:59

Flækjusagan: Uns lengra varð ekki komist

Illugi Jökulsson veltir fyrir sér stórmerkilegu ferðalagi, hinu fyrsta sem nútímamaðurinn lagði í.

09-08
12:43

Eitt og annað: Heimilisvandræðin í norsku konungshöllinni

Marius Borg Høiby, sonur norsku krónprinsessunnar Mette-Marit, er aðalpersónan í einhverri verstu krísu sem norska konungsfjölskyldan hefur lent í, að minnsta kosti á síðari tímum. Þar koma eiturlyf og ofbeldi við sögu.

09-08
08:21

Flækjusagan: Þegar Tarzan hitti Presta-Jón

Illugi Jökulsson komst fyrst í kynni við hið einangraða kristna ríki Eþíópíu með því að lesa Tarzanbækur Edgars Rice Burroughs.

09-01
11:03

Eitt og annað: Að þéra eða þúa

Meðan Margrét Þórhildur var þjóðhöfðingi Dana var það ófrávíkjanleg regla að hún skyldi þéruð, Deres majestæt, nema í þröngum hópi fjölskyldu og náinna vina. Eftir að sonurinn Friðrik tók við krúnunni hefur það flækst fyrir mörgum hvernig ávarpa skuli kónginn og sama gildir um drottninguna Mary.

09-01
06:54

Flækjusagan: Melódrama Verdis var miklu merkilegri harmsaga

Illugi Jökulsson sá ekki sýningu Íslensku óperunnar á Don Carlo en kynnti sér ævi fyrirmyndarinnar, Carlosar krónprins.

08-25
12:13

Eitt og annað: Meistaraverkið friðað

Eftir mikla óvissu mánuðum saman hefur SAS hótelið við Vesterbrogade, eitt þekktasta kennileiti Kaupmannahafnar, verið friðað. Húsið er talið merkasta verk hins heimsfræga arkitekts Arne Jacobsen. Eigendurnir ætluðu að gera miklar breytingar á útliti hússins en friðlýsingin kemur í veg fyrir það.

08-25
06:44

Flækjusagan: Að skrökva upp á sig fjöldamorðum

Illugi Jökulsson var duglegur að læra Biblíusögurnar sínar í barnaskóla. En fór seinna að efast um ýmislegt af því sem þar stóð.

08-18
12:41

Eitt og annað: Borga ungum drengjum fyrir að vinna óhæfuverkin

Glæpaflokkar borga í auknum mæli ungum drengjum fyrir að fremja margs konar óhæfuverk, jafnvel morð. Tveir sænskir piltar voru fyrir skömmu handteknir í Kaupmannahöfn eftir morðtilraun.

08-18
05:09

Flækjusagan: Gætum við þurft að henda sögubókunum okkar?

Illugi Jökulsson bíður eftir nýjustu tíðindum frá Gunung Padang en þar var verið að grafa eitthvað afar óvænt upp úr frumskógarmoldinni.

08-11
11:49

Flækjusagan: Djöflar og villidýr og guðsorð á eyðieyju

Illugi Jökulsson las ungur söguna um Robinson Crusoe en komst löngu seinna að því að til var enn merkilegri saga um fólk á eyðieyju, og sú var meira að segja sönn.

08-04
11:49

Á vettvangi #5: Konur í viðkvæmri stöðu

Teymisstjóri Bjarkarhlíðar segir öll ofbeldisbrot í tíunda veldi í fíkniefnaheiminum. „Við erum oft að sjá mjög ungar stelpur í þessum aðstæðum og við vitum af stelpum sem eru fimm árum eldri sem hafa lent í sömu mönnum, tíu árum eldri sem hafa lent í sömu mönnum,“ segir Jenný Kristín Valberg. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokaþætti hlaðvarpsseríunnar Á vettvangi þar sem Jóhannes Kr. Kristjánsson fylgist með störfum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

08-02
01:01:42

Ragnar jóhann Sævarsson

Gott og vel þakk þér

04-15 Reply

Recommend Channels